Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Toyota Hilux Double Cab
38". Fullbreyttur dísel árg. 2003,
ek. 55 þ. km. Verð 3.670. Tilboð
3.370. Þessir eru sjaldan til sölu!
S. 567 4000.
Sjáðu hann á heimsbilar.is
Hyundai Starex díesel 4x4 árg.
'04 ek. 53 þús km, dráttarkrókur,
7 manna. Verð 2.480 þús. Uppl.
í síma 862 8551.
Nissan Almera. Árg. '99, bensín,
ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk
á felgum, CD, fjarstýrð samlæs-
ing. Verð 470 þús. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 892 7828
MB Sprinter 316 CDI Iglhaut
aldrif. Skr. 6/2003, ek. 50 þús. km,
skr. fyrir 3-6 farþega, driflæs. að
framan/aftan, hátt/lágt drif, loft-
kæling, olíumiðstöð, aukaraf-
geymir, fjarst. samlæsingar, upp-
hituð framrúða með regnskynj-
ara, dráttarbeisli. Verð 4.850
þús. Allar frekari upplýsingar í
síma 821 1173 og á www.enta.is.
Dodge Durango árg. '04, ek. 14
þús. km. Til sölu Dodge Durango
Limited, mjög flottur, leður, sól-
lúga, krókur og á heilsársdekkj-
um. Verð 3.950 þús. stgr. Upplýs-
ingar 896 0089.
Land Cruiser 100 new 1/4 2005.
Ek. 21 þús. km. Bensín. M. ýms-
um aukab., 33" dekk o.fl. Ath.
skipti á ódýrari. Bílalán.
Upplýsingar í síma 690 2577.
Nissan Vanette. árgerð '99, ek-
inn 114 þús. km. Verð 590 þús.
Upplýsingar í síma 822 1790.
VW Polo árg. '00 ek. 90 þús.
VW Polo 16v 3/2000. Flottur bíll
með samlitum sætum og 15" ál-
felgum. Skoðaður 2007. Áhvílandi
300.000. Ásett 590.000. Tilboð
490.000. Uppl. í síma 698 2449.
Smáauglýsingar 5691100
Til sölu Dodge Grand Caraven
3,3 l SXT. Ek. 20 þ. m. 5 d., sjálf-
sk., rafd. rúður, cd/dvd-spilari,
fjarst. saml., ABS, loftkæling,
hraðast., filmur. Tilboðsverð 2,8.
Uppl. í síma 697 4123.
Subaru Outback 1998. Ekinn 103
þús. 2,5 vél, sjálfskiptur. Ný dekk,
tímareim og bremsur fyrir kr. 150
þús. Vel með farinn og frábær
ferðabíll. Verð 900 þús. Uppl. í
síma 899 2005.
DÓMNEFND hefur valið 64 verð-
launatexta úr rúmlega 2.500 inn-
sendum textum sem bárust í Fernu-
flugi sem er samkeppni um nýja
texta á mjólkurfernur. Keppnin fór
fram í 5. til 7. bekk grunnskóla og
nú í fyrsta sinn einnig í framhalds-
skólum landsins. Tilkynnt var
hvaða verk hefðu lent í 1.–3. sæti í
hvorum flokki. Fyrstu verðlaun sem
námu 100.000 kr. hlutu Guðrún
Arnardóttir í Grunnskóla Ísafjarðar
og Sverrir Norland í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Önnur verð-
laun og 50.000 kr. hlutu Ástrós
Steingrímsdóttir í Lindarskóla og
Ólöf Vala Schram í Fjölbrautaskóla
Vesturlands. Í þriðja sæti voru svo
Dagný Kristjánsdóttir í Hóla-
brekkuskóla og Katrín Thelma
Jónsdóttir í Borgarholtsskóla og
fengu þær 25.000 kr. hvor.
Fernuflugið snerist að þessu sinni
um ljóða- og örsagnagerð. Kepp-
endur áttu að svara spurningunni
„Hvað er að vera ég?“ í 60–100 orð-
um og máttu velja um hvort þeir
gerðu það í bundnu eða óbundnu
máli. Sigurtextarnir munu birtast á
um 40 milljónum mjólkurferna frá
og með næstu áramótum. Gera má
ráð fyrir að hver texti birtist á um
600 þúsund nýmjólkur- og létt-
mjólkurfernum á tveggja ára tíma-
bili.
Myndin er frá afhendingu verð-
launanna: Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra,
verðlaunahafarnir Ástrós Stein-
grímsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir,
Guðrún Arnardóttir, Katrín Thelma
Jónsdóttir, Ólöf Vala Schram og
Sverrir Norland ásamt Guðlaugi
Björgvinssyni, fjármálastjóra MS.
Verðlaunahafar í Fernuflugi
ÁRLEGT gróður- og grillblót ása-
trúarmanna verður haldið í dag í
Aronsbústað við Mógilsá og mun
Jóhanna Harðardóttir Kjalnes-
ingagoði helga blótið. Á blótinu
býðst gestum að horfa á kvikmynd
sem gerð var hér á landi í hitteð-
fyrra. Myndin nefnist Huldufólk
102, en hún er tilnefnd til verðlauna
sem heimildamynd ársins.
Allir eru velkomnir og verða grill
á staðnum. Þar segir að gestir verði
sjálfir að koma með grillmatinn.
Hægt verður að láta sækja sig að
stoppistöðinni við gönguleið upp á
Esju (strætóleið 27 gegnum Mos-
fellsbæ), en blótið hefst við Arons-
bústað klukkan 14:00.
Blót ásatrúar-
manna við Mógilsá
ÚTSKRIFT við Flensborgarskólann í Hafnarfirði fór
fram 20. maí sl., í Víðistaðakirkju og voru alls útskrifaðir
47 nemendur, 2 af sérsviði fjölmiðlunar af Upplýsinga-
og fjölmiðlabraut og 45 stúdentar. Þá var athöfnin send
út beint á netinu í gegnum vefveitu Hafnarfjarðarbæjar.
Flestum einingum til stúdentsprófs lauk Hafdís Ár-
sælsdóttir eða 180 einingum. Dúx skólans var Kristján
Valgeir Þórarinsson með 9,4 í meðaleinkunn en hann
lauk námi af náttúrufræðibraut eftir 3ja ára nám. Eng-
inn nemandi skólans hefur áður lokið stúdentsprófi á 3
árum með betri árangri.
Í ávarpi sínu sagði Einar Birgir Steinþórsson skóla-
meistari m.a. „Það hefur verið gríðarleg fjölgun nem-
enda á framhaldsskólastigi undanfarin ár. Nánast allir
sem ljúka grunnskóla sækja um inngöngu í framhalds-
skólana. Flensborgarskólinn hefur lagt sig fram við að
þróa ný úrræði í tengslum við það námsframboð og
skipulag sem hann vinnur eftir. Við höfum lagt áherslu á
að byggja upp og veita góðan stuðning bæði fyrir þá sem
hratt vilja fara yfir sem og þá sem þurfa lengri tíma. Við
höfum fjölbreyttan nemendahóp sem á rætur í hátt í 70
ólíkum grunnskólum og þjóðlöndum. Það er því langt frá
því að vera einsleitur hópur sem gengur um ganga skól-
ans þó svo gæti virst við fyrstu sýn.“
47 brautskráðir frá Flensborgarskóla
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið 24.
maí sl. í Íþróttahúsi FB og voru 188 lokaprófsskírteini
afhent, 91 skírteini af starfsnámsbrautum og 97 stúd-
entsprófsskírteini. Á skólaárinu hafa þá verið afhent
304 lokaprófsskírteini. Bestum árangri á stúdents-
prófi nú náði Hjalti Magnússon sem lauk stúdentsprófi
af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 9,36.
Við þessa athöfn var fimm hundraðasti húsasmiður-
inn útskrifaður; Andri Geir Jónasson, og einnig fimm
hundraðasti rafvirkinn; Steingrímur M. Bragason. Í
hópi rafvirkja voru nú fjórar konur.
Kristín Arnalds skólameistari vék að því í ræðu
sinni hve alvarlegt vandamál brottfall væri að verða í
skólakerfinu. Nemendur vinna flestir önnur störf með
náminu og er oft erfitt að greina hvort fær meiri
athygli, námið eða brauðstritið. Þessari þróun þarf að
snúa við með öllum tiltækum ráðum, að mati Krist-
ínar.
Brautskráning frá FB
ÚRSLITAMÓT Tívolísyrpunnar í
skák verður haldið á sunnudaginn,
en þar tefla krakkar á grunnskóla-
aldri til úrslita í þessari mótaröð
sem fer nú fram í fjórða skiptið.
Teflt er í opnum flokki, en verð-
launað í þremur aldursflokkum.
Sigurvegarinn hlýtur að launum
ferð fyrir tvo til Kaupmannahafn-
ar, en einnig verður dregið í happ-
drætti svo allir eiga möguleika á
vinningi. Mótið fer fram í veitinga-
salnum í Iðnó við Tjarnarbakkann,
og hefst kl. 13, og eru öllum vel-
komið að fylgjast með.
Tívolískák í Iðnó
FRÉTTIR
Brottför
orrustuþotnanna
Í TVÍGANG hefur því verið haldið
fram í fréttum Morgunblaðsins, ann-
ars vegar í viðtali við Halldór Ás-
grímsson og hins vegar við Geir H.
Haarde, að Valur Ingimundarson
sagnfræðingur fullyrði í grein í
Skírni um varnarmálin að Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, hafi fengið persónulegt vil-
yrði um að orrustuþotur, björgunar-
þyrlur og annar herafli yrði hér á
landi áfram á fundi með George W.
Bush Bandaríkjaforseta árið 2004.
Hið rétta er að í greininni segir Val-
ur: „Fullyrt hefur verið að Davíð
Oddsson hafi fengið fyrir því trygg-
ingu á fundi sínum með Bush sumar-
ið 2004 að ekki yrði gripið til einhliða
ákvarðana af hálfu Bandaríkja-
manna.“ Tekið er sérstaklega fram,
að Bandaríkjaforseti hafi ekki gert
upp hug sinn varðandi framtíð
Keflavíkurstöðvarinnar, þótt hann
segðist vilja leysa málið í sátt við Ís-
lendinga. Í greininni er hins vegar
sett fram sú túlkun, að brotthvarf
Davíðs úr stjórnmálum hafi auðveld-
að Bandaríkjamönnum að taka
endanlega ákvörðun um að kalla
orrustuþoturnar á brott og leggja
herstöðina niður í núverandi mynd.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Kosningatölur
í Ölfusi
MISTÖK urðu við gerð töflu um
sveitarfélagið Ölfus í kosninga-
handbók Morgunblaðsins. Úrslit
sveitarstjórnarkosninganna 2002
urðu sem hér segir:
Framsóknarflokkurinn (B-listi)
fékk 35,5% atkvæða og tvo fulltrúa.
Sjálfstæðisflokkur (D-listi) fékk
36,0% atkvæða og þrjá 3 fulltrúa. Þ-
listi fékk 15,6% atkvæða og einn full-
trúa. C-listi fékk 12,8% atkvæða og
einn fulltrúa. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
V en ekki U
VINSTRI grænir í Hafnarfirði
bjóða fram undir listabókstafnum V.
Í kosningahandbók Morgunblaðsins
í gær vantaði listabókstaf flokksins
fyrir kosningarnar í dag, en fyrir
fjórum árum buðu Vinstri grænir
fram undir listabókstafnum U. Vel-
virðingar er beðist á mistökunum.
LEIÐRÉTT
ENGAN sakaði þegar eldur kvikn-
aði í sinu á sumarhúsalandi á
Grímsstöðum í Borgarfirði á þriðja
tímanum sl. fimmtudag, en litlu
mátti muna að eldurinn næði að
læsa klónum í nærliggjandi bústaði,
að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.
Betur fór en á horfðist í fyrstu,
og gekk greiðlega að ná tökum á
eldinum eftir að Slökkvilið Borgar-
ness kom á staðinn.
Eldur í sinu
í sumarhúsalandi