Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 143. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Þvert á landamæri Fjölþjóðlegur dans í Borgarleikhúsinu | Menning Lesbók | Heppinn maður, Mugison  Einkavæðing minning- argreina Börn | Flöskuskeyti í fjörunni  Verðlaunaleikur Íþróttir | Birgir Leifur meðal efstu manna  Fór holu í höggi Lesbók, Börn og Íþróttir BRESKA tímaritið The Economist hefur nú birt hamborgaravísitöluna, „Big Mac“-vísitöluna, í 20. sinn en hún þykir endurspegla ágætlega verðlagið víða um heim. Samkvæmt henni er „Big Mac“ dýrastur í Nor- egi en Ísland er í öðru sæti. Hamborgaravísitalan var upphaf- lega nokkurs konar spaug en margir hagfræðingar taka hana alvarlega og benda á, að hún sýni vel ólíkar verð- lagsforsendur og gengi einstakra gjaldmiðla gagnvart bandarískum dollara. Kenningin er sú, að hamborgarinn eigi að kosta það sama alls staðar en kosti hann minna en í Bandaríkjun- um, þýðir það, að gjaldmiðill viðkom- andi er of lágt skráður. Með sama hætti má segja, að norska krónan og sú íslenska séu „ofmetnar“ gagnvart dollara. Á listanum núna trónir Noregur efst en þar kostar „Big Mac“ 515,20 íslenskar krónur. Á Íslandi er hann sagður kosta 465,40 kr. en 380,50 í Sviss, sem er í þriðja sæti. Danmörk og Svíþjóð eru síðan í fjórða og fimmta sæti, 348,50 og 331 kr., en meðalverðið í Evrópusambandsríkj- unum er 275 kr. Í Bretlandi kostar „Big Mac“ 266,70 kr. en í Kanada 229,50 kr. Í Bandaríkjunum kostar „Big Mac“ 226,50 kr. en lægst er verðið í Kína, 96 kr. Ísland næstefst á „Big Mac“ EINHVERJUM gæti dottið í hug að nám í læknisfræði væri ærið viðfangsefni út af fyrir sig. Cecilia Elsa Línudóttir setur ekki svoleiðis úrtölur fyrir sig og stefnir á nám í píanóleik við Listaháskólann samhliða fyrsta ári í læknisfræði í haust. „Ég var komin með áttunda stigið í tí- unda bekk,“ segir hún og finnst ekki til- tökumál að spila samhliða náminu. Við út- skrift frá MR í gær spilaði hún einmitt á píanóið í tónlistaratriði og hlaut tvenn verðlaun fyrir námsárangur. Annars vegar úr minningarsjóði Pálma Hannessonar rektors fyrir góða kunnáttu í náttúrufræði, íslensku og tónlist en hins vegar verðlaun frá skólanum fyrir kunnáttu í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Flutti hingað 10 ára gömul Cecilia flutti hingað til lands frá Kína tíu ára gömul og hét áður Xibei Zhang. Að- spurð hvort erfitt hafi verið að komast inn í skólakerfið segir hún ákveðið nei. „Ég fann eiginlega ekkert fyrir því.“ Hún segist fyrst hafa byrjað nám á al- þjóðlegu IB-brautinni í MH. „En svo breyttist klásus í inntökuprófið í lækn- isfræði og þá borgaði sig ekki fyrir mig að læra á ensku, svo ég skipti eftir mánuð,“ segir Celia sem var á náttúrufræðibraut og segir raunvísindin skemmtilegustu fögin. Nú eftir útskriftina tekur við undirbún- ingur fyrir inntökupróf í læknisfræði í júní, sem um helmingur bekkjarins hennar úr MR tekur. Svo er það tónlistarhátíð á Ítal- íu. „Síðan fer ég til Kína með vinkonum mínum og í læknisfræðina í haust.“ | 10 Morgunblaðið/Eyþór Cecilia Elsa Línudóttir fékk verðlaun fyr- ir góða kunnáttu í náttúrufræði, íslensku, tónlist, lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Samtímis í læknisfræði og Listaháskólann KOSIÐ er um samtals 529 sveitar- stjórnarsæti í kosningunum sem fram fara í dag. Rétt rúmlega 216 þúsund einstaklingar eru á kjör- skrá. Þar af eru rúmlega 108.600 konur og um 107.500 karlar. Kjör- staðir verða opnaðir kl. níu víða um land og má búast við fyrstu tölum í stærstu sveitarfélögunum rétt eftir að kjörstöðum verður lokað í kvöld, eða upp úr klukkan 22. Alls 79 sveitarfélög eru í landinu. Þar af eru boðnir fram listar í sextíu sveitarfélögum, en sjálfkjörið er í tveimur þeirra þ.e. í Breiðdals- hreppi og Tjörneshreppi. Þá fer fram svokölluð óbundin kosning í nítján sveitarfélögum, þar sem eng- in framboð komu fram. Það þýðir að allir kjósendur eru í kjöri, nema þeir sveitarstjórnarmenn sem hafa formlega skorast undan því. Kosningaaldurinn er miðaður við átján ár, á kjördag, og hefur því 16.501 nýr kjósandi bæst við kjör- skrána, vegna aldurs, frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Aukinheldur má geta þess að 4.468 erlendir ríkisborgarar, sem eru búsettir hér á landi, hafa kosn- ingarétt í dag. 944 eru frá hinum Norðurlandaþjóðunum, 822 frá Pól- landi, 279 frá Filippseyjum, 249 frá Þýskalandi og 234 frá Bandaríkjun- um, svo dæmi séu nefnd. Rúmlega 85.600 einstaklingar eru á kjörskrá í Reykjavík. Þar eru þrettán kjörstaðir og verða þeir opnaðir kl. níu og lokað kl. 22 í kvöld. Talning atkvæða Reykvík- inga fer fram í borgarstjórnarsaln- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um sjö- tíu til áttatíu manns munu vinna þar við talningu atkvæða, að sögn Ást- ráðs Haraldssonar, formanns kjör- stjórnar í Reykjavík. Þeir verða lokaðir inni kl. 18.30 í dag og hefja þá flokkun atkvæða. Talning atkvæða má hins vegar ekki hefjast fyrr en kjörstöðum hef- ur verið lokað en það ætti að ganga fljótt fyrir sig ef atkvæðin hafa þeg- ar verið flokkuð. Því er miðað við að fyrstu tölur verði lesnar upp nokkr- um mínútum yfir tíu. Kosið verður um 529 sveitarstjórnarsæti í dag Um 16.500 ungir kjósendur bætast á kjörskrána frá síðustu kosningum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Allir keppa | 4 ODDVITAR flokkanna fimm sem keppt hafa um hylli Reykvíkinga und- anfarið tóku umræðuna í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Mikil spenna ríkir um úrslit kosninganna, en ekki var annað að sjá en frambjóðend- urnir væru pollrólegir þar sem þeir voru undirbúnir fyrir útsendinguna. Morgunblaðið/Eggert Frambjóðendurnir á lokasprettinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.