Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Eitthvað tímabundið verður varanlegt.
Ef þér líkar ekki hvernig tilteknar að-
stæður eru að þróast, skaltu bregðast
við hratt, áður en þú festist. Ljón kem-
ur til skjalanna í kvöld og lífgar upp á
stemmninguna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið bruðlar með ástúð sína gagn-
vart nýju fólki. Þeir sem þú þekkir vel
eiga blíðu þína alveg eins mikið skilda.
Leitaðu að einhverju til að dást að í
fari þeirra sem þú hittir daglega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburanum leiðast hefðir alveg inni-
lega og því hjálpar ný nálgun honum
við að ná markmiðum sínum. Þú getur
lært heilmikið með því að fylgjast með
og herma eftir. Einhver yfirmáta
gagnrýninn er bara afbrýðisamur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Lykillinn að því að auka tekjurnar er
að ávinna sér nafn í hópi jafningjanna.
Þú getur það í vinnunni, en alveg eins í
frítímanum. Afþreying með rétta fólk-
inu gæti leitt til stöðuhækkunar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þeir sem segja: enga eftirsjá, rugla
ljónið í ríminu. En ef þú gerir ekki að
minnsta kosti eitthvað eitt sem þú átt
eftir að sjá eftir síðar, merkir það
hugsanlega að þú sért ekki taka næga
áhættu. Smávegis athafnir og örlítil
iðrun leiða til hinnar endanlegu vel-
gengni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan getur sagt að hún hafi ekki vit
á nýju sviði, en hún hefur það samt. Þú
ert með á nótunum. Vísbendingarnar
eru svo margar að það er erfitt að
missa af þeim. Fylgdu a.m.k. einni og
þá rennur upp fyrir þér ljós.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Að vera upptekinn er ekki það sama og
að vera afkastamikill. Slakaðu á. Sumu
er betra að fresta fram á næsta dag og
þegar upp er staðið er ekki víst að það
verði nokkru sinni nauðsynlegt að
framkvæma það. Í alvöru.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þegar maður er ástfanginn finnur
maður sig knúinn til þess að verja ást-
vin sinn, taka málstað hans og berjast
fyrir því sem hann trúir á. Forðastu
vandræði og ráðfærðu þig við meyju
fyrst.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Himintunglin draga fram í dagsljósið
hversu sjálfbjarga bogmaðurinn er.
Það sem augað sér ekki, vekur ekki
áhuga hugans. Passaðu að verða ekki á
vegi freistinganna, gerðu heldur eitt-
hvað allt annað. Þegar kvöldar finnst
þér þig ekki skorta neitt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Lærðu að treysta því að alheimurinn
sjái um sína. Það er ekki það sama og
leti. Ef þú ert klók, lærir þú og verður
fullnuma í því sem er ógert, ósögðum
orðum og hættir að velta við steinum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ef ytri öfl hafa meira yfir viljastyrk
þínum að segja en andinn, skaltu taka
því sem vísbendingu. Kannski hefur
takmarkið ekki sama aðdráttarafl fyrir
þig og áður. Taktu þér pásu svo þú
finnir neistann aftur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn þekkir einhvern sem er að
látast og sér í gegnum leikaraskapinn.
Ekki koma upp um viðkomandi mann-
eskju. Kannski er farsinn það eina sem
heldur henni uppi.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Eftir nýtt tungl vex tunglið í
tvíbura og hin skarpa og
vitsmunalega orka hans
ræður ríkjum. Allt sem er ferskt, í tísku
og nýtt ýtir því þunga og merkingar-
hlaðna úr vegi. Vertu með í hringiðu
félagslífsins, allir keppast við að vera
sjarmerandi. Tækifæri gefst til þess að
hitta nýtt fólk.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mergð, 4 væsk-
il, 7 rotin, 8 dylur, 9 fið-
ur, 11 eyðimörk, 13 kvika
í sjó, 14 urr, 15 brum-
hnappur, 17 reiðir, 20
sterk löngun, 22 ginna,
23 haggar, 24 orðasenna,
25 pjatla.
Lóðrétt | 1 berast með
vindi, 2 dáin, 3 slór, 4
Freyjuheiti, 5 skaut, 6
tré, 10 rándýr, 12 fersk-
ur, 13 lík, 15 trjástofn, 16
starfrækjum, 18 asna, 19
vera óstöðugur, 20 þunn
grastorfa, 21 viðauki.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 handahófs, 8 suddi, 9 losna, 10 gól, 11 rýrna, 13
tuska, 15 fress, 18 uggar, 21 kyn, 22 róaði, 23 neiti, 24
himnaríki.
Lóðrétt: 2 aldar, 3 deiga, 4 hollt, 5 fúsks, 6 ósar, 7 bana,
12 nes, 14 ugg, 15 ferð, 16 efaði, 17 skinn, 18 unnir, 19
grikk, 20 reið.
Tónlist
Gamla bókasafnið í Hafnarfirði | Banda-
ríski tónlistarmaðurinn Mount Eerie (áður
The Microphones) spilar kl. 20 í kvöld
ásamt landa sínum Micah Blue Smaldone,
hinni kanadísku Woelv og Rökkurró. Að-
gangseyrir er einungis 700 krónur og ekk-
ert aldurstakmark.
Grensáskirkja | Vortónleikar Þingeyiinga-
kórsins verða haldnir í Grensáskirkju kl. 16.
Á efnisdagskrá verða innlend og erlend
lög. Kórstjóri er Kári Friðriksson. Undirleik-
ari er Árni Ísleifsson. Kaffiveitingar í hléi.
Miðaverð kr. 1500.
Langholtskirkja | London Oriana syngur kl.
17. Kórinn er einn þekktasti áhugamanna-
kór Breta. Meðal annars verða flutt verk
eftir tónskáldið Richard Allain, kórtónlist
úr óperum Verdi og Bizet og amerískir
sálmar og söngvar. Einnig verða flutt verk
eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigur-
björnsson. Sjá www.londonoriana.com
Norræna húsið | Flytjendur á sunnudag
28. maí eru Hlín Pétursdóttir, sópran, Ey-
dís Franzdóttir, óbóleikari, Bryndís Páls-
dóttir, fiðluleikari, Herdís Anna Jónsdóttir,
víóluleikari, Bryndís Björgvinsdóttir, selló-
leikari og Sigurður Halldórsson, sellóleik-
ari. Fjölbreytt efnisskrá. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 15.15.
Paddýs | Þröstur Jóhannesson kynnir ný-
útkominn geisladisk sinn „Aðrir sálmar“ kl.
21.
Öðlingar FÍH | Óvissuferð verður farin
fimmtudaginn 1. júní.
Myndlist
101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í
skriðu. Til 3. júní.
Anima gallerí | Björg Örvar málverk. Sýn-
ingin hefur verið framlengd til 27. maí.
Opið kl. 12–17.
Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir
málverk, teikningar og prjónaskap þar sem
sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní.
Gallerí Fold | Í dag, laugardaginn 27. maí
kl. 15, opnar Bragi Ásgeirsson málverka-
sýningu í Baksalnum og báðum hliðar-
sölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg.
Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af-
mæli listamansins sem er 28. maí. Sýning-
in stendur til 11. júní.
Gallerí Galileó | Á landinu bláa, sýning
Ernu Guðmarsdóttur í Gallerí Galileo,
Hafnarstræti 1–3, er framlengd til 28. maí.
Á sýningunni eru 26 myndverk og mynd-
efnið sótt í íslenska náttúru. Myndirnar eru
ýmist málaðar á striga eða silki.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með
hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjöl-
ljóðahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur
Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira,
Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við
LHÍ sem sýna bókverk.
Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York
sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin
„Sögur“ stendur yfir til 31. maí.
Gel Gallerí | Dirk Leroux „A Model for The
Treeman“. Til 8. júní.
Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er
myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg.
Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu
Hafnarborgar ganga undir heitinu „Svart-
hvítir dagar“. Til 29. maí.
Hafnarborg | Örn Þorsteinsson mynd-
höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnar-
fjarðar. Til 29. maí.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list-
málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Til 18. júní.
Kaffi Sólon | Þórunn Maggý Mýrdal Guð-
mundsdóttir sýnir kröftug málverk. Til 9.
júní.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Til 6. okt.
Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu-
málverk til 28. maí. Opið alla daga nema
mánud. kl. 15–18.
Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst
| Málverkasýning Elfars Guðna. Opið frá kl
14–18 alla daga. Sýningu lýkur 11. júní.
Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í
Listasafni ASI. Opið 13–17. Aðgangur
ókeypis. Til 28. maí.
Listasafn Íslands | Sýningar á verkum
Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð í
Listasafni Íslands. Verkin á sýningunum
spanna allan feril listamannanna. Til 25.
júní. Ókeypis aðgangur. Listamannaspjall
kl. 14 á sunnudag. Birgir Andrésson ræðir
um verk sín á sýningunni og Gunnar J.
Árnason listheimspekingur leiðir samtalið.
Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð
opin á sýningartíma.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Náttúru-
fræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN?
Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær-
eysk náttúra.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmundar-
safns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, stein, brons, og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept-
listamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Til 5. júní.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sigur-
jóns Ólafssonar. Kaffistofan opin á safn-
tíma. Opið laugardag og sunnudag 14–17.
Frá og með 1. júní verður safnið opið dag-
lega nema á mánudögum.
Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda
Sigurðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar
eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin
á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar.
Óðinshús | Málverkasýning Jóns Inga
Sigurmundssonar – Við ströndina – í Óðins-
húsi, Eyrarbakka. Til 28. maí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; KARIN SANDER & CEAL FLOYER,
sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem
eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið–fös
kl. 14–18 og lau–sun kl. 14–17. Aðgangur er
ókeypis. Leiðsögn á laugardögum.
www.safn.is
Saltfisksetur Íslands | Sýning Önnu Sig-
ríðar Dýrið hefur verið framlengd til 1. júní.
Skriðuklaustur | Svandís Egilsdóttir sýnir
olíumyndir og verk unnin í gifs og lakkrís í
gallerí Klaustri. Til 7. júní.
Thorvaldsen Bar | Marinó Thorlacius með
ljósmyndasýninguna „dreams“. Ljósmynd-
irnar hans eru alveg sér á báti og hafa þær
vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og
erlendis. Til 9. júní.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos/
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða