Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 55
UMRÆÐAN
L-LISTINN, listi fólksins, býður nú fram til bæj-
arstjórnar á Akureyri í þriðja sinn. Við bjóðum
fram krafta okkar til að vinna að þeirri hugsjón að
gera bæinn okkar betri. Þess vegna
mótum við stefnuskrá okkar eftir
spurningunni: „Hvernig viljum við að
Akureyri verði við lok kjörtímabils,
árið 2010?“
Umfram allt viljum við efla bæj-
arfélagið, þess vegna er kjörorð okk-
ar: Afl fyrir Akureyri!
Akureyrarbær getur veitt betri
þjónustu þannig að bæjarbúum líði betur og þeir
hafi það betra í lok kjörtímabilsins árið 2010 heldur
en nú.
Af þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðast verður í
vil ég nefna nokkur helstu. Við viljum bæta skipu-
lag innanbæjarsamgangna og efla almennings-
samgöngur með því að hafa frítt í strætó. Dalsbraut
þarf að leggja í stokk. Bæta verður aðkomu
skemmtiferðaskipa og við höfnum því að skera
miðbæinn í sundur með síki!
Ávallt verður að hafa nægar byggingarlóðir jafnt
fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi.
Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu
og allri þjónustu, leikskólar verði án skólagjalda og
við viljum ekki einkavæða grunnskólana. Öll börn í
leik- og grunnskóla fái heitan mat í hádeginu.
Framhaldsskólarnir og Háskólinn á Akureyri
njóta öflugs stuðnings okkar og við viljum ljúka
skipulagi háskólasvæðis. Orkuháskólinn er boðinn
velkominn, hann styrkir stórlega háskólastarf á Ak-
ureyri!
Glerársundlaug verður opin allt árið. Byggjum
upp á KA- og Þórssvæðinu. Við viljum byggja akst-
ursíþróttaaðstöðu við Glerá, tryggja fimleikafólki
fyrsta flokks aðstöðu, við munum vinna að því að
byggja áhorfendasvæði við íþróttahús Síðuskóla.
Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður
og bæjarstjórn unga fólksins verður starfandi á
hverju ári til að veita okkur hinum eldri aðhald.
Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna og
aukum niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og
æskulýðsmálum.
Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkr-
unarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim
heimilislegt umhverfi. Ráðinn verður sérfræðingur í
öldrunarlækningum. Við teljum að málefnum fatl-
aðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki og
munum vinna ötullega að því.
Umhverfismál bæjarins þarf að taka nýjum tök-
um. Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið
í það horf að sómi verði að og afgreiðslutími gáma-
svæðis verður endurskoðaður. Glerárgil og strand-
lengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og
vistvænu útivistarsvæði.
Við munum vinna markvisst að stuðningi við at-
vinnulíf í bænum og gera Akureyri fýsilegan kost
fyrir ný fyrirtæki. Um leið viljum við strax hefja
vinnu við að tryggja að þyrlubjörgunarsveit verði
hér staðsett og að flugvöllurinn verði lengdur.
Jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í
stjórnsýslu Akureyrarbæjar um leið og stjórnsýslan
verði gegnsæ. Við viljum að bæjarstjórinn verði
ráðinn á faglegum forsendum en ekki pólitískum.
Hér er aðeins það helsta talið af markmiðum okk-
ar í L-listanum. Nú er það undir ykkur komið Ak-
ureyringar að veita okkur afl til að hrinda þeim í
framkvæmd. Kjósum L-listann, lista fólksins!
Afl fyrir Akureyri
Eftir Odd Helga Halldórsson
Höfundur er bæjarfulltrúi, skipar 1. sæti
L-listans, lista fólksins á Akureyri.
STUTTRI og snarpri kosninga-
baráttu er að ljúka. Framsókn-
arflokkurinn hefur lagt fram skýra
stefnu í þessari kosningabaráttu og
hefur umræðan meira og minna
snúist um okkar mál. Við höfum not-
ið þess að vera í um-
ræðunni og ég er
sannfærður um það
að okkar mál verða
viðfangsefnið á
næsta kjörtímabili
þótt andstæðing-
arnir hafi reynt að
gera lítið úr okkur.
Eins og gefur að skilja þá sýnist sitt
hverjum enda er það eðli stjórnmál-
anna að tekist sé á um ólík sjón-
armið. Munurinn á okkur og hinum
flokkunum er fyrst og fremst sá að
við höfum talað í lausnum undir
kjörorðinu ATHAFNASTJÓRN-
MÁL á meðan hinir vilja fleyta mál-
unum fram yfir kosningarnar með
því að setja þau í nefndir.
Eins og áður þá eru skoðanakann-
anir ríkur þáttur í kosningabaráttu.
Þær eiga að gefa almenningi vís-
bendingu um það hvernig straum-
arnir liggja og gefa fyrirheit um lík-
lega niðurstöðu kosninganna. Það
hefur vakið athygli mína að hlutfall
þeirra sem ekki eru tilbúnir að gefa
upp val sitt eða eru óákveðnir er sí-
fellt að aukast. Þegar þetta er skrif-
að nokkrum dögum fyrir kosningar
þá er svarhlutfall í könnunum að-
eins rúm 60% og mér finnst með
ólíkindum að engin fréttastofa hafi
séð ástæðu til þess að greina þetta
háa hlutfall þeirra sem neita að taka
þátt í þeim leik að mæla skoðanir
fólks. Með þeirri upplýsingatækni
sem við búum yfir er alltaf auðveld-
ara og auðveldara að halda utanum
upplýsingar um einstaklinga og fólk
vill ekki láta kortleggja sig með eða
á móti tilteknum stjórnmálaflokk-
um. Það er skiljanlegt. Einnig eru
stuðningsmenn Reykjavíkurlistans
ekki búnir að gera það upp við sig
hvern af þeim þremur flokkum sem
báru upp Reykjavíkurlistann þeir
ætla að láta hafa atkvæði sitt. Þar
munu málefnin ráða og þar stönd-
um við styrkum fótum. Reynslan
sem við höfum af skoðanakönn-
unum sýnir að jaðarflokkarnir Sjálf-
stæðisflokkur og VG mælast alltaf
betur í könnunum en kosningum.
Það er eins og stuðningsfólk þess-
ara flokka haldi með sínum flokki
eins og íþróttafélagi. Það skiptir
ekki máli hvort liðið spilar vel eða
illa, alltaf er kosið það sama óháð
því hver stefnan er, eða hvernig
frambjóðendur standa sig. Svona
eru framsóknarmenn ekki. Þeir
standa með sínum flokki svo langt
sem það nær en ekki lengra. Við
höfum hagað málflutningi okkar
þannig að sátt geti náðst um deilu-
mál sem lengi hefur staðið styr um.
Það er eðli Framsóknarflokksins að
leggja mál upp með þeim hætti, að
sætta ólík sjónarmið og að nið-
urstaða fáist. Þess vegna veit ég að
framsóknarmenn munu standa með
sínum flokki í þessum kosningum.
Grunnhugmyndafræði Fram-
sóknarflokksins kristallast í þeim
meginmálum sem við höfum lagt
fram. Þar er gullna reglan að sætta
ólík sjónarmið og ná niðurstöðu.
Flugvöllurinn á Löngusker er lausn
á 50 ára deilumáli þar sem mætast
sjónarmið um að Vatnsmýrin verði
nýtt undir byggð en flugvöllurinn
verði áfram í Reykjavík. Aðrir
flokkar tala óskýrt og vilja ekki
gefa upp afstöðu sína fyrr en eftir
kosningar. VG hefur reyndar lagt
til flugvöll við vatnsverndarsvæðin
sem við framsóknarmenn segjum að
komi alls ekki til greina.
Við erum líka eini flokkurinn sem
hefur gefið afdráttarlausa yfirlýs-
ingu um Sundabraut. Miðað við þær
þrjár lausnir sem fóru í mat á um-
hverfisáhrifum höfum við valið
botngöng á ytri leið en það er sú leið
sem næst kemst kröfum íbúa-
samtaka Laugardalshverfanna.
Þriðja málið sem ég vil nefna er
frístundanám fyrir öll börn á aldr-
inum 5–18 ára. Eftir að hafa einsett
grunnskólana í Reykjavík undir for-
ystu Sigrúnar Magnúsdóttur þá hef-
ur ekki ennþá verið lokið við að upp-
fylla hugmyndafræði einsetins
skóladags að samþætta frístund-
anámið skóladeginum. Við höfum
lagt til að öll börn hafi rétt til þess
að velja sér íþróttir eða listnám við
sitt hæfi og gefin verði út frí-
stundakort til allra skólabarna
þannig að það verði ekki einungis
börn þeirra sem hafa efni á því að
borga sem njóta þess. Þetta tryggir
jafnrétti til náms og er í leiðinni
mikið forvarnarstarf.
Öll þessi mál auk fjölda annarra
sýna að við tölum í lausnum. Með
viljann að vopni og ykkar stuðningi
ætlum við okkur stóra hluti í þess-
um kosningum. Allir þeir sem eru
tilbúnir að kynna sér málefnastöðu
flokkanna sjá að við erum sá flokk-
ur sem hefur talað skýrast og ætlar
að framkvæma. Kjóstu af ábyrgð.
xB
Kjóstu af ábyrgð
Eftir Óskar Bergsson
Höfundur er rekstrarfræðingur og
húsasmíðameistari og skipar 2.
sætið á B-listanum í Reykjavík.
9. MAÍ - 10. JÚNÍ
Nýr bæklingur um vín frá Chile
í næstu vínbúð