Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 67 MINNINGAR mátti. Eftir tæplega viku dvöl á sjúkrahúsi, þar sem Kristján og Sig- rún dvöldu hjá henni og umvöfðu hana kærleika, lést hún að morgni föstu- dagsins 19. maí. Við Haukur sendum öllum aðstand- endum Þórdísar innilegar samúðar- kveðjur. Þó við kveðjumst í þessum heimi nú er ég viss um að við munum hittast og heilsast í öðrum heimi seinna. Ég þakka Þórdísi samveruna sem við áttum. Blessuð sé minning hennar. Kristín G. Ísfeld. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Í dag kveðjum við góða skólasystur okkar Þórdísi Pétursdóttur sem fallin er frá langt um aldur fram. Það voru tápmiklir unglingar sem innrituðust í Menntaskólann í Kópavogi haustið 1979. Framundan voru tímar breyt- inga, unglingsárin nánast að baki og við tóku fjögur skemmtileg og ógleymanleg ár í MK. Þetta var fá- mennur hópur, þrír bekkir þar sem allir þekktu alla og allir voru vinir. Inn í þetta samfélag kom Þórdís Péturs- dóttir. Það fór ekki mikið fyrir Þórdísi en hún féll fljótt inn í hópinn, hún var ein- læg, staðföst og rólyndi hennar var einstakt. „Allir hlutir verða að fá að taka sinn tíma,“ er setning sem höfð var eftir Þórdísi og góð áminning í hraða nútímans. Þegar lagt var af stað í ferðalög var hún á heimavelli. Hún var náttúru- barn, hafði mikla kunnáttu í landa- fræði og í rólegheitum uppfræddi hún okkur ferðafélaga sína um staðhætti og söguslóðir. Skíðaferðir þóttu henni skemmti- legar og fáir höfðu meira úthald í þeim en Þórdís. Undir rólegu yfirborðinu leyndist þó mikill húmoristi, það var alltaf stutt í brosið og glampann í aug- unum. Við samstúdentar Þórdísar frá MK þökkum henni fyrir góða samfylgd og vottum fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúð. Ingibjörg Hinriksdóttir, Sif Garðarsdóttir, Helga Aspe- lund og Gerður Guðjónsdóttir. Jæja, elsku Þórdís mín, það er kom- ið að kveðjustund í bili trúi ég. Mér finnst ekki langt síðan við vorum báð- ar á Klaustri, ég bjó þar en þú komst þangað til að kenna, enda nýútskrifuð sem kennari. Ég var beðin um að leyfa þér að gista hjá mér, svona fyrst um sinn því það var ekki laust húsnæðið sem þú áttir að fá. Það var oft spjallað fram á nótt og hlegið, þetta var okkar tími saman enda góðar stundir. Við sáumst ekki oft í seinni tíð en fréttum alltaf hvor af annarri. Er þetta ekki óréttlátt? Ung kona í blóma lífsins tekin burt frá eiginmanni og þremur börnum, það hlýtur að vera tilgangur með þessu en manni finnst þetta ekki rétt, og maður verður bæði reiður og sorgmæddur en svona er líf- ið, við fæðumst öll og deyjum. Jæja elsku Þórdís nú ertu laus við kvalir og líður vel, ég veit að þú fylgist með börnum þínum, því þú varst besta mamma í heim og líka á himnum. Það er erfitt fyrir eiginmann, börn og móð- ir og einnig Sigrúnu og Kristjáni sem þú varst sem dóttir, að missa þig frá sér. En Þórdís, nú kveð ég þig og við hittumst þegar minn tími kemur. Ég vil votta eiginmanni, börnum, móðir, Sigrúnu, Kristjáni og öðrum ættingjum innilega samúð í þessari miklu sorg, megi Guð og góðir vættir vaka yfir ykkur. Guð blessi minningu þína... minnig þín er perla. Kveð þig elsku vina komin er lífsins nótt geymi ég minningu þína Guð gefi þú sofir rótt. (SRR) Þín vinkona Soffía Ragnarsdóttir. Guðmundur Jóns- son trésmiður féll frá í blóma lífs og starfs laugardaginn 22. apr- íl síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm í nær tvö ár. Guðmund þekktum við í gegnum starf hans hjá Grindinni og vorum við í nánast daglegum samskiptum við hann. En best kynntumst við honum á ferðalögum erlendis, þeg- ar við stóðum fyrir hópferðum á vörusýningar. Var Guðmundur mjög ötull að taka þátt í slíkum ferðum, enda var honum mikið í mun að fylgjast með öllum nýj- ungum í starfsgrein sinni, innrétt- ingasmíðinni. Guðmundur var góður félagi, bóngóður og prúður sem vildi öll- um vel. GUÐMUNDUR JÓNSSON ✝ GuðmundurJónsson fæddist á Skagaströnd 25. maí 1954. Hann lést á heimili sínu laug- ardaginn 22. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grindavíkurkirkju 28. apríl. Hann var fagmað- ur fram í fingurgóma og fylgdist mjög vel með og var opinn fyrir öllum nýjung- um. Hann var dug- legur að notfæra sér tölvutæknina í starfi, hvort sem var að teikna upp innrétt- ingar, setja upp heimasíðu eða vinna með tölvustýrðum vélum. En þar náðu leiðir okkar einnig saman þar sem við höfðum selt Grindinni nokkrar tölvustýrðar vélar. Það var umtal- að í okkar herbúðum hvað Guð- mundur væri bæði fljótur að læra og hvað hann væri snjall að setja upp forrit og finna lausnir sjálfur. Það er mikill missir að Guð- mundi í húsgagna- og innréttinga- geiranum en ekki síst vegna þess hversu góður og sannur félagi hann var. Við söknum öll vinar í stað nú er Guðmundur hefur kvatt. Aðstand- endum hans og samstarfsfólki hjá Grindinni vottum við okkar dýpstu hluttekningu. Starfsfólk Hegas ehf. Að leiðarlokum kveðjum við tryggan vin með eftirsjá. Bar- átta Axels við krabbameinið stóð í rúm þrjú ár, hún einkenndist af æðruleysi og mikilli bjartsýni fram til síðasta dags. Oft var tvísýnt um afdrif hans en með undraverðum hætti náði hann sér á strik. En enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér né hvenær dauðinn knýr dyra og ekki er spurt um aldur. Þótt vinátta okkar eigi sér ekki langan aldur bund- umst við sterkum vináttuböndum. Á stundum sem þessum renna góð- ar minningar gegnum hugann, meðal sameiginlegra áhugamála voru ferðalög og reikar hugurinn til þeirra stunda sem við hjónin áttum saman sl. sumar er við AXEL BJÖRNSSON ✝ Axel Björnssonfæddist í Reykjavík 3. ágúst 1951. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 5. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 11. maí. dvöldum hjá Axel, Helgu og afastrákn- um Axel Breka í Sitges á Spáni. Ferð okkar til Monserat er ógleymanleg og þau náttúruundur sem við okkur blöstu þar. Á þessum tíma keyrð- um við vítt og breitt og var Axel alltaf við stýrið í einni ferð okkar sem farin var til La Roca Village, aðallega fyrir okkur konurnar, lögðum við lykkjur á leið okkar í víðasta skiln- ingi þess orðs. Var það lýsandi fyr- ir persónuleika Axels að gefast ekki upp heldur var slegið á létta strengi þar til áfangastað var náð. En léttleikinn fannst mér einkenna samband þeirra hjóna öðru fremur og einnig vakti styrkur Helgu at- hygli okkar, hún stóð sem klettur við hlið Axels þar til yfir lauk með dyggum stuðningi barna sinna. Nú hefur Axel lagt upp í sína hinstu ferð en eftir situr minning um mætan mann. Við hjónin vottum fjölskyldu og afkomanda Axels okkar dýpstu samúð. Jóhanna Gunnarsdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, JÓN VALUR ÓMARSSON, Grenigrund 38, Akranesi, lést laugardaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 29. maí kl. 14.00. Jórunn Friðriksdóttir, Ómar Sigurðsson, Sigurður Ari Ómarsson, Sigríður H. Sigurðardóttir. Ástkær móðir og amma, ODDRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Miðhúsaseli, Fellum, búsett í Jyllinge, Danmörku, lést á Roskilde Amtsygehus þriðjudaginn 16. maí. Útförin fer fram í Jyllinge sunnudaginn 4. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Friðrik, Anna Efemía, Erla, Sólveig og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, KJARTAN J. HALLGRÍMSSON, Tjörnum, Skagafirði, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks miðvikudaginn 24. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda, Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir. Eiginmaður minn og faðir, ANDRÉS GUNNARSSON, Erluhrauni 10, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25. maí. Auður Eiríksdóttir, Elísabet Andrésdóttir, Eiríkur Hjörtur Andrésson, Gunnar Andrésson, Valgerður Auður Andrésdóttir. Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, ANDRÉS HAFLIÐASON flugvirki, Háaleitisbraut 22, Reykjavík, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 1. júní kl. 13.00. Anna Hafliðadóttir, Sigfús Hreiðarsson, Hafliði Sigfússon, Katherine Davidson, Hildur Sigfúsdóttir, Edda Sigfúsdóttir. Elsku drengurinn okkar, PÉTUR ÞORVARÐARSON, Ártröð 3, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju þriðjudag- inn 30. maí kl. 14.00. Sent verður út frá athöfninni í íþróttahúsið á Egilsstöðum. Þorvarður Stefánsson, Sigríður Bergþórsdóttir, Jörgen Sveinn Þorvarðarson, Jón Þór Þorvarðarson, Margaret Anne Johnson, Andrés Jörgensson, Hulda Ósk Harðardóttir, Hafþór Jörgensson, Helena N. Wolimbwa, frændsystkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.