Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur til- lkynnt að frá og með 1. júlí nk. muni iðgjöld ökutækjatrygginga hækka um 5%. Þar af nemur hækkun lög- boðinna trygginga 4%. Í tilkynningu frá TM segir að af- koma af vátryggingarekstri í öku- tækjatryggingum hafi versnað und- anfarin ár og því þurfi félagið að bregðast við. Ástæða versnandi af- komu sé tvíþætt, annars vegar hafi iðgjöld farið lækkandi og hins vegar hafi tíðni bótaskyldra slysa og sér í lagi munatjóna aukist verulega að undanförnu, samfara auknum fjölda ökutækja í umferð. Áhrif hækkunar á iðgjöld meðalviðskiptavinar, sem er með allar tryggingar sínar hjá TM, eru sögð um 3%. Viðskiptavinir félagsins í TM-Öryggi munu eftir sem áður njóta hagstæðari kjara. Iðgjöldin hækka hjá TM GEIRÞRÚÐUR Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrar- stjóri Landhelg- isgæslunnar. Hún hefur m.a. gegnt starfi flug- stjóra hjá Icelandair, deild- arstjóra flugöryggisdeildar Flug- málastjórnar Íslands og verið for- maður rannsóknarnefndar flugslysa. Geirþrúður er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Ís- lands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda nám- skeiða í flugöryggismálum og flug- slysarannsóknum. Nýr flugrekstrar- stjóri Landhelg- isgæslunnar NÝTT afl, stjórnmálaflokkur sem stofnaður var skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar, ætlar að bjóða fram í næstu kosningum, þrátt fyrir að formaður flokksins hafi í gær lýst yfir stuðningi við framboð Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir að þar sem flokkurinn bjóði ekki fram í þessum kosningum hafi hann ákveðið að styðja við bakið á gömlum samstarfsmanni, Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Það megi ekki líta það þeim augum að hann ætli að ganga til liðs við flokkinn á ný, hann sé einfaldlega besti kosturinn miðað við aðra sem í framboði séu í Reykja- vík. Nýtt afl stefni að því af fullum krafti að bjóða fram lista til næstu alþingiskosninga. Formaður Nýs afls styður Sjálfstæðisflokk MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks er fallinn á Álftanesi, ef marka má nið- urstöður skoðunakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar HÍ. Samkvæmt henni fær Álftaneslistinn 53,2% fylgi meðal þeirra sem afstöðu taka, en Sjálfstæðisflokkurinn fær 46,8% Verði þetta niðurstöður kosn- ingana næði Álftaneslistinn manni af Sjálfstæðisflokki, fengi fjóra bæj- arfulltrúa gegn þrem fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Vikmörk í könn- uninni eru þó 4,9% miðað við 95% ör- yggismörk, svo í raun er ekki mark- tækur munur á fylgi framboðanna. Könnunin var unnin af Fé- lagsvísindastofnun fyrir Bjarna Berg Elfarsson, Betri byggð. Hringt var í 600 íbúa á Álftanesi dagana 17.-18. maí, og var svarhlutfallið 60%. Um 8% sögðust ekki ætla að kjósa, eða ætla að skila auðu, óá- kveðnir voru um 10% og 7% neituðu að gefa upp afstöðu. Um 45% af úr- takinu tóku því afstöðu til spurning- arinnar. Álftaneslistinn fengi fjóra fulltrúa ÍSLANDSVINIR, nýstofnuð samtök ungs fólks sem lætur sig íslenska náttúru varða, standa fyrir göngu niður Laugaveg í dag. Gangan hefst á Hlemmi kl. 13.00 og verður gengið að Austurvelli. Þekktir tónlistarmenn, m.a. Sigur Rós, Gus Gus, Leaves og fleiri, taka þátt í göngunni. Á Austurvelli verða síðan tónleikar þar sem KK, Hjálmar, Ellen Krist- jánsdóttir, Flís, Bogo- mil Font og Steindór Andersen koma fram. Einnig verða flutt ávörp. Fulltrúar unga fólksins hafa boðið Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, að taka við áskorun í lok tónleikanna kl. 15.30. Andrea Ólafsdóttir, einn af forsvarsmönn- um Íslandsvina, sagði að um tugur ungmenna hefði skipulagt gönguna í nafni Íslandsvina. Gangan væri fyrsti viðburðurinn í nafni sam- takanna. Í sumar mun hópurinn setja upp tjaldbúðir á Kárahnjúkasvæðinu til að auðvelda almenningi að sjá svæðið í síðasta sinn áður en það fer undir Hálslón. Þá má vænta fleiri við- burða í nafni Íslandsvina í framtíð- inni. „Ég er ný í baráttunni og hef ekki áður verið í náttúruverndarsamtök- um,“ sagði Andrea. „Ég vaknaði til lífsins og áttaði mig á því að nú er mikið að gerast. Risastórt landsvæði, á stærð við allt höfuðborgarsvæðið, er að fara undir vatn vegna raforku til er- lendrar stóriðju. Að mínu mati höfum við ekki mikið við það að gera.“ Að sögn Andreu er stefnt að því að Íslands- vinir verði félagasam- tök. Samtökin eiga heimasíðu þar sem m.a. er hægt að nálgast bæklinginn Vissir þú? Í honum eru birtar 35 staðreyndir um stór- iðjuframkvæmdir og áhrif þeirra á náttúru og samfélag. „Við reynum að vekja fólk til umhugs- unar um hve mikið er í húfi. Margir átta sig ekki á því hve margar af nátt- úruperlum okkar á að leggja í þessa stóriðju,“ sagði Andrea. „Við Íslands- vinir vonum að aðrir Íslandsvinir mæti þúsundum saman í gönguna og á tónleikana.“ Íslandsvinir með göngu og tónleika TENGLAR .............................................. www.islandsvinir.org Andrea Ólafsdóttir HARALDUR Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leir- ársveit í Borgarfirði, segir að skafrenningur hafi verið á kornökrum hjá sér í vikunni þegar þurr mold fauk undan hvössum norðanvindum. Hann segist reikna með að talsvert tjón hafi orðið á ökr- unum vegna þess. Haraldur sáði korni í vor í rúmlega 60 hektara. Hann hefur oft sáð í sandakra, en segir að því fylgi áhætta því að fok á vorin, áður en fræið kemur upp, geti spillt uppskeru. „Það hafa stundum komið svona norðanskot og skemmt þetta stórlega. Ég veðjaði meira á mýrarstykki núna. Svo gerðist það í vikunni að það var bókstaflega skafrenningur á sumum stykkjunum. Það skóf yfir veginn og það var því eins og að keyra í gegn um skafbyl. Fínasta rykið er í skurðunum. Þetta var allt orðið svo þurrt og svo fór vindur hér upp í 30 metra. Við erum hér rétt handan við Hafnarfjallið og þar er stundum sterkur strengur,“ sagði Haraldur. Haraldur var í vor að taka í notkun nýjan mjalta- þjón og fékk menn frá útlöndum til að stilla hann. Þetta varð til þess að sáning tafðist. Lítið af fræinu var því komið upp þegar norðanáttin skall á. Í Belgsholti er veðurathugunarstöð. Þar hefur ekkert rignt í marga daga, en í gær gerði þó kær- komna dembu. Fram að þeim tíma hafði aðeins rignt 13 millimetra í Belgsholti í maí. Það er raunar svipað og í maí í fyrra, en þá nýttist rigningin að ýmsu leyti betur en í vor. Haraldur ber sig hins vegar vel og segir að land- búnaður sé að nokkru leyti happdrætti. Maður geti verið heppinn eða óheppinn með veður og sama eigi við um skepnuhald. „Skafrenningur“ á ökrum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is NÝIR eigendur taka í dag við rekstri Pétursbúðar, sem hefur staðið við Ránargötuna síðan 1928. Hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agn- arsson keyptu nýlega þessa rótgrónu kjörbúð af Ragnheiði Elínu Ragn- arsdóttur, sem tók á sínum tíma við rekstrinum af Pétri Emilssyni, sem búðin er nefnd eftir í dag. Ragnheiður segir gaman að reka kjörbúð, en það sé mikil vinna og langur afgreiðslutími. „En hverfið er alveg æðislegt og það er toppurinn að vinna í því. Fólkið er yndislegt og allir svo jákvæðir,“ segir Ragnheiður, sem mun verða hinum nýju eigendum inn- an handar fyrstu mánuðina. „Þetta er sómafólk sem er að taka við rekstr- inum. Ég kom inn í búðina ein á sín- um tíma, en ég held það sé miklu betra að það séu samhent hjón sem vinna við þetta.“ Samhent hjón „Við vildum bara breyta til og prófa eitthvað nýtt,“ segir Björk, sem kveðst hvergi bangin við samkeppni frá stórmörkuðum eða stærri búðum, enda sé það ætlunin að viðhalda sér- stöðu búðarinnar. Þannig verði áherslan áfram lögð á persónulega þjónustu við viðskiptavini búð- arinnar. Undir þetta tekur Baldvin, sem kveður ríka hefð fyrir slíkri þjón- ustu hjá Pétursbúð, t.d. heimsending- um til eldri viðskiptavina og fleira. Hjónin eru að eigin sögn samhent og hafa ráðist í ýmis verkefni saman og hafa þau gengið áfallalaust. „Við könnumst við hana Ragnheiði og hún bauð okkur búðina til kaups,“ segir Baldvin, sem er fyrrverandi sjómað- ur, en hefur verið í landi í fimm ár. „Þetta var líka kjörið tækifæri fyrir okkur hjónin að skapa okkar eigin at- vinnu. Ég hef trú á því að þetta eigi eftir að gera okkur gott og við eigum eftir að kynnast fólkinu í hverfinu og vegna vel. Við vonum bara að það taki vel á móti okkur.“ Kaffi og konfekt í dag Það er vinna að reka kjörbúð og mikil viðvera. Björk mun standa vaktina á daginn og mörg kvöld, en Baldvin hyggst halda áfram í sinni dagvinnu en koma til aðstoðar á kvöldin og um helgar. „Svo fáum við starfskraft til að fylla í þau skörð sem verða í deginum,“ segir Baldvin. „Fólk sem þekkir til Bjarkar segir þetta akkúrat fyrir hana, enda er hún svo mannblendin og hefur svo gaman af því að tala við fólk og kynnast því.“ Björk tekur hlæjandi undir þetta, enda sé hún mikil félagsvera. „Það er víst alltaf mikið fólk í kringum mig,“ segir Björk sem kveðst hlakka til að taka við hinu rótgróna starfi kaup- mannsins á horninu, sem sé síður en svo deyjandi stétt. Viðskiptavinir Pétursbúðar eru boðnir velkomnir í dag, þegar hjónin taka við rekstrinum, en þau munu bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og konfekt. Nýir kaupmenn á horninu í Pétursbúð á Ránargötunni Hlakka til að starfa í vestur- bænum Morgunblaðið/Eggert Björk og Baldvin fyrir framan Pétursbúð. Þau segjast hlakka til að kynnast Vesturbæingum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.