Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MIKIL tónaveisla verður á Aust- urlandi um helgina þegar Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands heldur tvenna tónleika, þá fyrri á Eski- firði í dag, og þá síðari á Egils- stöðum á sunnudag. Flutt verður óratoría Jósefs Haydn, „Sköpunin“, og fær hljóm- sveitin til liðs við sig fimm ein- söngvara og hundrað manna kór. „Verkið er af mörgum talið það merkasta sem Haydn samdi. Þetta er stór og mikil óratoría og ákaf- lega vinsælt verk,“ segir Guð- mundur Óli Gunnarsson, stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Þetta er krefjandi verkefni að fást við en tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og Menningarráðs Austurlands. Síð- astliðið haust var undirrituð vilja- yfirlýsing um að vinna saman að einu verkefni árlega næstu fimm árin og hófst samstarfið með flutningi á hlutum úr Messíasi Händels í byrjun aðventu á síð- asta ári,“ segir Guðmundur. „Með þessu móti styrkjum við stöðu hljómsveitarinnar, sem hefur metnað til að sinna sem stærstum hluta landsbyggðarinnar, en um leið fær tónlistarfólk á Austur- landi tækifæri til að taka þátt í stærri tónlistarverkefnum.“ Tónlistarmenn búsettir á Aust- urlandi munu leika með hljóm- sveitinni og eins hafa kórar á Austurlandi verið fengnir til verk- efnisins og sameinaðir í hundrað manna kór. „Einsöngvararnir eru fríður hópur og eiga það sameig- inlegt að starfa eða hafa starfað á Austurlandi og eru þar jafnt ungir og afar efnilegir söngv- arar sem og margreyndir listamenn.“ Einsöngvarar á tónleikunum eru Xu Wen sópran, Tinna Árnadóttir sópr- an, Þorbjörn Rúnarsson tenór, Þorbjörn Björnsson barítón og Keith Reed bassi. Í dag verður óratorían flutt í Eskifjarðarkirkju kl. 20 og á sunnudag í Egilsstaðakirkju kl. 15. Miðaverð er 2000 kr.. Tónlist | „Sköpun“ Haydns flutt á Eski- firði og Egilsstöðum um helgina Stór og mikil óratoría Guðmundur Óli Gunnarsson stjórn- ar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Franz Joseph Haydn SVIÐ Íslensku óperunnar á fimmtu- dagskvöldið leit ekkert sérstaklega vel út. Um þriggja metra breið mynd af ítalskri borg frá tímum End- urreisnarinnar var á miðju sviðinu, en við hliðina á henni voru stólar, nótnapúlt og semball. Heildar- útkoman var ansi draslaraleg; hefði ekki verið fallegra að hafa bara venjulega sviðsmynd í fullri stærð? Og satt best að segja lofaði söngur bresku söngsveitarinnar I Fagiolini fyrir hlé ekki góðu; jú, auðvitað var hann nákvæmur og hreinn eins og við var að búast af þekktum tónlist- arhópi, en raddbeitingin var fremur flatneskjuleg og túlkunin svo daufleg að það var beinlínis leiðigjarnt að hlýða á madrigala eftir Monteverdi. Í sjálfu sér eru madrigalarnir til- breytingarlausir og því þarf túlkunin að vera þeim mun safaríkari ef áheyrandinn á ekki hreinlega að sofna á meðan þeir eru sungnir. Sem betur fer var dagskráin eftir hlé skemmtilegri. Söngurinn var að vísu ósköp keimlíkur, en leikræn túlkun vó þar upp á móti og vel það. Um var að ræða svokallaðan madrig- ala-gleðileik, en það var listform sem var afar vinsælt á 16. öld. Hét hann L’Amfiparnaso og var eftir Orazio Vecchi (1550–1605). Leikræna hliðin var flutt af nokkrum grímuklæddum liðsmönnum söngsveitarinnar á með- an tónlistin var flutt, en sagan var um elskendur sem þurftu að ganga í gegnum ýmsar raunir áður en þeir fengu að njótast í lokin. Skrautlegir karakterar komu við sögu og alls kyns ærslafengnir tilburðir voru svo fyndnir að áhorfendur veltust um af hlátri, þar á meðal undirritaður. Þýðing Davíðs Þórs Jónssonar á texta Giulio Cesare Croce var líka frábær, hún var skemmtilega ensku- skotin og nútímaleg. Frasar á borð við „happí end er ekki glænýtt trend“ hittu beint í mark, enda smjattaði sögumaðurinn, Hilmir Snær Guðnason, á þeim. Óhætt er því að segja að þetta hafi verið vel heppnaður flutningur á verki Vecch- is og gaman að fá að njóta listforms sem fæstir í dag vita að hafi yfirleitt verið til. „Happí end“ TÓNLIST Íslenska óperan I Fagiolini flutti madrigala eftir Monte- verdi og L’Amfiparnaso eftir Orazio Vecchi. Fimmtudagur 25. maí. Listahátíð í Reykjavík Jónas Sen ÍSLENSKI dansflokkurinn sýndi á dögunum dansverkið We are all Marlene Dietrich FOR en það er eitt fjögurra dansverka sem evr- ópska samstarfsverkefnið Trans Danse Europe stendur fyrir á Listahátíð í ár. Á morgun verða svo sýnd næstu tvö þessara dans- verka í Borgarleikhúsinu, OBST- RUCSONG frá Danmörku og Héli- um frá Belgíu, og á sunnudaginn verður sýnt fjórða og síðasta verk- ið, Magnolia frá Póllandi. Trans Danse Europe sam- anstendur af átta Evópuþjóðum en verkefnið hófst árið 2000 þegar Reykjavík var ein af evrópsku menningarborgunum níu. Þá höfðu aðstandendur frönsku listahátíð- arinnar Les Hivernales í Avignon, sem þá var sömuleiðis ein af menningarborgunum, samband við danssamtök í hinum borgunum og stakk upp á samstarfi. Á endanum höfðu dansflokkar frá sjö af menn- ingarborgum svarað kallinu og Trans Danse Europe varð til. Árið 2003 hlaut samstarfsverkefnið styrk frá Evrópusjóði til þriggja ára en verkefnið hefur að leið- arljósi samstarf þvert á landamæri og felur í sér að dansflokkarnir ferðist á milli borganna, taki þátt í dansstarfsemi viðkomandi borgar og haldi þar sýningar. Á síðustu Listahátíð í Reykjavík komu dans- flokkar frá Frakklandi, Finnlandi og Tékklandi með dansverk til landsins. Á Listahátíð í ár er svo komin röðin að hinum að- ildaþjóðum verkefnisins sem eru Danmörk, Pólland, Belgía og svo eru Ísland og Slóvenía með sam- eiginlegt verk. Þetta eru dansverk sem hafa verið að flakka á milli þessara landa og sum þeirra hafa farið lengra. Framlag danska dansflokksins Granhöj Dans til hátíðarinnar er dansverkið OBSTRUCSONG sem flutt verður á Nýja sviðinu í Borg- arleikhúsinu í dag klukkan 17. Að sögn Lene Bang Henningsen, framkvæmdastjóra og dramatúrgs hjá Granhöj Dans, fjallar verkið um einna helst um orku tónlistar. Danshöfundurinn Palle Granhöj vildi ná fram svipuðu andrúmslofti og því sem fólk tengir gjarnan við trúarathafnir ýmiss konar en svið- ið er risastór ullarferhyrningur, umkringdur ljósalömpum sem minna á kyndla. Öll tónlist í verk- inu er sungin af dönsurunum og segir Henningsen þau hafi einnig lagt upp með að innleiða í dansinn ýmis mennsk hljóð eins og öskur og hvísl og sjá hvernig slíkt hefði áhrif á dansinn. Dansararnir tala þannig ákveðið tungumál sem þeir sjálfir hafa búið til. Samkvæmt Ásu Richardsdóttur, fram- kvæmdastjóra Íslenska dans- flokksins, er OBSTRUCSONG eitt fallegasta og hlýjasta dansverk sem hún hefur séð. Verkið var flutt í fyrsta sinn á síðasta ári í Prag og síðan þá hefur verkið ver- ið flutt í yfir sextíu skipti víðs veg- ar um álfuna. Belgíski dansflokkurinn Mousso- ux-Bonté færir listahátíðargestum danverkið Hélium sem verður flutt á stóra sviði Borgarleikhússins klukkan 20 í dag. Það verk er sveipað súrrelískum blæ þar sem dansarar kljást við kynferði, trúar- brögð og skemmtanaiðnaðinn. Hélium er ef til vill torræðara dansverk en hin verkin á hátíðinni og þarna er leikmyndin í meg- inhlutverki en hún samanstendur af þremur stórum kössum sem hanga úr loftinu og inni í þeim eru dansararnir. Pólska dansverkið Magnolia, sem Dada Von Bzdülöw leikhúsið mun flytja á Nýja sviði Borgarleik- hússins á sunnudaginn, er fjórða og síðasta dansverkið sem Trans Danse verkefnið færir Listahátíð í ár. Yrkisefni Magnoliu er fólk sem flýr vondepurð og þunglyndi með dagdraumum. Að sögn Ásu Rich- ardsdóttur fer þarna fram ákveð- inn leikur með kynhlutverk og mikið er um fataskiptingar þar sem dansararnir koma fram ýmist mikið klæddir eða nánast naktir. Ása Richardsdóttir segir að það sé eindreginn vilji allra þeirra þjóða sem standa að Trans Danse- verkefninu að þróa enn frekar þetta samstarf þvert á landamæri og jafnframt þvert á listgreinar en danshóparnir hafa haft ákveðna til- hneigingu til að gera tilraunir með hvers kyns samruna listgreina. Allar nánari upplýsingar um dansverkin þrjú má finna á www.listahatid.is eða www.id.is. Dans | Þrjú dansverk sýnd í Borgarleikhúsinu um helgina Dans þvert á landamæri Úr pólska dansverkinu Magnolia sem fjallar um vondapurt og nið- urdregið fólk sem leitar á náðir dagdraumanna. Kynferði, trúarbrögð og skemmtanaiðnaðurinn í nútímasamfélagi er tekið fyrir í belgíska dansverkinu Hélium. Erótík, daður, átök og þrá eru yrkisefni dansverksins OBSTRUCSONG. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur sent frá sér bókina Í nafni guðdómsins heilagrar þrenningar – Prestastefnudómar Jóns biskups Vídalín árin 1698–1720, sem Már Jónsson og Skúli S. Ólafs- son tóku saman. Jón biskup Vídalín er þekktastur fyr- ir postillu sína sem kom út árin 1718–1720 og hefur alla tíð notið vin- sælda vegna innblásturs og ómældr- ar andagiftar. Hér birtast dómar sem Jón lét ganga á prestastefnum á Þing- völlum. Þeir veita innsýn í kirkjustjórn hans og varpa ljósi á hagi og hegðun presta, en ekki síður á siðferðisást- and íslensku þjóðarinnar. Einnig kemur fram harður og viðvar- andi ágreiningur kirkjunnar manna og veraldlegs valds um réttargæslu og landsstjórn. Bókinni fylgir yfirgripsmikil skrá yfir nöfn og atriðisorð. Bókin er 335 bls. Leiðbeinandi verð 3.600 kr. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.