Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 32
Daglegtlíf
júní
Þ
egar Jóhanna Sesselja
Erludóttir, eða Lella
eins og hún er kölluð
dagsdaglega, býður vin-
um og ættingjum heim
búast gestir orðið við því að fá
súkkulaðikökuna sem hún er fræg
fyrir meðal þeirra. Súkkulaðikök-
unni kynntist Lella í Svíþjóð. „Ég
bjó í Svíþjóð í eitt ár og allstaðar
sem ég fór í veislur eða kaffiboð var
þessi kaka borin fram, þeir kalla
hana Kladdköku sem myndi útlegg-
jast á íslensku sem klísturkaka. Hún
er yfirleitt borin fram með vanilluís
en stundum með rjóma,“ segir Lella
og viðurkennir að þar sem hún sé
mikill súkkulaðifíkill hafi hún virki-
lega saknað þessarar köku þegar
hún flutti frá Svíþjóð. „Þegar ég
kom heim leitaði ég á netinu og í
uppskriftabókum þangað til ég fann
hina fullkomnu Kladdkökuuppskrift
sem ég aðlagaði aðeins að mínum
smekk. Mér finnst kakan betri eftir
því sem hún er blautari auk þess
sem ég fór að setja ýmsar tegundir
af berjum ofan á kökuna en það gera
Svíar ekki, mér finnst það betra því
þau koma fersk á móti súkkulaðinu.
Þetta er orðin svona Kladdkaka a’la
Lella.“
Aðspurð hvort hún sé búin að
baka Kladdkökuna oft svarar hún að
þessi kaka sé orðin eins og vöru-
merkið sitt. „Yfirleitt, ef ég fæ gesti,
býð ég upp á þessa köku því það er
einfalt og fljótlegt að baka hana.
Gestirnir búast líka orðið við að ég
beri þessa köku á borð fyrir þá.“
Skoðar mikið uppskriftabækur
Lella segist annars ekki baka mik-
ið. „Ef ég baka þá er það oftast
Kladdkakan mín eða smákökurnar
sem ég gef líka uppskrift að hér. Ég
nenni ekki að eyða of miklum tíma í
bakstur en mér finnst mjög gaman
að borða kökurnar.“
Furuhnetu- og fíkjuklattana fann
Lella í uppskriftabók fyrir ein jólin
þegar hún var í smákökuhugleið-
ingum og hefur bakað þá reglulega
síðan. „Ég baka þessar smákökur
þegar mig langar í, ég er ekkert að
baka þær við einhver sérstök tæki-
færi. Það besta við þessar kökur er
að þær líta út fyrir að vera rosalega
hollar en þegar maður bítur í þær
eru þær sætar en samt ferskari en
hefðbundnar smákökur,“ segir Lella
og bætir við að furuhnetu- og fíkjuk-
lattana sé tilvalið að baka fyrir garð-
boðin í sumar.
Að eigin sögn segist Lella ekkert
hafa sérstakan áhuga á mat en að
henni finnist mjög gaman að prófa
sig áfram með uppskriftir. „Ég á
fullan skáp af uppskriftabókum sem
mér finnst rosalega gaman að skoða
en ég fer aldrei eftir þeim. Ég fæ
hugmyndir héðan og þaðan úr hin-
um ýmsu uppskriftum og sameina
þær í einn rétt. Það er skemmtilegt
að elda eitthvað öðruvísi og frumlegt
og halda matarboð, en að elda hefð-
bundinn heimilismat finnst mér ekki
eins skemmtilegt þó ég geri það fyr-
ir fjölskylduna,“ segir Lella að lok-
um með bros á vör.
MATARKISTAN | Jóhanna Sesselja Erludóttir er svolítil kökukerling
Kladdkaka frá Svíþjóð í uppáhaldi
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Jóhanna Sesselja Erludóttir býður vinum og ættingjum gjarnan upp á súkkulaðiköku sem hefur slegið í gegn.
Kladdkaka
Lellu
100 g smjör
11/2 dl hveiti
4 msk kakó
11/2 tsk van-
illusykur
2 egg
3 dl sykur
Hitið ofninn í 175°.
Bræðið smjörið.
Blandið því næst sykrinum
saman við smjörið og svo öllu
hinu hráefninu.
Hellið deiginu í eldfast mót
eða form og bakið í ofninum í
15 mínútur(sumir vilja hafa
bökunartímann styttri, aðrir
lengri, fer algjörlega eftir því
hversu klístraða þú vilt hafa
kökuna. Hún er að sjálfsögðu
langbest þegar hún er sem
blautust, en bragðið er ekkert
síðra þótt hún sé bökuð í gegn,
þá verður hún stíf og kara-
mellukennd).
Best er að hlaða svo á kök-
una jarðarberjum, bláberjum
og hindberjum, strá slatta af
flórsykri yfir og bera hana
fram volga með ísköldum van-
illu ís... nammi namm...
Furuhnetu- og
fíkjuklattar
1 ¼ bolli hveiti
¼ tsk salt
1 tsk kanill
¾ bolli smjör við stofuhita
2/3 bolli púðursykur
1 bolli þurrkaðar fíkjur,
brytjaðar í smáa bita
¾ bolli furuhnetur
Hitið ofninn í 170°
Þeytið saman smjöri og púð-
ursykri í u.þ.b. eina mínútu þar
til blandan verður mjúk og ljós
að lit.
Blandið þurrefnum saman
við og hrærið því næst fíkj-
unum varlega út í deigið.
Myndir kúlur úr deiginu og
setjið á bökunarplötu.
Stráið því næst veglega af
furuhnetum á hverja köku.
Bakið í u.þ.b. 20 mínútur eða
þangað til kantarnir eru orðnir
fallega gullinbrúnir.
MARÍA Guðbrandsdóttir, kennari í mynd-
mennt og heimilisfræði við grunnskólann í
Ólafsvík, hefur notað sinn frítíma frá kenn-
arastarfinu í að mála tréfígúrur. Sveinbjörn
Dýrmundsson, eiginmaður Maríu og kennari
við grunnskóla Ólafsvíkur, sker fígúrurnar út,
í alls konar stærðir og síðan tekur María við
og málar þær. María heldur mikið upp á
peysuföt og upphlut sem hún málar á trédúkk-
urnar.
María er búin að vera í 15 ár í þessu og
kemur með ný form á hverju ári. Engin dúkka
er eins, það er munurinn á handverki og
fjöldaframleiðslu.
Þessar trédúkkur hefur hún selt í pakkhús-
inu á sumrin og annar ekki eftirspurn og það
eru ekkert síður íslenskir ferðamenn sem
kaupa dúkkurnar þótt útlendingarnir geri það
auðvitað líka.
Um jólin setur hún trédúkkurnar í jólaföt og
er það gífurlega vinsæl söluvara.
Einnig málar María akrýl á mdf-plötur, kon-
ur í þjóðbúningnum með jökulinn í baksýn.
María hyggst mála meira þegar hún er orðin
gömul og hætt að kenna. „Ég vildi gera mikið
meira en tíminn leyfir það ekki vegna
kennslunnar á veturna en ég nota sumrin
aðallega í þetta áhugamál mitt,“ sagði hún.
ÁHUGAMÁL | Hann sker út dúkkur og hún málar föt á þær
Trédúkkur í
þjóðbúningum
Morgunblaðið/Alfons
María heldur mikið upp á trékonuna í peysufötunum.
var athugað og kom þetta þá í ljós.
Viðbrögð við reyk, ilmvatni, blóm-
um var m.a. könnuð, að því er fram
kemur í frétt TT-fréttastofunnar.
Ofnæmið getur valdið einkenn-
um eins og nefrennsli, kláða í slím-
húð eða andþrengslum. Þeir sem
þjást af ofnæminu hafa margir ver-
ið meðhöndlaðir eins og þeir væru
með astma en astmalyf hafa ekki
linað þrautir þeirra.
NÝ SÆNSK rannsókn bendir til
þess að ofnæmi fyrir lykt eða ilm-
efnum er algengara en áður var tal-
ið. Talið er að 6% fullorðinna geti
þjáðst af slíku ofnæmi, að því er vís-
indamenn við Sahlgrenska sjúkra-
húsið í Gautaborg telja. 1.400
manns tóku þátt í rannsókn þar sem
næmi gagnvart mismunandi lyktum
Ofnæmið getur valdið kláða í slímhúð eða nefrennsli.
Nefrennsli vegna
ilmvatnsins?
RANNSÓKN