Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÝNING á nýjum málverkum eftir Braga Ásgeirsson verður opnuð í Galleríi Fold, Rauðarárstíg, í dag milli kl. 15 og 17. Opnunin er öðrum þræði afmælishóf en listamaðurinn fagnar 75 ára afmæli sínu á morgun. Á sýningunni getur að líta tæpa fimm tugi málverka. Þau hafa flest orðið til á síðustu fimm árum enda hefur Bragi haft rýmri tíma en oft áður til að sinna listinni eftir að hann lét af kennslu og dró saman seglin á sviði gagnrýni. „Það hefur ekki farið vel í mig hvað ég hef þurft að vinna mikið með listinni gegnum árin. Í dag hef ég miklu meiri tíma og ég held að það sjáist á málverkunum. Ég finn fyrir því að ég á enn eftir að breytast og að það séu landvinn- ingar í nánd,“ segir listamaðurinn. Bragi hefur þegar selt fjögur verkanna á sýningunni enda þótt hún hafi ekki enn verið opnuð. Kaupandi tveggja þeirra er ræð- ismaður Íslands á Indlandi sem legg- ur leið sína reglulega í Gallerí Fold. Hann sá eina af myndum Braga hanga uppi á vegg og festi kaup á henni en var svo boðið að koma aftur um kvöldið þegar fleiri verk voru komin í hús vegna myndatöku. Þá keypti hann aðra mynd. „Þetta var síðasta myndin sem ég málaði fyrir sýninguna og hafði ég lokið við hana þá um morguninn,“ segir Bragi. „Þetta er auðvitað mikil auglýsing.“ Nánar verður rætt við Braga Ás- geirsson í blaðinu á morgun, sunnu- dag. Afmælissýning Braga Ásgeirssonar í Galleríi Fold Landvinn- ingar í nánd Morgunblaðið/Kristinn Bragi Ásgeirsson við tvö verka sinna á sýningunni í Galleríi Fold. MARGT bendir til þess að kosninga- nóttin í Reykjavík verði sú mest spennandi síðan 1978, og miðað við skoðanakannanir virðist sem allir fimm flokkarnir keppi um fimmtánda borgarfulltrúann, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Ólafur segir að þó dálítill munur sé á þeim skoðanakönnunum sem birst hafi undanfarið gefi þær í raun allar sömu heildarmyndina. „Þó að mun- urinn sé einhver prósentustig, bæði á milli dagskannana Gallup, og eins hjá Fréttablaðinu og Félagsvísindastofn- un, þá er þetta í sjálfu sér meira og minna innan skekkjumarka. Það má ekki túlka þessar skoðanakannanir of bókstaflega, í þeim er alltaf falin óvissa.“ Hann segir ekki endilega best að túlka einstakar kannanir með þröng- um hætti, en þegar það sé gert virðist t.d. slagurinn vera á milli Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í Gall- up-könnununum, en Samfylkingin blandi sér í þann slag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Það sé þó lítið vit í að lesa þann- ig í kannanirnar, og betra að reyna að sjá heildar- samhengið sem þær sýni. „Eðlilegasta niðurstaðan er sú að þetta sé allt fremur opið og allir sláist um fimmtánda manninn. Ef menn vilja þetta eitthvað nákvæmara verður bara að velja sér könnun og ákveða þannig á hverjum þeir taki mest mark,“ segir Ólafur. Hann segir það þó sína tilfinningu að það séu Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eigi mesta mögu- leika í þeirri baráttu, en það sé ekki hægt að fullyrða eingöngu út frá könnununum. Kosninganóttin ekki eyðilögð af könnunum Spennan ætti að geta haldið áfram fram eftir nóttu, sér í lagi ef fyrstu tölur benda til þess að mjótt sé á mun- unum. Ólafur bendir á að vel sé þekkt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórnarkosningum sveiflist til um 2% í talningu, það geti auðveldlega fært til fulltrúa. „Það er sem sagt góð von til þess að skoðanakannanir muni ekki eyðileggja þessa kosninganótt fyrir mönnum, eins og stundum hefur verið kvartað yfir,“ segir hann. „Það gæti vel verið að þetta yrðu mest spennandi kosningarnar síðan 1978, þegar meirihluti Sjálfstæðis- flokksins féll. Þá var áttundi sjálf- stæðismaðurinn inni alla nóttina, og hann féll í utankjörfundaratkvæðum einhverntíma undir morgun. Þá var það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft að bæta við sig tæplega 100 atkvæðum til að áttundi maður- inn væri inni. Þegar þetta er svona knappt veit enginn úrslitin fyrr en bú- ið er að telja öll atkvæðin,“ segir Ólaf- ur. Hann nefnir einnig að í síðustu borgarstjórnarkosningum hafi Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins, verið úti fram eftir allri kosninganóttinni, en komist inn á síðustu atkvæðunum. Það hafi þó einkum verið spenna fyrir Frjáls- lynda, því munurinn á Reykjavíkur- listanum og Sjálfstæðisflokknum var of mikill til að þessi breyting hefði stór áhrif. Allir keppa um fimm- tánda borgarfulltrúann Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Ólafur Harðarson SAMFYLKING og Sjálfstæð- isflokkur bæta við fylgi sitt á kostnað litlu flokkanna þriggja í Reykjavík samkvæmt sjöttu og síð- ustu raðkönnun Gallup sem gerð var fyrir RÚV. Enginn er með hreinan meirihluta, og stendur baráttan um fimmtánda borg- arfulltrúann milli allra flokka. Í könnuninni mældist Sjálfstæð- isflokkurinn með 45% fylgi og sjö borgarfulltrúa. Samfylkingin fær 27,3% og fjóra borgarfulltrúa. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð fær 14,5% og tvo borgarfull- trúa, verði þetta úrslit kosning- anna, og Frjálslyndi flokkurinn mælist með 7,3% fylgi, og einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokk- urinn mælist með 5,9% fylgi og einn borgarfulltrúa. Borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins er fimmtándi mað- urinn inn í borgarstjórn, og mun- ar ekki miklu að áttundi maður Sjálfstæðisflokksins komist inn á kostnað fulltrúa Framsóknar. Í könnuninni er byggt á svörum þriggja daga, hringt var í 1.200 manns, en rúmt 61% tók þátt í könnuninni. Alls sögðust 6% óákveðin og 5% ætla að skila auðu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi var vitnað í niðurstöður könnunar Gallup um fylgi við borgarstjóraefni flokkanna. Þar sögðust 49% aðspurðra vilja Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna, sem næsta borg- arstjóra. 28,6% vildu Dag B. Egg- ertsson, efsta mann á lista Sam- fylkingar, og 7,1% kusu helst Svandísi Svavarsdóttur, sem leiðir lista VG. Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslyndra, naut fylgis 5% aðspurðra, og 2% sögðust vilja Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks, sem næsta borgarstjóra. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, en Samfylk- ingin nær fimm mönnum í borg- arstjórn. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 43,2% atkvæða og sjö borgarfulltrúa, Samfylkingin 31,7% fylgi og fimm fulltrúa, VG fengi 13% fylgi og tvo fulltrúa og Frjálslyndir 7,6% fylgi og einn borgarfulltrúa. Framsókn- arflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 4,5% og næði ekki inn manni. Stærri flokkarnir bæta við fylgi sitt samkvæmt Gallup                                               !   ! "#$            ! # %             !       &!              !        ! Húsavík | Búrhvalavaða sást í hvala- skoðunarferð á Bjössa Sör á Skjálf- andaflóa í gær, en búrhvalur hefur ekki sést áður í ferðum Norður- Siglingar þau 11 sumur sem fyr- irtækið hefur boðið upp á hvala- skoðun frá Húsavík. „Við höfum ekki séð búrhval hér í flóanum áður, aðeins blástur frá þeim í fjarlægð,“ sagði Þórunn Harðardóttir sem verið hefur leið- sögumaður, vélstjóri og skipstjóri hjá fyrirtækinu síðan árið 1997. Í sama streng tók Hrólfur Þórhalls- son skipstjóri sem var við stjórnvöl- inn á Bjössa Sör í gær þegar búr- hvelin sáust en búrhvalir geta verið í kafi allt að 40 mínútum og því erf- itt að elta þá. Hrólfur sagði að það hefði ekki verið raunin í gær því auðvelt hefði verið að komast að þeim og hefði það vakið mikla hrifningu meðal farþeganna, sem aðallega voru er- lendir ferðamenn. Auk búrhval- anna sáust hnúfubakar í ferðinni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Farþegarnir gengu glaðir í bragði frá borði þegar í land var komið á Húsa- vík enda höfðu þeir bæði litið hnúfubaka og búrhveli augum. Búrhvalavaða á Skjálfanda LÖGREGLAN á Akureyri fór í gær fram á að þrír menn yrðu úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 6. júní. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt þremur öðrum í heimahúsi í miðbæ Akureyrar að morgni fimmtudags- ins og m.a. klippt framan af fingri eins þeirra með garðklippum. Að sögn sýslumannsins á Akureyri bendir allt til þess að þeir sem árás- ina gerðu séu menn sem oft hafi komið við sögu lögreglunnar vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Lítið kom út úr fyrstu yfir- heyrslum yfir meintum árásarmönn- um, skv. heimildum Morgunblaðsins og rannsókn var enn í gangi í gær- kvöldi. Fleiri voru á staðnum en þeir sex sem komu við sögu, skv. heim- ildum blaðsins, en þrátt fyrir það liggja ekki nákvæmar lýsingar fyrir á því sem gerðist. Dómari tekur líklega ákvörðun um það fyrir hádegi í dag hvort krafa um gæsluvarðhald verður samþykkt. Mennirnir þrír sem um ræðir urðu fyrir mismiklum líkamsmeiðingum. Eins og fram hefur komið var garð- klippum beitt til þess að klippa hluta af fingri eins mannsins, en um er að ræða litla fingur og var hann tekinn af við fremstu kjúku. Einn er talinn vera nefbrotinn og sá þriðji slasaðist minna. Ljóst er að a.m.k. einhverjir árás- armannanna og fórnarlambanna þekktust. Árásarmennirnir eru flestir á þrítugsaldri. Sömu sögu er að segja um fórnarlömbin utan eins manns sem er fimmtugsaldri. „Við lítum náttúrulega svona atburð mjög alvarlegum augum, það fer ekki á milli mála. Mennirnir sem liggja undir grun eru þekktir hér fyrir fíkniefnabrot og ofbeldisverk,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson, sýslumað- ur á Akureyri, við Morgunblaðið. Klipptu framan af fingri með garðklippum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.