Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 61 UMRÆÐAN ÞAÐ eru ekki margir af mínu sauðahúsi í pólitík, en betra ef svo væri, því pólitískt starf í sveitarstjórn getur verið mjög skapandi. Ein meginástæða þess að ég hef gefið kost á mér til starfa er sú að mér hefur lengi fundist myndlist og hönnun vera vannýtt auðlind. Sem skólastjórnandi og formaður hönnuða á Íslandi hef ég horft upp á yf- irburðafólk með mikla fagmenntun í listum og hönnun koma hingað heim að loknu framhaldsnámi og uppgötva að ráðamenn hafa enn ekki áttað sig á því að innan þessara greina liggja mestu sóknarfærin í okkar samtíma og framtíð. Eftir að hafa setið í menningar- og ferðamálaráði síðastliðin átta ár hef ég átt þess kost að taka þátt í að móta menningarstefnu borgarinnar og koma fjölda góðra hugmynda í verk. Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum er síðasta stóra verkefnið sem menningarráð kom á laggirnar. Verkefnið var mér mikið kappsmál og gleðilegt hversu góð samstaða skapaðist um starfsemina í glæsilegum húsakynnum. Starfsemin þar er í mínum huga fyrsta dæmi þess að hönnuðir og myndlist- armenn vinni saman að því að skapa aðstæður sem hentar hvorum tveggja. Þarna verður tæknisetur með tækjum til frum- myndagerðar, vinnustofur listamanna og dval- araðstaða fyrir erlenda listamenn og hönnuði. Starf- semin mun einnig verða í þágu þeirra sem búa á svæðinu, því að á Korpúlfsstöðum er einnig fyr- irhugað námskeiðahald sem Myndlistaskólinn í Reykjavík mun halda utan um. Hugmyndabanki/Hönnunarsetur Reykjavíkur Á síðasta kjörtímabili lagði ég fram tillögu í menn- ingarráði um að stofna hönnunarsetur/hugmynda- banka í Reykjavík. Hugmyndinni var vel tekið en ekki vannst tími til þess að hrinda henni í fram- kvæmd. B-listinn vill vinna markvisst að því að nýta og ávaxta mannauð borgarinnar með því að veita styrki og starfslaun til þess að þróa frumlegar og einstakar tillögur þar sem listir, vísindi og hönnun mætast. Við viljum móta framsækna menningarstarfsemi þar sem Reykjavík tekur forystu í nýrri sókn lista og vísinda með afgerandi hætti. Með því að veita styrki til frumlegra hugmynda, sem ef til vill falla ekki inn í ramma sem búnir hafa verið til utan um núverandi styrkjakerfi borgarinnar, væri nýju blóði og skapandi afli veitt inn í menning- arlífið og atvinnulífið. Hugmyndin er að veita árs- styrki og þriggja ára styrki til eitt hundrað verkefna á ári. Fimmtíu milljónir í innkaup á samtímamyndlist Myndlistarmarkaðurinn á Íslandi var að komast í eðlilegt jafnvægi eins og í öðrum löndum þegar stóra málverkafölsunarmálið kom upp. Það hafði afar slæm áhrif á öll viðskipti með íslenska myndlist. B-listinn vill stórefla þennan þátt viðskipta á ný hér á landi með því að bæta 50 milljónum við innkaup á sam- tímamyndlist í borginni, eða 63,5 milljónir alls, því nú eru innkaup Listasafns Reykjavíkur á samtíma- myndlist 13,5 milljónir kr. Það er kominn tími til að íslenskir vísindamenn, hönnuðir og listamenn leggi heiminn að fótum sér, til þess hafa þeir hæfileika, menntun og vilja. Þessu vill B-listinn vinna að á næstu kjörtímabilum. Samtímalist, vísindi og hönnun – vannýtt auðlind Eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur Höfundur er hönnuður og skipar 4. sæti B-listans í Reykjavík. Svikið loforð Hafnfirðingar muna hinar miklu deilur um Áslandsskóla fyrir réttum fjórum árum þegar Samfylkingin fór fram með offorsi í andstöðu við einkaframkvæmd og tilraun með einkarekinn grunnskóla. Eitt af lof- orðum þeirra vinstri manna þá var að Hafnarfjarðarbær keypti upp skólamannvirki sem byggð hefðu verið í einkaframkvæmd. Þetta sviku þeir enda ljóst að um hagkvæman rekstrarkost fyrir bæ- inn er að ræða. Íþróttahús – hagkvæmur kostur Nemendur Áslandsskóla hafa þurft að sækja íþrótta- kennslu í Haukahúsið á Ásvöllum en því fylgir mikill kostnaður við akstur fyrir utan óhagræði fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og skólann. Frumteikning af íþrótta- húsi við Áslandsskóla liggur fyrir og frá upphafi var gert ráð fyrir að ráðast í þá framkvæmd með sama hætti og skólinn var byggður þ.e. að verktakinn byggi húsið og leigi bænum. Fullvíst er að sú hækkun á leigu sem yrði muni kosta minna en allur sá akstur sem nú greiðist fyrir. Stundaskrá nemenda verður líka samfelldari og skóladag- urinn þ.e. vinnutími barnanna styttist. Tvískinnungur Samfylkingar Sama rektrarform er við Lækjarskóla og eftir mikið þóf féllst Samfylk- ingin á að byggja íþróttahús við skólann. Það er eitt skýrasta merkið um að kosningaloforð og upphlaup þeirra árið 2002 voru ekki pappírsins virði. Þeir féllust nefnilega á að íþróttahús Lækjarskóla yrði byggt í einkaframkvæmd eins og ráð var fyrir gert. En það var greinilega of stór biti að kyngja að Áslandsskóli fengi einnig sitt íþróttahús nú þegar skólinn er kominn í fulla notkun. Skólinn, nemendur hans og foreldrar voru því skilin eftir. Vilji sjálfstæðismanna: Eflum Áslandsskóla Það liggur fyrir að hægt væri að hefja byggingu íþróttahúss við Áslands- skóla strax. Einnig má fullyrða að sparnaður vegna skólaaksturs mæti að fullu hækkun á leigukostnaði bæjarins vegna skólans. Hefjumst því handa nú að loknum kosningum. XD í fremstu röð. Íþróttahús við Áslandsskóla Eftir Almar Grímsson Höfundur skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Fáðu úrslitin send í símann þinn Sheer Driving Pleasure BMW 5 lína www.bmw.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.