Morgunblaðið - 17.06.2006, Page 14

Morgunblaðið - 17.06.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátíðarhöld á Eiðistorgi 17. JÚNÍ hátíðarhöldin á Seltjarn- arnesi hefjast kl. 12.50 þegar safnast verður saman við dælustöð á Lind- arbraut og farið í skrúðgöngu kl. 13 undir stjórn Lúðrasveitar Seltjarn- arness. Gengið verður að Hofgörð- um, upp Hofgarða, farið eftir göngu- stíg að kirkju, niður Nesveg og að Eiðistorgi þar sem hátíðarhöldin fara fram. Á Eiðistorgi leikur Salsasveitinn The Three Senioritas nokkur lög og dagskrá hefst kl. 13.45 með því að formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Ásgerður Halldórs- dóttir, setur hátíðina. Þá er ávarp fjallkonu, Ragnheiðar Sturludóttur, og Guðbjörg Hilmarsdóttir og Sig- rún Ósk Jóhannesdóttir syngja. Sýnt verður atriði úr Siggu og Skessunni, leiksýningu Stoppleik- hússins og fimleikaatriði frá Gróttu. Dansatriði sýna Jónatan Arnar Örlygsson og Ásta Björg Magn- úsdóttir, einnig verða sýnd atriði úr Hafinu Bláa, leiksýningu Austur- bæjar og Footloose, leiksýningu Borgarleikhúsins. Kynnir er Addi Idol. Hoppukastali og blöðrusala verður á Eiðistorgi. Hátíðarstund í Vídalínskirkju DAGSKRÁ hátíðarhalda á 17. júní í Garðabæ hefst kl. 10. Þá býðst fólki að fara í kanósiglingar á Vífils- staðavatni, opið hús verður hjá Hestamannafélaginu Andvara, golfkennsla verður í boði við æf- ingasvæði GKG, sund í íþróttahús- inu Mýrinni, víðavangshlaup (mæt- ing kl. 10 við Stjörnuheimilið við Ásgarð) og mömmu- og pabba- hlaup. Ókeypis veiði verður fyrir alla Garðbæinga í Vífilsstaðavatni allan daginn. Hátíðarstund verður í Vídalíns- kirkju kl. 13.15. Stúdentar úr FG taka þátt í hátíðarstundinni og starfsstyrkur listamanna verður af- hentur. Skrúðganga fer kl. 14 frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæði við Garðaskóla. Þar verður eftirfar- andi dagskrá: Nemendur Tónlistar- skóla Garðabæjar spila, fánaathöfn fer fram, setning, ávarp forseta bæjarstjórnar, ávarp fjallkonu, ávextir úr Ávaxtakörfunni koma í heimsókn, Nylon-hópurinn syngur, trúðurinn Moli leikur listir sínar, Björgvin Franz bregður sér í líki frægra Íslendinga og óvæntur leynigestur kemur í heimsókn. Við Garðaskóla verða loft- leiktæki, kassaklifur, trampólín, stultur, sykurpúðaeldun, andlits- málun og sölutjöld. Kaffiborð Kven- félags Garðabæjar verður í Garða- lundi kl. 15–17. í Íþróttamiðstöðinni verður fimleikasýning fimleika- deildar Stjörnunnar kl. 16 og nem- endur Garðaskóla sýna atriði úr leikritinu Draumur á Jónsmessu- nótt. Svo verður haldið ball með hjómsveitinni Á móti sól. Mikið um að vera á Víðistaðatúni 17. JÚNÍ dagskrá í Hafnarfirði hefst kl. 8 en þá verða fánar dregnir að húni og fánahylling. Kl. 10 verður frjálsíþróttamót 6-12 ára barna í Kaplakrika og knatt- spyrna yngri flokka á aðalvelli Kaplakrika. Leiktæki verða á Víð- istaðatúni. Klifurveggur Hraunbúa verður opinn, bátar á tjörninni og rafmagnsbílar á tennisvelli. Kaffisala Skátafélagsins Hraun- búa verður í Skátaheimilinu við Víðistaðatún og bílasýning Kvart- míluklúbbsins. Byggðasafn Hafn- arfjarðar, Pakkhúsið og Sívert- sens-húsið verða opin kl. 11-17. Helgistund verður í Hellisgerði kl. 13.45 og að henni lokinni verð- ur farið í skrúðgöngu að Víð- istaðatúni þar sem fjölskyldu- skemmtun hefst. Leifur Helgason, formaður þjóðhátíðarnefndar, set- ur hátíðina og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, flytur ávarp, Karla- kórinn Þrestir syngur, ávarp fjall- konu, Sara Óskarsdóttir. Þá munu m.a. skemmta Skoppa og Skrýtla, Söngvaborg; Sigga Beinteins, María Björk og gestir, Footlose, Kaffibrúsakarlarnir og Halli í Botnleðju. Kvöldskemmtun verður á Thorsplani kl. 20. Þar verður m.a. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, ávarp nýstúdents, Sunna Magnúsdóttir, Nylon, dansatriði, Thelma Krist- jánsdóttir, Helga Braga o.fl. Jazzkvartett Kára Árnasonar, gömlu dansarnir og Capri tríó verða í Hellisgerði kl. 21 og hol- lenska reggiebandið Four 5 Vibes og Hljómsveit Hilmars Sverr- issonar leika í Fjörukránni. Brasssveit ekur um Kópavog 17. JÚNÍ hátíðarhöldin í Kópavogi hefjast á því að Kópavogsbúar verða vaktir með spili akandi brass- sveita um bæinn. Börn á aldrinum 6-12 ára taka þátt í 17. júní hlaup- inu kl. 10 á Kópavogsvelli og eldri borgarar verða á púttmóti við fé- lagsmiðstöðina í Gullsmára kl. 10. Þá verður fjölskyldusamkoma í Digraneskirkju kl. 11. Skrúðganga fer frá Mennta- skólanum í Kópavogi kl. 13.30 og lýkur á Rútstúni, en þar tekur við hátíðar- og skemmtidagskrá kl. 14. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, flytur ávarp, fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flytur hugleiðingar unga fólksins. Skóla- hljómsveit Kópavogs spilar ættjarð- arlög. Örn Árnason leiðir skemmti- dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þar koma m.a. fram Ronja ræn- ingjadóttir, Björgvin Franz, Snorri Idolstjarna og Nylon. Dagskránni um daginn lýkur með tónleikum kl. 16, þar sem lög Sigfúsar Halldórssonar verða spil- uð. Einnig keppir 6. flokkur kvenna í fótbolta í vináttuleik Breiðabliks og HK á Vallargerðisvelli kl. 16. Auk þess verða leiktæki á svæðinu, leikhópurinn Kær-leikur verður með sýningu á litla sviðinu, kassak- lifur, andlitsmálum sápukúluveröld o.fl. Um kvöldið verða útitónleikar á Rútstúni kl. 20.00-23.30. Þar leika unglingahljómsveitir og sigurveg- arar í söngkeppni félagsmiðstöðva ÍTK og framhaldsskólanna. Þar á eftir koma hljómsveitirnar Ampop, Kung Fu, Baggalútur og Svitaband- ið. Fjölbreytt dag- skrá í borginni DAGSKRÁ 17. júní í Reykjavík er fjölbreytt í ár, hún fer fram á sex sviðum og á götum og torgum í mið- borg Reykjavíkur og stendur frá kl. 10 til kl. 22. Hefðbundin dagskrá er um morguninn en síðdegis og um kvöldið eru barna- og fjölskyldu- skemmtanir, tónleikar, dansleikir, leiktæki og ýmsar sýningar og götu- uppákomur. Tímasett dagskrá há- tíðahaldanna er birt á www.17juni.is. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og athöfn í kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Kl. 10.40 hefst hátíð- ardagskrá á Austurvelli og setur Anna Kristinsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, hátíðina. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá ís- lensku þjóðinni við minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og forsætisráðherra, Geir H. Haarde, flytur hátíðarræðu. Þá er ávarp fjall- konunnar á dagskrá, Karlakórinn Fóstbræður syngur og Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kynnir er Adolf Ingi Erlingsson og Ríkisútvarpið sendir dagskrána út í útvarpi og sjónvarpi. Að lokinni athöfn á Austurvelli er guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VÍSINDAMENN á sviði náttúrufræða eru al- mennt sammála um að fá vandamál sem mann- kynið glímir við í dag séu jafn aðkallandi og eyð- ing gróðurlendis á jörðinni. Þannig eru alls um fimm milljarðar hektara af landi nýttir til land- búnaðar í heiminum og er nokkurt eða alvarlegt jarðvegsrof á 80 prósentum þessa lands. Á sama tíma fer loftslag jarðar hlýnandi af mannavöldum sem leiðir til víxlverkunar auk- inna þurrka og óábyrgrar landnýtingar í mörg- um hitabeltislöndum og víðar. Til marks um þessa þróun eyðist gróður jarðar um sem svarar 12 milljónum hektara á ári, en þessi gróður myndi þekja svæði sem væri stærra en Ísland. Ennfremur er áætlað að allt að 20 prósent af öll- um plöntum og dýrategundum jarðar gætu dáið út á næstu 25 árum. Samfara þessari uggvænlegu þróun fjölgar jarðarbúum stöðugt og það er af þessum sökum sem vítahringur mannfjölgunar og jarðvegseyð- ingar er almennt álitinn vaxandi vandamál al- þjóðasamfélagsins. Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, er einn helsti sérfræðingur Íslendinga á sviði jarðvegseyðingar. Að sögn Andrésar er mikilvægt að minna fólk á alþjóðlega jarðvegs- verndardaginn í dag því að hröð gróðureyðing í heiminum hafi margvísleg og neikvæð áhrif á lífsskilyrði jarðarbúa. „Eyðimerkurmyndun í heiminum í dag hefur áhrif á líf 500 milljóna manna,“ sagði Andrés. „Hún ógnar afkomu 1,2 milljarða manna, eða u.þ.b. fimmta hvers jarðarbúa.“ Andrés segir að fyrir vikið séu tugir milljónir manna eins konar „umhverfisflóttamenn“ í heiminum nú og fólki í þessum hópi fjölgi stöðugt. Hann segir að ef ekki takist að stemma stigu við vandanum gæti farið svo að um 2020 gæti fjöldi slíkra umhverf- isflóttamanna numið um 135 milljónum og straumurinn ekki hvað síst beinast til þróuðu landanna, s.s. í Evrópu. „Þetta táknar að heim- urinn gæti fyrr fundið fyrir afleiðingum land- hnignunar og eyðimerkurmyndunar en lofts- lagsbreytinga,“ sagði Andrés. „Víxlverkan þar á milli er hins vegar mikil, þannig að ef ekki tekst að hamla gegn óæskilegum breytingum á veð- urfari jarðar gæti flóttamannastraumurinn til norðurs orðið miklu meiri.“ Tæpur þriðjungur lands á jörðinni liggur undir skemmdum Að sögn Andrésar er verðmæti vistkerfa heimsins áætlað a.m.k. 33 trilljónir Bandaríkja- dala, en til samanburðar sé heimsframleiðslan um 18 trilljónir dollara og því sé um gríðarlega hagsmuni að ræða. Því segir Andrés að það sé undarleg þversögn að rannsókn á vistkerfum á Íslandi sé vanrækt fræðasvið og að nálgunin sé yfirleitt þröng og umræðan stundum á undarlegu plani. „Vatn og aðgangur að því er undirstaða lífsins á jörðinni í framtíð inni,“ sagði Andrés. „Þrátt fyrir það er afar lítil umræða um vatnsvernd- armál á Íslandi. Hafa þarf í huga að um þriðj- ungur jarðarbúa býr við vatnsskort og árið 2050 gætu 4,2 milljarðar jarðarbúa orðið í vandræð- um með vatn. Þegar gróður og jarðvegur eyðist hverfur geta landsins til vatnsmiðlunar og það leiðir til enn frekari vatnsskorts.“ Að sögn Andrésar gætu Íslendingar lagt margt af mörkum til rannsókna á orsökum land- hnignunar í ljósi mikillar skógar- og jarðvegs- eyðingar á landinu allt frá landnámi, sem hann líkir við náttúruhamfarir. „Jarðvegseyðing frá landnámi á Íslandi hefur verið gríðarleg,“ sagði Andrés. „Eyðingin er svo mikil að henni má líkja við náttúruhamfarir. Þrekvirki hefur hins vegar verið unnið við að hefta eyðinguna og við teljum að landgræðslu- átakið sem hófst hér á landi árið 1907 sé það elsta í heiminum. Hér blasa óvenjuvel við afleiðingar land- hnignunar og eyðimerkurmyndunar í aldanna rás, en jafnframt höfum við unnið mikla sigra í stöðvun eyðingar og endurreisn landkosta. Þess vegna höfum við hjá Landgræðslu ríkisins stundum sagt að Ísland sé eins konar lifandi kennslubók í þessum efnum.“ Spurður um ástæður jarðvegs- og skógareyð- ingarinnar á heimsvísu segir Andrés að ástæð- urnar séu margar og flóknar. „Skógar- og kjarreyðing er mikil, m.a. vegna vísvitandi eyðingar til að rýma fyrir ökrum og beitilandi,“ sagði Andrés. „Þá eru ofbeit og ak- uryrkja stór orsakavaldur í uppblæstri og tapi næringarefna úr jarðvegi. Þessi uggvænlega þróun kann að leiða til matarskorts í framtíð- inni, á sama tíma og framleiða gæti þurft meiri fæðu. Rjúfa þarf vítahring fátæktar, vanþekk- ingar og rányrkju og þá gæti ástandið farið að batna. Slíkt verður að gera því að á næstu 30 til 50 árum þarf að framleiða meira af mat en fram- leitt hefur verið samanlagt á síðustu 10.000 ár- um.“ Skortir umræðu Andrés setur hnignun vistkerfa í sögulegt samhengi og segir að tímabilið þar sem áhrif mannsins á vistkerfin séu meiri en náttúruafl- anna hafi staðið yfir innan við 300 ár. Hann telur hnignun landkosta samofna sögu mannkyns og að síðustu 300 árum sé best lýst sem tímabili landhnignunar og eyðimerkurmyndunar. Þá segir Andrés hraða hnignunarinnar hafa aukist stöðugt á síðustu árum. „Hvert mannsbarn hefur nú 30 prósent minni jarðveg en 1980,“ sagði Andrés. „Engu að síður er ekki mikið rætt um þessi mál í fjölmiðlum. Þetta er einkar athyglisvert í ljósi þess að mikið samband er á milli riss og hruns menningarríkja vegna ofnýtingar á landi. Af þessum sökum ætti víxlverkunin á milli landeyðingar og búsetuþró- unar að vera mun ofarlegar á blaði í alþjóðlegri umræðu um þessar mundir. Við þurfum einnig að hafa í huga að um þriðj- ungur af gróðurhúsalofttegundunum, sem valda hlýnun jarðar, stafar af landhnignun. Varnir gegn myndun eyðimarka og endurreisn land- kosta jarðar gegna því fjölþættu hlutverki, svo sem í vörnum gegn óæskilegum breytingum á loftslagi jarðar, vernd líffræðilegs fjölbreyti- leika og við að tryggja mannkyni nægan mat í framtíðinni.“ „Jarðvegseyðing frá landnámi gríðarleg“ Haldið upp á alþjóðlega jarðvegs- verndardaginn í dag Ljósmynd/Andrés Arnalds Jarðvegseyðingu frá landnámi á Íslandi má líkja við náttúruhamfarir, segir Andrés Arnalds. Morgunblaðið/Golli Fjölbreytt dagskrá hátíðarhalda þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.