Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU spennandi kosningar framundan á Álfta- nesi. Aðeins eru boðnir fram tveir listar, Á og D. Á-listinn kemur sterkur inn með vönduð og heilsteypt stefnumál og öll kosningabaráttan fagmannlega unnin þrátt fyrir lítið fé. Fjölmargir lýsa yfir stuðningi við Á-listann og taka þátt í kosningabaráttunni. Hér er á ferð öfl- ugur hópur sérfræðinga á fjölmörgum sviðum. Í þeim hópi eru óflokksbundnir sem og fólk úr öllum flokkum, þar á með- al sjálfstæðismenn. D-listinn berst nú um á hæl og hnakka við að halda þeim völdum sem hann hef- ur haft alltof lengi. Þeir hafa haft völdin nógu lengi til þess að finnst orðið eðlilegt að nota bæjarsjóð til að greiða áróðursbæklinga fyrir D-listann. Þannig lætur D-listinn útbúa kosn- ingabæklinga og DVD diska fyrir milljónir og finnst auk þess við hæfi að oddvitinn dreifi þeim sjálfur í hvert hús. Slík er siðblindan orðin að oddviti D-listans tekur til viðbótar án samþykkis tæpa milljón úr bæjarsjóði til að kosta skemmtiferð fyrir sjálfan sig og félaga sína til Kúbu rétt fyrir kosningar. Er það þetta sem við Álftnes- ingar kjósum og viljum? D-listinn segist leggja skipulag miðsvæðisins í dóm kjósenda. Kjósendur hafa þegar tvívegis hafnað marg- umræddu deiliskipulagi miðsvæðisins. Viljum við láta D- listann gefa meirihluta íbúa langt nef með því að hunsa væntingar um vandað og faglega hannað miðsvæði? Með því að kjósa Á-listann hafna Álftnesingar skipulaginu í þriðja sinn. Við viljum líta til framtíðar, gefa okkur tíma til að hanna miðsvæðið eftir þörfum og vilja okkar. Við þurfum að byggja upp samfélag sem fellur að umhverf- inu og hentar því samfélagi fólks sem velur sér búsetu hér. Við viljum sjá blandaða, fjölbreytta og vel hannaða byggð í hjarta bæjarins. Eins viljum við byggja upp góða þjónustu við unga sem aldna íbúa. Skólinn, leikskólinn, íþrótta- og tóm- stundastarf þarf allt að fylgja uppbyggingunni. Þá þurfa elstu íbúarnir að fá að njóta þeirrar þjónustu sem þeim ber. Það eru vart haldbær rök að ekki fáist fólk til að sinna heimaaðstoð. Það er ekki ásættanlegt að iðulega líði 6 til 8 vikur á milli heimsókna heimilishjáp- arinnar. Á sama tíma segir D-listinn að hann ætli nú að fara að gera vel við eldra fólkið. Er það trúverðugt? Ef framtíð Álftaness á að verða björt er nauðsynlegt að Á-listinn nái meirihluta. Því skora ég á alla Álftnes- inga sem láta sig umhverfi, útlit og framtíð Álftaness varða að kjósa Á-listann. Setjum X við Á og tryggjum lýðræðisleg og góð vinnu- brögð. Álftanes á að vera öndvegisstaður Eftir Kristján Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfulltrúi Á-listans. ÉG ÁKVAÐ síðla kvölds að skoða hvað mótherjarnir í kosningunum væru að bralla og fór inn á xd.is. Þarna var mynd af Vilhjálmi og frjálshyggjuföruneyti hans á lista Sjálfstæðismanna og forsíðufyrirsögn undir fótum frambjóðendanna tungulipru: „Afkoma aldraðra og líf- eyristryggingar – athugasemdir að gefnu tilefni.“ Mér brá heldur í brún þeg- ar ég áttaði mig á því að þarna var ekki um að ræða loforð um bætta stöðu að gefnu tilefni. Nei þarna voru svokallaðar „upplýsingar“ frá fjármálaráðuneytinu og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu um hvað lífeyrisþegar hafi það nú gott á Íslandi. Fyrsta atriði hljóðaði svo: „Í fyrsta lagi hafa með- algreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins á hvern ellilíf- eyrisþega hækkað um tæp 80% frá 1995 á meðan verð- vísitala neysluverðs hækkaði um 41%.“ Svo kom næsta atriði þess efnis að kaupmáttur þeirra sem hefðu lægstar tekjur hefði hækkað til jafns við aðra og „gott betur“ og í þriðja lagi var það brýnt fyrir les- endum að samanburður milli íslenska tryggingakerf- isinns og annarra OECD ríkja væri villandi. Ég átti ekki til orð. Í fyrsta lagi er þetta yfirklór yfir stöðu aldraðra svo frámunalega sorglegt og ógeðfellt. Sérstaklega í ljósi loforðaflaumsinns og samhygðarinnar sem gusast út úr frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Greiðslur hafa hækkað um 80% en 36% af því fara í skatta sem ríkið hirðir til baka af lífeyrisþegum og af- gangurinn í umrædda 41% hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Ég fæ ekki séð að mikið sé eftir til skiptanna af þessari hækkun sem sjálfstæðismenn stæra sig af. Þetta eru skilaboðin til eldri borgara: Þið hafið fengið „gott betur“ að sögn Sjálfstæðisflokksins. Þá vitið þið líka að átak flokksins í málefnum eldriborgara mun fel- ast í því að búa til tölur til að sanna að þið hafið það „gott betur“. Kannski telja þeir sig vera búna að vinna kosn- ingarnar og því óhætt að læðast út úr bleika skápnum sem þeir hafa lokað sig inni í á undanförnum vikum. Kannski treysta þeir því að eldriborgarar séu ekki mikið á netinu og lesi því ekki heimasíðu flokksins og telja því öruggt að reifa þessar fullyrðingar þar í þeirri fullvissu að þær muni aldrei koma fyrir augu eldri borgara. Þeir geti sannfært unga fólkið um þessa vitleysu og sagt svo eitthvað annað við eldriborgara í pósti til þeirra. Trúverðugleiki hins nýbleika Sjálfstæðisflokks var að vísu ekki mikill fyrir í mínum huga en þessi lestur fékk hárin til að rísa af hneykslun. Í Samfylkingunni tölum við einum rómi í málefnum eldri borgara, á þingi og í sveitarstjórnum, við vitum að þessi mál eru í ólestri og við biðjum um umboð borgarbúa til að vinna þeim gagn. En Sjálfstæðisflokkurinn telur augljóslega að hann sé búin að gera sitt og „gott betur“. Eldri borgarar og gott betur Sjálfstæðisflokksins Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur Höfundur er varaformaður stjórnar OR og í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Betri byggð Á miðvikudaginn héldu samtökin Betri byggð fréttamannafund til að kynna drög að kosningahandbók kjósenda í skipulagsmálum. Á öftustu síðu handbókarinnar er gerð úttekt á afstöðu framboðanna í Reykjavík til Vatnsmýrarinnar og flugvallarins og borin saman við afstöðu samtakanna Betri byggðar. Könnuð var afstaða framboðanna til þess hvort flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýrinni, hvenær menn vilja að hann fari, hvert menn vilji að hann fari og hve margir eigi að búa á Vatnsmýrarsvæðinu. Vilhjálmur Þ. Í ágúst 2005 skipti Vilhjámur Þ. um skoðun og lýsti því yfir að hann væri algerlega fylgjandi því að flugvöllurinn færi. Þá bar ekkert á milli í stefnu Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar annað en að sjálfstæðismenn vildu ekki nema 10.000 manna byggð í Vatnsmýrina en Samfylkingin 15.000 manns. Betri byggð vill 25.000 manna byggð í Vatnsmýrina. Nú viku fyrir kosningar skiptir Vilhjálmur enn einu sinni um skoðun og segir að vel komi til greina að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Samfylkingin B-listi vill að flugvöllurinn verði á Lönguskerjum en hefur enga skoðun á því hve margir eigi að búa í Vatnsmýrinni frekar en V-listinn sem vill flug- völlinn í Hólmsheiðina. F-listinn vill að flugvöllurinn verði á sínum stað. Þar með er dagljóst að eini framboðslistinn sem kemur í aðalatriðum til móts við málstað samtakanna Betri byggðar er Samfylkingin og því skora ég á þá sem hlynntir eru málstað Betri byggðar að kjósa Samfylkinguna, X-S, til að tryggja að Vatnsmýrin verði frábær byggð. Samfylkingin, Vilhjálmur og Betri byggð Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og í 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. NÚ REYNIR á Kópavogsbúa. Þær kannanir sem gerðar hafa verið sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Kópavogi. Það þýðir að sá meirihluti sem staðið hefur fyrir hinni öflugu uppbygg- ingu sl. 16 ár er fallinn. Framsóknarmenn sem lagt hafa sitt á vogaskálarnar til þess að þessi bær hefur orðið farsæll og framsækinn eins og raun ber vitni. Oddviti sjálfstæðismanna sagði í Kast- ljósi að þó svo að þeir fái hreinan meirihluta þá hugi þeir að góðu samstarfi við Framsóknarflokkinn. Hvað þýðir það í raun? Ekkert, því þegar þarf að taka ákvarðanir eru þeir með hreinan meirihluta og áhrif okkar fram- sóknarmanna yrðu engin. Það er því mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að þeir setji sitt X við B. Með því tryggja íbúar bæjarins það best að góð stefnumál og rödd staðfestu og skynsemi haldi áfram að heyrast í Kópavogi X-B. Nú reynir á Kópavogsbúa – X B Eftir Ómar Stefánsson Höfundur er oddviti framsóknarmanna í Kópavogi. ÚTI UM allt land bjóða nú fram flokkar til sveitastjórna undir flaggi vinstristefnunnar. Jafnvel íhaldsflokkurinn veigrar sér ekki við að lofa fyrst og fremst meiri útgjöldum í velferðar- og skólamál. Það ganga lausir úlfar í sauðargærum. Þau stefnumál sem eru hvað mest áberandi hjá öllum flokkum, eins og gjaldfrjáls leikskóli, birtust fyrst í stefnuskrá Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Það er engin ástæða til þess að kaupa annars flokks vinstristefnu í þessum kosningum því þér býðst fyrsta flokks, trúverðug og traust vinstristefna frá Vinstri grænum. Þegar allir flokkar þykjast vera með bestu vinstristefnuna þarf að leiða hugann að trúverðugleika. Væri það trúverðugt ef Vinstri græn settu á oddinn afnám hátekjuskatts og einkavæðingu ríkisfyrirtækja? Er það eitt- hvað trúverðugra að sömu flokkar og sitja í ríkisstjórn setji skóla- og velferðarmál á oddinn á sveitarstjórnarstiginu? Augljóslega ekki. Vinstri græn hafa ekki fjárhagslegt bolmagn né vilja til þess að móðga kjósendur með svipmyndum af lélegri golfsveiflu frambjóðenda sinna. Hvaða ímynd hafa framsóknarmenn af kjósendum fyrst þeir halda að aug- lýsing sem segir að léleg golfsveifla sé merki um góðan stjórnmálamann muni skila þeim atkvæðum? Jú einmitt, þeir eru allir í sveitamennskunni og halda að kjósendur séu sauðir. Í sumum sveitarfélögum spyrja menn sig hvort það sé meiri eða minni kattaskítur í sandkössunum en á síðasta kjörtímabili. Í flestum sveit- arfélögum spyrja menn sig líka hver stefna Samfylkingarinnar sé í raun og veru. Oft rambar þessi svokallaða fylking á ágætis stefnumál en þegar til kastanna kemur sundrast hún. Þegar þörf er á því að virða náttúruna er virkjunin studd. Þegar kemur að því að standa við loforð við kjósendur er stokkið af velli. Það er ekkert skrýtið að fólk skuli spyrja sig hvar Samfylk- ingin standi í raun og veru þegar forsvarsmenn þeirra eru óháðir, flokks- bundnir, borgarstjóraefni, forsætisráðherraefni og afhuga stjórnmálum sitt á hvað, hvað eftir annað, dag eftir dag og jafnvel sama dag. Já, það er vandasamt að kaupa ekki köttinn í sekknum ef maður kýs Samfylkinguna. Þið, kjósendur, ættuð að hafa áhyggjur af úlfum í sauðargærum, þeim sem líta á ykkur sem sauði og köttum í sekkjum. Við bjóðum ykkur hreinar línur: Þið getið treyst okkur til þess að sjá um velferðarmálin, börnin, skólamálin, fjölskylduna, eldri borgarana og þá sem standa höllum fæti. Vinstri græn eiga kannski ekki mikið af peningum í auglýsingar en við munum nýta peninga hins opinbera vel til þess að tryggja að öllum líði vel í samfélaginu. Ef þig langar í raun og veru að sjá vinstristefnu eftir næstu kosningar, eins og allir flokkar bjóða upp á, þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur heldur bara merkja X við V. Úlfar, sauðir, kettir, peningar og Vinstri græn Eftir Dögg Proppé Hugosdóttur Höfundur er formaður UVG og situr í 9. sæti lista Vinstri grænna í Reykjavík. ÞAÐ VAR einhverju sinni að Ólaf- ur Thors sagði það, að það væri mik- ilvægara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa embætti borgarstjóra Reykja- víkur, heldur en að hafa með hönd- um embætti for- sætisráðherra í ríkisstjórn á Íslandi. Það veit á gott eitt að hvorugt embættið, sem hér er rætt um, er í höndum Sjálf- stæðisflokksins, það er hvorki forsætisráðuneytið né borgastjóraembættið. En landsfað- irinn, Ólafur Thors, sem gegndi for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum í yf- ir þrjátíu ár, snýr sér vart við í gröfinni vegna þessa! Sannast sagna er það brýnt atriði, að áframhald verði á því að sjálfstæðismenn verði ekki borgarstjórar í Reykjavík. Af sjálfu leiðir að valið næstkomandi laugardag þann 27. maí er einfalt: Kjósum X-S. Allir með í hinni nýju Reykjavík Frá Kjartani Emil Sigurðssyni Höfundur er stjórnmála- og þjóðhagfræðingur. Í SAMTÖLUM við eldri borgara síðustu daga höfum við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík fundið fyrir því að öldruðum líst vel á þau áherslumál sem Samfylkingin og borgarstjóraefni hennar, Dagur B. Egg- ertsson, hafa sett fram. Fólk vill færa þjónustuna nær íbúunum með því að láta sveitarfélagið sjá sem mest um stjórn mála. Jafnframt er fólk svekkt yfir þeim kjörum sem ríkisvaldið býður öldruðum með skatta- og út- gjaldastefnu sinni. Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum skynja þetta rétt fyr- ir kosningar og heimta nýja stefnu af sínum mönnum. En það er bara of seint. Frægt er þegar Geir Haarde fjármálaráðherra lýsti yfir andstöðu við samkomulag sem borgarstjóri gerði við Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um smíði hjúkrunarheim- ila í borginni. Svo fast stóð fjármálaráðherrann á brems- unni í fjögur ár að úr varð mikill reykur og erfitt er að afmá bremsuförin. Þótt ljóst sé að smíði tveggja hjúkrunarheimila sem borg- aryfirvöld hafa þrýst á um muni bæta úr brýnni þörf er ljóst að fleira þarf að koma til. Fólk vill búa heima hjá sér sem lengst og því þurfa að koma til fleiri dagvistarúrræði og þróa þarf áfram þjónustu á heimilum fólks. Í allri þessari umræðu um stöðu aldraðra og sjúkra er það táknrænt hve málefnum yngri hjúkrunarsjúklinga hefur lítið verið þokað áleiðis. Þessi hópur og aðstandendur hans eru yfirleitt í mjög erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það hefur rýmum fyrir þennan hóp ekkert fjölgað frá 1997 eftir því sem upplýst var á fundi á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík með fulltrúum heilbrigðisráðuneytis fyrir skömmu og um 50 sjúkir eru stöðugt á biðlista. Þar kom fram að algjör kyrrstaða hefur verið í ráðuneytinu hvað þennan hóp varðar. Stjórn Skógarbæjar hefur kynnt hugmyndir um fleiri rými fyrir þennan hóp. Fulltrúar Samfylkingarinnar munu beita sér fyrir því að tillögur af því tagi verði að veruleika. Sjálfstæðismenn í felulitum Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur situr í stjórn hjúkrunarheimilis í borginni og er í 8. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.