Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 22
Mývatnssveit | Sköpunargáfa bænda og annarra landeigenda fær oft að njóta sín þegar þeir verja lönd sín og óðöl fyrir gæs og öðrum óboðnum gestum. Árni bóndi Halldórsson í Garði í Mývatnssveit vill hafa tún sín í friði fyrir gæs. Hann útbýr því í varnaskyni áberandi fuglafælur á túnin. Hér er hann að leggja lokahönd á eina gerðarlega. Morgunblaðið/BFH Gerðarleg fuglahræða Búskapur Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þó að það sé komið sumar samkvæmt dagatalinu hafa Eyjamenn ekki frekar en aðrir landsmenn farið varhluta af kuldanum síðustu daga. Það breytir því þó ekki að menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr í Eyjum og nóg verður um að vera í sumar.    Fyrir skömmu heimsótti Edda Björg- vinsdóttir Heimaey og var með fjórar sýningar á Alveg brilljant skilnaði. Var sýningin vel sótt og gaf tóninn í því sem koma skal í sumar. Um næstu helgi þeg- ar skjálfti sveitarstjórnarkosninganna í dag er liðinn hjá tekur menningarlífið völdin. Djasshátíðin Dagar lita og tóna verður á sínum stað og meðal gesta þetta árið eru Flosason Koppel kvin- tettinn og Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir. Er þetta 15. hátíðin þar sem boðið er upp á djass og myndlist um hvítasunnu í Eyjum. Sjóst- angveiðimót og fjölskylduskemmtun sem bærinn stendur fyrir verða líka þessa helgi.    Ennfremur verða tvö golfmót um hvíta- sunnuna en völlurinn í Eyjum hefur komið einstaklega vel undan vetri og á fáum stöðum á landinu búa kylfingar við eins góðar aðstæður og í Eyjum. Ólíkt kollegum sínum á höfuðborgarsvæðinu komast kylfingar í Eyjum nánast und- antekningarlaust beint á teig þegar þeim hentar og þurfa ekki að panta rás- tíma. Það er munaður auk þess sem völlurinn hefur fengið viðurkenningu sem einn af 200 bestu völlum Evrópu.    Sumarið er tíminn í Eyjum og hver helgi bókuð fyrir viðburði af ýmsu tagi. Þrátt fyrir kuldakast síðustu daga er engin spurning að Eyjamenn eru komn- ir í sumarskap.    Umhverfið í kringum Vestmannaeyjar hentar einkar vel til sjóstangveiði enda segja kunnugir að hvergi við Íslands- strendur fáist jafn margar tegundir af fiski á jafn litlu svæði. Það er kannski þess vegna sem áhugasamir veiðimenn víðs vegar að af landinu mæta til Eyja um Hvítasunnuna til að renna fyrir fisk. Úr bæjarlífinu VESTMANNAEYJAR EFTIR SIGURSVEIN ÞÓRÐARSON FRÉTTARITARA Mikill mannfjöldi, yngri sem eldri, sótti þessa velheppnuðu vorhá- tíð á þessum fornfræga Gleði, gleði, gleði,gleði, líf mitter…“ söng Kirkjukór Hruna- prestakalls á vorhátíð og gospelmessu sem kórinn bauð til í Hrunakirkju á uppstigningardag. Eftir fallegan söng og guðsþjónustu hjá séra Ei- ríki Jóhannssyni var sungið úti í björtu og fal- legu veðri. Kór eldri Hrunamanna söng, einnig kór yngstu barna Flúðaskóla. Kristín Magdalena Ágústsdóttir söng nokkur lög eftir Sigfús Hall- dórsson. Undirleikari og stjórnandi var Edit Moln- ár. Þá bauð kirkjukórinn uppá kaffi og kökur og einnig var grillað. kirkjustað. Veðrið spillti ekki fyrir enda var stillt og fallegt, þótt lofthiti væri ekki verulegur. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gleði á vorhátíð í Hruna Rúnar Kristjánssoná Skagaströndyrkir í aðdrag- anda kosninga: Æðir um landið kuldakast, kosninga undanrásin. Lýðskrumi ýmsu ánetjast alþýðan gegnumblásin. Alls konar mála yfirboð óma í lotum slagsins. Fylgir þeim marglitt svikasoð „sérréttur skiladagsins!“ Þorsteinn Erlingsson yrkir um pólitíkina 1902: Gott væri sjálfsagt gráum hárum, að geta blessað þetta hrat, og þefa í botn á þúsund árum þennan sælgætis hundamat; en leið er mjer nú lyktin þín um landið mitt og húsin mín. Leifur Eiríksson sótti myndlistarsýningu og fannst prísinn hár: Eru talin afar merk eins og dæmin sanna; löngum hafa listaverk litað peningana. Af loforðum pebl@mbl.is ÞRJÁR nýjar fléttutegundir hafa fundist í vor og telur íslenska fléttuflóran nú 738 teg- undir með þessari viðbót, að því er fram kemur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ein fléttan fannst á vettvangi í neð- anverðu Hleiðargarðsfjalli í Eyjafjarðar- sveit, en hinar tvær í fléttusöfnum; á Ak- ureyri og í Kaupmannahöfn. Ný tegund blaðfléttu, móaþemba, fannst 14. apríl síðastliðinn í 300 m hæð í neðan- verðum hlíðum Hleiðargarðsfjalls í Eyja- fjarðarsveit. Þar er að jafnaði auð jörð á sama tíma og hvítar snjóbreiður þekja jörð alla í grennd Akureyrar. Þær tegundir sem áður voru þekktar á Íslandi af sömu ætt- kvísl og móaþemba aðhyllast úthafsloftslag- ið á Austfjörðunum, en þessi virðist láta sér lynda landrænt loftslag á einu þurrasta svæði landsins. Þegar unnið var að grein- ingu þessarar fléttu var einnig farið yfir þembur í plöntusafni Náttúrufræðistofnun- ar ef vera kynni að þar leyndist meira af þessari nýju fléttu. Við þá skoðun fundust þrjú sýni af annarri nýrri tegund, áður ógreind eða greind sem flatþemba. Lagt er til að þessi nýfundna tegund verði nefnd blekþemba. Þessi tegund virðist bundin við Austfirðina eins og margar aðrar fléttur. Þriðja nýja fléttan fannst í plöntusafni í Kaupmannahöfn. Þetta er einnig blaðflétta, sem safnað var á Fljótsdalshéraði af Svan- hildi Jónsdóttur Svane árið 1985. Þrjár nýjar fléttur fund- ust í vor Ljósmynd/Hörður Kristinsson Ein þeirra nýju Blekþemban dregur nafn sitt af því að svart neðra borð hennar teygir sig upp fyrir jaðrana og verður eins og svartar skellur. Reyðarfjörður | Kvikmyndasýningar eru hafnar að nýju í Fjarðabíói á Reyðarfirði eftir margra ára hlé. Fjarðabíó er til húsa í Félagslundi, stóra salnum hefur verið breytt og settir 110 bólstraðir stólar, stórt tjald og keyptar sýningarvélar sem eru staðsettar á sama stað og þær gömlu voru. Öll aðstaða er mjög góð og ættu Austfirðingar að geta skemmt sér vel. Einnig hentar salurinn vel til ráð- stefnuhalds. Frumsýningarmynd- irnar voru Mission Impossible lll og Lucky Number Seven. Eigendur kvikmyndahússins segja áhuga vera fyrir því að talsetja eða setja texta á kvikmyndir á pólsku fyr- ir allan þann fjölda Pólverja, sem nú starfa við að reisa álverið við Reyð- arfjörð og sýna þær í Fjarðabíói. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Popp og kók takk! Þessar ungu Reyðarfjarðarsnótir brugðu sér í bíó. Vilja talsetja eða texta kvik- myndir fyrir Pólverjana FYRIRTÆKIÐ Skutla ehf. hyggst bjóða upp á svokallaðar „skutluferðir“ frá Lækj- artorgi í miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkur um helgar en þjónustan verður veitt frá og með næstu helgi. Síðustu helgar hefur fyr- irtækið boðið ferðir úr miðbænum á 500 krónur til Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og allra hverfa Reykjavíkur. Í fréttatilkynningu segir að á næstunni sé fyrirhugað að auka enn frekar við skutluferðir til og frá höfuðborginni. Skutlur úr miðbænum til Reykjanesbæjar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.