Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku Skúli, Alla, Dóra og Árni, okkar innilegu samúð- arkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku systir. Hulda og Sigrún. HINSTA KVEÐJA ✝ Þórdís Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1963. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut föstu- daginn 19. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Þórunn Árnadóttir og Pétur Jónsson. Fósturfor- eldrar hennar eru Sigrún Guðmunds- dóttir og Kristján Sigtryggsson. Systkini Þórdísar samfeðra eru: Jón Geir, Hulda og Sigrún. Þórdís giftist í Mosfellskirkju í Grímsnesi 30. júní 1990 Skúla Kristinssyni, f. í Reykjavík 20. október 1961. Foreldrar hans eru hjónin Kristinn Guðbergsson og Ingibjörg Gunnars- dóttir. Börn Þórdís- ar og Skúla eru: Að- albjörg, f. 13. apríl 1991, Halldóra Þór- dís, f. 11. mars 1994, og Árni Kristinn, f. 18. nóvember 1996. Þórdís stundaði grunnskólanám við Hvassaleitisskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Kópavogi og kennarapófi frá Kennaraháskóla Ís- lands. Hún kenndi í tvö ár á Kirkju- bæjarklaustri og eitt ár í Kópa- vogsskóla. Útför Þórdísar verður gerð frá Skálholtsdómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Guð þig leiði sérhvert sinn sólar vegi alla. Verndar-engill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Guð geymi elsku mömmu okkar. Aðalbjörg, Halldóra Þórdís og Árni Kristinn. Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta en hjarta mitt grætur og hugurinn saknar því hönd þín er köld og mín sál fyllist ótta. Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta. Ég brosi gegnum tárin, brátt mun sorgin dvína og bjartar nætur vorsins lýsa myrkrið svarta. Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður en sálir okkar mætast í ljósinu eins og fyrrum. Tíminn sem við áttum var tær og hreinn og góð- ur tryggðaböndin ofin á ljúfum stundum kyrrum. (Rut Gunnarsdóttir.) Við felum Guði yndislegu, góðu stúlkuna okkar. Þórunn, Sigrún og Kristján. Okkur er úthlutað mislöngum tíma í þessu jarðlífi. Það að ganga úr hefð- bundnum erli hversdagsins inn á krabbameinsdeild Landspítalans fær mann til að hugleiða gildin í lífinu, hvað raunverulega skiptir máli. Þórdís systir mín greindist með krabbamein fyrir um ári síðan en náði bata eftir erfiða aðgerð. Hún veiktist síðan aftur fyrir skömmu og andaðist nokkrum dögum eftir að hafa verið lögð inn á Landspítalann, langt um aldur fram. Þórdís hafði á sinni alltof stuttu ævi aflað sér góðrar menntunar og síðan höfðu þau Skúli byggt upp fallegt heimili austur í Seli í Grímsnesi þar sem þau bjuggu ásamt börnum sínum þremur. Þeirra er sorgin sárust nú. Þórdís var elst okkar systkinanna en ólst upp hjá móður sinni og þeim Sigrúnu og Kristjáni. Hún var alltaf heil og sönn í öllum samskiptum. Sú minning sem eftir stendur er um trausta, áreiðanlega, gegnheila mann- eskju sem allt fram á síðasta dag barð- ist hetjulega og af ótrúlegu æðruleysi við þennan skelfilega sjúkdóm. Sú minning verður ein til að sefa tregann nú. Kæru Skúli, Alla, Dóra og Árni, við fjölskyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Jón Geir Pétursson. Hugur leitar í himna rann, hörð þegar reynslan mæðir, til Hans, er í sorgum sigur vann, sárin læknar og græðir. Trúin dvelur í Drottins borg. Dauðinn henni ei breytir. Drottinn Guð alla sefar sorg, sigur í Kristi veitir. Huggast látið af harmi í dag. Herrann mun veginn lýsa. Eftir sorganna sólarlag sælli dagur mun rísa. Með innilegri vinsemd og djúpri samúð. Jón Hjörleifur Jónsson. Kæra vinkona. Ég sit við rúmstokk- inn þinn þar sem þú liggur og sefur. Við vitum báðar að hverju stefnir. Þú ert helsjúk og átt stutt eftir. „Ertu kvíðin, Þórdís mín?“ spurði ég þig í gær. „Já, svolítið,“ svaraðir þú. „Hverju kvíðirðu, vina mín?“ „Það er í lagi mín vegna að deyja, en ekki barnanna minna vegna.“ Þú vissir að næsta dag myndu börn- in þín koma til þín til að kveðja móður sína. Það erfiðasta sem nokkur móðir getur þurft að gera, kveðja börnin sín fyrir fullt og allt. Og jafnframt nær óyfirstíganlega erfitt fyrir börnin, að þurfa að kveðja mömmu sína, vitandi það að þau muni ekki sjá hana aftur lifandi. Þér var rórra í dag eftir að þessari þungu þraut var lokið, eins og þú næð- ir að hvílast betur. „Gott að sjá þig … góða nótt,“ sagðirðu þegar við kvödd- umst. Einum og hálfum sólarhring síðar yfirgafstu þetta jarðlíf. Síðan hafa minningarnar streymt framhjá hver af annarri. Vegna mikils og trausts vinskapar milli fjölskyldna okkar Þórdísar höfum við þekkst alla ævi, fæddar með nokkurra vikna millibili. Og margs er að minnast. Ferðirnar í Þórsmörk, gönguferð- irnar og kvöldvökurnar. Kerlingarfjallaferðirnar, Þórdís eins og elding á skíðunum brunandi niður brekkurnar. Allar ferðirnar upp í Skálafell, reyna að vera mættar eins snemma og mögulegt var, áður en bið- raðirnar næðu að myndast við skíða- lyfturnar. Þórdís á Seli, í sveitinni hennar sem var svo stór hluti af hennar uppvexti og þar sem henni leið svo vel. Þórdís eldri, búin að finna hann Skúla sinn og börnin komin eitt af öðru. Gimsteinarnir hennar þrír sem hún átti svo erfitt með að yfirgefa núna svona snemma í þeirra uppvexti. Þórdís flutt að Seli, búin að búa fjöl- skyldunni sinni hreiður í sinni heitt- elskuðu sveit. Hennar heitasta ósk var að þar fengju börnin hennar að vaxa úr grasi í nánum tengslum við náttúr- una og dýrin. Þórdís svo stolt fyrir ári í fermingu elsta barnsins síns. Og fermingar- barnið í sama kjólnum og móðir henn- ar hafði fermst í. Bjartur og fagur dagur í Grímsnesinu. Dýravinurinn Þórdís, bjargandi hverri kisunni á eftir annarri úr Katt- holti, nú síðast litlum kettlingi fyrir nokkrum dögum. Þórdís svo æðrulaus í gegnum öll veikindi sín og fram á síðustu stundu, hetja. Ég er henni þakklát fyrir vináttuna og samfylgdina í gegnum árin og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Börnin hennar þrjú hafa misst óend- anlega mikið en þau eiga góða að; elskandi föður og trausta og umvefj- andi móðurfjölskyldu. Hinstu orð Þórdísar til mín læt ég verða lokaorðin mín til hennar hér. Gott að sjá þig … góða nótt. Hugrún Þorsteinsdóttir. Mynd er minning og minningar eru myndir. Eftir löng kynni eru mynd- brotin tengd Þórdísi Pétursdóttur orðin allmörg og fjölbreytt. Elsta myndin í hugskoti mínu er af hávaxinni stelpu með stór brún augu, tvær fléttur og borða í hárinu. Hún var okkur krökkunum í hverfinu í Kópavogi að nokkru leyti framandi, svona hávaxin, og svo var hún einbirni með þremur foreldrum. Þar sem hún gekk í Hvassaleitisskóla kynntumst við henni ekki fyrr en hún var orðin vel stálpuð. Ýmsar myndir eru frá æskuárun- um; boltaleikir á björtum vorkvöldum og sleðaferðir á vetrum. Á sumrin hvarf Þórdís okkur, þá fór hún í sveit- ina sína á Seli í Grímsnesi. Þar átti hún afa og fleira venslafólk. Á haustin sagði hún okkur sögur af lífinu í sveit- inni. Á Seli lágu rætur hennar. Viðfangsefnin breyttust með aldr- inum. Eitt sumarið vorum við starfs- félagar á Hagstofunni. Þar var líka Magga Júl. og urðum við þrjár góðar vinkonur. Við áttum sömu áhugamál, ferðuðumst saman og skemmtum okkur saman. Mesta ævintýrið var sex vikna Evrópuferð sumarið 1985. Við fórum austur fyrir járntjald og niður til Ítalíu, gengum á fjöll og skoð- uðum borgir; drukkum í okkur menn- inguna. Einna skýrasta myndin af Þórdísi úr þeirri ferð er af henni bros- andi út að eyrum, léttklæddri, á skíð- um í Jungfraujoch. Þarna var Þórdís í essinu sínu, hún var náttúruunnandi og vandist snemma flakki með fóstur- foreldrum sínum. Svo var Þórdís komin í Kennarahá- skólann og fetaði þar í fótspor móður sinnar og fósturforeldra. Eitt sumarið á námsárunum vann hún á hóteli á Húsavík. Þá var hún iðin við bréfa- skriftir þar sem hún lýsti lífi sínu og störfum. Hún útskrifaðist síðan sem kennari og réð sig til starfa að grunn- skólanum á Kirkjubæjarklaustri einn vetur. Ein fór hún austur en á Klaustri kynntist Þórdís honum Skúla sínum og þau urðu hjón og áttu börn og buru eins og segir í ævintýrunum. Þau voru gefin saman í kirkjunni á Mosfelli í Grímsnesi. Ræturnar fyrir austan voru sterkar. Svo fór að eftir nokkurra ára búsetu í Kópavogi byggðu þau Þórdís og Skúli hús á Seli og fluttu þangað. Það var stolt hús- freyja og móðir sem tók á móti gest- um í sveitinni sinni. Því miður naut Þórdís ekki góðrar heilsu síðustu árin. Eftir nokkurra ára veikindi og ýmsar tilraunir til lækn- inga kom loks í ljós á síðasta ári hvað að henni amaði. Það var ekki háttur Þórdísar að barma sér eða kvarta. Hún tók öllu sem að höndum bar með æðruleysi og jafnaðargeði. Hún var róleg í fyrra á leið í mikla aðgerð. Allt virtist svo á réttri leið í vetur en mein- ið tók sig upp og ljóst að ekki yrði við það ráðið. Við áttum stund saman síð- asta kvöldið hennar. Mjög var af henni dregið en hún vildi kveðja. Við föðm- uðumst. Hún kvaddi með æðruleysi og það var reisn yfir henni. Þórdís kveður okkur allt of snemma. Eftir er hnípinn hópur. Sam- úðarkveðjur til Skúla og barnanna, móður og fósturforeldra og föður og fjölskyldu hans. Í hjarta okkar geym- um við fallegar minningar um Þórdísi. Salbjörg Óskarsdóttir (Salla). Þórdís vinkona er dáin aðeins 42 ára að aldri. Það er sárt að kveðja góða vinkonu sem manni þótti svo vænt um. Hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða en það var svo síð- astliðið sumar sem hún greindist með hinn illvíga sjúkdóm, krabbamein. Á tímabili virtist sem hún væri að hafa betur en svo dundi reiðarslagið yfir. Þórdís tók veikindum sínum af æðru- leysi, hún var róleg og yfirveguð og lét ekki bugast þrátt fyrir áfallið. Hún hélt reisn sinni allt til loka. Fjölskylda hennar stóð við hlið hennar með aðdá- unarverðri umhyggju og uppörvun. Mín fyrstu kynni af Þórdísi urðu fyrir rúmum 20 árum, þegar við hitt- umst í gegnum sameiginlega vinkonu okkar. Mér leist strax mjög vel á þessa stelpu og áttum við eftir að gera marga skemmtilega hluti saman. Minnisstæð eru öll ferðalögin sem við fórum saman í, svo sem áramótaferðir í Þórsmörk, fjallgöngur og ekki síst Interrailferð okkar um Evrópu ásamt Söllu vinkonu okkar. Sú ferð var mjög eftirminnileg, ekki síst vegna hinna ýmsu uppátækja Þórdísar, sem var mjög hress og skemmtileg í þessum ferðum. Þórdís var góð manneskja, ljúf og þægileg í umgengni. Hún unni börn- um sínum og fjölskyldu mjög mikið og var einstaklega dugleg að kenna og sinna börnum sínum sem nutu góðs af kennaramenntun hennar. Það var mikil gæfa fyrir Þórdísi að kynnast Skúla og saman eignuðust þau þrjú börn sem nú sjá á eftir móður sinni. Minnisstæðar eru heimsóknir í Trönuhjallann þar sem þau bjuggu fyrst og síðan á æskuslóðir Þórdísar, á Seli í Grímsnesi. Ævinlega var tekið vel á móti okkur og eru gönguferðir, berjatínsla, sauðburður og margt fleira meðal þess sem við upplifðum í þessum heimsóknum. Okkur er sér- staklega minnisstæð heimsóknin á þorranum í fyrra, en þá fengum við af- not af sumarbústað á landi þeirra og dvöldum þar ásamt börnum okkar í góðu yfirlæti. Allt lék í höndunum á Þórdísi og ber heimilið á Seli þess merki. Hún hafði mjög gaman af hannyrðum og var listakokkur. Þórdís skilur stórt skarð eftir sig, sem ekki verður hægt að fylla, en minningin um hana mun alltaf lifa. Elsku Skúli, Alla, Dóra, Árni og aðrir aðstandendur, við Ragnar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur okkar og biðjum guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Margrét. Mig langar í fáum orðum að kveðja æskuvinkonu mína, Þórdísi Péturs- dóttur. Ég kynntist Þórdísi þegar ég var fimm ára. Hún átti heima í næsta húsi, á Álfhólsvegi 147, austast á Kópavogs- hálsi. Þessi hluti Kópavogs var nokkurs konar sveit í þá daga, víðáttumiklir móar í suðurátt og trönur í austri. Svæðið var einn allsherjar leikvöllur fyrir þá krakka sem þarna áttu heima. Þórdís ólst upp á miklu kærleiks- heimili. Mér fannst hún vera afar rík; hún átti tvær yndislegar mömmur, Rúnu og Þórunni, og góðan pabba sem var skólastjóri í Hvassaleitis- skóla. Mér var tekið mikið vel á því góða heimili, enda sótti ég þangað stíft. Ég man sjálfan mig bíðandi með óþreyju við austurgluggann á æsku- heimili mínu eftir að Þórdís kæmi með foreldrum sínum heim úr skólanum. Það var í minningunni stundum mjög langur tími. Þegar þau loksins komu þá skaust ég yfir garðinn beina leið. Ekki brást að þessum unga manni var tekið opnum örmum af þessu góða fólki. Fjölskyldur okkar Þórdísar kynnt- ust og það varð upphafið að ævilöng- um tryggðaböndum og djúpri vináttu. Þau hafa staðið þétt með okkur í innsta hring, bæði í gleði og sorgum. Í lífinu er fátt jafn dýrmætt. Það situr alltaf í mér svolítil minn- ing tengd því þegar við Þórdís vorum að spá í tímann og framtíðina. Ég fimm eða sex ára og Þórdís sjö eða átta. Þórdís, sem þá var að byrja að læra stærðfræði, reiknaði út aldur okkar um árþúsundaskiptin. Þetta var nokkuð sem ungur maður hafði litla hugmynd um. Hún skýrði þetta samt vel út fyrir vini sínum. Við veltum mikið fyrir okkur hvað lífið myndi færa okkur og í þá daga var dauðinn óhugsandi. Tími Þórdísar varð allt of stuttur. Hún varð kennari eins og foreldrar hennar, giftist góðum manni og settist að á jörð afa síns á Seli í Grímsnesi. Þórdís og Skúli, maðurinn hennar, eignuðust þrjú mannvænleg börn sem nú mega sjá á eftir móður sinni langt fyrir aldur fram. Tími Þórdísar var líka erfiður, hún barðist hetjulega við mikið heilsuleysi um árabil. Seinustu árin var það krabbamein sem lagði hana að lokum að velli. Hún átti samt mikinn styrk og tók sínum grimmu ör- lögum af miklu æðruleysi. Ég veit að orð mega sín lítils í mik- illi sorg. Ég get ekki ímyndað mér þann harm að missa mömmu sína svo ung eins og börnin hennar Þórdísar mega nú lifa. Harmur Skúla mannsins hennar og foreldra hennar, Þórunnar, Rúnu og Kristjáns, er djúpur og sár. Að missa einkabarn sitt er tilfinning sem fá orð ná að lýsa. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð og bið um styrk og blessun Guðs þeim til handa. Mig langar að lokum að kveðja Þór- dísi með ljóði Snorra Hjartarsonar Kyrrð: Kvöldar á himni, kvöldar í trjám, kyrrðin stígur upp af vötnunum, læðist í spor mín gegnum rökkrið sveipuð léttri, drifhvítri slæðu, tekur mig við hönd sér, hvíslar máli laufs máli gáru við strönd og löngu kulnaðs náttbáls á heiði: ég er bið þín og leit, ég er laun þeirrar leitar og þrár, ég er komin Ég þakka Þórdísi langa vináttu. Megi hún hvíla í friði. Ferdinand. Að heilsast og kveðja það er lífsins saga. En að kveðja ungt fólk sem virð- ist eiga framtíðina fyrir sér, það er erfitt. Þórdís var nemandi minn nokkur ár í Hvassaleitisskóla. Ofarlega í minn- ingunni eru ljúfar og góðar samveru- stundir sem við áttum þar. Hún var góður og samviskusamur nemandi. Brosmild og elskuleg í alla staði. Þórdís ólst upp hjá Þórunni móður sinni. Þær mæðgur áttu því láni að fagna að eiga heimili sitt hjá Kristjáni og Sigrúnu systur Þórunnar. Þar átti Þórdís alla tíð gott og öruggt skjól. Þau hjón tóku henni af hlýju og alúð og má segja að hún hafi þarna eignast aðra foreldra. Það var allt gert til að líf hennar yrði öruggt og hamingjuríkt. Eftir árin í Hvassaleitisskóla stund- aði Þórdís nám í Menntaskólanum í Kópavogi og lá leið hennar þaðan í Kennaraháskóla Íslands en þaðan lauk hún kennaraprófi. Hugur Þórdísar leitaði oft í sveitina hennar. Á Seli í Grímsnesi dvaldi Þór- dís sem lítil stelpa með móður sinni flest sumur. Meðal dýranna undi hún hag sínum vel. Naut þess að vera í náttúrunni meðal blóma og dýra. Það varð enginn hissa á því þegar hún hafði eignast sína fjölskyldu að hún vildi flytja í sveitina með eigin- mann og þrjú lítil börn. Hún vildi leyfa börnunum að njóta þess sem hún dáði svo mikið. Henni leið vel í sveitinni. Þarna var hún í nágrenni við móður sína sem hafði tekið við búskapnum á Seli. Samband þeirra mæðgna var alltaf gott og Þórunn lagði fram aðstoð sína eins og hægt var í þeim miklu og hörðu veikindum sem hrjáðu Þórdísi síðastliðin ár. Þegar ég hitti Þórdísi bar hún sig alltaf vel, brosmild að vanda. Hún var ekki sú manngerð sem kvartaði. Tók öllu af æðruleysi, sterk, dugleg og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Þegar ég heimsótti hana á Land- spítalann fyrir tæpu ári dáðist ég að hugrekki hennar og dugnaði eftir mikla og erfiða skurðaðgerð. Hún ætl- aði svo sannarlega að vera dugleg svo hún fengi meiri tíma með börnunum sínum. Það gerði hún líka þar til ekki var lengur von. Hún tók því þá með ótrúlegu æðruleysi eins og vænta ÞÓRDÍS PÉTURSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.