Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ eru til margar ólíkar skólastefnur og marg- víslegar leiðir til að reka skóla, en mikilvægast í öllu skólastarfi er þó alltaf sú menntun sem hann veitir. Þess vegna er flestum miklu kærara það sem fer fram innan veggja skólans heldur en hvernig rekstri hans er háttað. Góður skóli veitir góða menntun, veganesti út í lífið, og sú menntun er ekki háð rekstrarformi heldur metn- aðarfullu skólastarfi. Skólum borgarinnar er stjórnað miðlægt en með vaxandi áherslu á sjálfstæði einstakra skóla. Markmiðið er að fá einstaklingsmiðað nám, lagað að þörfum hvers og eins. Auk hefðbundins nám er lögð áhersla á að nemendur öðlist sterka sjálfsmynd og fé- lagslega færni með áherslu á réttindi og skyldur og líf og starf í lýðræðissamfélagi. Engu að síður sýna samanburðarrannsóknir að á Íslandi eru börn jafnt sem skólar á Íslandi föst í dapurlegri, einsleitri meðalmennsku. Þessu þarf að breyta með metn- aðarfullum áherslum á menntun, sérstaklega í nátt- úrufræði og skapandi greinum. Undir stjórn R-listans hafa skólar sett sér mark- mið og stefnu um leiðir í einstaklingsbundnu námi og sérstöðu um nálgun. Eftir því sem sjálfstæði grunnskólana verður meira eykst þörfin á að for- eldrar geti valið skóla á grundvelli þeirrar skóla- stefnu sem best fellur að heimsmynd og þörfum barna þeirra. Val um skóla eru réttindi Hvar er skólinn þar sem náttúrufræði er kennd í náttúrunni en ekki bara af bók? Hvar er borg- arskólinn sem leggur áherslu á heildarskynjun, hjarta, huga og hönd, þar sem áherslan er á barnið og þörf þess fyrir tjáningu, hreyfingu og sköpun? Þessi skóli er vissulega til en hann er einkaskóli og ekki vegna þess að rekstraraðilarnir hafi kosið svo, heldur fellur þessi litli skóli ekki að staðlaðri ímynd grunnskóla Reykjavíkur. Foreldrar sem velja senda barnið sitt í þennan skóla þurfa að greiða skóla- gjöld. Engu að síður er hér um að ræða mjög svo áhugaverða nálgun við skyldunám byggða á þörfum einstaklingsins fyrir tjáningu og frumkvæði. Fjöldi barna myndi njóta þess ríkulega að fá þessa nálgun við nám en þessir skólar eru reknir af eldhugum með verulegu framlagi foreldra og eru því aðeins fyrir börn með fjársterka foreldra, því borgin hefur ekki gætt jafnræðis í fjárframlögum með skóla- göngu allra barna. Allir skólar verði borgarskólar Það er verið að mismuna börnunum í borginni með einkaskólum. Þarf skóli að vera einkaskóli til að geta raunverulega haft metnaðarfulla og öðruvísi skólastefnu að leiðarljósi? Einkaskólar sem starfa á grundvelli viðurkenndrar skólastefnu og markmiða aðalnámskrár með þarfir barna í huga eiga líka að verða borgarskólar, eiga líka að njóta jafnræðis í fjárframlögum, enda sé þeim ekki heimilt að inn- heimta frekari skólagjöld. Þá fyrst eiga foreldrar og börn raunverulegt val um að sækja menntun í þann skóla sem hentar barninu best á jafnrétt- isgrundvelli. Það er stefna F-listans að börn og for- eldrar eigi þetta val. Valfrelsi foreldra og barna um skóla Eftir Ástu Þorleifsdóttur Höfundur er jarðfræðingur og skipar 4. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík. LAUGARDAGINN 27. maí ganga Kópavogsbúar til kosninga um bæjarstjórn næstu fjögurra ára. Vinstri græn hafa sagt að þessar kosningar snúist um fólk. Við viljum breyta áherslum í rekstri bæjarins og setja fólk í forgang. Sam- félag án þröskulda, þar sem allir hafa sömu tækifæri. Samfélagið á að vera fjölbreytt og pláss fyrir öll sjónarmið. Ríkisstjórnarflokkarnir í Kópavogi Í 16 ár hafa ríkisstjórnarflokkarnir stjórnað í Kópavogi. Þessir flokkar hafa stjórnað í mesta góðæri Íslandssögunnar að eig- in sögn, en engu að síður mistekist hrapallega að nýta sér það til góðs fyrir bæjarbúa. Áherslan hefur verið á malbik og steinsteypu. Öldrunarþjónusta í Kópavogi er langt á eftir ná- grannasveitarfélögunum. Félagsþjónustan nær engan veginn að sinna nauðsynlegum verkefnum. Grunn- skólar fá ekki það fjármagn sem þeir þurfa til að halda uppi metnaðarfullu starfi. Leikskólagjöld með því hæsta sem þekkist á landinu, þar til „korteri fyrir kosningar“. Starfsfólk flýr leikskólana vegna lélegra kjara, á sama tíma og bæjaryfirvöld vilja ekki ræða við starfsfólkið um lausn sinna mála. Erindum starfs- manna um bætt kjör er ekki svarað. Ólýðræðisleg og ósiðleg vinnubrögð Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur hvað eftir annað verið kærður stjórnsýslukærum vegna ófaglegra vinnubragða, og þar er ekkert lát á. Einkavinavæðingin á gott skjól hjá núverandi meiri- hluta. Pukur við lóðaúthlutanir og lítilsvirðing við lýðræði hafa verið einkennandi fyrir stjórnarhættina. Vinstri græn krefjast opinnar stjórnsýslu og lýðræð- islegra vinnubragða. Við viljum að þjónusta við bæj- arbúa verði sett í forgang. Bæjarbúar eiga að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir þurfa sé til staðar þegar þeir þurfa á henni að halda. Börn, aldraðir, fatlaðir, nýir Íslendingar, unglingar, barnafjöl- skyldur, konur, karlar, já allir bæjarbúar, þurfa að geta tekið þátt í ákvörðunum er þá varða. Og nú nokkrum dögum fyrir kosningar sendir Gunnar Birg- isson bæjarbúum persónulegt bréf með viðfestri ávís- un úr bæjarsjóði vegna lækkunar fasteignagjalda sem var ákveðin rúmum mánuði fyrir kosningar. Sjaldan hefur maður séð eins ósiðleg vinnubrögð og jafn grímulausa tilraun til atkvæðakaupa. Gjaldfrjálsan leikskóla strax Leikskólinn er fyrsta skólastigið og fáránlegt að gjaldtaka þar sé meiri en í sumum einkareknum há- skólum. VG vill gjaldfrjálsan leikskóla strax, og við höfum bent á hvar á að taka peninga til þess. Við krefjumst tafarlausra úrbóta í málum eldri bæjarbúa. Núverandi meirihluti hefur nánast ekkert gert í þeim efnum í 16 ár. Við viljum hætta allri gjaldtöku í grunnskólum og tryggja þannig jafna aðstöðu barna. Við viljum að Kópavogur taki forystu í að bæta kjör starfsmanna bæjarins og segi sig úr Launanefnd sveitarfélaga. Ágæti kjósandi! Við höfum fundið mikinn meðbyr í þessari kosn- ingabaráttu. Á laugardaginn gefst þér tækifæri til að breyta áherslum í stjórn bæjarins. Hvert einasta at- kvæði skiptir máli. Fyrir fólk með fólki, Vinstri græn hreinar línur. Ríkisstjórnina burt úr Kópavogi Eftir Ólaf Þór Gunnarsson Höfundur er öldrunarlæknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. EFSTI maður á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ, Erling Ásgeirsson, skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann fer með ótrúlegar rangfærslur. Hann leggur mér þau orð í munn að ég sé á móti niðurfellingu fast- eignaskatts. Hið rétta er að Bæjarlistinn er þeirrar skoðunar að fast- eignaskatturinn á einstaklinga sé óréttlátur skattur, síðasti eignaskatturinn sem lagður er á í landinu og því er eðlilegt að á sama tíma og stjórnvöld hafa verið að afnema almenna eignaskatta á síðustu árum verði fasteignaskattur lagður af. Fasteignaskattur sveitarfélaganna verður hins vegar ekki aflagður nema með lagabreytingu frá Alþingi og því þarf að vinna að þessu máli pólitískt með þingmönnum sem og samtökum sveitarfélaga. Erling Ásgeirsson heldur einnig fram að Bæjarlistinn muni fella niður þá afslætti sem í gildi hafa verið gagnvart eldri borgurum í Garðabæ. Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður þeirra sem komast í þrot með sín rök. Hefur Erling Ásgeirsson ekkert uppbyggilegra fram að færa rétt fyrir kosningar en að halda fram dylgjum í okkar garð? Það er stefna Bæjarlistans, A-listans í Garðabæ, að gera þurfi vel við eldri borgara og að sjálfsögðu eigum við að lækka álögur, álögur sem eru órettlátar. Einnig er það stefna okkar að taka til endurskoðunar þau þjón- ustugjöld sem lögð eru á fjölskyldur í Garðabæ, sem eru með þeim hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Álögur í Garðabæ lækki yfir línuna Eftir Steinþór Einarsson Höfundur skipar 1. sæti A-listans í Garðabæ. ÞEGAR áherslur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru skoðaðar og bornar saman við það sem ríkisstjórnin hefur verið að framkvæma er ekkert sam- hengi. Á sl. þremur kjörtímabilum hefur verið staðið fyrir meiri til- færslum frá þeim efnaminni til þeirra efnameiri en dæmi eru um í sögu lýðveldisins. Svigrúm peningaafla og fyrirtækja hef- ur verið aukið og skattbyrði færð frá þeim yfir til launafólks. Einnig hafa verið gerðar tilfærslur á skattbyrði þannig að létt hefur verið af þeim sem bera meira úr býtum og aukin á þeim tekjulægri. Handstýrður ójöfnuður Ef notaðar eru hefðbundnar leiðir til að skoða tekjumun og hvernig hann hefur þróast á Íslandi síðasta áratug kemur eft- irfarandi í ljós. Árið 1995 var sexfaldur munur á lægstu og hæstu tekjum fyrir skatta en var orðinn sjöfaldur árið 2004 og hafði ójöfnuður því aukist um 18% á tímabilinu. Þegar sama tímabil er skoðað eftir skatta er munurinn 3,7-faldur árið 1995 en orðinn 5,3-faldur árið 2004 og hafði ójöfnuðurinn aukist um 43%. Hvað segir þetta okkur? Markaðurinn jók ójöfnuð um 18% á tímabilinu en breytingar á skattkerfinu juku ójöfnuð í 43%. Mismunurinn er handstýrður ójöfnuður núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Neyð í hagvexti Í nýrri könnun Rauða krossins, „Hvar þrengir að“, er þessi vaxandi misskipting staðfest og fullyrt að bilið milli þeirra ríkustu og þeirra fátækustu fari stækk- andi. Aldraðir, öryrkjar og geðfatlaðir eru meðal þeirra hópa sem lakast standa og búa við mestu fátæktina. Ástæðurnar eru lágar bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins sem ekki duga fyrir nauðþurftum. Þetta er veruleikinn undir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins á mesta hagvaxtarskeiði íslensku þjóð- arinnar. Bleikar skikkjur yfir blá föt Það skal engan undra að borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vilji ekki viðurkenna að hann tilheyri flokknum og sýni ekki frjálshyggjufólkið sem ber ábyrgð á þessari stefnu. Hann klæðir sig í bleika skikkju félagshyggjunnar en er ótrúverðugur þegar verk flokksins eru skoðuð. Það er mikilvægt að kjós- endur kíki undir bleiku skikkjuna áður en þeir setja kross við Sjálfstæðisflokk- inn og hafi í huga að það er innihaldið sem máli skiptir og ekki hægt að tryggja eftir á. Handstýrður ójöfnuður Sjálfstæðisflokksins Eftir Þorbjörn Guðmundsson og Stefán Benediktsson Höfundar eru í 9. og 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. BÆJARSTJÓRN Garðabæjar samþykkti á fundi sínum hinn 4. maí sl. endurskoðaða skólastefnu fyrir leik-, grunn- og tónlistar- skóla í Garðabæ fram til ársins 2009. Í september 2005 var skipaður stýri- hópur til að vinna að endurskoðun skólastefnunnar en í hópnum voru að- ilar úr leik-, grunn- og tónlistar- skólanefnd. Stýrihópurinn vann hratt og örugglega og efndi til skólaþings í nóvember 2005 þar sem öllum íbúum Garðabæjar var gefinn kostur á að hafa áhrif á þró- un og uppbyggingu skólamála í bænum. Skólaþingið var fjölmennt og velheppnað. Í framhaldi af þinginu störfuðu fjórir vinnuhópar að frekari útfærslu og hugmynda- vinnu með stýrihópnum. Víðtækt og fjölmennt samráð Um 300 manns komu að endur- skoðun skólastefnunnar og ljóst er að svo víðtæk og fjölmenn stefnu- mörkun á sér vart hliðstæðu hjá öðrum sveitarfélögum. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem komu að end- urskoðun skólastefnu Garðabæjar kærlega fyrir þeirra framlag. Þeirra hlutverk er afar mikilvægt fyrir skólastarfið og endurspeglar það samstarf sem bæjaryfirvöld vilja eiga við heimilin og foreldr- ana í bænum. Ábyrgðin á uppeldi og menntun barnanna hvílir jafnt á herðum heimilanna sem og skólasamfélaginu. Meginmarkmið skólastefnunnar Meginmarkmið skólastefnunnar er að stuðla að góðri menntun barna í Garðabæ með það að leið- arljósi að ala upp sjálfstæða og ábyrga einstaklinga. Skólastefn- unni er ætlað að vera vegvísir fyrir Garðabæ um það hvert skal stefna á næstu þremur árum. Framkvæmd einstakra þátta er síðan háð fjárhagsáætlun hverju sinni. Með heildstæðri skólastefnu, er lögð áhersla á að skólastarf sé mótað með hliðsjón af hags- munum einstaklinganna um leið og félagslegur þroski og sam- skiptafærni skipa veglegan sess. Áherslan er á að innra starf hvers skóla taki mið af þörfum nemenda og að gæði séu höfð í fyrirrúmi. Einnig er mikilvægt að samræma og samþætta störf mismunandi skólastiga og annarra aðila sem koma að starfi með börnum og unglingum. Vegvísir að áframhaldandi uppbyggingu skólastarfs Eins og segir í skólastefnunni þá er það von bæjaryfirvalda að end- urskoðuð skólastefna verði veg- vísir að áframhaldandi uppbygg- ingu árangursríks skóla- og uppeldisstarfs í Garðabæ. Þess er vænst að skólastefna Garðabæjar auðveldi foreldrum að fylgjast með markmiðum og framkvæmd skólastarfs og hvetji þá til að vera virkari þátttakendur í skólastarf- inu. Í markmiðum skólastefnu Garðabæjar er tekin skýr afstaða til þess að skólar í Garðabæ þrói starfsaðferðir og kennsluhætti sem taki mið af þroska og þörfum hvers einstaklings. Með ein- staklingsmiðun í skólastarfi er tekið tillit til þess að í öllum hóp- um eru ólíkir einstaklingar sem eiga rétt á að þroskast og nema í samfélagi við aðra nemendur. Meginmunur frá fyrri skóla- stefnu og þeirri sem nú birtist er sá að sjálfstæði skóla, frumkvæði og ábyrgð á framkvæmd er aukið frá því sem áður var. Áfram er síðan lögð áhersla á góða og fjöl- breytta kennsluhætti, vellíðan nemenda, vel menntaða kennara og starfsfólk, góðan aðbúnað og náið samstarf heimila og skóla. Þeir sem vilja kynna sér stefn- una er bent á að skólastefnan er aðgengileg inn á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is undir flipanum, skólar. Garðabær – Góð skólastefna Eftir Pál Hilmarsson Höfundur er formaður skóla- nefndar og skipar 2. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.