Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 33 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Undir Jökli á Jónsmessu TVÆR göngur verða í boði undir Jökli um Jónsmessuna. Allir eru velkomnir hvort sem þeir ganga langt eða skammt. Göngustjórar verða dr. Pétur Pétursson prófessor og Sæmundur Kristjánsson, sagnamaður í Rifi, leið- sögumaður og landvörður. Lagt verður af stað frá nýjum krossum sem reistir verða við tvo forna en aflagða kirkju- staði undir Jökli. Fyrri daginn verður farið frá Saxhóli að Ingjaldshólskirkju. Seinni daginn verður farið frá Einarslóni að Hellnakirkju. Á leiðinni sjá göngu- stjórarnir um sögu- og helgistundir. Sagt verður frá merkum sögulegum at- burðum, minnistæðu fólki, helgisögum og þjóðlegum fróðleik sem tengjast leiðinni og lífi fólks að fornu og nýju. Minnst verður fornra og nýrra helgi- staða, merkra sagna og atburða í sögu kristnihalds undir Jökli. Gengið verður í áföngum, ýmist í þögn eða samræðum. Nauðsynlegt er að hafa drykkjarvatn með sér sem og annað nesti. Á MORGUN, sunnudaginn 18. júní kl. 9:00, hefst sala á ferðum í nýju vetrarflugi Iceland Express til Friedrichshafen sem verður alla laugardaga frá 30. desember í vetur og fram til 3. mars nk. Iceland Express hóf beint áætlunarflug til borgarinnar í vor en auk þess að vera sumar- dvalarstaður er Friedrichshafen talinn ákjósan- legur áfangastaður fyrir þá, sem hyggja á skíða- ferðir á veturna. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram, að þar séu margir af þekktustu skíðastöðum heims og fjölbreyttir val- kostir í boði. Með tilkomu þessa vikulega vetrar- flugs Iceland Express gefst skíðafólki enn- fremur kostur á því að velja, undirbúa og panta skíðaferðir sínar sjálft, til dæmis á Netinu. Grunnverð á flugi til Friedrichshafen er 7.995 kr. aðra leið með sköttum, hið sama og á öðrum leiðum Iceland Express.  ICELAND EXPRESS | Flogið vikulega til Friedrichshafen við Bodensee í Þýskalandi næsta vetur Ný leið fyrir skíðafólk Allar upplýsingar um skíðaferðir í nágrenni Friedrichshafen er að finna á slóðinni www.ice- landexpress.is/skidi Dæmi um þekkta skíðastaði nálægt Friedrichs- hafen:  Lech/Zürs er í 125 km fjarlægð frá Friedrichs- hafen og þangað er u.þ.b. 90 mínútna akstur. Yfir 250 gististaðir eru í Lech/Zürs og 280 km af skíðabrekkum. Íslenskur skíðakennari er á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.lech-zuers.at  St. Anton er einnig í um 125 km fjarlægð frá Friedrichshafen. Þar eru 80 skíðalyftur, góðir skíðaskólar og fjölda gististaða. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.stantonamalberg.com  Ischgl er 180 km frá Friedrichshafen og tekur aksturinn þangað um 2 klukkustundir. Aðalskíðasvæðið,sem er í 2.000–2.900 m hæð er kjörið fyrir þá sem gera kröfur í brekkunum og þar er einnig aðstaða fyrir brettafólk. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.ischgl.com  Schruns er í um 100 km fjarlægð frá Fried- richshafen. Schruns er meðal 11 þorpa í Montafon dalnum. Þar eru 290 km af gönguskíðabrautum og 10 skíðaskólar. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.schruns-tschagguns.at  Davos er 150km frá Friedrichshafen. Í Davos er öruggt snjósvæði og þar er að finna skíðasvæðin Jakobshorn, Parsenn, Pischa, Madrisa og Rinerhorn. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.davos.ch  Góðar aksturleiðbeiningar á alla helstu staði eru á www.multimap.com _ Frá 30. desember og fram í mars verður Iceland Express með vikulegt flug til Friedrichshafen. ÚTIVISTAR- og göngusvæðið í Kerlingarfjöllum hefur verið opn- að formlega fyrir sumarumferð. Eftir að skíðaiðkun var lögð af í Kerlingarfjöllum árið 2002 og öll áhersla lögð á að byggja upp úti- vistar- og göngusvæði hefur að- sókn almennra ferðalanga farið stigvaxandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kerlingar- fjöllum. „Gistipantanir í sumar eru nú þegar hátt á fjórða þúsundið ásamt því að átta hundruð hestar koma við í fjöllunum í sumar. Kjalvegur er nýheflaður og með besta móti. Fært er í Kerlingarfjöll á öllum bíl- um – bæði stórum og smáum. Staðarhaldari í sumar verður sagnfræðingurinn Þóra Fjeldsted, segir enn fremur. Í Kerlingarfjöllum er nú að finna fjölmargar merktar og ómerktar gönguleiðir og útsýni af toppunum í Kerlingarfjöllum er með því mesta sem gerist á Íslandi. Á vegum Hópferðamiðstöðvar- innar verður komið við í Kerling- arfjöllum á daglegum ferðum bæði norður og suður Kjöl. Þá hefur Ferðafélag Íslands ákveðið að setja saman þrjár hópferðir með leið- sögumönnum í fjöllin í sumar.  KERLINGARFJÖLL | Formlega búið að opna svæðið fyrir ferðamenn í sumar Fallegt útivistar- og göngusvæði Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson www.kerlingarfjoll.is 27.200 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 22 3 0 3 Barcelona í allt haust frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. og 13. nóv. Netverð á mann. Prag í okt. og nóv. frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. nóv. Netverð á mann. Búdapest allan október frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 10. okt. Netverð á mann. Róm 17. nóv. frá 64.300 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Archimede í 4 nætur. Netverð á mann. Kraká í okt. og nóv. frá 37.930 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Eljot í 3 nætur 23. okt. með 8.000 kr. afslætti. Netverð á mann. Ljubljana 27. okt. frá 54.990 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel City í 4 nætur. Netverð á mann. Aukaflug veisla í beinu flugi í haust Borgar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.