Morgunblaðið - 17.06.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.2006, Síða 10
JAAP de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, segist leggja áherslu á að Bandaríkja- menn og Íslendingar nái samkomulagi um varnir landsins en vildi ekki segja til um hvort Atlantshafsbandalagið myndi eiga einhverja hlutdeild í vörnum Íslands færi svo að viðræð- urnar skiluðu ekki árangri. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Scheffer hélt ásamt Geir H. Haarde og Val- gerði Sverrisdóttur að loknum viðræðum þeirra þriggja í Ráðherrabústaðnum í gær- morgun. Scheffer segist hafa ýtt á eftir því við bæði Bandaríkjamenn og Íslendinga að sam- komulag náist. „Það er ákaflega mikilvægt í ljósi núverandi aðstæðna að Ísland og Bandaríkin nái tvíhliða samkomulagi um þetta mál,“ sagði Scheffer og tók fram að hann hefði sett sig í samband við vini sína í báðum löndum og óskað eftir því að árangur næðist í viðræðunum. Hann sagði að sér hefði verið gerð grein fyrir aðstöðu Íslend- inga og gangi mála í viðræðunum en myndi að sjálfsögðu ekki greina frá því í smáatriðum. Scheffer tók fram að öryggismál væru ómiss- andi þáttur í Atlantshafsbandalaginu og að öll aðildarríki bandalagsins væru jöfn hvað þetta varðar. „Á meðan ég segi ekki að það sé aðkallandi NATO-vinkill á þessu máli, því ég held að það ætti að vera leyst tvíhliða, þá er mikilvægt fyrir mig að vera vel upplýstur. Ég mun þrýsta á tví- hliða niðurstöðu. Ef þessar viðræður myndu af einhverjum ástæðum mistakast geta aðilar allt- af leitað til mín, framkvæmdastjóra NATO, til að sjá hvort ég geti orðið að einhverju liði eða aðstoð sem getur skipt máli fyrir Ísland eða Bandaríkin,“ sagði Scheffer og bætti við að hann liti á það sem ábyrgð sína sem fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Mun þrýsta á aðilana „Ég held að á þessum grunni hljóti aðilarnir að finna lausn. En ég ítreka að þetta byggist á því að öryggi sé ómissandi og að sjálfsögðu er NATO-vinkill á þetta mál, í ljósi þess að Ísland er eitt aðildarríkja NATO og var eitt stofnríkja bandalagsins árið 1949. Þetta er staðan eins og ég sé hana. Ég hvet aðila, ef nauðsynlegt er mun ég þrýsta á þá til að ná tvíhliða samn- ingum, því það er langbesta lausnin í málinu eins og það horfir við núna,“ sagði Scheffer. Spurður hvort íslensk stjórnvöld hefðu kynnt honum sínar hugmyndir og stöðu sagði Scheffer að sér hefði verið gerð grein fyrir stöðu varnarmálanna hér á landi. Hann myndi hins vegar ekki hafa það eftir. Hann sagðist auk íslenskra stjórnvalda hafa rætt við banda- ríska sendiherrann í Brussel og myndi ræða við bandarísk stjórnvöld. „En við skulum ekki ræða þetta opinberlega, það er ekki skynsam- legt.“ Ekki „ef“-spurningar Aðspurður hvort það væri útilokað fyrir NATO að leggja eitthvað af mörkum til að nið- urstaða næðist í viðræðunum sagði Scheffer að á löngum ferli sem stjórnmálamaður hefði hann lært að svara ekki „ef“-spurningum. „Ég hef sagt að ef aðilar lenda í vandræðum geta þeir leitað til mín persónulega sem framkvæmda- stjóra NATO. Þar skil ég við þetta í bili, því ég vil að sviðsljósið sé á viðræðurnar og aðilana.“ Scheffer lagði áherslu á það í svörum sínum að hann vildi að málsaðilar reyndu til fulls að ná samkomulagi og að hann myndi þrýsta á að svo yrði en ekki væri hægt að segja neitt frekar á þessum tímapunkti. Scheffer heimsækir um þessar mundir aðild- arríki NATO til að undirbúa leiðtogafund bandalagsins sem fram fer í Riga á Lettlandi í nóvember. Sagði hann að þar væru einkum þrjú stór mál framundan; breytingar á herliði bandalagsins, samskipti við bandamenn NATO og hvaða skilaboð eigi að senda til þeirra ríkja sem óska inngöngu í bandalagið. Scheffer nefndi að framlag Íslendinga á Kabúl-flugvellinum í Afganistan væri afar mikilvægt, sem og þáttur Íslendinga á Pristina-flugvellinum í Kosovó. Hann sagði að ímynd Íslendinga væri eftirtektarverð og já- kvæð. Scheffer fór af landi brott að loknum fund- inum í gærmorgun. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, ræddi varnarmálin við íslenska ráðamenn Þrýstir á að Bandaríkja- menn og Íslendingar finni niðurstöðu sem fyrst Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/RAX Jaap de Hoop Scheffer lagði megináherslu á að viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnir landsins skiluðu árangri og sagði að hann myndi þrýsta á aðila til að viðræður næðust. 10 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG TEL mjög mikilvægt að við hittumst og gátum farið yfir þessa stöðu,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra við blaða- mann Morgunblaðsins eftir fundinn með Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, í gærmorgun. Á fundinum var einnig Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir varn- arviðræðunum við Bandaríkjamenn. Fund- urinn stóð yfir í rúman klukkutíma, og var haldinn blaðamannafundur að honum loknum. Að sögn Valgerðar var framkvæmdastjór- anum kynnt staðan í varnarviðræðunum. „Hann lítur svo á, og er það mjög skiljanlegt, að þetta séu tvíhliða viðræður sem við verðum að leysa úr, þ.e. Íslendingar og Bandaríkja- menn, án þess að hann blandi sér inn í það að svo stöddu.“ Hún bætti því við að það skipti þó máli að hann þekki málið frá fyrstu hendi. „Ég virði þá skoðun hans að vera ekki með stórar yfirlýsingar hér á þessum fundi núna, en ég tel að það hafi verið mjög mikilvægt að hann kom, og það muni skipta máli upp á framtíðina, en að sjálfsögðu munum við beita okkur sérstaklega gagnvart Bandaríkjamönn- um að leysa þessi mál tví- hliða.“ Aðspurð hvort fram- kvæmdastjórinn hafi sýnt Íslendingum einhvern stuðning sagði hún: „Vissu- lega sýnir hann okkur skilning og gerir sér grein fyrir því að staðan er ekki góð, en ég held að við höfum náð því sem við ætluðum okkur út úr þessum fundi, þ.e. að hann meðtæki þennan boðskap og þessa stöðu sem við erum í. Vissulega var hann ekki að heyra það í fyrsta skipti, en þessi maður kemur þannig fyrir að ég trúi því að hann muni beita sér gagnvart eins og hann sagði báðum aðilum.“ Scheffer blandi sér ekki í viðræðurnar að svo stöddu Valgerður Sverrisdóttir GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir að hann og framkvæmdastjóri NATO séu sammála um að viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna séu farvegurinn og rétta leiðin til að leysa varnarmál landsins eins og sakir standa. „Það er afstaða hans [Scheffers] líka,“ sagði Geir við fjölmiðlamenn eftir fundinn. Spurður hvort hugsanlegt sé að NATO leggi fram varnir, t.d. flugvélar, hér á landi sagði Geir að það væri spurning sem þau vildu ekki svara á þessu stigi. „Það eru allir inni á því að þetta sé mál sem sé best að verði leyst milli okkar Bandaríkjamanna,“ sagði hann. Framundan eru varnarviðræður við Bandaríkjamenn og sagðist Geir vona að það þokist í samkomulagsátt og það lægi í hlutarins eðli að því fyrr sem þau mál leystust því betra. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort samkomulag myndi nást áður en varnarliðið færi. Geir sagðist að öðru leyti hafa verið ánægður með fundinn með Schef- fer. „Þessi fundur var mjög góður og fróðlegur og við ræddum mörg mál. Þessi maður er mjög vel að sér og hefur ítök víða,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gert framkvæmdastjóranum grein fyrir gangi mála í viðræðunum við Bandaríkja- menn. „Hann er auðvitað vel upplýstur um þetta mál frá fyrri tíð og þekkir þetta vel.“ Þegar Geir var inntur eftir því hvort Ís- lendingar gerðu kröfu sýnilegar varnir sagðist hann ekki vilja fara út í efnis- atriðin í þessu máli. Rétta leiðin til að leysa varn- armálin eins og sakir standa Geir H. Haarde SAMKVÆMT 1. gr. varnarsamningsins milli Íslendinga og Bandaríkjamanna sjá hinir síð- arnefndu um varnir Íslands fyrir hönd Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins. Í samningnum segir að Bandaríkin muni, samkvæmt þeim skuldbindingum sem þau hafa tekist á hend- ur með samningnum, „gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem greinir í samningnum“. Óljóst er hvað gerist verði varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sagt upp. Næsta lota í viðræðum þjóðanna fer fram 7. júlí, eins og fram hefur komið. Nákvæmt inntak þeirra varna sem Banda- ríkin eiga að tryggja er ekki ljóst af orðalagi samningsins en fyrir liggur að orrustuþot- urnar fjórar, líkt og annar búnaður, eru á förum. Ljóst er að varnarsamningurinn fellur þó ekki sjálfkrafa úr gildi þótt varnarliðið fari, en til að slíta samningnum þarf að fara í gegnum ákveðið ferli sem lýst er í 7. gr. samningsins. Er þar kveðið á um að hvor rík- isstjórnin sem er geti farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbandalagsins að það end- urskoði hvort þörf sé á að halda aðstöðunni hér á landi lengur. Sú spurning kann að vakna hvort Atlants- hafsbandalagið muni tryggja sýnilegar varn- ir hér á landi, komi til þess að varnarsamn- ingnum verði sagt upp en eins og fram kemur í fréttum blaðsins í dag vörðust bæði fram- kvæmdastjóri NATO og forsætisráðherra allra frétta af því hvort einhver slík áform væru uppi. Ekki eru lagðar beinar skyldur á bandalagið til þess að tryggja varnir aðild- arríkja sinna í Norður-Atlantshafssamn- ingnum en í 3. gr. samningsins segir að aðilar samningsins muni efla möguleika hvers um sig og allra í senn til að standast vopnaða árás. Þá kemur ennfremur fram að vopnuð árás á eitt ríki bandalagsins skuli talin árás á þau öll og er aðstoð frá öðrum ríkjum heitið. Varnir landsins enn í höndum Bandaríkja- manna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.