Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 143. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Þvert á landamæri Fjölþjóðlegur dans í Borgarleikhúsinu | Menning Lesbók | Heppinn maður, Mugison  Einkavæðing minning- argreina Börn | Flöskuskeyti í fjörunni  Verðlaunaleikur Íþróttir | Birgir Leifur meðal efstu manna  Fór holu í höggi Lesbók, Börn og Íþróttir BRESKA tímaritið The Economist hefur nú birt hamborgaravísitöluna, „Big Mac“-vísitöluna, í 20. sinn en hún þykir endurspegla ágætlega verðlagið víða um heim. Samkvæmt henni er „Big Mac“ dýrastur í Nor- egi en Ísland er í öðru sæti. Hamborgaravísitalan var upphaf- lega nokkurs konar spaug en margir hagfræðingar taka hana alvarlega og benda á, að hún sýni vel ólíkar verð- lagsforsendur og gengi einstakra gjaldmiðla gagnvart bandarískum dollara. Kenningin er sú, að hamborgarinn eigi að kosta það sama alls staðar en kosti hann minna en í Bandaríkjun- um, þýðir það, að gjaldmiðill viðkom- andi er of lágt skráður. Með sama hætti má segja, að norska krónan og sú íslenska séu „ofmetnar“ gagnvart dollara. Á listanum núna trónir Noregur efst en þar kostar „Big Mac“ 515,20 íslenskar krónur. Á Íslandi er hann sagður kosta 465,40 kr. en 380,50 í Sviss, sem er í þriðja sæti. Danmörk og Svíþjóð eru síðan í fjórða og fimmta sæti, 348,50 og 331 kr., en meðalverðið í Evrópusambandsríkj- unum er 275 kr. Í Bretlandi kostar „Big Mac“ 266,70 kr. en í Kanada 229,50 kr. Í Bandaríkjunum kostar „Big Mac“ 226,50 kr. en lægst er verðið í Kína, 96 kr. Ísland næstefst á „Big Mac“ EINHVERJUM gæti dottið í hug að nám í læknisfræði væri ærið viðfangsefni út af fyrir sig. Cecilia Elsa Línudóttir setur ekki svoleiðis úrtölur fyrir sig og stefnir á nám í píanóleik við Listaháskólann samhliða fyrsta ári í læknisfræði í haust. „Ég var komin með áttunda stigið í tí- unda bekk,“ segir hún og finnst ekki til- tökumál að spila samhliða náminu. Við út- skrift frá MR í gær spilaði hún einmitt á píanóið í tónlistaratriði og hlaut tvenn verðlaun fyrir námsárangur. Annars vegar úr minningarsjóði Pálma Hannessonar rektors fyrir góða kunnáttu í náttúrufræði, íslensku og tónlist en hins vegar verðlaun frá skólanum fyrir kunnáttu í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Flutti hingað 10 ára gömul Cecilia flutti hingað til lands frá Kína tíu ára gömul og hét áður Xibei Zhang. Að- spurð hvort erfitt hafi verið að komast inn í skólakerfið segir hún ákveðið nei. „Ég fann eiginlega ekkert fyrir því.“ Hún segist fyrst hafa byrjað nám á al- þjóðlegu IB-brautinni í MH. „En svo breyttist klásus í inntökuprófið í lækn- isfræði og þá borgaði sig ekki fyrir mig að læra á ensku, svo ég skipti eftir mánuð,“ segir Celia sem var á náttúrufræðibraut og segir raunvísindin skemmtilegustu fögin. Nú eftir útskriftina tekur við undirbún- ingur fyrir inntökupróf í læknisfræði í júní, sem um helmingur bekkjarins hennar úr MR tekur. Svo er það tónlistarhátíð á Ítal- íu. „Síðan fer ég til Kína með vinkonum mínum og í læknisfræðina í haust.“ | 10 Morgunblaðið/Eyþór Cecilia Elsa Línudóttir fékk verðlaun fyr- ir góða kunnáttu í náttúrufræði, íslensku, tónlist, lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Samtímis í læknisfræði og Listaháskólann KOSIÐ er um samtals 529 sveitar- stjórnarsæti í kosningunum sem fram fara í dag. Rétt rúmlega 216 þúsund einstaklingar eru á kjör- skrá. Þar af eru rúmlega 108.600 konur og um 107.500 karlar. Kjör- staðir verða opnaðir kl. níu víða um land og má búast við fyrstu tölum í stærstu sveitarfélögunum rétt eftir að kjörstöðum verður lokað í kvöld, eða upp úr klukkan 22. Alls 79 sveitarfélög eru í landinu. Þar af eru boðnir fram listar í sextíu sveitarfélögum, en sjálfkjörið er í tveimur þeirra þ.e. í Breiðdals- hreppi og Tjörneshreppi. Þá fer fram svokölluð óbundin kosning í nítján sveitarfélögum, þar sem eng- in framboð komu fram. Það þýðir að allir kjósendur eru í kjöri, nema þeir sveitarstjórnarmenn sem hafa formlega skorast undan því. Kosningaaldurinn er miðaður við átján ár, á kjördag, og hefur því 16.501 nýr kjósandi bæst við kjör- skrána, vegna aldurs, frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Aukinheldur má geta þess að 4.468 erlendir ríkisborgarar, sem eru búsettir hér á landi, hafa kosn- ingarétt í dag. 944 eru frá hinum Norðurlandaþjóðunum, 822 frá Pól- landi, 279 frá Filippseyjum, 249 frá Þýskalandi og 234 frá Bandaríkjun- um, svo dæmi séu nefnd. Rúmlega 85.600 einstaklingar eru á kjörskrá í Reykjavík. Þar eru þrettán kjörstaðir og verða þeir opnaðir kl. níu og lokað kl. 22 í kvöld. Talning atkvæða Reykvík- inga fer fram í borgarstjórnarsaln- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um sjö- tíu til áttatíu manns munu vinna þar við talningu atkvæða, að sögn Ást- ráðs Haraldssonar, formanns kjör- stjórnar í Reykjavík. Þeir verða lokaðir inni kl. 18.30 í dag og hefja þá flokkun atkvæða. Talning atkvæða má hins vegar ekki hefjast fyrr en kjörstöðum hef- ur verið lokað en það ætti að ganga fljótt fyrir sig ef atkvæðin hafa þeg- ar verið flokkuð. Því er miðað við að fyrstu tölur verði lesnar upp nokkr- um mínútum yfir tíu. Kosið verður um 529 sveitarstjórnarsæti í dag Um 16.500 ungir kjósendur bætast á kjörskrána frá síðustu kosningum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Allir keppa | 4 ODDVITAR flokkanna fimm sem keppt hafa um hylli Reykvíkinga und- anfarið tóku umræðuna í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Mikil spenna ríkir um úrslit kosninganna, en ekki var annað að sjá en frambjóðend- urnir væru pollrólegir þar sem þeir voru undirbúnir fyrir útsendinguna. Morgunblaðið/Eggert Frambjóðendurnir á lokasprettinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.