Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á KJÖRTÍMABILINU sem nú er að líða hefur skipu- lags- og byggingarnefnd unnið að endurskoðun á deili- skipulagi miðbæjarins. Meginmarkmið þeirrar vinnu er að efla miðbæinn með því m.a. að móta skjólsæla og sólríka íbúðabyggð með verslun og þjónustu sem styrkir götu- mynd Háholts og Þverholts. Svæðið er hjarta bæjarins og því verður lögð rík áhersla á metnað og vandaða hönnun við gerð og frágang bygginga á svæð- inu. Mikilvægt er að Klapparholtið haldi sinni sérstöðu og að útsýni til fjalla og fella verði sem best. Þessi hugmyndavinna sem unnið hefur verið að á síðustu misserum er nú tilbúin til frekari skoðunar og er verið að undirbúa að stofna rýnihópa með íbúum og sérfræðingum sem skoði betur hugmyndirnar. Bygging kirkju á næsta kjörtímabili Á stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna fyrir komandi kosningar er að byggð verði kirkja í miðbæ Mosfells- bæjar. Í hugmyndavinnunni um skipulag miðbæjarins hefur það einmitt verið eitt af stóru atriðunum að finna verðugan stað fyrir kirkju. Sú hugmynd liggur nú fyrir að kirkjan verði staðsett við hliðina á Háholti 14 (Þver- holtshúsinu) og Hlín blómahúsi, en það glæsilega fyr- irtæki hefur ákveðið að flytja sig yfir götuna og í nýju verslunarmiðstöðina sem þar er að rísa. Mikil ánægja og einhugur ríkir meðal sóknarnefndarinnar um þessa staðsetningu og hefur nefndin kynnt málið fyrir bisk- upi sem sýnir málinu mikinn skilning og áhuga. Sókn- arnefnd hefur þegar sótt um byggingarstyrk til kirkju- byggingarsjóðs og er stefnt að því að ný kirkja verði risin í miðbæ Mosfellsbæjar árið 2009. Menningarhús í miðbæinn Við Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ höfum það einnig á okkar stefnuskrá að byggja menningarhús í miðbæ Mosfellsbæjar og marka því sérstöðu í listalífi á höf- uðborgarsvæðinu. Í Mosfellsbæ hefur löngum verið fjölbreytt og blómlegt menningar- og listalíf. Í bænum starfa fjölmargir kórar, margt tónlistarfólk, mjög öfl- ugt leikfélag, myndlistarmenn eru fjölmargir bæði með vinnustofur og búsetu, starf handverksfólks er blóm- legt og svo mætti lengi telja. Til að hlúa ennfrekar að þessari starfsemi ætlum við Sjálfstæðismenn að byggja menningarhús. Sú hugmynd hefur verið viðruð við sóknarnefnd hvort um sameiginlegt verkefni geti verið að ræða t.d. að safnaðarheimili sem fyrirhugað er að reisa við kirkjuna geti einnig nýst sem menningarhús bæjarins og kirkjan sem tónlistarhús. Þessar hug- myndir hyggjumst við ræða betur við sóknarnefnd þeg- ar ákvörðun um kirkjubyggingu liggur fyrir. Samhliða þessu þarf að hlúa að okkar gamla og góða Hlégarði og finna húsinu verðugt hlutverk til framtíðar. Kirkja og menningarhús verður geysileg lyftistöng fyrir miðbæinn, lyftistöng sem honum er nauðsynleg til að efla líf og aðdráttarafl miðbæjarins. Í Mosfellsbæ þar sem allir skipta máli, xD fyrir árangur, ábyrgð og lífsgæði. Kirkja og menningarhús – líflegur miðbær í Mosfellsbæ Eftir Harald Sverrisson Höfundur er formaður skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar og í 2. sæti á lista sjálfstæðismanna. FJÖLMENNUR baráttufundur Aðstandendafélags aldraðra og Samtök eldri borgara, sem haldinn var ný- lega í Háskólabíói, sýndi svo ekki verð- ur um villst að þessi mál brenna á mörgum. Og svo virðist sem málefni aldraðra séu orðin aðalkosningamál í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálamenn hvar í flokki sem er vilja leysa vandamál aldraðra og kepp- ast um að lofa betri tíð fyrir þennan aldurshóp. Í Garðabæ hefur þessum málaflokki alla tíð verið haldið á lofti. Það var í lok síðasta kjötímabils sem bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti opinbera stefnu í málefnum aldraða, og var eitt fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja stefnu í þeirra málum. Hjúkrunarrými í Garðabæ Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er gert ráð fyrir að 75% fólks yfir 80 ára sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands 1. desember síðastliðinn voru 196 Garðbæingar 80 ára og eldri. Sé tekið mið af heilbrigðisáætlun og íbúafjölda þurfum við 49 hjúkr- unarrými til að fullnægja þörfinni í dag. En hver er staðan í dag? Garðabær á 10 hjúkrunarrými á Hrafn- istu, á Vífilsstöðum eru 50 rými og í Holtsbúð 40 rými. Þessar tölur eru í takt við upplýsingar heilbrigð- isráðherra, sem heimsótti hjúkrunar- og dvalarheim- ilið Holtsbúð nýlega og staðfesti að Garðabær væri með flest hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu miðað við íbúafjölda. Þegar hjúkrunarheimilið Holtsbúð tók til starfa aldamótaárið 2000 þótti það glæsilegt og lýsandi fyrir mikinn metnað bæjaryfirvalda. Síðan þá hafa kröfur breyst. Áfram góður aðbúnaður eldri bæjarbúa Í stefnuskrá sjálfstæðismanna kemur eftirfarandi m.a. fram: Hjúkrunarheimilið í Holtsbúð verði flutt í nýtt hús- næði þar sem rýmum verði fjölgað úr 40 í 60, fyrst og fremst einbýli. Í samstarfi við Félag eldri bæjarbúa í Garðabæ verði starfsemi Garðabergs efld og jafnframt skipulögð starfsemi félagsmiðstöðvar eldri bæjarbúa sem tekin verður í notkun í Jónshúsi á Sjálandi árið 2007. Lögð verði áhersla á aukið framboð á hentugu hús- næði fyrir eldri bæjarbúa í Garðabæ. Leitast verður við að í boði sé mismunandi búsetu- og eignarform. Samtökum eldri bæjarbúa verði séð fyrir lóðum til að byggja hentugt húsnæði fyrir fólk sem vill minnka við sig. Heimilisaðstoð verði stórefld Aukið verði val vegna heimilisaðstoðar og komið á auknu valfrelsi í þjónustu við eldri bæjarbúa. Hvatapeningum verði úthlutað til eldri bæjarbúa til að stuðla að aukinni hreyfingu, heilsurækt og sam- neyti við aðra. Gert verði ráð fyrir auknum afnotum eldri bæjarbúa af íþróttamannvirkjum Garðabæjar. Fasteignaskattur á bæjarbúa sem eru 70 ára og eldri verði felldur niður í þrepum og að fullu árið 2009. Bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að málefni eldri bæjarbúa færist alfarið frá ríki yfir til sveitarfélaga. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum viljum setja metnað okkar í að verða til fyrirmyndar í mál- efnum eldri bæjarbúa þeirrar kynslóðar sem lagt hef- ur grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við búum í. Málefni aldraðra ofarlega á baugi í Garðabæ Eftir Ingibjörgu Hauksdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur og skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. NÚ ER þessi kosningabarátta á enda runnin og við göngum til at- kvæða í dag. Samfylkingin í Kópavogi hefur lagt áherslu á málefnalega umræðu um framtíð Kópavogs, eins og við sjáum hana öllum bæjarbúum til heilla. Við höfum lagt fram ábyrga og raunhæfa stefnuskrá þar sem við setjum fjölskyldu- og velferðarmál í öndvegi á næstu árum. Við ætlum að auka þjónustu við öryrkja og byggja upp fyrirmyndaröldrunarþjónustu á öllum sviðum. Við ætlum að efla heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum og styrkja félagsstarf eldri borgara. Við ætlum að byggja upp bestu skóla í Evrópu og auka þjónustu við foreldra í leik- og grunnskólum. Við ætlum að leggja rækt við blómlegt íþrótta- og tómstundastarf bæjarbúa og byggja upp kraftmikið endurmenntunarsetur. Við leggjum áherslu á að bjóða fyrirtækjum í verslun og þjónustu aðstöðu í bænum og byggja Kópavog upp sem miðpunkt höfuðborgarsvæðisins. Við ætlum að stjórna bænum á lýðræðislegan hátt og tryggja gegnsæi og réttlæti í allri stjórnsýslu bæjarins. Við færum okkar bestu þakkir til þeirra fjöl- mörgu bæjarbúa sem hafa stutt okkur í orði og verki þessar síðustu vik- ur, þessi mikli meðbyr hefur reynst okkur ómetanleg hvatning og styrk- ur í okkar baráttu. Nú er það kjósenda að meta hverjum er best treystandi til að byggja upp sterkara samfélag í Kópavogi þar sem allir eru með. Kæru Kópavogsbúar, ykkar er valið Eftir Guðríði Arnardóttur Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. ÁGÆTU Akureyringar. Í dag göngum við að kjörborðinu og kjósum okkur fulltrúa í bæjarstjórn næstu fjögur árin. Ég skora á ykkur að nýta kosningaréttinn og bendi á tólf ástæður til að merkja við V-lista Vinstri grænna. Þannig getum við tryggt þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, Baldvin, Kristínu og Dillu. - Eini flokkurinn með kvenfrelsistefnu - Afnám kynbundins launamunar - Gjaldfrjáls leikskóli - Fjölskyldukort í sund, á skíði og skauta - Gangskör verður gerð í svifryks- og sorpmálum - Sjálfbær þróun verði samofin öllum rekstri og ákvarðanatökum - Ylströnd í bæinn, miðaldaþorp á Gásum - Akureyri verði heilsulind og ferðaparadís með góðum samgöngum - Stuðningur við Krabbameinsfélagið og önnur stuðningsfélög sjúkra - Auka úrræði í þjónustu við geðfatlaða, aukin endurhæfing á Krist- nesi - Forvarnastarf fyrir alla, með þeim og fyrir þá í skapandi skólabæ. - Heilbrigt samfélag þar sem atvinna er tækifæri til að lifa með reisn Skoðaðu málið og sjáðu að við eigum samleið. Tólf ástæður til að kjósa Vinstri græn Eftir Kristínu Sigfúsdóttur Höfundur er famhaldsskólakennari og skipar 2. sætiðá lista Vinstri grænna á Akureyri. JAFNAÐARSTEFNAN er öfundsverð stefna og það hafa frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýnt okkur borgarbúum að und- anförnu. Þeir hafa sett sína hægri stefnu niður í skúffu og tekið upp „photoshoppaða“ mynd af jafnaðarstefnunni. Og tískubransinn hefur tek- ið frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins upp á arma sína og sent okkur borgarbúum dálítið væmnar glansmyndir af þeim. Hið rétta andlit Sjálfstæðisflokkurinn er ekki saklaus unglingur sem lang- ar í viðurkenningu samfélagsins og leggur sig því fram við að aðlagast væntingum kjósenda. Unga brosandi fólk- ið á lista Sjálfstæðisflokksins er allt nýútskrifaðir Heim- dellingar og hefur barist gegn opinberum rekstri t.a.m. á leikskólum. Nýjasta nýtt er að Vilhjálmur Þ., oddviti listans, segist ekki undir neinum í Valhöll, kannast hreinlega ekki við að hafa nokkru sinni átt þangað nokkuð að sækja! Heimdellingarnir Ætlar Vilhjálmur Þ., sem setið hefur lengur og í fleiri nefndum en nokk- ur annar borgarfulltrúi, nú bæði að bjarga borginni og halda í taumana á frjálshyggjugrislingunum? Vilhjálmur hefur setið í borgarstjórn lengur en þátttaka okkar í Euro- vision spannar. Hvers vegna ætti maður, sem hefur svona lengi haft tækifæri til þess að bæta borgina, vera allt í einu núna tilbúinn til að gera eitthvað? Án efa er Vilhjálmur duglegur að sitja fundi en verkin eru ekki mikil þótt hann hafi verið í meirihluta stóran hluta setu sinnar í borgarstjórn. Varist eftirlíkingar Samfylkingin hefur sýnt það í stjórn borgarinnar á síðustu 12 árum að hægt er að gera vel fyrir fólkið í borginni með góða jafnaðarstefnu að leiðarljósi. Okkar markmið er að gera góða borg betri með áherslu á jafnrrétti. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, hefur sýnt það að framkvæmdagleði og skýr sýn á framtíð Reykjavíkur gerir hann að þeim leiðtoga sem sæmir höfuðborg landsins. Og þrátt fyr- ir allt fyrirgefum við íhaldinu fyrir að reyna að herma eftir okkur en vörum kjósendur við. „Photoshoppaður“ Sjálfstæðisflokkur Eftir Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur Höfundur er háskólanemi, verslunareigandi og í 12. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. ÞAÐ styttist í borgarstjórnarkosningar. Úrslit verða mjög tvísýn. Baráttan stendur milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er, að margt getur breyst á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Það ræðst síð- ustu dagana hvort Sjálfstæðisflokknum tekst að ná aftur meirihluta í Reykjavík eða hvort fyrrum R-listaflokkum og Frjálslyndum tekst að fá meirihluta í borgarstjórn. Framsókn styður íhaldið Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Fram- sóknar skýrði frá því í viðtali við Frétta- blaðið, að Framsóknarflokkurinn hefði snúið sér til Sjálfstæðisflokksins, þegar Ingibjörg Sólrún lét af störf- um sem borgarstjóri. Hefði Framsókn þá viljað mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, ef R-listinn næði ekki samkomulagi um nýjan borgarstjóra. Sögusagnir voru áður á kreiki um þetta en nú hefur það fengist staðfest. Þetta kemur ekki á óvart. Hugur Framsóknar stendur til íhaldsins, samanber 11 ára stuðning flokks- ins við samstjórn íhalds og Framsóknar um landsstjórn- ina. Þeir kjósendur í Reykjavík, sem vilja halda íhaldinu frá völdum í höfuðborginni, ættu því ekki að kjósa Framsókn. Með því gætu þeir verið að stuðla að því að íhaldið kæmist til valda í Reykjavík með stuðningi Framsóknar. Það er öruggast að kjósa Samfylk- inguna, ef menn vilja halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavík. Stjórnin hefur stórskert kjör aldraðra og öryrkja Enda þótt kosið sé um önnur mál í borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík en í alþingiskosningum tel ég í góðu lagi, að kjósendur refsi stjórnarflokkunum þegar þeir ganga að kjörborði í Reykjavík. Stjórn- arflokkarnir hafa stórskert kjör aldraðra og öryrkja og ekki látið sveitarfélögin fá lögbundin framlög til byggingar hjúkrunarheimila. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Ljóst er, að kjósendur eru að snúa baki við Framsókn vegna stjórnarstefnunnar. En það er ekki nóg. Það verður líka að refsa Sjálf- stæðisflokknum. Framsókn vildi mynda meirihluta með íhaldinu! Björgvin Guðmundsson fjallar um stjórnmálaviðhorfið Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.