Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 77 DAGBÓK Haldið verður á mánudag málþing ummenningu og listir í Árnessýslu íMenningarmiðstöðinni Þjórsvárveri.Barbara Guðnadóttir er menning- arfulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss og einn af skipu- leggjendum málþingsins: „Að málþinginu standa áhugamenn um menningu og listir og aðilar sem starfa að menningarmálum í sveitarfélögum Ár- nessýslu. Málþingið er liður í starfi til að aðstoða íbúa svæðisins að koma list sinni á framfæri og færa aukinn kraft í menningarmál á svæðinu.“ „Við viljum auka veg lista og menningar á Suðurlandi og hyggjumst með þessu framtaki skapa vettvang fyrir fólk að koma saman, skiptast á skoðunum og reynslusögum og leita leiða til að styrkja menningarlíf á svæðinu. Vonumst við til að á málþinginu myndist vísir að tengslaneti og jafnvel samstarfsverkefni milli einstaklinga, fyrir- tækja og menningarstofnana.“ Á málþinginu verður greint frá nokkrum vel heppnuðum samstarfsverkefnum. Meðal annars mun Björn Ingi Bjarnason segja frá aðdraganda starfsemi Lista- og menningarverstöðvar í fisk- verkunarhúsinu Hólmaröst á Stokkseyri og Ragnheiður Jónsdóttir greinir frá samstarfi hand- verksfólks í Handverkshúsinu á Hellu. Júlía Bjarney Björnsdóttir segir frá efni lokaritgerðar sinnar í stjórnmálafræði, en ritgerðin ber yfir- skriftina „Menning borgar sig“. „Rannsóknir Júlíu Bjarneyar eru að sumu leyti hvatinn að málþinginu, en hún skrifaði um hvern- ig nýta má menningu til atvinnuuppbyggingar og hagsbótar í sveitarfélögum,“ segir Barbara. Valdimar Össurarson, ferðamálafulltrúi Austurflóa, heldur erindið „Vagga hugvits og hag- leiks“ og loks kynna starfsmenn sveitarfélaga þá þjónustu sem í boði er til menningarstarfa. „Að loknum erindum verða haldnar málstofur þar sem málþingsgestir fá að ræða það sem þeim liggur á hjarta og skiptast á skoðunum við fyrir- lesarana. Málstofurnar munu m.a. fjalla um tengsl menningar og ferðaþjónustu, framtíð menningar- greina í Árnessýslu og möguleika á svæðinu, kynningar- og markaðssetningarmál og leiðir til fjármögnunar verkefna,“ segir Barbara. Mál- þinginu lýkur með umfjöllun um niðurstöður mál- stofa og segist Barbara vonast til að málþingið efli samstöðu og virki þá sem starfa að menningar- málum á svæðinu til frekara samstarfs. „Mikill uppgangur hefur verið í menningar- málum á svæðinu og hygg ég að fólk sé í auknum mæli að átta sig á hvaða hlutverki menning getur þjónað í uppbyggingu svæðisins, bæði á sviði at- vinnu og ferðaþjónustu,“ segir Barbara að lokum. Málþingið er sem fyrr segir 29. maí, kl. 14 til 18 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Málþingið er stutt af Landsbankanum og At- vinnuþróunarfélagi Suðurlands. Menning | Fjölbreytt málþing í Menningarmiðstöðinni Þjórsárveri á mánudag kl. 14 til 18 Menningarstarf í Árnessýslu  Barbara Guðnadóttir fæddist 1969 og ólst upp í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi frá FG 1989, BA í almennri bókmenntafræði frá HÍ 1992 og MA í saman- burðarbókmenntafræði frá Ludwig Maximilians háskólanum í Þýska- landi 1997. Barbara hefur starfað sem leið- sögumaður, framkvæmdastjóri sumartónleika í Skálholtskirkju 2001 og verkefnisstjóri hjá Fornleifastofnun Íslands 2001–04. Barbara tók við starfi menningarfulltrúa sveitarfé- lagsins Ölfuss 2004. Barbara er gift Viggó Dýrfjörð Birgissyni matreiðslumanni og eiga þau tvo syni. Örsaga úr umferðinni ÞÚ keyrðir utan í manninn minn hjólandi, á þrengdri götu skammt frá Iðntæknistofnun í Grafarvogi, í maímánuði 2006. Þú stoppaðir ekki. Hann hjólaði þig uppi. Var reiður og þú með kjaft. Hann sagðist vona að næst þegar þú gerðir þetta yrði það systir þín eða bróðir sem yrði fyrir þér. Þú baðst afsökunar. Hann sagði það ódýrt. Þér varð líklegast „soldið“ ónota- lega við? Mér varð líka „soldið“ ónotalega við þegar hann skilaði sér ekki heim úr hjólaferð fyrir 11 árum. Þá var hringt í mig frá Slysadeild- inni. Ég fékk „soldið“ meiri ónota- tilfinningu þegar tveir hjúkr- unarfræðingar tóku á móti mér við komuna þangað. Það hafði verið keyrt á hann. Hann var hryggbrot- inn. Hann var „heppinn“. Hann komst á lappirnar aftur. Mig langaði bara að segja þér frá því. Hann á líka tvo litla stráka sem vita ekki annað en að pabbi skili sér alltaf heim aftur úr hjólaferðum. Eiginkonan. Á móti lausagöngu gæludýra ÉG vil koma því á framfæri að ég er á móti því að dýr séu látin ganga laus við miklar umferðargötur þar sem það er daglegt brauð að ekið sé yfir þau. Eins finnst mér að banna ætti að hafa hunda og ketti lausa í nágrenni miðborgarinnar, eins og við Laugaveg, Hverfisgötu og ná- grenni. Ég er ekki á móti dýrahaldi, á sjálf 3 kisur, en er á móti því að þau gangi svona laus. Dýravinur. Ofbeldismyndir í sjónvarpi FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 12. maí sl. kl. 21.45 var sýnd mjög ógeðsleg of- beldis- og klámmynd, Koss drekans, í ríkissjónvarpinu. Hún var sögð ekki hæfa börnum yngri en 16 ára. Það vita allir að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að eitthvað af börn- um og unglingum horfi á þessar myndir. Nú spyr ég: Hvers vegna er ekkert eftirlit með því að sjónvarpið sendi svona mannskemmandi mynd- ir inn á heimili fólks. Ég trúi því ekki að nokkur heilbrigð manneskja vilji horfa á þær. Er ekki nóg af börnum og unglingum sem eru illa farin and- lega? Svona myndir hafa slæm áhrif á fullorðið fólk og enn meiri á börn og unglinga. Ég vona að fleiri láti í sér heyra og mótmæli svona sýn- ingum. Lára. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Pål Horn. Norður ♠K1042 ♥D632 N/NS ♦2 ♣ÁKG4 Vestur Austur ♠73 ♠Á86 ♥G10974 ♥K4 ♦10963 ♦Á8754 ♣52 ♣D63 Suður ♠DG95 ♥Á8 ♦KDG ♣10987 Svíinn Pål Horn er maðurinn á bak- við Bikarkeppni Norðurlandanna og óðalsbóndinn á Rottneros-setrinu. Sagan er í örstuttu máli þessi: Afi Horns, Svante Påhlson, gerði það að hugsjón sinni að skreyta Rottneros- garðinn með höggmyndum eftir helstu listamenn Norðurlandanna og breyta 40 hekturum lands í lystigarð. Sagt er að Rottneros-setrið sé fyrirmynd að Ekeby í sögu Selmu Lagerlöf, Gösta Berlins saga, en það er annað mál og lengra. Pål Horn er sumsé erfingi Rottn- eros, en hann er líka bridsspilari og ár- ið 1985 fékk hann þá hugmynd að efna til bikarkeppni milli Norðurlandaþjóð- anna og láta keppnina fara fram á óð- alssetrinu. Mótið hefur allar götur síð- an verið haldið á tveggja ára fresti og var haldið í 11. sinn um síðustu helgi. Pål er ágætur spilari og komst í mótsblaðið fyrir handbragð sitt í spilinu að ofan, en það kom upp í „hlið- arkeppni“ aðstandenda mótsins (sem leiddist að horfa bara á). Pål varð sagn- hafi í fjórum spöðum eftir þessar sagn- ir: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 tígull 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Út kom tígull, sem austur tók og skipti yfir í smáan spaða. Pål spilaði spaða um hæl og austur svaraði með ás og meiri spaða. Það má augljóslega ekki svína í lauf- inu og Pål féll ekki í þá gryfju. Hann henti tveimur hjörtum niður í KD í tígli, tók svo ÁK í laufi og sendi austur inn á drottninguna. Austur varð að spila hjarta frá kóngnum eða tígli í tvö- falda eyðu. „Vel spilað,“ skrifar Ib Lundby í mótsblaðið, „en dugir þó aðeins til silfurverðlauna – til að vinna gullið þarf að henda laufum niður í tígulhjónin og trompa svo laufið frítt.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. cxd5 cxd5 6. Bf4 Rc6 7. e3 Bg4 8. Be2 e6 9. 0-0 Bxf3 10. Bxf3 Be7 11. Hc1 0-0 12. Ra4 Rd7 13. e4 Rf6 14. exd5 Rxd5 15. Bxd5 Dxd5 16. Rb6 Dxa2 17. Rxa8 Hxa8 18. Be3 Hd8 19. Dc2 Da5 20. Db3 Dc7 21. Bf4 Dc8 22. Hfd1 Hd5 23. Be3 Dd7 24. h3 h6 25. Kf1 Bd6 26. Kg1 Hb5 27. Dc2 Bb8 28. De2 Hd5 29. Hc5 Hd6 30. Dg4 f5 31. Df3 Ba7 32. Hc4 Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu unglingamóti sem lauk fyrir skömmu í Kirishi í Rússlandi. Heimamaðurinn Ivan Popov (2.482) hafði svart gegn Aleksandr Volodin (2.352) frá Eist- landi. 32. … Re5! 33. dxe5 Hxd1+ 34. Kh2 Bxe3 35. Dxe3 Kh7 svartur hefur nú peði meira og virkari liðsafla. Taflið er því unnið og varð framhaldið eft- irfarandi: 36. Df3 Hd2 37. Dc3 Hd3 38. Da5 b5 39. Hc2 Dd4 40. De1 Hd1 41. De2 Df4+ 42. g3 Dd4 43. Df3 Hb1 44. Hc6 Dxe5 45. Hxa6 De1 46. h4 Dg1+ 47. Kh3 Hxb2 48. Dg2 De1 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. TANNRÉTTINGAR - Nýr valkostur Þórir Schiöth tannréttingatannlæknir hefur hafið störf á tannlæknastofunni Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Fyrsti skoðunartími kostar aðeins kr. 5.100 og má panta í síma 565 9020. Eden - Hveragerði Bjarni Jónsson listmálari hefur opnað sína árlegu málverkasýningu í Eden, 22. maí til 5. júní. Hvaðan komu landnámsmenn? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is 30-80% afsláttur af vönduðum dömufatnaði í Rauðagerði 26 í dag, laugardag, kl. 10 -18 Rauðagerði 26, sími 588 1259 Útsala Útsala Vor - Sumar 2006 Eldri vörur seldar með miklum afslætti Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.