Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 49 UMRÆÐAN Starfsmenntanám vi› LBHÍ Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ - www.lbhi.is Búfræ›i * Gar›yrkja • Blómaskreytingar • Gar›yrkjuframlei›sla * • Skógur og umhverfi * • Skrú›gar›yrkja * fiessar brautir bjó›ast einnig í fjarnámi 7 júní Umsóknafrestur fyrir skólavist 2006 / 07 Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 www.lbhi.is ÍSLAND er of stórt og fámennt fyrir lestarsamgöngur. Viðamiklum samgöngum á milli landshluta er m.a haldið uppi með flugvélum. Erlendar borgir státa af járn- brautarstöðvum og hafa þar að auki flugvelli sem næst miðborginni. Má þar nefna Berlín og London. Þriðjungur Berlínar er opin svæði. Samt er hún fjölmennasta og fjölsóttasta borg Þýzkalands. Stærsti flugvöllur Berlínar, Berlin Tegel, sem er millilanda- flugvöllur, er nánast í miðri borginni, 8 km fjarlægð frá „Centr- um“, einnig Tempelhof flugvöllurinn í aðeins 6 km fjarlægð. Í þessari glæsilegu borg eru opnu svæðin og flug- vellirnir ekki talin vandamál heldur miklir kostir. London státar af 4 flugvöllum og er völlurinn London City Airport í miðri borginni. Flugvöllurinn í Düs- seldorf er 8 km frá Centrum; völl- urinn í Hamborg 8 km ; Zaventem völlurinn í Brussel 10 ; Kastrup 11 km frá miðborg K-hafnar; og svo mætti lengi telja. Víðast hvar er lögð áhersla á að hafa flugvellina innan borgarmarka nema alstærstu milli- landaflugvellina. Það er fráleitt ásættanlegt fyrir Reykvíkinga og aðra íbúa Stór- Reykjavíkursvæðisins að láta bjóða sér Keflavíkurflugvöll í 50 km fjar- lægð sem innanlandsflugvöll. Um landsbyggðina þarf ekki að fjölyrða. Hólmsheiðarflugvöllur sýnist einn- ig út úr korti vegna lakari veðurskil- yrða. Fráleitur er sá áróður að rútur geti keppt við lestir. Það geta aðeins flug- vélar enda ferðast lestirnar auðveld- lega á 250 km hraða eða meir. Að láta sér detta í hug að svipta borgina eina alvöru almennings- samgöngutækinu ber vott um ótrú- lega annesjamennsku. Sjóndeild- arhringurinn virðist bara ná að næsta kaffi- húsi hjá sumum. Aðförin að Reykjvík- urflugvelli hófst með viðhorfskönnun í mars 2001 undir fölsku flaggi. Með aðeins 18,4 % Reykvíkinga að baki sér lét þáverandi borg- arstjóri (ISG) sig hafa það að lýsa niðurstöð- una stefnumarkandi. Þetta ráðslag gekk þvert á kynntar reglur um lágmarks þátttöku fyrir bindandi niðurstöðu. For- ystusauðir Samfylkingarinnar vilja innanlandsflugið til Keflavíkur. Þriðji maður á listanum í Rvík (SJH), hefur lýst sömu skoðun. Borgarstjóraefni flokksins (DBE) talar óljóst eins og honum er lagið og standa þeir tal- færafimleikar væntanlega fram yfir kosningar enda dagljóst að skoð- anakönnun Gallup frá nóvember sl. hefur valdið forystu flokksins áfalli. Komið er á daginn að útboð á veg- um Reykjavíkurborgar um skipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið dæmt ólöglegt og það stöðvað. Útboðið gæti því dagað uppi sem aukaforsýning á því hvernig ekki á að beita opnu lýð- ræði. Hinir flokkarnir í Reykjvík hafa allir lýst andstöðu sinni við flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. Tillaga Arngríms fyrrum forstjóra Atlanta að hopa með A-V flugbraut úr Vatnsmýrinni og framlengja útí sjó er það lengsta sem menn ættu að teygja sig verði á annað borð hreyft við vellinum. Í nefndri Gallup-könnun meðal Reykvíkinga, vildu langflestir hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni enda engin brögð í tafli eins og í ISG- könnuninni frá 2001. Draumur Samfylkingarinnar um að „ræna“ landinu undan Vatsmýr- arvellinum og selja Vatsmýrina hæstbjóðendum undir allt að 20 þús- und manna blokkarkumbalda til að minnka skuldasúpuna er að leysast upp í svifryk. Áróðurinn gegn vellinum keyrði um þverbak í prófkjörsslagnum sl. haust og misbauð hreinlega brjóstvit- inu enda iðulega tómt rugl. Dæmi: „Það er dýr landsbyggð- arpólitík að halda uppi Reykjavík- urflugvelli og fáir nota innanlands- flugið“. Skoðum þetta nánar: Skv. Hagstofu Íslands fóru 347 þúsund farþegar um Reykjavík- urflugvöll árið 2003. Nú stefnir í hálfa milljón. Þetta samsvarar því að næst- um öll þjóðin fari um völlinn tvisvar á ári. Umreiknað á Keflavíkurveg yrði það aukning um eitt til tvö þúsund bíla að meðaltali á dag. Í þessu ljósi er vert að líta á um- mæli sem birtust í leiðara Mbl. 17. sept sl: „Um leið og komið er út úr Hafnarfirði tekur ekki nema 15-20 mínútur að aka til Keflavíkur.“ Vegalengdin er um 40 km og ef rit- stjórinn telur í lagi að aka hana á korteri, þá þýðir það 160 km hraða á klst. Skyldi ritstjórinn hafa séð fyrir sér allt að 2000 bíla á Keflavíkurveg- inum í slíkum vitfirringsakstri á degi hverjum? Varla! Dæmi um órökstuddan hræðslu- áróður: „Flugvöllurinn er tifandi tíma- sprengja“ (baksíða Fbl. 11.09.05). Á 64 ára starfrækslutíma vallarins hafa sjaldan orðið flugslys á Íslandi og aldrei stærri en orðið hafa á þjóð- vegum landsins. Flugið hefur sýnt sig að vera margfalt öruggari ferða- máti en ferðalög í bíl og auk þess ódýrari ferðamáti þegar allt er reikn- að. Reykvíkingar nýta flugið ekkert síður en aðrir landsmenn. Banaslysin og limlestingarnar á þjóðvegum landsins eru gríðarlegt áhyggjuefni. Sót á ísilagðri Reykjavíkurtjörn stafar af bílaumferð þó sumir áróð- ursmeistarar hafi reynt að halda öðru fram. Umfangsmiklar mengunarmæl- ingar á vallarsvæðinu sýna að flug- umferðin hefur ekki mælanleg áhrif á loftmengunina og reynist minni en í Laugardalnum! Borgin er falleg eins og hún er, það sést best þegar flogið er inn til lend- ingar í Vatnsmýrinni. Aðförin að Reykjavíkurflugvelli Daníel Sigurðsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Að láta sér detta í hugað svipta borgina eina al- vöru almenningssam- göngutækinu ber vott um ótrúlega annesja- mennsku.‘ Daníel Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.