Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María Ólafsdótt-ir fæddist í Stekkadal á Rauða- sandi 27. nóvember 1931. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Torfadóttir, f. 6. desember 1894, d. 21. mars 1965, fædd og uppalin í Kolls- vík, og Ólafur Ein- arsson, f. 27. sept- ember 1891, d. 25. maí 1936, fæddur og uppalinn í Stekkadal á Rauðasandi. Systkini Maríu eru Torfi, f. 26. maí 1919, Guðbjörg, f. 28. desember 1921, d. 13. júlí 1998, Elín, f. 11. desember 1925, Halldóra Guðrún, f. 12. febr- úar 1929, d. 3. nóvember 1997, Kristín, f. 26. júní 1933, d. 21. október 2005, og Valgerður, f. 21. júní 1935. María ólst upp við leik og störf með systkinum sínum á Rauða- sandi. Árið 1949 flutti hún ásamt móður sinni og systrum til Reykja- víkur. Þar starfaði hún einn vetur. Vorið 1950 réð hún sig í kaupa- mennsku að Vindhæli norður í Húnavatnssýslu. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guðmanni Ein- ari Magnússyni. María stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1950–1951. Vorið 1951 flutti hún alfarin norð- ur í Húnaþing og bjó þar í tæp Sigurður Jakob Halldórsson, Anna á tvær dætur með Erni Ragnarssyni. Þær eru: María Guð- rún, f. 23.11. 1976, maki Bergþór Ottósson, þau eiga tvö börn, en fyrir á Bergþór tvö börn, og Ásdís Ýr, f. 27.4. 1981, hún á eitt barn með Jóni Thoraresen. Fyrir á Sig- urður sex börn og fósturbörn. 3) Einar Páll, f. 9.6. 1956, smiður Sauðárkróki, maki Ingibjörg Ragna Ragnarsdóttir, eiga þau þrjár dætur. Þær eru: Lilja Guð- rún, f. 14.4. 1979, maki Sverrir Hákonarson, þau eiga eitt barn, Margrét Huld, f. 7.3. 1983, og Harpa Lind, f. 7.11. 1995. 4) Ólaf- ur Bergmann, f. 8.1. 1959, starfs- maður Optimar Ísland, Ólafur eignaðist þrjú börn með Helgu Káradóttur. Þau eru: Linda, f. 25.10. 1978, maki Andrea Volpe, hún á eitt barn með Jóhannesi Barkarsyni, Bjarki, f. 5.1. 1982, d. 16.6. 1982, Kolbrún Eva, f. 24.8. 1983, maki Hjörvar Sigurðsson, þau eiga eitt barn. 5) Magnús Bergmann, f. 27.7. 1961, starfs- maður Fisk-Seafood h/f og bóndi á Vindhæli, maki Erna Högnadótt- ir, þau eiga fjögur börn. Þau eru: Ragna Hrafnhildur, f. 28.10. 1981, maki Jónas Þorvaldsson, eiga þau þrjú börn. Anna María f. 5.11. 1985, Magnús Jens, f. 1.9. 1995, Guðmann Einar, f. 22.8. 1998. 6) Halldóra Sigrún, f. 8.11. 1972, geislafræðingur í Reykjavík, maki Ísleifur Jakobsson, þau eiga eitt barn, Elísabeti Lilju, f. 1. mars 2003. Fyrir á Ísleifur tvö börn. Útför Maríu verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Höskuldsstaða- kirkjugarði. fimmtíu ár. Guð- mann var fæddur á Skúfi í Norðurárdal 9. desember 1913, hann lést 22. nóvem- ber 2000. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1881, d. 25.7. 1951 frá Njálsstöðum á Skagaströnd, og Guðrún Einarsdóttir, f. 10.8. 1877, d. 17.10. 1971, frá Hafurstaða- koti á Skagaströnd. Á Vindhæli bjuggu þau María og Guðmann ásamt Guðmundi og Páli bræðrum Guð- manns og Guðrúnu móður þeirra bræðra. Frá árinu 1992 dvaldi Guðmann á Heilbrigðisstofnun Austur-Hún- vetninga á Blönduósi. María rak Vindhælisbúið áfram með mágum sínum, Guðmundi og Páli með dyggri aðstoð Magnúsar sonar síns. Magnús tók við búinu á Vind- hæli 1998, en þá fluttist María til Reykjavíkur. Börn Maríu og Guðmanns eru: 1) Guðrún Karólína, f. 11.5. 1953, viðskiptafræðingur Ísafirði, maki Bjarni Jóhannsson, eiga þau tvær dætur. Þær eru: Sigrún María, f. 8.10. 1975, maki Gísli EinarÁrna- son, þau eiga tvö börn, og Jóhanna Bryndís, f. 25.4. 1980, maki Jó- hann Haukur Hafstein, þau eiga eitt barn. 2) Anna Kristín, f. 17.4. 1955, sjúkraliði í Reykjavík, maki Elsku mamma mín. Enn á ný er höggvið skarð í systkinahópinn frá Stakkadal. Þú fæddist og ólst upp í einni af fegurstu sveitum landsins, fyrir næstum sjötíu og fimm árum, við bláan og blikandi Breiðafjörðinn undir háum hamragarði, með rauðu sandrifi svo langt sem augað eygir meðfram sjónum. Þar kúrði litli bærinn ykkar Stakkadalur á Rauðasandi í gróð- ursælum hvammi, með ilmandi blá- gresi í brekkunni kringum trén sem hún amma gróðursetti þar. Þarna ól hún ykkur systkinin upp eftir að afi dó úr berklum vorið 1936. Þið fenguð dýrmætt veganesti fyrir lífsgönguna í uppeldinu, þar var ykkur kennt að elska og styðja hvert annað. Þið lærðuð gildi þess að hjálpast að í lífinu og það urðuð þið systurnar svo sannarlega að gera í uppvextinum. Það varð síðan þitt aðalsmerki allt þitt líf; umhyggja fyrir velferð ann- arra hvort sem það var þín eigin fjöl- skylda eða fjölskyldur systkina þinna. Þú fylgdist alla tíð vel með öllu, sem börnin og barnabörnin þín og aðrir ættingjar voru að gera. Þitt hlutskipti í lífinu var að vera húsmóðir á mannmörgu sveitaheim- ili, eiginkona og móðir sex barna, þar af eru fimm fædd á átta árum og þetta hlutskipti fórst þér einstak- lega vel úr hendi, þú fékkst að vísu aldrei sumarfrí eða fæðingarorlof. Þitt ríkidæmi liggur í hópnum þín- um, sem var þér svo endalaust kær, að þú gerðir allt sem þér var fært fyrir hann. Við systkinin fæddumst öll heima á Vindhæli nema Dóra. Það var ekki verið að eyða tímanum í óþarfa sjúkrahúsvist á þessum ár- um. Ég man aldrei eftir því frá bernsku minni að tími hafi ekki ver- ið til fyrir okkur krakkana. Síðustu árin hafa verið þér erfið sökum veikinda og missir þriggja systra tók einnig sinn toll af heilsu þinni. Þér féll aldrei vel að búa í Reykjavík og þráðir alla tíð að kom- ast norður að Vindhæli eftir að þú varst flutt suður. Þínar bestu stund- ir síðustu árin hafa verið þær sem þú hefur dvalið á Vindhæli. Vonandi erfa afkomendur þínir eitthvað af kærleikanum þínum og temja sér lífsgildin þín að hugsa fyrst um alla aðra en sjálfa sig. Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær. Ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga, þú straukst, ef eitthvað mér, bjátaði á. Við, minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg þú varst okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í hjarta okkar minningu um þig. (G. V. Ó.) Elsku mamma, ástarþakkir fyrir allt sem þú gafst mér. Þú gafst mér lífið og hjálpaðir mér að halda því þar til ég hafði öðlast nægt vit til geta bjargað mér sjálf. Þín dóttir Guðrún. Elsku mamma mín, nú hafa leiðir okkar skilið. Því fylgja blendnar til- finningar af þaklæti og sorg. Þakk- læti fyrir að hafa átt yndislega móð- ur og ömmu fyrir dætur mínar, þakklæti fyrir allar samverustund- irnar með þér, þakklæti fyrir að þú þurftir ekki lengur að þjást eða hverfa lengra inn í heim heilabilunar en það óttaðist þú mjög. Sorg vegna þess að þú fékkst ekki fleiri góð ár á þinni lífsleið, sorg yfir að sjá þig hjálparvana og geta ekki hjálpað þér og yfir skilningsleysi sem þú mættir oft eftir að veikindin höfðu breytt þínum persónuleika og hegðun þín var misskilin. Yfir land minna leiða, liggja spor eftir þig. Þau mér götuna greiða, hvar sem geng ég um stig. Eftir stormasaman vetur standa sporin þín enn. Ekkert grandað þeim getur hvorki Guð eða menn. Hvar sem ég fer til fjalla fylgja sporin mér þar yfir heiðar og hjalla hvert sem hugur mig bar. Þó að stormar þau strjúki stöðugt birtast þar enn þó að fenni og fjúki mun ég finna þau senn. Þó að feykist mér fætur þegar ferð lýkur senn. Mun ég gefa því gætur hvort ég greini þau enn. Sporin skýr við mér skína skjótt ég fylgja þeim verð. Þau um síðir mér sýna mína síðustu ferð. (Árni Jónsson.) Eftir standa yndislegar minning- ar um þig meðan þú varst heilbrigð, þær minningar munu fylgja mér, elsku mamma mín. Þín dóttir Anna. Elsku amma mín. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að við eig- um ekki eftir að sjá þig aftur. Ég var alltaf svo mikil ömmustelpa og vildi helst ekki vera annars staðar en hjá þér og afa á Vindhæli. Hugur minn er fullur að yndislegum minningum, þú varst alltaf svo góð við okkur og kenndir okkur margt eins og bænir og vísur og fátt var skemmtilegra en að kúra hjá þér og hlusta á sögur frá því að þú varst lítil stelpa. Mér fannst það svo gaman þegar þú baðst mig um að fara út og sækja eggin og skola þau fyrir þig. Á morgnana var alltaf tilbúið heitt kakó. Það var ekkert eins gott og kakóið þitt. Svo dekraðir þú við okk- ur stelpurnar þínar og þig virtist ekkert muna um það þó við værum kannski tíu talsins. Það var alltaf nóg pláss og við fengum allar athygli þína og ást og þú virtist hafa enda- lausa þolinmæði. Það var alveg sama hvað við gerðum, við vorum aldrei skammaðar. Svo þótti mér svo gam- an að fara með þér að versla á Blönduósi, því oftast fékk ég smá sætindi til að hafa með heim. Við Ás- dís erum búnar að hlæja mikið að því þegar við fórum upp í fjall að sækja hann Bleik og ætluðum ald- eilis að fara á hestbak en á leiðinni uppeftir sáum við þetta svakalega spennandi dý og þó við vissum vel að við ættum ekki að koma nálægt því þá langaði okkur aðeins að hoppa og hossast á því og það fór eins og þú hafðir sagt okkur, Ásdís sökk ofaní og ég þurfti að bjarga henni upp úr en það hafðist. Svo komum við heim skítugar upp fyrir haus og þú tókst okkur og við vorum settar beint í baðið en við fengum engar skammir. Þið afi voruð svo góð við mig, enda var ég heimalningur hjá ykkur fram að unglingsárunum en þá urðum við amma mjög góðar vinkonur og þeg- ar amma flutti suður töluðum við saman á hverjum degi og þegar við komum suður gistum við hjá þér. Ég man hvað þú varst ánægð þegar ég bað þig að halda á elstu dóttur minni undir skírn og hún var þitt fyrsta barnabarn og fékk að sjálfsögðu nafnið María. Það var svo gott að hringja í þig ef mig vantaði upp- skrift því þú mundir allar þínar upp- skriftir og þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðustu jól baðstu mig um að gefa þér mynd af stelpunum mínum. Þú sagðist ekkert vilja annað og ég varð við því. Svo hringdir þú í mig og sagðist vera búinn að sýna öllum konunum á Landakoti myndina af þeim. Það gladdi mig svo mikið að heyra hvað þessi mynd var þér mik- ils virði. Eftir jólin fórstu svo að veikjast en ég vildi samt ekki trúa að þú gæt- ir farið að kveðja okkur en þú varst orðin þreytt og þú sagðist bara vilja fá að deyja og hræddist það ekki. Föstudaginn 12. maí ákvað ég að koma suður og vera hjá þér og sat hjá þér fram á nótt og kom svo aftur morguninn eftir og þá um hádegi sat ég hjá þér og strauk yfir hárið þitt eins og þér þótti svo gott og þá sofn- aðir þú, elsku amma mín, og ég vissi að þá liði þér vel því afi tæki vel á móti þér. Ég veit þú fylgist með okk- ur öllum og ógleymanlegar minning- ar geymi ég í hjarta mínu alla tíð. Elsku amma, ég veit þú passar litlu englana mína vel. Þakka þér fyrir að vera amma mín þessi 25 ár. Ég elska þig. Þín Ragna. Elsku amma mín. Það var svo erf- itt að kveðja þig síðasta kvöldið þitt, ég vissi einhvern veginn að það væri síðasta skiptið sem ég myndi hitta þig á lífi. En ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að í öll þessi ár, án þín væri ég ekki sú sem ég er. Allt sem þú hefur gert fyrir mig, para- dísin sem þú bjóst til í sveitinni. Paradísin sem var svo gott að koma í þegar erfiðleikarnir voru hvað mest- ir, öryggið og hlýjan voru ómetan- leg. Minningarnar sem ég á eru svo dýrmætar, ég man hvað mér fannst gaman að fá að baka og elda. Mat- reiðslubókin sem þú gafst mér á eft- ir að fylgja mér alla ævi. Ég man hvað mér fannst hljóðið í astmapúst- inu þínu flott, mig langaði svo oft að prufa. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman að skúra forstofugólf- ið í sveitinni, mér fannst flísarnar svo fallegar þegar þær voru blautar. Ég man að þér fannst þær stundum of blautar hjá mér, en þá sagðir þú mér bara að opna hurðina út. Ég man líka eftir því þegar þú sauðst spaghetti fyrir mig þegar eitthvað var í matinn sem mér fannst vont, ég man líka að mér fannst spaghettíið alltaf best hjá þér. Ég man líka eftir því hvað mér fannst gott að sofa upp í hjá þér og afa, húðin þín var svo mjúk og það var svo gott að halda í höndina þar til ég sofnaði. Ég man eftir nammikrúsinni sem við bjugg- um til úr pappírnum af límbands- rúllunni og pappírnum innan úr eld- húsrúllunni. Krúsina geymdum við svo uppi í hillu inn í Edduherbergi og settum nammi þar ofan í. Ég man líka hvað mér fannst gaman að sofa inni í Edduherbergi, mér fannst svo spennandi þegar þið afi sváfuð þar í vondum veðrum. Ég man eftir ferð- unum inn á Blönduós til að versla, ég man eftir því þegar ég fékk að bíða í þvottahúsdyrunum ef veðrið var vont og þú stóðst upp við veg í brúnu kápunni þinni að bíða eftir Halli. Ég man eftir því þegar ég, þú, mamma og Dóra systir þín keyrðum á Laugarvatn og fengum okkur ís í sjoppunni, ég man hvað veðrið var gott og sögurnar skemmtilegar sem þú sagðir okkur frá lífinu á Laug- arvatni. Ég man líka eftir því þegar við fengum okkur kjúkling saman í Gnoðarvoginum, ég man hvað þér fannst hann góður. Ég man hvað það var notalegt að koma til þín í Gnoðarvoginn og spjalla, og jafnvel horfa með þér á Nágranna. Ég man eftir því þegar þú hélst á Maríu Rún undir skírn, þú varst í bláa kjólnum þínum og hélst á litlu skottunni minni. Ég man eftir svo mörgu, en stærsta minningin er hversu góð þú hefur alltaf verið. Ég man aldrei eft- ir því að þú hafir orðið reið, ég man einu sinni eftir því að þú hafir verið pirruð. Það var í Kaupfélaginu á Skagaströnd, þá var ég sennilega búin að biðja um allt dót sem fékkst í búðinni. Ég man samt eftir því að hafa fengið tússliti í þessari búðar- ferð, einn var fagurbleikur og í sér- stöku uppáhaldi. Góðvild og tak- markalaus umhyggja einkenndu þig, ég mun alltaf þakka fyrir það að hafa átt þig fyrir ömmu. Engin orð geta lýst því hversu þakklát ég er fyrir að hafa átt þig að, elsku amma mín. Ég mun alltaf minnast þín. Bless, elsku amma. Þín Ásdís. Elsku mamma, amma og langamma, við erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum þig hjá okkur, þrátt fyrir sorgina og eftir- sjána erum við svo lánsöm að eftir situr fullt af góðum minningum, skemmtilegum uppákomum og bros- legum atvikum sem verða til þess að þú hverfur ekki úr lífi okkar þrátt fyrir að þú sért ekki í líkamanum hjá okkur. Þú munt fylgja okkur allan þann tíma sem við eigum eftir hér, við er- um sannfærð um að þú sleppir ekki hendinni af okkur. Sterkustu minn- ingar okkar eru frá því að öll fjöl- skyldan var samankomin í sveitinni hjá ykkur afa í réttum eða við hey- skap. Þá var oft fjölmennt og sofið í öllum herbergjum og á göngunum og hvern morgun vaknaði maður við elsku ömmu að búa til morgunmat fyrir allan fjöldann með bros á vör. Hvíl í friði, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkaftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ólafur Bergmann, Linda, Aníta Ósk, Kolbrún Eva og Mikael Bergmann. Við fæddumst og ólumst upp í Stakkadal á Rauðasandi, sjö systk- ini, sex systur og undirritaður. Fjór- ar systurnar eru nú látnar og kvaddi þennan heim síðust María 13. þ.m. Fjölskylda uppi í sveit var þá með allt öðrum hætti en nú tíðkast í borgum. Hún stóð fast saman, börn- in gátu ekki hlaupið hingað og þang- að til að leita sér félagsskapar eins og nú er í fjölmenni. Þá ríkti festa og samheldni með fjölskyldunni sem aldraðir á borð við mig sakna. Ég minnist Maju sem yndislegrar stúlku. Hún var brosmild, gaman- söm og vingjarnleg við alla og okkur systkinunum ákaflega kær. Ég fór fyrst að heiman 1938 og var eftir það aðeins heima að sumrinu og því missti ég verulega af samvistum við systur mínar, þangað til þær fluttust til Reykjavíkur. Maja réð sig í kaupavinnu að Vindhæli í Norður-Húnavatnssýslu vorið 1950 en stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni 1950 –51. Vorið 1951 fluttist hún svo al- farin að Vindhæli, gerðist þar hús- móðir og eignaðist sex börn með eig- inmanni sínum, Guðmanni Einari Magnússyni. Ég heimsótti hana og fjölskyldu hennar stöku sinnum og ræddi þá að sjálfsögðu oft við Guðmann, sem var greindur maður og vel að sér. Guð- rún móðir hans var hjá þeim á heim- ilinu, þá orðin gömul og blind og háð hjálpsemi annarra, og sagði Guð- mann mér hversu vel Maja reyndist henni í hvívetna, það hefði enginn getað gert betur. Sýndi það vel þann kærleika og fórnfýsi sem hún sýndi fjölskyldu sinni. Anna dóttir mín var sumartíma á Vindhæli og sagði hún mér hversu kær Guðrún gamla hefði verið barnabörnum sínum. Þau sátu hjá henni oft og tíðum og hún sagði þeim sögur og fræddi þau. Sagðist hún hafa öfundað börnin á Vindhæli fyrir þennan stöðuga félagsskap við ömmu, sem alltaf hafði nægan tíma til að tala við þau. Og Maja var þeim góð fyrirmynd í því efni. Guðmann lést árið 2000. Eftir það rak Maja búið með mágum sínum tveim og börnunum þangað til Magnús sonur hennar tók við því ár- ið 1998, en þá fluttist Maja til Reykjavíkur. Heilsa hennar var þá tekin að bila og hnignaði henni smám saman þangað til yfir lauk. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.