Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 28
Það er ekki erfitt að skipu-leggja rómantíska og af-slappandi helgarferð tilLondon Það er fátt róm- antískara en að rölta með Thames ánni með kaffibolla í hönd og skoða mannlífið og borgina. Skella sér jafnvel upp í Lundúnaaugað og virða fyrir sér útsýnið yfir borgina. En stundum er veðrið ekki upp á marga fiska og þá er hvorki útsýnið né röltið skemmtilegt. Þá er tilvalið að fara inn á safn eins og Tate Mod- ern og skoða listasýningar og enda svo á veitingastaðnum sem er á efstu hæðinni eða fara á Oxosem er ekki langt frá og fá sér rauðvín eða kaffi og horfa niður á Thames. Lautarferð í miðri borg Á föstudegi eða laugardegi getur verið gaman að fara á Borough markaðinn hjá London Bridge. Kaupa ýmsa osta, mat, vín og annað góðgæti og rölta svo niður að Thames á eða fara í einhvern garð, setjast þar á bekk eða í gras og njóta góðra veitinga og samver- unnar. Helgar eru einnig tilvaldar til að rölta um á fata- og glingursmarkað eins og Portobellomarkaðinn á laug- ardögum eða Spitalfieldsmarkaðinn á sunnudögum. Skoða úrvalið og enda svo á kaffihúsi eða veit- ingastað í nágrenninu. Covent Garden er vinsæll staður Margir tengja London við búðaráp en það er líka hægt að slaka þar á og njóta lífsins. Laila Sæunn Péturs- dóttir skoðaði London í rólegheitum. Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Daglegtlíf maí meðal ferðamanna en er að sama skapi einnig fallegur og skemmti- legur staður. Þar er götumarkaður, einnig veitingastaðir og götu- listamenn. Gaman er að rölta um Covent Garden og skoða mannlífið og markaðinn og setjast svo niður á Patissiere Paul kaffihúsi sem er í Bedford Street. Það er einstaklega huggulegt en þar er hægt að fá dýr- indis mat og kökur. Þrátt fyrir að þessi staður sé mjög vinsæll og mikið sé að gera tekur maður ekki eftir því vegna skemmtilegs um- hverfis. Gufubað og nudd Til að slaka einstaklega vel á er tilvalið að fara í eina heilsulind eins og Spa NK eða The Spa at Mand- arin Oriental. Þessar heilsulindir þykja sérlega flottar en vert er einnig að athuga hvort það sé ekki heilsulind á hótelinu ykkar eða rétt hjá, svo þið þurfið ekki að ferðast mikið. Það er fátt betra en að eyða hluta af deginum svamlandi um í heitum pottum, slappa af í gufubaði og fara jafnvel í nudd. Á fjölunum frá 1952 London er þekkt leikhúsborg og gaman er að skella sér á eitt leikrit. Úr mörgu er að velja og oft eru sýningar sem staðið hafa yfir í mörg ár og þar á meðal Mouse Trap sem er spennuleikrit Agöthu Christie en það hefur verið sýnt í London frá árinu 1952. Aðrar sýningar eru ekki alveg eins langlífar en ljóst er að ef leikhús er málið þá er pottþétt hægt að finna eitthvað við hvers manns hæfi. Oft borgar það sig þó að bóka miða fyrirfram og athugið að það eru engar sýningar á sunnudögum. Að setjast inn á skemmtilegt veit- ingahús á kvöldin og borða saman góðan mat toppar rómantísku ferð- ina. Í London er fjöldinn allur af veitingastöðum. Ef þið ætlið að fara á einn af glæsileguog fínu stöðunum eins og Gordon Ramsay eða Ritz hótelið eða þá vinsæla staði eins og Nobu eða Toto’s er eins gott að bóka með fyrirvara. En þið getið líka prófað að rölta um Soho eða önnur hverfi og séð hvort þið finnið stað sem ykkur lýst vel á. Þá þurfið þið ekki að stressa ykkur á að vera komin á tilsettum tíma á veitingastaðinn en reyndar getur þá verið spurning um hversu góður maturinn er. En aðal- málið er að sjálfsögðu að njóta þess að vera saman og slaka á. Rómantísk helgarferð  LONDON Hægt er að panta miða í Lund- únaaugað á slóðinni: www.ba- londoneye.com/ Leikhúsmiða má t.d. panta á www.officialtheatretickets.com www.londontheatreboxo- ffice.com/ www.londontheatredirect.com Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á föstudögum og laugardögum er tilvalið að fara á Borough-markaðinn og verða sér þar úti um osta, vín og fleira góðgæti og setjast síðan niður í einhvern fallegan garð og njóta veitinganna úti undir berum himni. Útsýnið yfir borgina er tilkomu- mikið úr Lundúna- auganu. Höfundur hefur verið búsettur í London. KAFFISOPINN hressir ekki aðeins heldur mun hann vera hollur að auki, ef eitthvað má marka norska vís- indamenn. Samkvæmt danska blaðinu Jyllandsposten hafa næring- arfræðingar við Óslóarháskóla birt niðurstöður rannsóknar, sem segir kaffi í hóflegu magni hafa góð áhrif á líkamsstarfsemina, koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma, gigt, og ýmsar bólgur. Vísindamennirnir norsku unnu úr gögnum, sem höfðu fengist úr banda- rískri rannsókn, þar sem fylgst var með 27.000 konum um 15 ára skeið. Niðurstöðurnar sýndu, að þær konur, sem drukku 1–3 kaffibolla á dag, voru 20–25% ólíklegri til að fá krans- æðasjúkdóma og gigt. Ástæðan er sú að 60% andoxunarefnanna í kaffinu skila sér til neytandans. Sá galli er þó á, að eigi áhrifin að vera góð mega bollarnir ekki verða fleiri en fimm. Kaffisopinn heilnæmur  HEILSA Í BYRJUN maí var opnuð ný sýning í einum salnum hjá heimsmetasafninu Guinness World Records á Strikinu við Kongens Nytorv í Kaup- mannahöfn. Þar er nú hægt að sjá nokk- ur sýnishorn af gull- og plat- ínuplötum rokkkóngsins Elvis Presley, vaxmyndastyttu af Elvis í fullri stærð, nokkra gít- ara sem tilheyrðu hljómsveit hans og ýmislegt annað sem minnir á goðið og Memphis stemninguna. Elvis á Strikinu  KAUPMANNAHÖFN Nánari upplýsingar fást á www.topattractions.dk/ Guinness World Records Østergade 16 DK-1100 København K Sími 0045 33 32 31 31 Tölvupóstur: info@topatt- ractions.dk Safnið er opið frá 10 á morgnana og sýningunni lýk- ur 23. júlí. Nú er fólk farið að huga aðferðalögum sumarsins ogmargir að fara í flug. En hvaða rétt hafa neytendur ef innrit- aður farangur í flugi týnist og skilar sér ekki á áfangastað eða verður fyrir skemmdum eða eyðileggst? Flytjandi ber ábyrgð Til að byrja með þá þarf að til- kynna það til viðkomandi flytjanda eða flugrekanda jafnskjótt og þess verður vart, í síðasta lagi sjö dögum eftir viðtöku ef um er að ræða innrit- aðan farangur. Ef um töf er að ræða skal tilkynning hafa borist í síðasta lagi tuttugu og einum degi frá því að farangur hefði átt að vera afhentur. Dagur merkir almanaksdagur. Til- kynningin skal gerð skriflega og með sannanlegum hætti innan áð- urnefndra tímafresta. Almennt gildir að flytjandi ber ábyrgð á tjóni sem verður af völdum tafa í flutningi á innrituðum farangri. Þó verður flytjandi ekki talinn bera ábyrgð á tjóni sem orsakast af töfum í flutningi geti hann sannað að hann og starfsmenn hans og umboðsmenn hafi viðhaft þær aðgerðir sem sann- gjarnt getur talist að viðhafðar séu eða að ógerlegt hafi verið að fram- kvæma slíkar aðgerðir. Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni á óinnrituðum far- angri, þar með töldum persónulegum eigum, ef tjón má rekja til sakar hans, starfsmanna hans eða umboðs- manna. Reglur þessar byggjast á ákvæð- um loftferðalaga og alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur und- irgengist, m.a. Montreal-samn- ingnum frá 1999. Þessar reglur taka til allra íslenskra flugrekenda og alls innanlandsflugs hver sem flytjandinn er. Ábyrgð flytjanda vegna þess að farangur glatast, eyðileggst, skemm- ist eða tefst er takmörkuð við 1.000 SDR, sem samsvarar í dag um 108.500 krónum, vegna hvers far- þega, nema farþegi hafi við innritun farangurs sérstaklega tilgreint þá hagsmuni sem tengdir eru við af- hendingu farangurs á ákvörð- unarstað og greitt umkrafið auka- gjald, og gildir þá hið tilgreinda verðmæti sem hámark á ábyrgð flytj- anda, nema hann sanni að raunveru- legir hagsmunir farþega hafi verið minni. Frestur til að höfða mál vegna skaðabóta er tvö ár. Nokkrir sinna eftirliti Flugmálastjórn annast eftirlit með réttindum farþega samkvæmt reglu- gerð 574/2005 um tafir, niðurfellingur flugs og frávísun frá borði vegna um- frambókana. Neytendastofa, sem áð- ur hét Samkeppnisstofnun, fer með eftirlit með framkvæmd laga um al- ferðir eða svokallaðar pakkaferðir í samræmi við lög nr. 80/1994. Ferða- málastofa, áður Ferðamálaráð Ís- lands, annast svo eftirlit með starf- semi ferðaskrifstofa, bókunarþjónustu og ferðaskipuleggj- enda í samræmi við lög nr. 73/2005.  FERÐALÖG | Farangurinn skilar sér ekki eftir flugið Tilkynning berist innan sjö daga TENGLAR ..................................................... www.caa.is Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.