Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 27

Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 27 MINNSTAÐUR SUÐURNES Grindavík | Bláa lónið – heilsulind hlaut Norrænu lýsingarverðlaunin 2006 en verðlaunin voru veitt á nor- rænni ráðstefnu ljóstæknifélaga sem lauk í Reykjavík í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt verk hlýt- ur þessi verðlaun en markmið þeirra er að vekja athygli á vandaðri nor- rænni lýsingu. Lýsingarhönnun heilsulind- arinnar var í höndum Guðjóns L. Sigurðssonar, lýsingarhönnuðar hjá Rafteikningu hf. en VA arkitektar ehf. hönnuðu bygginguna. Í áliti dómnefndar kemur fram að lýsingin í heilsulindinni spili af alúð með arki- tektúr byggingarinnar, lóninu og hraunbreiðunni. Samspil lýsingar úti og inni sé gott en auk raflýsingar er dagsljósið markvisst notað. Í lýsingunni er sérstaklega tekið tillit til áberandi sára á húð fólks með psoriasis sem kemur til með- höndlunar í heilsulindinni og val á lithitastigi ljósgjafa er valið svo psoriasis-blettir verði sem minnst áberandi. Í þá lýsingu eru notaðar kaldbakskautsperur sem eru ekki ósvipaðar flúrperum nema hvað velja má hvaða lithitastig sem er og litendurgjöf þeirra er mjög hátt. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem þessi gerð af ljósgjöfum er notaður til almennrar innanhússlýsingar á Norðurlöndunum, segir í frétta- tilkynningu frá Bláa lóninu. Viðurkenning Tekið við norrænu lýsingarverðlaununum, f.v. Daði Ágústsson, formaður LFÍ, Guðni Gíslason, fulltrúi Íslendinga í dómnefndinni, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Guðjón L. Sigurðsson frá Rafteikningu og Eirik Bjelland, formaður dómnefndar. Bláa lónið fær norræn lýsingarverðlaun FERÐAMÁLASAMTÖK Suður- nesja, Neyðarlínan og Girðir ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Neyðarlínan taki að sér vöktun stikaðra gönguleiða á Reykjanes- skaganum. Ferðamálasamtökin hafa haft forgöngu um að stika gönguleiðir á Reykjanesskaganum og er það verk komið vel á veg. Þegar verk- efninu lýkur verða 23 gönguleiðir stikaðar, samtals um 357 km að lengd. Stikurnar eru appelsínugular að lit og er hver stika merkt með upphafsstöfum gönguleiðarinnar og númeri stikunnar. Leiðirnar eru mjög misjafnlega langar og sem dæmi þá er Ketilstígur sem liggur frá Seltúni í Krísuvík að Reykjavegi 4,5 km langur og er merktur með 56 stikum. Hver stika er númeruð og merkt með upphafsstöfum í nafni stígsins, í þessu tilviki KETIL. Allar stik- urnar á leiðunum eru mældar út með GPS tæki og stígarnir hnit- aðir niður. Það er fyrirtækið Girðir ehf. sem hefur tekið að sér að setja stikurnar niður, mæla þær út og merkja. Neyðarlínan hefur fengið hnitin af öllum þeim stikum sem komnar eru upp og mun Neyð- arlínan hér eftir aðstoða þá sem lenda í villu eða óhappi á fyrr- nefndum gönguleiðum og hringja í númer Neyðarlínunnar, 112. Gönguleiðirnar eru merktar á gönguleiðakorti Ferðamálasamtak- anna, Reykjanes, sem selt er í bókabúðum og upplýsingamið- stöðvum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ferðamála- samtökum Suðurnesja. Einnig er hægt að fá upplýsingar um leið- irnar á upplýsingaskrifstofum ferðamála á Suðurnesjum. Neyðarlínan vaktar stikaðar gönguleiðir Morgunblaðið/Eyþór Samvinna Þórhallur Ólafsson, hjá Neyðarlínunni, Kristján Pálsson, frá Ferðamálasamtökunum, og Árni G. Svavarsson, forstjóri Girðis. Fréttir í tölvupósti Gjöf Jóns Sigurðssonar Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita „1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, 2. til að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og 3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildar- rita.“ Enn fremur segir: „Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.“ Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis „að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangs- efnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“ Umsækjendur um verðlaun úr sjóðnum skulu senda nefnd- inni þrjú eintök þeirra rita er þeir óska að tekin verði til álita. Miðað er við rit, gefin út eftir síðustu úthlutun úr sjóðnum. Æskilegt er að þeim fylgi umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efnið. Framangreind gögn skulu send forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík, merkt verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar, fyrir 1. september næstkomandi. Reykjavík, 2. júní 2006 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Jón G. Friðjónsson Ragnheiður Sigurjónsdóttir Ólafía Ingólfsdóttir Í Fornalundi Reykjavík 585 5050 Suðurhrauni 6 Hafnarfirði 585 5080 V/Súluveg Akureyri 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði 477 2050 Höfðaseli 4 Akranes 433 5600 www.bmvalla.is Gæðavörur fyrir garðinn þinn. Söludeildir: Hallarsteinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.