Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 47
UMRÆÐAN
EcoGreen Multi
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Vítamín, steinefniog jurtir
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
www.nowfoods.com
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
EFTIRSÓTTIR
TÖLVUNARFRÆÐINGAR
F
A
B
R
IK
A
N
2
0
0
6
Opið fyrir umsóknir á www.hr.is
OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK • HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 599 6200 • www.hr.is
Tölvunarfræðingar vinna ótrúlega fjölbreytt störf. Þeir eru m.a.
forritarar, bankastjórar, hugbúnaðarsérfræðingar, stjórnendur,
ráðgjafar, sérfræðingar, framkvæmdastjórar, vefsíðuhönnuðir
og háskólakennarar. Einnig vinna margir þeirra við netþróun,
gervigreind, rannsóknir og meira að segja við hönnun vélmenna.
80% þeirra sem munu útskrifast úr tölvunarfræði við HR í vor
eru búnir að fá fleiri en eitt atvinnutilboð. 30% þeirra hefur fengið
fimm eða fleiri tilboð.
Kynntu þér spennandi nám
í tölvunarfræði hjá HR.
Möguleikarnir eru óþrjótandi.
Upplýsingar í síma 599 6200
eða á www.hr.is
Í FLUGVÉL á leið frá Drauma-
landinu hóf ég lestur bókar, sem
mikið hefur verið í umræðunni.
Skemmst er frá því að segja að bók-
ina skildi ég vart við mig fyrr en ég
hafði lesið hana. Löngu fyrir heim-
ferðina. Þvert á ætlun mína.
Draumalandið er vandað verk. Ég
ætla ekki að fara út í efnið. Hver
verður að lesa fyrir sig. Höfundur
stendur við hvert orð með tilvitn-
unum, sem er eithvað annað en
sleggjudómar frá áróðursmaskínu
Landsvirkjunar og ríkisstjórn-
arinnar. Stórkostlegt er hvernig
efnið er sett fram á auðskiljanlegu
mannamáli. Ég taldi mig vel upp-
lýstan um þessi mál. Nú skal við-
urkennt að ég gerði mér ekki grein
fyrir, hversu hratt Draumalandið
rekur að feigðarósi.
Ég vil þakka Andra Snæ fyrir að
opna augu mín. Einnig er við hæfi
að biðja Hjörleif Guttormsson af-
sökunar á orðbragði í blaðagrein frá
mér. Hefði hann ekki staðið fastur
fyrir er öldungis óvíst að við værum
þó þetta sjálfstæð þjóð í dag. Sagan
mun setja Hjörleif á stall með Ólafi
Thors og fleiri góðum mönnum.
Sama er ekki að segja um núver-
andi iðnaðarráðherra. Því miður.
Allt virðist opið upp á gátt. Álverk-
smiðjur, sem aðrir vilja ekki eða er
verið að loka í öðrum löndum, fá
inni hjá okkur. Allt út á hreina
orku, sem skal vera eins konar
hnattrænt framlag okkar til Kyoto-
sáttmálans
Mikið væri óskandi að Orri tæki
sér smáfrí frá kaupum á laxi í hafi
og hæfi söfnun fyrir kaupum á
Kárahnjúkavirkjun og væntanlegri
skaðabótakröfu álrisans. Hann gæti
byrjað á að tala við Silvíu Nótt,
Björk, Bakkavararbræður, Björg-
úlfsfeðga, Bónusfeðga og alla hina
millana. Fyrir utan svo öll nátt-
úruverndarsamtökin og hvalavinina.
Þannig gætu Káranhjúkar orðið
„túristastaður“ um alla framtíð.
Tóm stíflan minnisvarði um skamm-
sýna stjórnmálamenn og Kringils-
árrani vitnað um sjálfstæða þjóð.
Í flugvélinni á heimleiðinni var ég
svo heppinn að fá Morgunblaðið. Í
því var vel skrifuð grein eftir Svav-
ar Knút Kristinsson, sem á þá ósk
heitasta að fara með dóttur sinni að
skoða svæðið norðan Vatnajökuls,
áður en allt fer í kaf. Víst er að svo
er um fleiri. Hér er tækifæri fyrir
Náttúruverndarsamtökin að styrkja
fjárhagsstöðuna með skipulögðum
ferðum inn á svæðið. Í leiðinni gætu
þeir sem vilja skrifað undir mót-
mæli gegn virkjuninni. Það er
langtum sterkara en að hlekkja sig
við vinnuvélar og gefa yfirvöldum
með því tækifæri til að siga lög-
reglu á sig eins og hverja aðra
hryðjuverkamenn. Þá er fróðleg
grein eftir núverandi orku-
málastjóra. Í lok hennar bendir
hann á að allt orkuverð fer hækk-
andi og varar við að fara of geyst í
að selja raforkuuna.
Eftir heimkomuna fletti ég göml-
um blöðum og sá að í viðbót við
blessun forseta Draumalandsins á
hryðjuverkunum fyrir austan er
Orkuveitan búin
að gera samning
um sölu orku
fyrir stækkun í
Straumsvík. Hvers vegna lá svona
mikið á, Alfreð?
Svo er þjóðinni sagt að ekki hafi
verið gefið leyfi fyrir stækkuninni.
Hótanir um að loka og fara hafa
greinilega borið árangur.
Í útvarpinu var fréttatilkynning
frá Alcoa um að fyrirtækið
ætlaði að ákveða eftir ein-
hver ár hvort þeir byggðu ál-
ver á Húsavík eða ekki!
Leyfi fyrir byggingunni er
greinilega komið. Líklega er
hagkvæmara að stækka á
Reyðarfirði og ákvörðun því
frestað.
Í þættinum Speglinum
kannaðist Valgerður ekki við
að hafa nefnt brot af þeim
tonnafjölda, sem eftir henni
er haft. Klykkti svo út með
því, að erfitt væri að setja
einhverjar hömlur á byggingu ál-
vera vegna ES-reglna og auk þess
ættu orkufyrirtæki virkjunarsvæði.
Er nema von að spurt sé, hver
stjórni Draumalandinu?
Sigurður Oddsson
fjallar um stóriðju ’Álverksmiðjur, sem aðrir vilja ekkieða er verið að loka í öðrum löndum, fá
inni hjá okkur.‘
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Hver stjórnar Draumalandinu?
mbl.is
smáauglýsingar