Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓGILTI SKILMÁLA
Útboðsskilmálar útboðs Reykja-
víkurborgar um framtíðarskipulag
Vatnsmýrar hafa verið ógiltir af
kærunefnd útboðsmála, þar sem hún
taldi þá brjóta í bága við lög um op-
inber innkaup. Félag sjálfstætt
starfandi arkitekta kærði málið til
nefndarinnar.
Vonir um frið í Nepal
Miklar líkur eru taldar á því að
friður sé nú í augsýn í Nepal eftir
langt borgarastríð. Samkomulag
náðist á sögulegum fundi forsætis-
ráðherrans og leiðtoga uppreisnar-
manna maóista í gær í höfuðborginni
Katmandú. Munu fulltrúar maóista
taka sæti í ríkisstjórn og kjörið ráð
sem semja á nýja stjórnarskrá er
lögð verður í þjóðaratkvæði.
Hópferðabifreið brann
Nýleg rúta á leiðinni að Gullfosi
og Geysi varð alelda við Bláfjalla-
afleggjarann á Hellisheiði. Í rútunni
voru níu þýskir ferðamenn auk ís-
lensks bílstjóra og sluppu þeir allir
ómeiddir.
Aurskriða á Ísafirði
Engin slys urðu á fólki þegar aur-
skriða féll í Eyrarfjalli um 200 metra
frá ystu byggð á Ísafirði. Stærð-
arinnar stórgrýti féll niður hlíðina
og staðnæmdist um 50 metra frá
íbúðar- og iðnaðarhúsnæði.
Tilræði í sjíta-mosku
Minnst ellefu manns létu lífið í
gær þegar maður sem falið hafði
sprengiefni í skónum sprengdi sig
þegar öryggisverðir nálguðust hann
í Baratha-mosku sjíta í Bagdad í
Írak í gær. Klerkur í moskunni
sagðist telja að hann hefði sjálfur
verið aðalskotmark tilræðismanns-
ins sem sjálfur lét lífið.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 44
Fréttaskýring 8 Minningar 46/49
Úr verinu 18 Skák 50
Viðskipti 22 Kirkjustarf 37/40
Erlent 24/25 Börn 54
Minn staður 26 Myndasögur 56
Suðurnes 27 Dagbók 56/59
Akureyri 28 Víkverji 56
Árborg 29 Velvakandi 57
Menning 30, 60/65 Staður&stund 58/59
Daglegt líf 32/37 Bíó 62/656
Forystugrein 34 Ljósvakar 55, 66
Viðhorf 38 Staksteinar 67
Umræðan 38/44 Veður 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
LARS Dietze og Davíð Heiðarsson grilla heila lamba-
skrokka á teini að hætti víkinga en þeir félagar taka
þátt í hinni árlegu Víkingahátíð við Fjörukrána í Hafn-
arfirði. Lars snýr einu lambanna meðan Davíð kyndir
undir en það tekur um 5–6 tíma að grilla heilan skrokk.
Hátíðin, sem hófst í gær, fer nú fram í tíunda sinn og
stendur yfir í lengri tíma en áður, eða tvær helgar.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. sjá Jóms-
víkingar, alþjóðlegur hópur víkinga, og Rimmugýgjar-
menn úr Hafnarfirði um víkingabardaga. Víkingahóp-
urinn Hringhorni frá Akranesi mun sýna leiki forn-
manna og víkingar bjóða ýmsa muni til sölu á markaði.
Á Jónsmessu verður sólstöðublót víkinganna og daginn
eftir verður ungbarni gefið nafn að víkingasið.
Grilla að víkingasið í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Ómar
ÞEIR voru góðir á móti Svíþjóð – en Svíar unnu,“
segir Sigríður Guðmundsdóttir um knattspyrnu-
landslið Paragvæ á HM í Þýskalandi en Sigríður
er áköf knattspyrnuáhugakona og sýnir og sannar
að íþróttin getur höfðað til allra aldurshópa því
hún er 96 ára að aldri. Hún hefur fylgst náið með
knattspyrnu í sjónvarpi undanfarin ár og er að
auki ein mesta fótboltaamma landsins, því Ólafur
og Teitur Þórðarsynir Skagamenn og fyrrverandi
landsliðsmenn eru barnabörn hennar. Sonur
hennar Þórður lék ennfremur með Skagamönnum
á gullaldarárum ÍA og var í landsliðinu.
Sigríður er samt ekki í þeim hópi fólks sem fer á
völlinn en þeim mun meiri áhuga sýnir hún íþrótt-
inni í sjónvarpi, bæði ensku deildinni, Evrópu-
keppnum og nú HM. Hún býr á hjúkrunarheim-
ilinu Höfða á Akranesi og hefur sjónvarpsstöðina
Sýn inni hjá sér og fylgist með leikjum í beinni út-
sendingu. Hún segir að sumum gæti þótt skrýtið
að „gamalmenni“ hafi gaman af því að horfa á fót-
bolta í sjónvarpinu en henni er alveg sama um
það, fótboltinn er fyrir alla aldurshópa. „Barna-
barn mitt, Þorsteinn Sigurðsson, tíu ára, sem býr í
Noregi, æfir fótbolta og er agalega seigur. Hann
hringir í mig til að segja mér hvernig gangi hjá
sér,“ bendir hún á. Hvað HM snertir eru það eink-
um tveir leikmenn sem eru Sigríði að skapi,
franski landsliðsmaðurinn og leikmaður Arsenal
Thierry Henry og síðan Ronaldinho í brasilíska
landsliðinu sem einnig leikur með Barcelona.
„Mér finnst voða gaman að sjá hann,“ segir Sig-
ríður um Ronaldinho. „Hann er mjög duglegur
hjá sínu félagi og mjög glaðlegur.“
Það veldur Sigríði hins vegar nokkrum áhyggj-
um hvað harkan í boltanum hefur aukist á und-
anförnum árum og það versta er að dómarar láti
oft ýmis augljós brot afskiptalaus. „Mér finnst
dómararnir ekki breyta rétt og verð að segja það
alveg eins og er. Stundum hætti ég að horfa vegna
þess að ég þoli ekki þetta afskiptaleysi.“ Hvað
sem því líður spáir Sigríður ekki um sigurlið á
HM að þessu sinni en nýtur hvers leiks fyrir sig.
Sigríður er fædd á Sólmundarhöfða og hefur
mestalla sína tíð búið á Akranesi. Íþróttamenn
eru í ættinni og segir hún frá langafa sínum,
Helga frá Neðra-Nesi, sem kallaður var Helgi
lipri vegna skautafærni sinnar. „Hann kunni að
skrifa nafnið sitt afturábak með skautunum,“ seg-
ir hún. Og bróðir Sigríðar var einnig skautamaður
góður. Sjálf var Sigríður fær í fimleikum á yngri
árum og önnur áhugamál hennar snúast um bók-
lestur og nú síðast fótboltann. Sigríður er við
ágæta heilsu og kveður búsetuna á Höfða ágæta.
Henry og Ronaldinho í uppáhaldi
Sigríður Guðmundsdóttir, 96 ára fótboltaamma af Skaganum, fylgist vel með HM
Morgunblaðið/Eyþór
Harkan hefur aukist í boltanum, segir Sigríður
Guðmundsdóttir um þróun íþróttarinnar.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GEIR H. Haarde
forsætisráðherra
sækir fund for-
sætisráðherra
Norðurlandanna
á Svalbarða.
Fundurinn
stendur yfir á
sunnudag og
mánudag og fer
Geir á sunnudag-
inn.
Sambærilegur fundur var hald-
inn á Fjóni í fyrra og sótti Halldór
Ásgrímsson þá fundinn fyrir Ís-
lands hönd.
Meðal þess sem rætt var á fund-
inum í fyrra var framboð Íslands til
Öryggisráðsins og kom fram stuðn-
ingur við það.
Geir sækir fund
forsætisráðherra
Norðurlandanna
Geir H. Haarde
ALLS bárust 159 umsóknir um
byggingarrétt fyrir hesthús í Al-
mannadal fyrir ofan Reykjavík.
Frestur til að skila inn tilboðum
rann út í gær. Hesthúsin eru af
ýmsum stærðum eða frá húsum
undir 6 til 42 hesta. Flestar um-
sóknir bárust um byggingu hest-
húss fyrir 12 hesta. Gert er ráð fyr-
ir að byggð verði tvö hesthús sem
hýst geta 42 hesta, en 38 lýstu
áhuga á að byggja svo stór hest-
hús.
Skipulagið gerir ráð fyrir að
byggð verði hesthús í Almannadal
undir 444 hesta. Ef uppfylla ætti
óskir allra sem sóttu um þyrfti að
byggja hesthús undir yfir 13 þús-
und hesta. Dregið verður úr um-
sóknum 22. júní nk.
159 umsóknir um
hesthúsalóðir
LÖGREGLA telur víst að kveikt
hafi verið í rusli á lóð birgðastöðvar
Olís á Akranesi um kl. 21 í fyrra-
kvöld. Enginn var handtekinn
vegna málsins í gær, og stendur
rannsókn lögreglu enn yfir. Eld-
urinn logaði uppi við hús sem
stendur á lóðinni, en þar inni er
mikill eldsmatur.
Mikill svartur reykur barst yfir
bæinn, en eldsmaturinn var m.a.
tjöruhreinsir. Á lóðinni eru svartol-
íutankar, en þeir eru grafnir í jörð
og voru aldrei taldir í hættu. Að
sögn lögreglu tókst þó að verja hús-
ið og gekk vel að slökkva eldinn.
Íkveikja í olíu-
birgðastöðinni
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
FJÁRFESTIR frá Abu Dabhi í
Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um blekkti Kaupþing í Noregi í verð-
bréfaviðskiptum og nemur tap
Kaupþings um 10 milljónum norskra
króna, eða 121 milljón íslenskra
króna. Frá þessu var greint í norska
dagblaðinu Dagens Næringsliv.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kaupþingi banka fólust svikin í því
að Kaupþing í Noregi samþykkti að
hafa umsjón með sölu á bandarísk-
um verðbréfum fyrir arabíska fjár-
festinn að andvirði 10–11 milljón
dollara. Kaupþing seldi svo bréfin
áfram til þriðja aðila, en þegar kom
að því fá bréfin frá seljandanum
reyndist það ekki hægt. Til að standa
við sinn hluta samningsins þurfti
Kaupþing því að kaupa hlutina á
markaði en gengi bréfanna hafði
hækkað töluvert í millitíðinni. Mis-
munurinn reyndist á endanum vera
um 121 milljón íslenskra króna og
nemur tap Kaupþings því þeirri upp-
hæð.
Yfirmaður rekinn
vegna málsins
Í frétt Dagens Næringsliv er haft
eftir Jan Petter Sissener, forstjóra
Kaupþings í Noregi, að atvinnurek-
andi arabíska fjárfestisins hafi verið
kærður vegna málsins. Sissener seg-
ist jafnframt vera bjartsýnn á að
fjárfestirinn verði gómaður og að
Kaupþingi takist að endurheimta
peningana. Í kjölfarið var Erik
Høgh, yfirmanni verðbréfasviðs
Kaupþings í Noregi, sagt upp störf-
um. Hann er hins vegar ósáttur við
uppsögnina og hefur stefnt Kaup-
þingi vegna málsins. Lögmaður
Høgh segir skjóta skökku við að
Høgh hafi verið rekinn á meðan
verðbréfamiðlarinn sem sá um við-
skiptin hafi sloppið við brottrekstur.
„Ég hefði haldið að miðlari, sem tek-
ur að sér að selja hlutabréf að and-
virði 10–11 milljón dollara, ætti að
ganga í skugga um að seljandinn eigi
bréfin,“ segir lögmaðurinn í frétt
Dagen Næringsliv.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kaupþingi banka verður málið tekið
fyrir í undirrétti í Noregi innan fá-
einna vikna.
Kaupþing í Noregi tap-
ar 121 milljón í svikum