Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 59 UMRÆÐAN RITSTJÓRI Morgunblaðsins gerir arfleifð Reykjavíkurlistans að um- fjöllunarefni í dæmalausum leiðara á dögunum. Að hans mati er arfleifð- in fyrst og fremst skítur, drasl og rusl á götum borgarinnar. Arfleifð Reykjavíkurlistans blasir hvarvetna við borgarbúum og hana er ekki að finna í rusli á götum borgarinnar. Hana er að finna í dag- legu lífi hvers eins og einasta Reykvíkings. Reykjavík- urlistinn einsetti grunnskólana, setti upp mötuneyti og lyfti grettistaki í málefnum leikskólanna. Reykjavíkurlist- inn hefur stórbætt þjónustu þeirra sem þurfa félagsleg úrræði. Árangur Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og kven- frelsismálum er aðdáunarverður og mun verða skráður í sögubækur framtíðarinnar. Fólki fjölgar stöðugt í Reykja- vík og árið 2003 var metár í fullgerðu íbúðarhúsnæði í fermetrum talið og aldrei var hafin smíði á fleiri íbúðum í Reykjavík en árið 2005. Menningin blómstrar sem aldrei fyrr í Reykjavík. Ferðaþjón- ustan hefur fengið innspýtingu með stofnun Höfuðborgarstofu. Arfleifð Reykjavíkurlistans má finna í fjölskylduhátíðum eins og Vetrarhátíð, Menningarnótt og Hátíð hafsins, auk þess sem stuðningur við sjálfstæðar hátíðir hefur aldrei verið meiri. Laugardalshöllin er á heimsmælikvarða og Egilshöllin er lyftistöng fyrir Grafarvogsbúa. Arfleifð Reykjavík- urlistans er líka að finna í nýsamþykktri og stórmerkilegri mannrétt- indastefnu og skilvirkara stjórnkerfi sem er sanngjarnt fyrir alla Reyk- víkinga. Helmingsfækkun nefnda, fjármálastjórnun sem stenst áætlanir, þjónustumiðstöðvar í hverfum. Arfleifð Reykjavíkurlistans má finna í þeim stóraukna fjölda útlendinga sem hingað kemur til að njóta þess sem borgin og íbúar hennar hafa stoltir upp á að bjóða. Þessir sömu út- lendingar segja nær einum rómi að þeir upplifi Reykjavík sem bæði ÖRUGGA og HREINA borg. Það er eins gott að þeir hittu ekki á rit- stjóra Morgunblaðsins, hann er greinilega ekki okkar besta landkynning. Senn mætir Vinnuskólinn til leiks að snyrta, fegra og hreinsa borgina eins og mörg undangengin sumur. Það er mín von að þau setji niður blóm og snyrti beð í borg sem stjórnað er af félagshyggjuöflum og jafn- aðarmönnum. Samfylkingarfólk í Reykjavík er stolt af arfleifð Reykja- víkurlistans. Við viljum ótrauð halda áfram að vinna fyrir fólkið í borg- inni, með sanngirni og hag borgarbúa að leiðarljósi. Það munum við gera, þrátt fyrir að skítkastið dynji á okkur – úr höfuðstöðvum Morg- unblaðsins. Leiðindi í leiðara Eftir Oddnýju Sturludóttur Höfundur er tónlistarkona og rithöfundur og í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. GUNNAR Einarsson, bæj- arstjóri allra Garðbæinga, svarar grein minni í Morgunblaðinu mánudaginn 22. maí sl. Gott og vel, ég viðurkenni að ég átti nú frekar von á að sjá nafn oddvita sjálfstæðismanna undir greininni. En það er Gunn- ar sem svarar og sá málflutningur frá ungum, fram- sæknum og vel menntuðum bæj- arstjóra veldur mér vonbrigðum. Hafi Gunnar ætlað sér að svara því sem ég hef gagnrýnt í þessu máli; hvers vegna nefnir hann þá ekki eftirfarandi: Ákvæðið um útgönguleið bæj- arins í fyrri samningnum, sem hann sjálfur fyrir hönd meirihlut- ans ógilti með því að skrifa undir viðaukasamninginn? Eignabreytingarnar innan Klasa hf. við það að Þorgils Óttar Mathiesen nýr aðaleigandi tekur við forstjórastóli? Ákvæðið sem Gunnar samþykkir í viðaukasamningnum þar sem segir að „Garðabæ er gert að lýsa því yfir, að þrátt fyrir að forstjóri Klasa hf., Þorgils Óttar Mathie- sen, hafi eignast 40% hlut í Klasa hf. að þá muni bærinn ekki nýta heimildina úr upphaflega samn- ingnum sem kvað á um útgöngu- leið?“ Skiptir þetta allt í einu ekki máli? Og úr því bæjarstjóri allra Garðbæinga, Gunnar Einarsson, ætlar að sýna fram á rangfærslur mínar; af hverju kemur hann þá ekki með eftirfarandi: Raunverulegt verðmætamat á þeim lóðum sem þarna er rætt um Hvernig sölu þeirra verði háttað Hver stefna sjálfstæðismanna sé varðandi meðhöndlun eigna og verðmat á lóðum. Hann er jú að svara fyrir sjálfstæðismenn, því ég hef aldrei skrifað neitt opinberlega til Gunnars. Mínum skrifum um miðbæjarmálið var öllum beint til sjálfstæðismanna í meirihlutanum. Getur verið að bæjarstjórinn fari ekki inn á þessa braut vegna þess að sjálfstæðismenn hafa í raun ekki ennþá, eftir allan þenn- an tíma, sett fram eða sameinast um sínar áherslur eða ákvarðanir? Og hann veit vel að bullandi ágreiningur hefur verið um málið. Ég get hins vegar sýnt fram á rangfærslur Gunnars þegar hann segir að Garðabær þurfi ekki að greiða sérstaka þóknun ef við nýt- um tillögur Klasa hf. með öðrum en Klasa hf. Þetta er rangt og það veit Gunnar. Í samningnum stend- ur orðrétt í grein IV um meðferð undirbúningskostnaðar og verð- mætasköpunar, lið C: „Komi til þess að Garðabær gangi til liðs við aðra um tillögur Klasa hf. skal Garðabær greiða Klasa hf., auk kostnaðar skv. lið B) sérstaka þóknun er nemi 1,3% af áætluðu verðmæti verkefnisins (áætluðum heildarkostnaði).“ Heilræði. Gunnar segir: „Í póli- tík skiptir máli að vera trúverð- ugur og vanda málflutning sinn.“ Var það ekki Gunnar sem var leið- réttur opinberlega af „kollega“ sínum, bæjarstjóranum í Reykja- nesbæ, fyrir að fara ekki rétt með staðreyndir? Með grein sinni hef- ur bæjarstjóri allra Garðbæinga stigið fram með afgerandi hætti undir formerkjum sjálfstæð- ismanna, þó svo að hann hafi verið ráðinn ópólitískt af allri bæj- arstjórninni, en hann má aldrei gleyma því, að í embættisverkum sínum er hann bæjarstjóri allra Garðbæinga. Bæjarlistinn er tilbúinn til for- ystu – X-A. Bæjarstjóri allra Garð- bæinga og Klasamálið Eftir Þorgeir Pálsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Bæjarlistans í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.