Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SÍÐUSTU helgi felldu liðsmenn Karuna liðþjálfa einn helsta hershöfð- ingja tamílsku Tígranna á Sri Lanka, rúmum tveimur árum eftir að Karuna stofnaði klofningsfylkingu úr Tígrun- um. Á sama tíma var orðrómur um að Evrópusambandið (ESB) væri að íhuga að skilgreina Tígrana sem hryðjuverkasamtök, til að auka á spennuna, en ástandið þykir reyna á vopnahléið frá 2002. Helen Ólafsdóttir, talsmaður nor- rænu eftirlitssveitanna (SLMM) á Sri Lanka, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þrátt fyrir morðið á Ramanan, hershöfðingja Tígranna, gæti frekara svigrúm hafa myndast til friðarviðræðna. „Stjórnvöld á Sri Lanka eru núna farin að viðurkenna tilvist liðsmanna Karuna og að það kunni að vera staðbundið samband á milli hersins og liðsmanna hans,“ sagði Helen. „Tígrarnir hafa þrýst á stjórnina um að viðurkenna samstarf við menn Karunas og því gæti þetta skref orðið vísir að því að friðarvið- ræður hefjist á ný.“ Aðspurð hvort morðið á Ramanan hefði aukið líkur á allsherjarátökum segir Helen enn afar ólíklegt að borg- arastyrjöld brjótist út. „Það eru búin að vera átök hér í 25 ár og það þarf ansi mikið til að borg- arastríð brjótist út,“ sagði Helen. „Þetta eru öðrum þræði staðbundin átök sem reiknað er með að muni halda áfram í nokkra mánuði.“ Þá segir Helen orðróm um að ESB kunni að skilgreina Tígrana sem hryðjuverkasamtök ekki hafa haft mikil áhrif, þrátt fyrir að Svíar, Finn- ar og Danir séu aðilar að ESB og taki þátt í starfi SLMM. „Fulltrúar þess- ara ríkja koma ekki fram fyrir hönd þjóða sinna heldur sem þátttakendur í starfi SLMM,“ sagði Helen. Þá segir hún að það myndi ekki breyta miklu þótt ESB frysti banka- innistæður Tígranna. „Þrátt fyrir slíkar aðgerðir bendir margt til að meðlimir þeirra gætu safnað fé með óbeinum hætti,“ sagði Helen. „Sviss er ekki í ESB og þar hafa Tígrarnir safnað fé svo dæmi sé tekið.“ Ekki fjölgað í liðinu að sinni Spurð um öryggi íslensku eftirlits- mannanna þriggja sem nú eru við störf hjá SLMM á Sri Lanka segir Helen að þeir séu ekki sendir í óþarfa áhættu. Þá segir hún að það hafi kom- ið til tals á samráðsfundi aðildarlanda SLMM í vikunni að fjölga í liði sveit- anna, en um 60 manns eru nú á þeirra vegum á Sri Lanka. Spurð um samráðsfundinn sagði Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að fjölga í liði SLMM. „Það liggur ekkert fyrir staðfest um breytingar í þessum efnum,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið í gær. Borgarastríð enn ólíklegt Reuters Lögreglumenn í Batticaloa á Sri Lanka með kistu félaga síns, Nakoor Bad- uredeens, sem var eitt fórnarlamba Tamíl-tígra á fimmtudag. Stjórnvöld á Sri Lanka gefa í skyn að þau hafi átt í samstarfi með Karuna liðþjálfa Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndu á fréttamannafundi í fyrrakvöld að mistök hefðu verið gerð í Írak en þeir lögðu jafnframt áherslu á að umheimurinn yrði að styðja við bakið á nýrri ríkisstjórn í Bagdad. Bush var afdráttarlausari í máli sínu en hann hefur áður verið og vöktu um- mæli hans nokkra athygli. Blair er í heimsókn til Bandaríkjanna og átti hann fund með Bush í fyrrakvöld og í gær flutti hann svo erindi um utanríkismál við Georgetown- háskólann í Washington. Að loknum fundi leiðtog- anna í Hvíta húsinu í fyrrakvöld ræddu þeir við fréttamenn í fimmtíu mínútur og var allt annar blær yfir fréttamannafundinum en fyrri fundum, þar sem Bush og Blair hafa engan bilbug látið á sér finna vegna atburða í Írak. Bush nefndi sérstaklega Abu Ghraib-hneykslið en upp komst vorið 2004 að bandarískir hermenn höfðu niðurlægt og misþyrmt íröskum föngum í þeirra umsjón í Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri Bagdad eftir að Bandaríkjamenn og Bretar tóku öll völd í Írak 2003. Sagði Bush þá atburði verstu mistökin, sem Bandaríkjamenn hefðu gert og kvaðst hann telja að þeir væru enn að gjalda fyrir þau mistök. En Bush viðurkenndi ennfremur að hann hefði á stundum talað gáleysislega og var hann þar að vísa til ummæla í júlí 2003 þegar hann sagði um uppreisnarmenn í Írak að þeir skyldu bara „gera sitt versta“; en á þessum tíma var árásum gegn bandarískum hermönnum og óbreyttum borg- urum farið að fjölga. Ummæli Bush þá þóttu herská og hafa oft verið rifjuð upp síðar, enda hafa þúsundir manna fallið í ódæðisverkum í Írak síðustu þrjú árin. Við- urkenndi Bush í gær að ummælin hefðu sent fólki „röng skilaboð“. Blair sagði fyrir sitt leyti, aðspurður um hver hann teldu verstu mistökin sem gerð hafa verið, að sú ákvörðun að reka alla fyrrverandi liðsmenn Baath-flokksins úr hernum 2004 hefði haft slæm áhrif, enda hefðu þá margir Írakar snúist gegn hernámsliðinu erlenda að ástæðulausu. Pólitísk staða bæði Blairs og Bush þykir veik um þessar mundir en atburðir í Írak hafa ekki síst orðið til að grafa undan þeim. Var raunar haft á orði í gær að Blair hefði virkað afar þreytulegur á fundinum í Washington. Hvor um sig lagði hins vegar áherslu á það í gær að nú miðaði í rétta átt í Írak og að hvað sem liði öllum mistökum þá hefði innrásin í Írak verið rétt ákvörðun. Bush sagði þó engan vafa á að bandaríska þjóðin væri klofin vegna atburða í Írak. Óhjákvæmilegt væri að það hefði áhrif á af- stöðu fólks er það sæi fréttir um morð og mis- þyrmingar í Írak dag hvern. Enn að gjalda fyrir hneykslið í Abu Ghraib Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Bush og Blair viður- kenna mistök í Írak Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ERLENDIR hermenn frá Ástralíu, Portúgal, Malasíu og Nýja-Sjálandi munu taka að sér að kveða niður átök milli stjórnarliðs og óánægðra herflokka í Dili, höf- uðborg Austur-Tímor, að beiðni stjórnvalda þar. Fyrstu Ástralarnir eru þegar komnir til borgarinnar, einn þeirra sést hér við brynvarinn liðsflutningavagn í gær. Níu manns féllu og 27 særðust í átökum á fimmtu- dag en ró virtist vera að færast yfir í gær og íbúar, sem flúið höfðu heimili sín, sneru aftur heim þótt enn mætti heyra stöku byssuhvelli. Stjórn landsins sagði fjöl- mörgum hermönnum upp starfi eftir að þeir fóru í verkfall til að heimta betri aðbúnað. Reuters Skakka leikinn í Dili Washington. AP, AFP. | Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær skipun Michaels Haydens í embætti forstjóra banda- rísku leyniþjón- ustunnar, CIA. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði mjög niðurstöð- unni. Hann hrós- aði þinginu fyrir að staðfesta ráðn- inguna með þver- pólitískum meiri- hluta beggja flokka og kallaði Hayden „ættjarðarsinna“ og dygg- an, opinberan starfsmann. Þingdeildin samþykkti ráðningu Hayden, sem er 61 árs, með 78 at- kvæðum gegn 15. Hann var áður yf- irmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna 1999 til 2005. Leið- togi þingflokks demókrata, Harry Reid, studdi Hayden en í fyrstu var gagnrýnt verulega að hermaður ætti að stýra CIA. Bush forseti sagði að reynsla Hay- dens, sem er hershöfðingi, og sér- þekking gerðu að verkum að hann hentaði fullkomlega til að stjórna stofnuninni á erfiðum tímum. Sjálfur sagði Hayden þingmönnum að hann myndi ekki láta yfirmenn í varnar- málaráðuneytinu stýra gerðum sín- um. En færi svo að einkennisbúning- urinn hefði áhrif á samstarfið við undirmenn hjá CIA myndi hann „taka rétta ákvörðun“. Hayden samþykktur Michael Hayden London. AFP. | Það væri siðferðilega réttlætanlegt að myrða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í sjálfs- morðssprengjuárás vegna aðildar Bretlands að stríðinu í Írak. Þetta er mat George Galloway, bresks þingmanns sem áður tilheyrði Verkamanna- flokknum en náði síðast kjöri á breska þingið fyr- ir flokkinn Virð- ing (Respect). Galloway er spurður að því í viðtali, sem tímaritið GQ birtir við hann, hvort hann teldi réttlætanlegt að sjálfsmorðssprengjuárásarmaður dræpi Blair, að því gefnu að enginn annar færist í tilræðinu. Galloway svarar: „Já, það væri siðferðilega réttlætanlegt. Ég er ekki að kalla eftir því – en ef það gerðist þá væri það á siðferðilega allt öðru plani en atburðirnir 7. júlí.“ Var Galloway þar að vísa til hryðjuverkaárása í London síðasta sumar þar sem fjórir íslamskir öfga- menn drápu 52 óbreytta borgara, auk þess sem þeir létust einnig sjálf- ir. En margir röktu aðgerðir þeirra til andstyggðar þeirra á aðild Bret- lands að innrásinni í Írak. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og sagði Stephen Pound, þingmaður Verkamannaflokksins, þau til hábor- innar skammar. „Ég er agndofa yfir þessum ummælum,“ sagði Pound við The Sun. „Í hvert skipti sem þú telur að hann geti ekki lagst lægra þá kemur hann manni á óvart.“ Þingmaður segir rétt- lætanlegt að drepa Blair George Galloway API í eigu götutrúðs í Lahore í Pak- istan át ís af mikilli lyst í gær. Mikil hitasvækja er um miðbik Pakistan og mældist 43 stiga hiti á selsíus í gær. Spáð er miklum hita og þurrki næstu daga. Reuters Hressandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.