Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur verið gaman að fylgjast með kosningabaráttu flokkanna hér í Reykjavík undanfarna daga, en þó finnst mér mest koma til þess að sjá örvæntingarfullan svip Samfylking- arinnar. Í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag ákallar Ingibjörg Sólrún til Reykvíkinga um hjálp. Stefán Jón Hafstein básúnar það að grunnskóla- nemendur séu svo ánægðir og glaðir í dag. Ef það er rétt að grunnskóla- nemendur séu svona ánægðir er það ekki Stefáni Jóni að þakka heldur kennurunum. Ég held að fólk sé orðið yfir sig þreytt á þessu fólki innan Samfylkingarinnar sem hefur munn- inn fyrir neðan nefið og bullar um hluti sem það hefur ekki hugmynd um hvað er eða vit á hvað það er að tala um. Vinstrigrænir hugsa eingöngu um umhverfismál og er það mjög gott svo langt sem það nær, en ekki held ég að umhverfismálin reddi fátæktinni sem er í landinu, en að mörgu leyti eru Vinstrigrænir málefnalegir og ekki með sama bullið og Samfylkingin. Ekki þekki ég til fyrsta manns á lista Frjálslynda flokksins, en ég er vel málkunnugur Margréti Sverr- isdóttur, sem hefði átt að vera í fyrsta sæti listans, því Margrét er þræl- skörp stelpa og yndisleg manneskja, sem í raun ætti heima í Sjálfstæð- isflokknum. Ekki veit ég hvað Björn Ingi hugs- ar sem betur fer því mér finnst hann vera eins og auglýsingin um Gunnu og Jón frá Sparisjóðnum. Tóm vit- leysa um drenginn í sandkassanum, ekkert málefnanlegt sem byggja má á. Ég skil vel að fólk velji Sjálfstæð- isflokkinn í komandi kosningum. Þar er ekkert kjaftæði, komið beint fram með yfirvegun og rólegheitum og sannfæringu. Það er einmitt yfirveg- unin og rólegheitin sem fólk vill. Nú hafa Reykvíkingar reynslu af R-listanum sem er ekkert annað en Samfylkingin með litla fólkið frá Framsókn, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum. Það er bara þannig að undir stjórn Samfylking- arinnar er óstjórn, eins og fyrir síð- ustu kosningar, loforð og aftur loforð sem ekki var hægt að standa við nema með hækkunum skatta. Það er alveg sama á hvað er litið ekkert ann- að en óstjórn s.s. Hringbrautin, mað- ur veit ekki hvort maður er að koma vestan úr bæ eða á leiðinni út í flug- völl svona má lengi telja upp skipu- lagsmál Dags B. sem nú vill ráða öllu. Staðreyndin er að í alla málaflokka þarf peninga alveg sama hvaða flokk- ur fær völdin. Í dag treysti ég engum betur til að standa við gefin loforð en Vilhjálmi Þ. sjálfstæðismanni. Hættum að hlusta á bullið í Samfylk- ingunni. FRIÐRIK INGI ÓSKARSSON, Gvendargeisla 19, Reykjavík. Frá Friðrik Inga Óskarssyni: Hugrenningar um borgarstjórnarmál ÁÐUR en lengra er haldið á niður- rifsbraut við Laugaveg er rétt að staldra við og kanna hug okkar til Laugavegarins og miðbæjarins í heild. Ég geri ráð fyrir því að fæstir séu spenntir fyrir því að stíllinn og stemningin sem ein- kennir nýbyggingarsvæðið norðan Laugavegar muni ráða ríkjum á ástsælustu verslunargötu okkar og færist seinna meir yfir öll Þing- holtin. Laugavegur er mikilvægt kenni- leiti í Reykjavík og því nauðsyn- legt að fara varlega þegar viðamik- ið niðurrif er boðað, eins og gert hefur verið. Þessi gata er ein- stakur minnisvarði um nútímasögu Íslendinga, baráttu okkar úr sárri fátækt og uppgöngu verslunar í höfuðborginni. Þetta svæði er því vinsælt á leið ferðamanna um borgina. Miðbærinn og mannlífið sem þar ríkir er andlit borgarinnar og þetta er það sem talað er um þegar aðkomumenn lýsa dásemd- um Reykjavíkur. Þeim finnst hún einstaklega falleg og skemmtileg borg. Þegar gengið er niður Laugaveg með opin augu er afar auðvelt að sjá fegurðina í þessum fjölbreytileika bygginga og mann- lífs. Taugaveiklunin sem skapaðist þegar verslun færðist frá Lauga- vegi í Kringluna og síðan Smára- lind er nú algerlega óþörf því Laugavegurinn hefur smátt og smátt verið að koma til baka á sín- um eigin forsendum. Aukin þjón- usta við ferðamenn, veitingarekst- ur og tískuverslanir sem sækja innblástur frá eldri tímum um- faðma gömlu húsin og staðfesta þar með tilverurétt þeirra. Eflaust eru margir búnir að gleyma Nýja kökuhúsinu, bóka- verslun Ísafoldar og antikversl- uninni í gömlu húsunum við enda Austurstrætis. Þá var Austurstræti líflegur og skemmtilegur staður en niðurrif og metnaðarfull uppbygg- ing hafa breytt þessari götu í ein- staklega óvistlegt og skuggalegt svæði. Þær tillögur sem liggja fyr- ir um uppbyggingu við Laugaveg 4 og 6 eru í þessum anda. Fjögurra hæða íbúðarblokk á að rísa fyrir botni Laugavegar og mun húsið skaga meira en metra yfir gang- stéttina. Þetta er í algeru ósam- ræmi við þær fullyrðingar borg- arfulltrúa um að sunnanmegin á Laugavegi muni rísa lágreistari byggð í stað gömlu húsanna. Ef tilgangur með niðurrifi er að gefa verslun á Laugaveginum „nýtt líf með nýju húsnæði“ verða menn að átta sig á nokkrum aug- ljósum staðreyndum. Í fyrsta lagi mun tilkoma nýrra bygginga, sem að mestu leyti eru íbúðir eða skrif- stofur, ekki þjóna þessum tilgangi. Niðurrif gömlu húsanna er því ekki réttlætanlegt með þessum rökum. Fyrirliggjandi niðurrif við Hverfisgötu mun einnig gefa nóg pláss fyrir slíkar byggingar hvort sem er. Í öðru lagi eru versl- unarhættir almennings varanlega breyttir með tilkomu Kringlunnar og Smáralindar. Verslun í stórum yfirbyggðum verslunarkjörnum henta einfaldlega of vel íslenskum aðstæðum til þess að búðarráp undir beru lofti sé samkeppn- ishæft. Ef miðbærinn vill fá eitt- hvað af þessari veltu virðist því eðlilegt að bjóða verði upp á svipað fyrirkomulag þar. En tilraunir með að byggja „nýtt og betra“ versl- unarhúsnæði hist og her um Laugaveginn, svipað að stærð og gömlu húsin, mun augljóslega ekki þjóna þessu markmiði. Og tilhugs- unin um risavaxna Kringlu við Laugaveg er bara hrollvekjandi. Ef stefnan er að koma upp yf- irbyggðum verslunarkjarna í mið- bænum liggur beinast við að hafa hann við Hverfisgötu, með smáum og snyrtilegum inngangi við Laugaveg. Rökin fyrir fyrirhuguðu niðurrifi við Laugaveg standast ekki. Það er raunveruleg hætta á því að borg- arbragur Reykjavíkur bíði þess aldrei bætur verði þessar fram- kvæmdir að veruleika. Við verðum að standa vörð um sögu Reykjavík- ur og koma í veg fyrir að andi og útlit elstu verslunargötu okkar verði eyðilagt. Þrýstum á þá sem sigra í komandi borgarstjórnakosn- ingum að breyta rétt. BIRGIR THORARINSSON Baldursgötu 12, Reykjavík. Niðurrif eða uppbygging á Laugavegi? Frá Birgi Thorarinsson: TENGLAR .............................................. www.laugavegur.org BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MUNDIR þú vilja lifa í önd- unarvél? Þannig svaraði taugalæknir þeg- ar nemandi spurði hana um önd- unarvél sem valkost í meðferð MND-veikra. Fram að þessu hafa MND-veikir verið svæfðir eða sofn- að svefninum langa vegna súrefn- isskorts. Er ein ástæðan sú að læknar hafa viljað forða okkur frá lífinu? Er einhver sem þetta les að óska sér að lifa í hjólastól? Vill einhver notast við gervilim, -hönd eða -fót? Auðvitað vill enginn lifa með hjálp- artækjum, en sum hjálpartæki þykja sjálfsagðari en önnur. Ef læknar almennt hugsa svona er ekki nema von að við MND- veikir höfum ekki val um önd- unarvél á Íslandi, sem þykir orðið sjálfsagt í nágrannalöndum okkar. Lífsgæði er mjög afstætt og ein- staklingsbundið hugtak. Sumir velja að hlaupa alla daga, aðrir stunda hugleiðslu, sumir velja yngri konur og eldra viskí, aðrir sitja við skriftir. Ég frábið mér að óviðkomandi læknir segi mér hvað eru lífsgæði og hvað ekki. Það met ég sjálfur. Reyndar eins og staðan er í dag þá verð ég að meta fjöl- skylduaðstæður, en það er vegna óvissu um aðstoð heima. „Hjálparhellu“-kerfi mun verða að veruleika mjög fljótlega hér á landi svo valið fyrir okkur mun að sjálfsögðu verða raunverulegt. Vil ég deyja eða lifa? Það er spurn- ingin. Ekkert flóknara en það. GUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND- félagsins og vill geta andað. Öndunarvél eða morfín? Líf eða dauði? Frá Guðjóni Sigurðssyni: ÞAÐ virðist vera sama hvaða flokk við kjósum, þeir lofa öllu, allt á að bæta og öllu að breyta. Það er sami rassinn undir þeim öllum, þeir lofa öllu fögru fyrir kosningar. En um leið og þeir komast á þing eru svik ofan í svik. Hvað höfum við að gera við 63 þingmenn? Við erum eins og lítil gata í Bandaríkjunum. Núna er ég að tala um þingmenn en ekki vara- þingmenn, hvað eru þeir margir? Guð blessi þessa þjóð. Fólk sem kemst á þing þarf enga menntun, aðeins að hafa munninn fyrir neðan nefið. Það er mikið búið að hlúa að þroskaheftum, Guði sé lof. En hvernig er með öryrkjana og gamla fólkið? Fólkið sem byggði upp þessa þjóð? Það er þjóðarskömm hvernig komið er fram við það. Við höfum ekkert við alla þessa þing- flokka að gera. Ég hef alltaf haldið því fram að við eigum að kjósa menn en ekki flokka, og ef við verðum að kjósa flokka eiga bara að vera tveir flokkar, vinstri og hægri. Við sláum öllum þjóðum við með alla þessa þingflokka miðað við mannfjölda. Um leið og fólk kemst á þing verður það vitlaust og eyðir pen- ingum í ferðalög og alls konar vit- leysu. Ég vil að þingmenn, ef þing- menn skal kalla, hjálpi öryrkjum og geðfötluðum, þar má mikið bæta! Ég heimta það af yfirvöldum, ég veit að margir eru sammála mér, látum í okkur heyra! Og allt þetta dóp? Er eðlilegt að ungum manni sem þarf að sitja af sér sekt sé stungið inn á Litla-Hraun, með harðsvíruðum glæpamönnum? Ég veit um dæmi þess að 18 ára unglingur þurfti að sitja af sér sekt, fór inn á Litla-Hraun og þeg- ar hann kom út var hann orðinn dópisti. Er þetta í lagi? Það eru margir fíklar hér í dag, alkóhólistar, nikótínfíklar, spilafíkl- ar og ég nenni ekki að nefna fleiri fíkla. Hvernig er það, geta ekki líka verið stjórnmálafíklar? Hvað þykist þessi þjóð vera? Það er ekki lengur hægt að keyra um bæinn. Dæmi: Ég ætlaði að heimsækja vinkonu mína á Landspítalann við Hring- braut, en lenti vestur í bæ, hring- torg og aftur hringtorg. Ég tala ekki bara fyrir mig, held- ur marga aðra. Ríkisstjórnin leyfir frjálsan innflutning á bílum, göt- urnar taka ekki alla þessa bíla. Við erum ekki milljónaþjóð, við verðum að muna það. Núna hætti ég þessu pári og kveð til sumarsins með þessu ljóði: Sumardagurinn fyrsti Vorsins ylur að mér læðist, vor þú komst til mín í nótt. Þungan vetur burtu kvaddir, kvaddir mig svo undur rótt. Láttu Drottinn ljós þitt skína, gefðu Drottinn elsku þína. Ljósið yfir land og þjóð. GERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, Lækjarhvammi 12, Hafnarfirði. Halló! Í hvernig þjóðfélagi lifum við? Frá Gerði Benediktsdóttur: NÚ ERU tæp 50 ár síðan Ólafur Thors forsætisráðherra tók við Reykjavík- urflugvelli úr hendi Breta og var það mikil gleðistund í Reykjavík, svo fullkominn flug- völlur var nú okkar. Stutt er í að þessi merki flugvöllur verði 50 ára. Fyrir nokkrum árum lét okkar ágæti samgönguráðherra endurbyggja flugvöllinn fyrir 6 til 7 milljarða króna og hann ætlar að láta byggja nýja Umferðarmiðstöð fyrir rútur og innanlandsflugið, sem er besta mál. Nokkur þúsund manns vinna við allt mögulegt allt í kringum völlinn, þó mest í sam- bandi við flugið. Flugvöllurinn er fyrst og fremst fyrir innanlands- flug. Einnig getur hann verið vara- flugvöllur fyrir millilandaflug og að ég tali ekki um sjúkraflug og kennsluflug. Því miður er til fólk sem hrópar „Völlurinn burt“. Það er um leið að ráðast á allt það fólk, sem vinnur á vellinum, t.d. við flugið, fólkið sem vinnur í flugturn- inum, hámenntað tæknifólk, sem vinnur við mjög fullkomin tæki. Munið vallarandstæðingar, að þið eruð að ráðast gegn þessu fólki. Nýr flugvöllur kostar 50 til 100 milljarða og Reykjavík- urflugvöllur ætti að vera ríkisflug- völlur. Ríkið á 60% af því landi, sem völlurinn er á. Ríkið á án vafa að taka það land sem þarf eign- arnámi, ekki láta misvitra menn eyðileggja völlinn. VILHJÁLMUR K. SIGURÐSSON, Njálsgötu 48a, 101 Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur Frá Vilhjálmi K. Sigurðssyni: Vilhjálmur K. Sigurðsson EFTIR hernám Breta 10. maí 1940 hættu Þjóðverjar við að her- nema Ísland. Undirbún- ingur Þjóðverja hafði staðið yfir í langan tíma. Bretar töldu nauðsynlegt að gera nothæfan flugvöll fyrir landvélar hið skjótasta, enda var ætlun þeirra að fylgjast grannt með skipaferðum á hafinu vid Ísland úr lofti. Yfirstjórn breska herliðsins ákvað að koma upp flugvelli í Reykjavík og hófu Bretar þegar í stað flugvallargerð í Vatnsmýr- inni. Með hernáminu urðu flugvélar og jafnvel flugvélaflotar hvers- dagsleg sjón. Sumir bæjarbúar mótmæltu byggingu vallarins og töldu líkur á loftárásum meiri en ella. Bjarni Benediktsson, þáverandi borgarstjóri, ritaði ríkisstjórninni bréf þar sem hann sagði að sam- þykkis yfirvalda hefði ekki verið leitað. Óskaði hann eftir að rík- isstjórnin gerði það sem í hennar valdi stæði til að fá bresku hern- aðaryfirvöldin til þess að falla frá fyrirætlunum sínum. Ef það tækist ekki lagði hann til að ríkið næði eignarhaldi á land- svæðinu. Varð stjórnin við þessum tilmælum og gaf út bráðabirgðalög 16. nóvember 1940. Íslendingum varð brátt ljóst að gerð vallarins myndi opna nýja möguleika í fluginu á Íslandi. Þeg- ar í byrjun árs 1940 var stjórn Flugfélags Íslands farin að hugsa um kaup á nýrri landflugvél. Með hernáminu varð stórkostleg bylting á flugvallarmálum Íslend- inga, sem gætir enn þann dag í dag. Reykjavíkurflugvöllur er ekki bara einstakur hluti af sögu Reykjavíkurborgar og Íslendinga. Heldur er hann einnig hluti af mannkynssögunni. Hugmyndir um að færa Reykja- víkurflugvöll á annan stað eru skammarverðar og bera vott um virðingarleysi. Framtíðarverðmætum lands og þjóðar er best borgið með því að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann var byggður og stendur enn. KARL GUNNARSSON, Frostafold 14, Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur skal friðaður Frá Karli Gunnarssyni: Karl Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.