Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 2 sæti Í DAG er kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur og á morgun liggur fyrir hvernig landsmenn hafa kosið sér bæjar- og sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Það felast í því mikil tímamót að Reykjavík- urlistinn bjóði ekki lengur fram í borg- inni sem hann hefur stjórnað í tólf ár. Samkvæmt könnunum virðast nokkrar líkur til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í kosningunum, jafnvel með minnihluta atkvæða. Sam- kvæmt skoðanakönnunum ræður stuðn- ingur við Framsóknarflokkinn úrslitum um hvort einn flokkur fái hreinan meirihluta og ég er sannfærður um að borgarbúar munu láta í ljós sína af- stöðu til þess með afgerandi hætti á morgun. Lýðræðið er margbrotið fyrirbæri og það er mögnuð lífsreynsla fyrir ungan mann að leiða framboðslista í fyrsta sinn. Sérstaklega er það mikil reynsla þegar á móti blæs og gengið er upp brekkuna. Ég hef tekið þá afstöðu að halda mínu striki, vera jákvæður og mál- efnalegur og tala ekki illa um nokkurn mann. Hefur þó á stundum ýmislegt gefið tilefni til andsvara, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég er sannfærður um að þessi stefna okkar framsóknarmanna hefur mælst vel fyrir og mun skila sér á endanum. Það er ekkert betra að vera alltaf að rífast í stjórnmálum; saka aðra um svik og brigsla fólki um lygar. Við sem erum í stjórnmálum erum öll rekin áfram af heilbrigðum metnaði og hug- sjónum fyrir samfélagið okkar og viljum gera vel. Það stækkar enginn á því að ata andstæðinginn auri. Við framsóknarmenn höfum sett fram metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir hönd Reykjavíkur og lýst yfir skýr- um vilja til að framkvæma. Við höfum kallað það at- hafnastjórnmál. Því hefur verið fleygt, að stjórnmál snúist ekki síst um fólk en kosningar um fólk. Ég held að það sé mikið til í því. Ég heyri á mörgum að þeir vildu fremur geta valið fólk en flokka í stjórnmálum nútímans. Ég heiti á þetta fólk að gefa nýjum manni tækifæri og tryggja þannig nauðsynlega endurnýjun í íslenskum stjórnmálum. Ekki veitir af. Samkvæmt könnunum eru ótrúlega margir enn óá- kveðnir og reynslan sýnir að við eigum jafnan töluvert fylgi meðal þeirra sem ákveða sig á lokasprettinum. Hvert atkvæði skiptir þar máli og ég bið því um þinn stuðning. Hann skiptir miklu máli. Þinn stuðningur getur ráðið úrslitum Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er oddviti B-listans í Reykjavík. Í DAG leitar Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi eftir umboði kjósenda til starfa í þágu Seltirninga allra. Á framboðslista okkar er fjölbreyttur hópur kvenna og það voru Seltirningar sjálfir sem völdu framboðslista okkar í fjölmennu og vel heppnuðu prófkjöri í febrúar. Vilji fólks um endurnýjun og ferskleika í bæjarmál- unum hefur því þegar sett mark sitt lista okkar. Síðustu fjögur árin hefur meirihluti okkar í bæjarstjórn markvisst styrkt stöðu bæjarins og eflt lífsgæði Seltirn- inga. Árangurinn er góður og hefur ábyrgur rekstur bæjarsjóðs tryggt grundvöll góðrar þjónustu við bæj- arbúa. Við höfum lækkað skatta á sama tíma og þjón- ustan hefur verið aukin. Sýnt þykir að Seltjarnarnes sé um margt orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Góð staða Seltjarnarnesbæjar er þó ekki sjálfgefin. Hún byggist á áralangri stefnufestu meirihlutans og vilja til að þjóna bæjarbúum vel. Ánægðir bæjarbúar Afrakstur síðustu ára gefur fyrirheit um spennandi framtíð. Það hefur verið markmið okkar að efla þjónustu Seltjarnarnesbæjar og um leið lífsgæði Seltirninga. Mörg framfaraspor hafa verið stigin og sjálfstæðismenn einnig staðið dyggan vörð um þau gildi sem hafa verið forsenda öflugs og sjálfstæðs sveitarfélags. Viðhorf íbúa til þjónustu bæjarins sýnir að vel hefur tekist að viðhalda og efla þjónustu bæjarins á fjölmörgum sviðum. Í nið- urstöðum þjónustukönnunar Gallup kemur í ljós að þjón- usta bæjarins fær góða einkunn bæjarbúa. Í henni kemur fram að rúmlega 85% íbúa eru ánægð með þjónustu bæj- arins, sem verður að teljast einstakur árangur á meðal stærri sveitarfélaga. Framkvæmdir bæjarins á kjör- tímabilinu eru meiri en um langt skeið. Of langt mál yrði að rekja þær allar en skal látið nægja að nefna nýtt bóka- safn, stækkun Tónlistarskóla Seltjarnarness, frágang opinna svæða meðfram strandlengjunni, ljósleiðaravæð- ingu, verulegar endurbætur á sundlaug og skólum, hverfavörslu til að sporna við innbrotum og gerð knatt- spyrnuvallar auk minni sparkvalla með gervigrasi. Ábyrg fjárstjórn skilar lægstu sköttum Traustur rekstur sveitarfélaga er ekki sjálfgefinn, held- ur veltur á ábyrgðarkennd og glöggri sýn á langtíma- hagsmuni bæjarbúa. Útsvar hefur hvergi verið lækkað nema á Seltjarnarnesi hin síðari ár og er nú það lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður Seltirninga vegna fast- eignatengdra gjalda er sá lægsti á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og mikil eftirspurn eftir búsetu í sveitarfé- laginu hefur margfaldað verðmæti fasteigna á Seltjarn- arnesi. Engu að síður hefur rekstur bæjarins aldrei skil- að meiri afgangi og skuldir bæjarsjóðs eru óverulegar. Það er bjart yfir Seltjarnarnesi Þegar rætt er um frammistöðu stjórnmálaflokka er ein- ungis unnt að miða við dóm kjósenda. Með kosningu ábyrgra aðila í bæjarstjórn hafa íbúar Seltjarnarness í samvinnu við bæjarstjórn stuðlað að uppbyggingu bæj- arfélags sem í senn þykir eftirsóknarverður bústaður og er öðrum sveitarfélögum fyrirmynd. Lykillinn að vel- gengni sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er sá að við höfum einatt lagt okkur öll fram í þágu bæjarbúa allra og gengið til kosninga með skýr stefnumið. Hið sama verður ekki sagt um keppinauta okkar. Í kosningum hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi ávallt reitt sig á dómgreind bæjarbúa og þá tiltrú hafa Seltirningar endurgoldið með stuðningi. Í lok kjörtímabils blasir við að vandfundið er það sveitarfélag hérlendis sem getur státað af jafn styrkri stöðu og er betur í stakk búið til að svara óskum bæjarbúa um aukin lífsgæði og fjölbreytta og öfluga þjónustu. Við blasir nýtt kjörtímabil, ný sókn- arfæri. Það er bjart framundan og næsta kjörtímabil verður uppskerutími fyrir Seltirninga. Seltjarnarnes – blómlegur bær Eftir Jónmund Guðmarsson Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. KOSNINGABARÁTTAN hefur verið stutt og snörp. Hún fór af stað með miklum loforðum margra framboða um gríðarlegar framkvæmdir og auk- in útgjöld til þjónustu samhliða lækkun skatta. Það veit það hver maður að þetta gengur ekki upp. Þess vegna leggur Samfylkingin fram raunhæfan lista yfir metnaðarfull verkefni næstu ára um leið og hún leggur verk sín í dóm kjósenda. Þegar miklu er lofað skiptir meira máli hvað gert er. Eftir uppbyggingu síðustu ára í öflugri og ódýrri þjón- ustu við borgarbúa, blasa ný tækifæri hvarvetna við. At- vinnulífið er kröftugt, skólar af öllu tagi að byggjast upp, ferðamenn sækja okkur heim sem aldrei fyrr og íslenskt listafólk fær tækifæri til að byggja sig upp á heimavelli áð- ur en það spreytir sig á stærstu sviðum heimsins. Á næstu árum þurfum að við spila úr þeim tækifærum sem við höfum skapað okkur. Vegna þess að borgin okkar er einstök, getur Reykjavík náð forskoti í hinni alþjóðlegu samkeppni um fólk og fyrirtæki. Hvort það tekst, ræðst af því hvort við berum gæfu til að gera samfélagið okkar enn betra. Lykilatriði í þeim efnum er að hafa sýn til framtíðar, að sjá Reykjavík framtíðarinnar sem borg þar sem mannlífið stendur í þeim blóma að eft- irsótt verði að eiga hér heima. Á næstu árum viljum við taka næstu skref með Reykjavík í átt til meiri velferðar, fleiri og fjölbreyttari tækifæra og aukinnar uppbyggingar. Þetta getum við gert á grundvelli árangurs und- anfarinna ára. Við viljum stuðla að framúrskarandi skólastarfi, öruggri þjónustu fyrir alla aldurshópa, gjaldfrjálsum leikskólum og að þekking- arstarfsemi og íbúabyggð blómstri í Vatnsmýrinni. Þetta er á meðal þess byggingarefnis sem ný Reykjavík er gerð úr þannig að borgin verði í senn heimsborg og nútímalegur heimabær þar sem lífsgæði eru á heims- mælikvarða. Með þessa sýn í farteskinu býð ég fram krafta mína til að leiða Reykjavík til móts við nýja tíma. Framtíðin er í okkar höndum, við skópum hana og hún er hér. Hugsum stórt – framtíðin er hér Eftir Dag B. Eggertsson Höfundur er borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar VILHJÁLMUR fór fyrstur fram með kröfu um tafarlausa leiðrétt- ingu á launum þeirra er annast aldraða. Borgarstjórn- arflokkur sjálfstæð- ismanna hefur sett fram ákveðnar áætl- anir varðandi bætt- an aðbúnað aldraðs fólks. Öldruðum verði gert kleift að búa á heimili sínu sem lengst með aukinni heimaþjónustu og hjúkrun. Fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði verða lækkuð og þjónustu- og leiguíbúðir byggðar. Öldruðum verði sýnd virðing og hlutverk þeirra í þjóðfélaginu met- ið. Vilhjálmur – aldraðir Eftir Jón Gunnar Hannesson Höfundur er læknir. SÚ ÁNÆGJULEGA tilkynning barst Álftnesingum í vikunni frá Green Globe umhverfisvottunarkerfinu að bæjarfélagið stæðist grunnkröfur sam- takanna. Þessi viðurkenning er ómetanlegt skref að fullnaðarvottun Green Globe og segir okkur svo ekki verði um villst, að Álftnes- ingar eru í fremstu röð hvað umhverfisskipulag, umgengni og umhirðu varðar. Álftanes er annað sveitarfélagið á Ís- landi á eftir Ólafsvík til þess að fá slíka staðfestingu. Á Álftanesi eru skýrir valkostir kjósenda, framvinda eða stöðnun. Framboðin tvö hafa með skýrum hætti komið sín- um málum á framfæri. Svo virðist sem Á-listinn sé enn við sama heygarðshornið, það sanna dæmin hér:  Á-listi kynnir gamla teikningu af miðsvæðisskipulag- inu, önnur var samþykkt.  Íbúalýðræði við val á Á-lista, nei það var nú aldeilis ekki þannig?  Þrjár fjölskyldur bjóða fram að þessu sinni undir merkjum Á-lista.  Á-listinn var með skoðanakönnun með 600 manna úrtaki, niðurstöðu er leynt.  Á-listi hafnar samningunum við Eir um uppbyggingu aðstöðu fyrir eldri íbúa.  Á-listinn vill byggja 40 til 60 íbúðir á svæði vestan við Asparholt, sem er á skipulagi opið svæði. Sbr. tillögu Á-lista á fundi bæjarstjórnar 15. mars 2005.  Á-listi veit afstöðu eigenda Bessastaða til 18 holu golfvallar í Bessa- staðanesi, sem hafna hugmyndinni. Leggja samt til að völlurinn komi þar. Af hverju vinna menn svona? Fulltrúar D-lista á Álftanesi hafa kynnt magnaðar áherslur sínar, sem sýna framsýni og umhyggju fyrir öllum íbúum. Fjölskylduvænt samfélag okkar er rómað af öllum, sem hér búa. Við ætlum að viðhalda sérstöðu okkar í frábæru umhverfi og ætlum enn að bæta aðstöðu skólanna og íþrótta- aðstöðu úti og inni. Við setjum málefni eldri íbúa á oddinn og ætlum að standa við gerða samninga við Eir frá því í október 2005 um metnaðarfulla uppbyggingu fyrir þá sem eldri eru. Sími á kjördag er 869 2968, ef frekari upplýsinga eða aðstoðar er þörf. Framfarir fyrir íbúana á Álftanesi X-D. Álftanes – Green Globe, önnur framfaramál og skýrir kostir Eftir Guðmund G. Guðmundsson Höfundur er bæjarstjóri og 1. maður á lista D. Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró.“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 www.mbl.is/kosningar Árni Davíðsson: „Vilja kjósendur áfram spillingu í stjórn Kópavogs- bæjar?“ Sigvarður Halldóruson: „For- varnarmál í Árborg.“ Bragi Ingiberg Ólafsson: „Reykjavíkurflugvöllur.“ Sigurlaug G. Ingólfsdóttir: „Til hvers pólitík og stjórnmála- flokka?“ Lilja Ragnarsdóttir: „Réttsýni í fyrirrúmi.“ Guðjón E. Jónsson: „Eldri borg- arar.“ Halldór Þormar: „Dagur vonar, Dagur sigurs.“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Ég kýs Samfylkinguna í Kópa- vogi!“ Ragnar Sigurðsson: „Akureyri áfram í öndvegi“ Haukur Ásgeirsson: „Fylkjum liði um Kristján Þór.“ Friðrik Ingi Óskarsson: „Hug- renningar um borgarstjórnarmál.“ Stefán Þórsson: „Samstæðis- flokkurinn.“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Að meðaltali flytja um 10% íbúa frá Kópavogi á hverju ári.“ Gunnar Einarsson „Traust fjár- málastjórn – staðreyndir um miðbæ Garðabæjar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.