Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF DANSKA viðskiptablaðið Börsen greinir frá því í gær að norræna ferðaskrifstofan Appollo Rejser, sem er eigu svissneska fyrirtækisins Kuoni, hafi hug á að festa kaup á ferðaskrifstofunni Bravo Tours, sem er í meirihlutaeigu Heimsferða. Haft er eftir framkvæmdastjóra Appollo, Jan Lockhart, að viðræður hafi átt sér stað milli fyrirtækjanna og aðeins eigi eftir að ná samkomulagi um verð. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að ekki sé fótur fyrir fréttinni. „Við höf- um ekki átt viðræður við Appollo, né nokkurn annan, um mögulega sölu á Bravo Tour. Það er skrítið þegar menn kasta svona löguðu fram, en engar söluviðræður hafa verið í gangi og eins og er höfum við engan áhuga á slíku,“ segir Andri Már. Bravo Tours ekki til sölu ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu umtalsvert í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 2,43% og er 5.547 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 7,1 milljörðum króna, þar af 2,8 milljarðar með bréf Landsbank- ans. Bréf Avion hækkuðu um 5,8%, bréf Straums-Burðaráss um 5,1% og bréf Össurar um 4,8%. Bréf Marels lækkuðu um 1,4%, en það var eina lækkunin í Kauphöllinni í gær. Hlutabréf hækkuðu ● VERÐIÐ á norska félaginu Orkla Media, sem meðal annars gefur út danska blaðið Berlingske Tidende og fleiri fjölmiðla á Norðurlöndum, hefur að öllum líkindum lækkað vegna væntanlegrar útgáfu á fríblöðum í Danmörku. Haft er eftir sérfræð- ingum á fjármálamarkaði í danska viðskiptablaðinu Børsen, að jafnvel séu meiri líkur en minni á því að móðurfélagið Orkla hætti við að selja Orkla Media vegna þessa. Haft er eftir Henrik Schultz, sér- fræðingi hjá Danske Equities, að hann telji að Orkla vilji fá hærra verð fyrir Orkla Media en þá 6–7 milljarða danskra króna sem fyrirtækið geti búist við að fá nú, eins og þróunin hefur verið. Þess vegna séu að minnsta kosti helmings líkur á að Orka ákveði að stíga á bremsurnar og hætta söluferlinu. Frá því hefur verið greint að fimm aðilar eru að keppa um Orkla Media. Þetta eru Dagsbrún, breski fjölmiðla- fjárfestirinn David Montgomery, breska fjárfestingafélagið Apax Part- ners, norska fjölmiðlafyrirtækið A- pressen og norska fjölmiðlafyr- irtækið Avishuset Dagbladet, í sam- vinnu við Capital Research og Bank of New York. Dótturfélag Dagsbrúnar í Dan- mörku vinnur að útgáfu fríblaðs þar í landi. Þá hafa útgefendur Jyllands Posten, Politiken og Ekstra-Bladet einnig tilkynnt um útgáfu nýs frí- blaðs. Verðið á Orkla Media lækkar RÁÐSTEFNAN „Iceland in London – Partnering for Success“ sem fór fram í Lancaster House í London á fimmtudag þótti takast afar vel, að sögn aðstandenda. Féllu framsögur ræðumanna og svör þeirra við spurningum gesta í góðan jarðveg, en aðstandendur kveða mikinn áhuga meðal Breta á fjárfestingum og viðskiptum íslenskra fyrirtækja. Um 170 manns sóttu ráðstefnuna, en framsögumenn voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Jón Ásbergsson frá Útflutningsráði, Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður KB banka, Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Andrew Cahn frá UK Trade and In- vestment. Meðal umræðuefna voru einkenni og eiginleikar íslenskra viðskipta- manna og voru framsögumenn sam- mála um að einfaldleiki, traust, heið- arleiki og gott orðspor væru lykilatriði ætluðu menn að ná ár- angri í sinni útrás. Væru þessi atriði til staðar væri lagður grundvöllur að hraðri ákvörðunartöku og þar með samkeppnisforskoti. Á ráðstefnunni kom einnig fram að breski markaðurinn hefði tekið sérstaklega vel á móti íslenskum fyr- irtækjum og fjárfestum og mæltu framsögumenn eindregið með Bret- landi sem vænlegum markaði fyrir önnur íslensk fyrirtæki í útrásarhug- leiðingum. Að lokinni ráðstefnu tóku við áður skipulagðir fundir íslenskra og breskra fyrirtækja, ásamt því að Fjárfestingastofa Íslands stóð fyrir kynningu á Íslandi sem vænlegum fjárfestingakosti. Íslenska sendi- nefndin fór í kynnisferð í breska þinghúsið í gær og heimsótti höfuð- stöðvar Bakkavarar. Tuttugu fyrirtæki með í för Ráðstefnan er hluti af ferð við- skiptasendinefndar Útflutningsráðs Íslands til Bretlands, sem stendur til 28. maí, en ríflega tuttugu íslensk fyrirtæki eru með í för. Skipulagning og undirbúningur hefur verið unninn af Útflutningsráði í samvinnu við UK Trade and Investment, sendiráð Íslands í London og ráðgjafafyrir- tækið Ezenze auk þess sem sendi- herra Bretlands á Íslandi, Alp Mehmet, hefur reynst afar hjálpleg- ur, að sögn Theodórs Bjarnasonar verkefnisstjóra hjá Útflutningsráði. Þess má geta að Lancaster House er ein virðulegasta bygging London og einungis notuð af bresku ríkis- stjórninni þegar mikið liggur við, en þetta er einungis í tíunda skipti sem UK Trade and Investment hefur fengið að nýta þessa sögulegu og áhrifamiklu aðstöðu til ráðstefnu- og fundahalda. Áhugi á fjárfestingum Íslendinga í Bretlandi London Ráðstefnan í Lancaster House var vel sótt af fulltrúum breskra fyrirtækja en hér eru fyrirlesarar á háborðinu í þessu sögufræga húsi. fyrr á árinu um að auka alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins. Í tilkynn- ingu frá Sjælsø segir að IBI hafi áform um starfsemi í Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal og á Spáni. Hjá IBI starfa 82 manns og áætl- uð velta á þessu fjárhagsári er 900 milljónir danskar, rúmir 11 millj- arðar, og hagnaður upp á 90 millj- ónir d.kr. Félagið gerir ráð fyrir vexti á næstu árum upp á 10–20%. Samson Properties, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, á í félagi við Straum-Burðarás Fjár- festingabanka og fleiri Íslendinga 50% í eignarhaldsfélaginu SG Nord AG. Hinn helming félagsins á danska fyrirtækið Rönje Holdings. DANSKA fasteignafélagið Sjælsø Gruppen, sem Straumur-Burðarás, Samson og Birgir Þór Bieltvelt eiga hlut í, hefur fest kaup á öðru fast- eignafélagi í Danmörku, Ikast Byggeindustri, IBI, fyrir 800 millj- ónir danskra króna, jafnvirði nærri 10 milljarða króna. Hluti kaup- verðsins er í formi nýrra hlutabréfa í Sjælsö Gruppen en staðgreiðsla nemur 303 milljónum danskra króna, um 3,8 milljörðum króna. IBI er sagt öflugt fasteignafélag með stærstan hluta starfsemi sinn- ar utan Danmerkur, m.a. í Stokk- hólmi, Ósló og Helsingfors. Með kaupunum fylgir Sjælsø Gruppen eftir stefnu sem mótuð var þegar ís- lenskir fjárfestar komu að félaginu Sjælsø Gruppen kaupir danskan keppinaut                !  "# #                !/. ! 0  1#$ $+ 56( ! 7* 8 . 5!6( . 5*%( 7* 8 . 9(%%( & 7* 8 . :(+!)3 . ; 7* 8 . (+( 7* 8 . 7 )(% . <( 8,+ 9(% . ;(!)(% =!(! . ( . *!(6 (!.*! . (  >9 #( ! $ )(% . ?!!  . 2#3#0  *,$+ 5 * 7* 8 . !%(%(#  =!(! .  9 7( . (8#$( .  @6(6 7* 8 . AB.$ . CD 5(6 C*  E1+++(#!&# . F! !&# . 43,$.#,#/5/ !% G1$($(#( .    H(+ # (! !   6#$ 7,# @IGJ K#(!( #!% #                  > >  >  > > > > > 91+  1( #!% #     >  >    >     > > > > >  > > > > > ' 2 ' 2 '  2 ' 2 > ' 2 > '  2 '  2 '  2 ' >2 ' 2 ' 2 '  2 '  2 > > > > > ' 2 > > > > > ( #!%8 (+!! E)*# K *% (+! <( 8 ((                        > > >   > > > >                                                 F#!%8 K ,3! % 5E  L 5. + (! $& #!%8(            > >  >   > > > > SMÁSÖLUKEÐJUR og dreifingar- fyrirtæki eru mun áhrifa- og um- fangsmeiri á heimsmarkaði en ætla mætti af umræðunni um alheimsvæð- ingu, sem oft er mjög framleiðslumið- uð. Kom þetta meðal annars fram á ráðstefnu um smásöluverslun sem haldin var á vegum viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands í gær. Í erindi sínu fjallaði Neil Wrigley, prófessor við Southampton háskóla, um þróun í átt að alþjóðlegum smá- sölukeðjum og sagði að í umræðum um efnahagslega alheimsvæðingu gætti ekki nægilegs skilnings á mik- ilvægi smásölu og dreifingar, og að þessir geirar væru því ekki ræddir sem skyldi. Verðugt rannsóknarefni Ekki er langt síðan stór alþjóðleg smásölufyrirtæki urðu til, en Wrigley segir að um aldamótin 2000 hafi verið til um 15 smásölufyrirtæki sem fengu yfir tíu milljarða bandaríkjadala í tekjur frá löndum utan heimalands. Venjulega væru slík alþjóðleg smá- sölufyrirtæki með útibú í 10–40 lönd- um, sem væri sambærilegt við mörg alþjóðleg framleiðslufyrirtæki. Aðrir frummælendur á ráðstefn- unni voru dr. Ágúst Einarsson, sem fjallaði um smásölu á Norðurlöndum, dr. Mark Harvey, sem fjallaði um hlutverk stórmarkaða í Evrópu og traust neytenda á matvörum, og dr. Örn D. Jónsson, sem fjallaði um vöxt verslanamiðstöðva almennt og Wal- Mart sérstaklega. Aukin áhrif smásölu- og dreifingarfyrirtækja Morgunblaðið/Jim Smart Mikilvæg Umsvif smásölukeðja á heimsmarkaði eru oft vanmetin, að því er kom fram á ráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. ● SKRIFAÐ hefur verið undir samn- inga hjá Lánasýslu ríkisins í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningnum er að styrkja aðgang ríkissjóðs að lánsfé og efla verðmyndun á eftirmarkaði. Hafa fimm fjármálastofnanir nú heimild til að kalla sig aðalmiðlara með ríkisverðbréf, þ.e. Glitnir, KB banki, Landsbankinn, MP Fjárfest- ingarbanki og Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki. Með samningnum er tryggður selj- anleiki ríkisverðbréfa á eftirmarkaði þar sem þessar fjármálastofnanir skuldbinda sig til að setja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi Kaup- hallar Íslands fyrir 100 milljónir króna í flokkum ríkisbréfa og rík- isvíxla með skilgreindan hámarks- mun. Nú verður hægt að eiga við- skipti með 500 milljónir króna með litlum viðskiptakostnaði og styrkir það umgjörð og vaxtamyndun skuldabréfamarkaðarins, segir í til- kynningu frá Lánasýslunni. Þá segir Lánasýslan að hlutverk aðalmiðlara sé m.a. að jafna tíma- bundnar sveiflur í framboði og eft- irspurn ríkisverðbréfa og draga með því úr sveiflum í verði þeirra. En stöð- ug aukning hefur verið á viðskiptum með ríkisverðbréf undanfarin ár. Samið um miðlun með ríkisverðbréf ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s hefur staðfest lánshæfisein- kunnir Glitnis í kjölfar kaupa bank- ans á sænska verð- bréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission, sem tilkynnt var um í fyrradag. Bankinn keypti hið sænska félag fyr- ir um 3,7 milljarða íslenskra króna. Moody’s staðfestir lánshæfisein- kunnina A1 fyrir Glitni til langs tíma, einkunnina P-1 til skamms tíma og C+ varðandi fjárhagslegan styrk- leika bankans. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Moody’s. Þar segir jafnframt að horfur varðandi fjár- hagslegan styrkleika Glitnis séu enn neikvæðar, en fyrirtækið breytti horfunum úr stöðugum í neikvæðar hinn 4. apríl síðastliðinn. Þá sagði fyrirtækið að einkunnin fyrir fjár- hagslegan styrk Glitnis endurspegli það erfiða rekstrarumhverfi sem lík- legt sé að bankinn standi frammi fyr- ir og aukinn mótbyr sem líklegt sé að hann þurfi að glíma við í framtíðinni. Fram kemur í tilkynningu Moody’s að þó svo kaupin á Fischer Partners séu tiltölulega lítil fyrir Glitni, muni þau verða til þess að auka þóknunartekjur bankans auk þess sem hið sænska félagi falli vel að rekstri hans í Noregi. Moody’s staðfestir lánshæfis- einkunnir Glitnis ♦♦♦ A(!(M NC        E G :5O       I5I P O        P O <.& A%%       @IGO :* 0*!      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.