Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 57 UMRÆÐAN Í GREININNI Ábyrgð stjórn- málamanna, taka tvö, í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 25. maí sl. ásakar Dofri Hermannsson mig um að skrökva um Samfylkinguna í Morgunblaðsgrein frá 20. maí sl. Ég á að hafa skrökvað um af- stöðu Samfylking- arinnar til flugvall- arstæðis Reykjavík- urflugvallar, og um afstöðu hennar til legu Sundabrautar. Flugvöllur Tilefni þessara ásakana er eftirfar- andi setning úr minni grein: ,,Sam- fylkingunni er nokkuð sama hvert innanlandsflugið fer og vill það helst til Keflavíkur....“ Eina röksemd Dofra, að ekkert standi um Keflavík í stefnuskrá Sam- fylkingarinnar, er ekki svaraverð. Mín túlkun er byggð á opinberum málflutningi Dags og Steinunnar Val- dísar að undanförnu. Þar vísa ég t.d. í kappræður Dags og Vilhjálms í sjón- varpi í vikunni. Sundabraut Um Sundabrautina segir Dofri: ,,Stefanía Katrín segir Samfylk- inguna virða að vettugi nauðsyn sér- fræðiálits vegna lagningar Sunda- brautar...“ Þetta segi ég hvergi í minni grein. Þetta eru orð Dofra, ekki mín. En bragð er að þá barnið finnur, því þetta er rétt lýsing hjá Dofra á af- stöðu Samfylkingarinnar til Sunda- brautar. Ég ætla þess vegna hér með að gera þessa lýsingu hans að minni og rökstyðja það nánar. Sérfræðiþekking eða samræðupólitík Grundvallarforsenda fyrir fram- gangi Sundabrautar er ákvörðun borgaryfirvalda, sem fara með skipu- lagsvald í Reykjavík, um legu braut- arinnar og tengingu hennar við stofn- brautarkerfi borgarinnar. Fyrr getur Vegagerðin ekkert aðhafst í málinu. Forystusveit Samfylkingarinnar hefur stundað samræðupólitík um Sundabraut í tólf ár án þess að hafa í dag grænan grun um það hvar hún eigi að liggja eða tengjast stofnbraut- arkerfi borgarinnar. Aðkoma sér- fræðinga að þessu veigamikla álita- máli hefur verið afar ómarkviss. Það hefur hins vegar ekki dregið úr yf- irlýsingagleði Ingibjargar Sólrúnar sem talaði um að flýta Sundabraut eins og kostur væri, árið 1997, og sagði við Grafarvogsbúa árið 2000 að framkvæmdir hæfust líklega árið 2001. Sama er að segja um afstöðu Dags B. Eggertssonar. Hann vildi Sundabraut á hábrú á ytri leið fyrir tæpu ári, vildi Sundabraut á lágbrú og landfyllingu, innri leið, sl. haust, síðan vildi hann kosningar um málið, fyrir tæpum tveimur mánuðum vildi hann fara ,,...alla leið með eina akrein í hvora átt“, en telur nú jarðgöng vera fyrsta kost. Svona hringlandahætti er auðvitað best lýst með orðum Dofra. Orðum sem ég sagði aldrei en tek samt heils- hugar undir að ,,...virða að vettugi nauðsyn sérfræðiálits vegna lagn- ingar Sundabrautar.“ Góður stjórnmálamaður veit ekki alla hluti. En hann veit hvenær hann þarf á sérfræðiþekkingu að halda og kann að kalla eftir henni og nýta sér hana. Ábyrgð stjórnmála- manna, taka þrjú Eftir Stefaníu Katrínu Karlsdóttur Höfundur er frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Allt að 38% ódýrara Gjafavörusýning sýnum vorlínuna frá Alessi Váá! Við lækkum til frambúðar mbl.is smáauglýsingar HÉR ERU nokkrar staðreyndir um stjórn Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðismenn hrósa sér af rekstr- arafgangi bæj- arsjóðs. Ég spyr hvernig er hann til kominn? Rekstrarfé bæjarins kemur frá fyrirtækjum og ein- staklingum sveitarfélagsins og ég get ekki séð mikinn galdur í því að skila góðu búi þegar álögur á bæjarbúa eru stöðugt hækkaðar, t.d. hafa leikskólagjöld hækkað um tæp 40% í tíð núverandi meiri- hluta. Fasteignagjöldin eru eins og flestir bæjarbúar vita með þeim hæstu á landinu og það sem þú veist ef til vill ekki kjósandi góður er að fyrir áramótin síðustu lagði Samfylkingin til að prósenta fasteignagjalda yrði lækkuð en því höfnuðu sjálfstæðismenn, en nú rétt fyrir kosningar er allt í einu hægt að lækka þau í formi ein- greiðslu til fasteignaeigenda í bænum. Hvað breyttist? Þurfti Sjálfstæðisflokkurinn dúsu til að stinga upp í bæjarbúa? Er eitt- hvað sem segir okkur að samskon- ar eingreiðsla komi til á næsta ári? Það er líka lítill vandi að skila góðu búi á pappír þegar fram- kvæmdir eins og íþróttahúsið og sundlaugin við Lágafellsskóla er ekki í eigu bæjarins heldur byggð af einkaaðilum og bærinn skuld- bindur sig til að leigja aðstöðuna til 30 ára. Í þessa framkvæmd fara því ekki peningar úr bæj- arsjóði nema í formi leigu en bær- inn eignast aldrei þessi mannvirki. Og hvað finnst ykkur um dulbúinn kosningaáróður sjálfstæðismanna í bréfinu sem fylgdi eingreiðslunni? Er bæjarsjóður þar að greiða fyr- ir auglýsingu eins framboðs? Ég spyr, því að ég get ekki betur séð en að þetta hafi kostað töluverða peninga. Í kosningapésa sjálfstæð- ismanna er mikið fjallað um fal- legt umhverfi, útivist og hve gott sé að búa í Mosfellsbæ. Það að gott er að búa í Mosfellsbæ er ekki þeim að þakka. Útsýni til Esjunnar og út á Leirvoginn er ekki þeirra verk. Flestir göngu- stígar voru gerðir í tíð fyrri meiri- hluta, Lágafellsskóli og leikskólinn Hulduberg byggðir og einsetning grunnskólanna kom í þeirra hlut. Við það unga fjölskyldufólk í Mosfellsbæ sem lætur sér detta í hug að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vil ég bara benda á gamalt íslenskt orð- tak: Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur. Með bestu kveðju til íbúa Mos- fellsbæjar. Til kjósenda í Mosfellsbæ Eftir Lísu Greipsson Höfundur skipar 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.