Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KJÖRDAGUR Sjónvarpsumræðurnar ígærkvöldi á milli oddvitaflokkanna, sem bjóða fram til borgarstjórnar Reykjavíkur, breyttu ekki miklu um stöðu kosningabaráttunnar. Þær und- irstrikuðu þörf allra flokkanna til þess að gera sem minnst úr ágreiningi sín í milli. Raunar má segja að það hafi verið eitt helzta einkenni kosn- ingabaráttunnar, að flokkarnir hafa forðast ágreiningsmálin. Fyrir suma þeirra, eins og t.d. Sjálfstæðisflokkinn, kann það að hafa verið jákvætt og auðveldað flokknum að höfða til kjósenda, sem horfa til margra átta. Fyrir aðra, sem hafa haft meiri þörf fyrir að undirstrika sérstöðu sína, svo sem Framsóknarflokk, Frjálslynda og Vinstri græna, kann þetta að hafa verið erf- iðara. Það má líka spyrja hversu já- kvætt það er fyrir stjórnmálin almennt að flokkarnir undir- striki frekar hvað þeir eigi sam- eiginlegt en hitt, sem skilur þá að. Er hugsanlegt að kjósendur segi þá sem svo, að það sé eng- inn munur á flokkunum, þess vegna skipti engu máli hver þeirra komist til valda og þar með sé engin ástæða til að kjósa? Auðvitað skiptir máli í lýðræð- islegu þjóðfélagi, að stjórnmála- flokkar bjóði upp á skýra val- kosti og að umræður fari fram um þá kosti. En það hefur ekki gerzt að þessu sinni. Hins vegar eru línur skýrar í kosningabaráttunni í Reykjavík að því leyti að Sjálfstæðisflokk- urinn er eini flokkurinn, sem hefur möguleika á að vinna meirihluta í borgarstjórn. Sá möguleiki er raunverulegur og þeir, sem á annað borð telja heppilegast að Reykjavík sé stjórnað af samhentum meiri- hluta, vita hvaða flokk þeir eiga að kjósa. Línurnar eru líka skýrar í þessum kosningum að því leyti, að nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta verður gerð til- raun til að mynda vinstri stjórn í borgarstjórninni. Þeir flokkar, sem standa mundu að slíkri meirihlutamyndun, eru þegar komnir í hár saman um þá spurningu hver ætti að verða borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, lýsti því yfir í grein hér í blaðinu sl. þriðjudag, að ekki kæmi annað til greina en að Dagur B. Egg- ertsson yrði borgarstjóri í slíku meirihlutasamstarfi. Framsóknarmenn eru ekki sammála því og G. Valdimar Valdemarsson, formaður mál- efnanefndar miðstjórnar Fram- sóknarflokks, lýsti því yfir í grein hér í Morgunblaðinu í gær, að flokkur hans mundi styðja Steinunni Valdísi Óskars- dóttur til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Það yrði fróð- legt að sjá, hvort Samfylkingin hafnaði Steinunni Valdísi og fórnaði vinstri meirihluta vegna ágreinings um þessi tvö borg- arstjóraefni. Auðvitað mundi Samfylkingin ekki gera það og þess vegna er ekkert að marka yfirlýsingar formanns flokksins um annað. Hins vegar er allt miklu óljós- ara eftir kosningabaráttuna um áform litlu flokkanna í borgar- stjórn fái þeir aðstöðu til að ráða einhverjum úrslitum. Kannski má segja, að ekki hafi verið gengið nægilega hart að þeim í kosningabaráttunni um þau efni. Staðan á kjördegi er því í stórum dráttum þessi: Þeir sem vilja kjósa einn flokk til valda í þeirri trú að sam- hentur meirihluti í borgarstjórn þjóni hagsmunum Reykvíkinga kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem geta ekki hugsað sér nýjan meirihluta Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki lengur kost á að kjósa einn lista eins og Reykjavíkurlistann heldur verða þeir að gera upp á milli fjögurra framboða. Þeir hinir sömu vita ekki í raun hvers konar meiri- hluta þeir eru að stuðla að. Þeir vita ekki hvort Framsóknar- flokkur yrði samstarfsflokkur Samfylkingar og Vinstri grænna eða hvort það yrðu Frjálslyndir á þeirri forsendu, að vinstri flokkarnir tveir geti ekki hugsað sér að lenda í sömu stöðu gagn- vart Framsókn og þeir hafa búið við síðustu 12 árin. Þetta er flók- in staða fyrir kjósendur að greiða úr. Það er hins vegar ekki bara í Reykjavík, sem búast má við spennandi kosningu í dag. Ým- islegt bendir til að söguleg úrslit gætu orðið í Kópavogi. Þar hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haft meirihluta frá því að byggð hófst í því sveitarfélagi. Áður fyrr þótti undarlegt að fólk skipti um pólitíska skoðun ef það flutti búferlum yfir Fossvogslæk en nú er ekki lengur hægt að útiloka meirihluta sjálfstæðis- manna í því bæjarfélagi. Líklega verður meira fylgzt með taln- ingu í Kópavogi í kvöld en öðr- um sveitarfélögum utan Reykja- víkur. Aðalatriðið er þó að kjósendur nýti sér kosningarétt sinn og taki þátt í að kjósa sveitar- stjórnir í sínu byggðarlagi. Lýð- ræðið þrífst á mikilli kosninga- þátttöku. V ið þurfum að finna leið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga, það er mjög mikilvægt,“ segir Anna Stef- ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH). Óánægja stéttarinnar með bág laun er þó ekki helsta ástæða þess að sjúkrahúsið hefur verið undirmannað í fleiri mánuði heldur sú staðreynd að það eru einfaldlega ekki til hjúkrunarfræð- ingar í landinu til að fullmanna spítalann. Gera þarf átak í hjúkrunarmenntun og útskrifa að minnsta kosti 120 hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þörfinni næstu árin, að sögn Önnu. Það mun hins vegar ekki skila sér fyrr en eftir nokkur ár og þangað til þarf að grípa til annarra aðgerða. Ein þeirra er sú ákvörðun spítalans að ráða 20 danska hjúkrunarfræðinga til starfa á spítalanum í sumar. Ákvörðunin hefur verið um- deild og m.a. sætt harðri gagnrýni Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Anna segir enga aðra leið hafa verið færa, ekki séu til íslenskir hjúkrunarfræðingar til að sinna þessum störfum. Þá eru stjórnendur spítalans nú að kanna möguleika sem felast í nýjum stofnanasamningi BHM og LSH, m.a. að umbuna hjúkrunarfræð- ingum sérstaklega sem eru í fullu starfi árið um kring og taka allar vaktir og einnig að greiða þeim sem standa vaktina á mestu álagstímum, eins og framundan eru í sumar, aukalega. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðild að þeim stofnanasamningi svo og aðalkjarasamningi BHM við fjármálaráðuneytið frá sl. vori. Um 1.200 hjúkrunarfræðingar Á Landspítalanum starfa 1.150 hjúkr- unarfræðingar í 930 dagvinnustöðugildum. Það eru 2,4% fleiri stöðugildi en árið 2001. „Við sjáum það engu að síður á öllum okkar gögnum að vinnuálagið hefur aukist á spítalanum frá því í október á síðasta ári,“ segir Anna. Á þeim tíma hefur sjúklingum fjölgað umtalsvert og fleiri aðgerðir verið gerðar. Legudögum fækk- ar þar sem áhersla er nú lögð á göngu- og dag- deildarþjónustu. Þá eru þeir sem liggja á legu- deildunum nú bráðveikari og þarfnast hver og einn sjúklingur sem þar liggur fleiri hjúkr- unarstunda en áður. Þetta hefur reyndar verið þróunin allt frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000. Anna bendir á að þessar breytingar kalli á fleiri hjúkrunarfræðinga en tekist hefur að fá til starfa. Í apríl vantaði 100 hjúkrunarfræðinga til starfa. Það sama er upp á teningnum nú. „Fólk vinnur hér undir umtalsverðu vinnuá- lagi. Miklar kröfur eru gerðar til fólks, það vinn- ur vaktavinnu, sem er erfið,“ segir Anna. Þeir sem eru í 100% vaktavinnu vinna að meðaltali meira en 40 stunda vinnuviku. Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga á LSH vinnur 75% vinnu eða meira og flestir vaktavinnu. Til þess að bæta upp skort á starfsfólki hefur vinnuálag aukist verulega á þá sem fyrir eru á spítalanum. Allt hefur þetta óhjákvæmilega áhrif á þá þjónustu sem spítalinn veitir. „Við sjáum það að yfirvinna er mun meiri núna á fyrstu mán- uðum ársins en á sama tíma í fyrra. Við leitum til okkar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til þess að mæta mönnunarvandanum, þannig að margir vinna umtalsvert meira en þeirra vinnuskylda segir fyrir um. Fólk vinnur tvöfaldar vaktir og á frídögunum sínum. Þetta hefur verið að gerast al- veg frá því í október.“ Launakostnaður vegna mikillar yfirvinnu sem og aðkeyptrar vinnu starfsmannaleigna hefur hækkað og mun setja strik í reikning spítalans á yfirstandandi ári. „Skýringin liggur aðallega í því að yfirvinnan er dýr og starfsmannaleigan tekur sitt. Það væri í alla staði betra að hafa fjörutíu fleiri hjúkr- unarfræðinga við störf,“ segir Anna. Á árinu 2005 var keypt af fyrirtækjum vinna hjúkrunarfræðinga fyrir 53.508.636 krónur og það sem af er árinu 2006 hefur verið keypt fyrir 28.122.451 krónur. Fyrirséður vandi „Mannekla í hjúkrun hefur verið viðvarandi í mörg ár á Íslandi, sérstaklega á svona stórri stofnun eins og Landspítala,“ bendir Anna á. Vandinn sem sjúkrahúsið stendur frammi fyrir nú er því ekki nýr af nálinni, en engu að síður mjög alvarlegur, að sögn Önnu. Hún segir vandann nú að vissu leyti hafa verði fyrirséðan. Því fari fjarri að nógu margir hjúkr- unarfræðingar séu útskrifaðir árlega til að mæta þörfinni. Hún minnir á að árið 1999 hefi Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) gert könnun á mönnunarþörf í hjúkrun á Íslandi. Sú könnun hafi leitt í ljós að útskrifa þyrfti um 120 hjúkr- unarfræðinga á ári til að mæta þörfinni og end- urnýjun í stéttinni. „Þetta hefur ekki gengið eft- ir,“ segir Anna. Á síðasta ári voru útskrifaðir 83 hjúkrunarfræðingar frá HÍ og Háskólanum á Akureyri og á þessu ári eru þeir í kringum eitt hundrað. Um 50 þeirra munu koma til starfa á LSH í sumar. „Eftirspurn eftir hjúkrunarfræð- ingum hefur aukist frá því könnunin var gerð m.a. vegna aukins umfangs hjúkrunar á spít- alanum,“ segir Anna, „en það hafa ekki verið út- skrifaðir hjúkrunarfræðingar til að mæta þessari aukningu. Þannig að við sitjum í súpunni ef svo má segja, m.a. vegna þess að ekki hefur verið brugðist við niðurstöðum þessarar könnunar.“ Anna segir bagalegt að ekki sé hægt að taka fleiri inn í námið þar sem nægur áhugi sé fyrir hendi. Þar sem ár eftir ár séu útskrifaðir færri hjúkrunarfræðingar en þörf er á aukist vandinn með hverju árinu. „Og hann á eftir að aukast enn frekar næstu árin þegar stórir árgangar hjúkr- unarfræðinga fara bráðum á eftirlaun.“ Önnu reiknast svo til að á næstu 10 árum hætti um 300 hjúkrunarfræðingar sökum aldurs, en þetta er sá hópur sem útskrifaðist á áttunda ára- tugnum, þegar mun fleiri voru í hjúkrunarnámi en nú. „Það er ekkert sem bendir til þess að við munum hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga til að taka við þeirra störfum.“ Ekki brugðist við Anna segir að ítrekað hafi ráðamönnum verið beint á viðvarandi og fyrirsjáanlegan skort á hjúkrunarfræðingum, yrði ekki brugðist við. „Mér finnst við ekki hafa náð eyrum ráðamanna,“ segir Anna, spurð um ástæður þess að ekki hafi verið brugðist við. „Núna er ástandið orðið mjög alvarlegt og ég trúi því að gripið verði til að- gerða.“ Fyrir nokkrum árum heimilaði mennta- málaráðuneytið að fjölgað yrði í hjúkrunar- fræðideild HÍ, m.a. fyrir tilstuðlan Landspítala og FÍH. Var í framhaldinu tekin ákvörðun um að heimila skólanum að fjölga nemendum, úr 65 í 75. Á síðasta ári leitaði LSH beint til HÍ sem brást við með því að fjölga í náminu í 80 nemendur. Á sí á A er be þó og m þá st se m þv m að L sö E sö er in fa m sö dr en m be sp m vo næ hj í l va hj yf vi hæ sl L ek nú se A m sö hæ sé la se le N L un hv „e nú ár in m næ sp kj m að m hr vi an st un in að se ar st de ve sj hj að rá vi ha se m um Skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala – háskólasjú Nauðsynlegt að bæt kjör hjúkrunarfræði Landspítalinn mun á næst- unni grípa til ýmissa ráða til að draga úr manneklu í hjúkr- un á spítalanum sem hefur verið mikil undanfarið hálft ár. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við Önnu Stefánsdóttur hjúkr- unarforstjóra, sem segir vonir standa til að svigrúm sem er innan kjarasamninga verði notað til að bæta kjör hjúkr- unarfræðinganna á álags- tímum framundan. Morgunblaðið/Eyþór Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri LSH, segir ekkert benda til þess að hægt verði að fylla í skarð fjölmargra hjúkrunafræðinga sem hætta á næstu árum sökum aldurs. su
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.