Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Sautjándi júní er runninnupp, þjóðhátíðardagurokkar Íslendinga. Þeim fækkar stöðugt, sem muna þann dag á Þingvöllum árið 1944, þeg- ar íslenzka lýðveldið var stofnað í grenjandi rigningu og umferðar- öngþveiti var á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Og enn færri muna fullveldisdaginn 1. desember 1918. Raunar hefur sá dagur aðra þýðingu fyrir okkur líka. Þann dag árið 1976 sigldi síðasti brezki togarinn af Íslandsmiðum og yf- irráð okkar yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu voru óumdeilanleg. Hvernig ætli okkur hafi tekizt að koma þýðingu þessara daga til skila til nýrra kynslóða Íslend- inga? Það er áreiðanlega svona upp og ofan. Það er ekki auðvelt verk að út- skýra fyrir nýjum kynslóðum þá sterku þjóðerniskennd, sem ein- kenndi Íslendinga þeirra tíma og þá tilfinningu, sem það var að upplifa stofnun lýðveldis á Þing- völlum. Hins vegar skiptir miklu máli, að það sé gert og að nýjar kynslóðir gleymi ekki þeirri sögu. Á vissu tímabili í okkar sam- tíma var jafnvel litið svo á, að þjóðerniskennd væri skammar- yrði. Hvers vegna? Hvað er að því, að þjóðin, sem byggir þetta land, beri í brjósti sterkar tilfinn- ingar til landsins og sögu þjóð- arinnar? Þjóðerniskennd getur verið jákvæð. Hún getur að vísu tekið á sig neikvæðar myndir en þá er það okkar hlutverk að berj- ast á móti þeim. Eitt stærsta verkefni okkar nú um stundir er að taka vel á móti þeim fjölda fólks, sem er að flytja hingað til lands. Margir þeirra eiga um sárt að binda eftir erfitt líf í heimalandi sínu. En tilfinn- ingar þeirra til eigin þjóðar eru líka sterkar. Við eigum að virða þær alveg eins og tilfinningar Vestur-Íslendinga til okkar eru virtar í heimalandi þeirra. Mikill fjöldi Íslendinga hefur setzt að í öðrum löndum og verið vel tekið. Hið sama eigum við að gera hér gagnvart því fólki, sem hingað er að flytja. Einu sinni var stærsta sjálf- stæðismál þjóðarinnar að stofna lýðveldi. Svo varð stærsta sjálf- stæðismál þjóðarinnar að ná yf- irráðum yfir landhelginni. Hvert er stærsta sjálfstæðis- mál þjóðarinnar nú? Sennilega eru þau tvö, að vernda landið og verja tunguna og menningararf- leifðina. Baráttan fyrir náttúruvernd á Íslandi á sér þjóðernislegar ræt- ur eins og ungir fræðimenn hafa bent á. Þjóðerniskenndin tengist landinu sjálfu og náttúru þess meira en áður. Náttúruverndar- hreyfingin verður stöðugt öfl- ugri. Þeim fjölgar, sem telja að nú sé nóg komið af raski af mannavöldum í óbyggðum Ís- lands. Af hverju á að malbika Kjalveg? Hver hefur samþykkt þá framkvæmd? Er það Alþingi? Það er enn hægt að stöðva þá framkvæmd og á að gera. Ætla náttúruverndarsamtökin að sitja þegjandi hjá? En þótt margir hafi áhyggjur af umgengni okkar um landið sjálft er kannski enn meiri ástæða til að spyrja, hvort við stöndum nægilega sterkan vörð um tunguna og arfleifðina. Við umgöngumst tunguna af kæru- leysi. Meðferðin á henni er stund- um þannig, að engu er líkara en hú sé eitthvert drasl í okkar huga. Þetta á við um meðferð ís- lenzkrar tungu, ekki sízt í sumum ljósvakamiðlum en líka í prent- miðlum. Fjöldi fyrirtækja virðist líta svo á, að það sé líklegra til að laða að viðskipti að fyrirtækin heiti erlendu nafni eða að auglýs- ingar fyrirtækjanna séu að hluta til á ensku. Það er misskilningur að halda að tungan sé svo sterk að henni verði ekki haggað. Ef fram fer sem horfir er veruleg hætta á því, að við höfum týnt tungunni að 100 árum liðnum. Í dag skulum við minna okkur sjálf á að sjálfstæðisbarátta þjóð- ar okkar stendur að eilífu, þótt baráttumálin breytist. Nú er nærtækast að tala um verndun náttúrunnar og vörn fyrir tung- una. Á næstu árum getur orðið brýnt að taka upp baráttu fyrir margvíslegum réttindum á hafinu og hafsbotninum í námunda við Ísland. En mikilvægast af öllu er að uppfræða unga Íslendinga um sögu þjóðarinnar frá upphafi til þessa dags. Með þeirri upp- fræðslu sköpum við í brjósti kyn- slóða framtíðarinnar þá tilfinn- ingu, að það skipti máli að vera Íslendingur, að við getum verið stolt af sögu þjóðar okkar, að við getum verið hreykin af menning- ararfleifð okkar, að það sé ástæða til að sýna tungumálinu fulla virðingu og umgangast landið sjálft af varúð og tillits- semi. Og þess vegna má það aldrei gerast að minningin um það sem gerðist 17. júní 1944 dofni í huga þjóðarinnar, að ljóminn yfir þess- um degi fölni og að hann verði eins og hver annar dagur. Að hluta til hefur það gerzt með 1. desember. Gætum þess að það gerist ekki líka með 17. júní. Morgunblaðið flytur lesendum sínum og þjóðinni allri árnaðar- óskir á þjóðhátíðardaginn. Mér þykir svo vænt um þetta. Það ersvo fallegt og merkilegt hvernig líf-ið kemur til mín aftur. Ég er stund-um að upplifa það núna,“ segir Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en hún hlaut í gær heiðursverðlaun Leiklist- arsambands Íslands á Grímunni, íslensku leik- listarverðlaununum, sem afhent voru við hátíð- lega athöfn í Borgarleikhúsinu. „Ég finn að það sem ég gerði áður fyrr, og hef auðvitað alltaf haldið áfram að gera, það er ekki gleymt. Mér finnst stundum að ég hafi farið yfir eins og vind- högg. En þetta hefur ekki verið vindhögg. Það snertir mig mjög djúpt og ég er mjög hrærð yfir því að þetta starf mitt skuli ekki vera gleymt,“ segir Vigdís, sem alla tíð hefur verið heilluð af leiklist. Leiklistin hefur einnig verið hluti af ævi- starfi Vigdísar, en frá 1972–1980 var hún leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og þá var hún einn stofnenda tilraunaleikhússins Grímu á sjö- unda áratugnum. Barðist fyrir Borgarleikhúsinu Vigdís segir að sér hafi ekki síst þótt vænt um að viðurkenningin skyldi afhent í Borgarleikhús- inu. „Á árunum mínum hjá Leikfélaginu barðist ég fyrir Borgarleikhúsinu,“ segir hún. „Borg- arleikhúsið sýnir að hugsjónir geta orðið að veruleika og það finnst mér svo fallegt,“ segir Vigdís. „Hugurinn leitar til baka til þess tíma sem ég var leikhússtjóri í Leikfélagi Reykjavíkur. Það voru afskaplega góð og gefandi ár og síðan á þessum árum á ég suma af mínum allra bestu vinum. Það skapaðist svo mikil vinátta milli mín og þeirra sem unnu með mér þarna,“ segir Vig- dís. „Það var svo mikill innblástur í þeim, ein- mitt af því að við vorum að stefna á að byggja Borgarleikhúsið. Það var á þessum árum sem eitt af því sem gert var var að efna til miðnæt- ursýninga til styrktar húsbyggingarsjóði LR, sem byggja skyldi Borgarleikhúsið fyrir. Þetta var gert í mörg ár og ég sakna þess tíma þegar hægt var að leika svona miðnætursýningar. Þær voru greinilega fyrir tvær kynslóðir. Þegar ungt fólk var búið að koma börnunum í háttinn og hafði fengið einhvern til að passa, þá bauð það pabba og mömmu í leikhús,“ segir Vigdís. „Allir sem stóðu að sýningunum gáfu vinnu sína í sjóð- inn, bæði leikarar og aðrir. Það er þetta ynd- islega ákaflyndi sem býr að baki Borgarleikhús- inu,“ bætir hún við. Ekki hægt að læra til forseta Hafði leikhúsferillinn áhrif á það sem þú tókst þér svo fyrir hendur? „Já, hann hafði það. Á þeim tíma, og reyndar ennþá, var hvergi hægt að fara í skóla til þess að taka gráðu í því að verða forseti, það var ekki til neitt sem hét cand.fors.,“ segir Vigdís og hlær. „En í leikhúsinu er verið að skilgreina mann- veruna, einstaklinginn, skaphöfn hans, ein- staklinginn andspænis þjóðfélaginu, einstakling- inn inni í sínum innsta hring eða inni í sínum starfshring og þjóðfélagið. Það er verið að skil- greina allt mannlífið frá því að æfingar hefjast á morgnana og þar til tjaldið fellur á kvöldin,“ seg- ir Vigdís. „Ég var oft spurð að því meðan ég gegndi embætti hvernig væri hægt að hoppa frá því að vera leikhússtjóri og yfir í það að vera forseti. Svarið var þetta: Ef þessi skilgreining á mann- verunni, þjóðfélaginu og samsetningunni allri, ef það er ekki góður undirbúningur undir það að verða forseti, þá veit ég ekki hvað það er. Því starf forseta snýst um fólk og þjóðfélag,“ segir Vigdís. „Ferill minn í leiklistinni hefur alltaf nýst mér vel. Ég hef alltaf verið mjög leikræn í mér. Ég set allt á svið í huganum. Ég man miklu betur það sem ég sé en það sem ég heyri. Það er ágætt því ég man engar kjaftasögur en ég man nokkurn veginn allt sem ég sé. Ég sé myndir og ég set þær á svið í huganum,“ segir Vigdís. Richard Burton í öllum karlhlutverkum „Leiklistin hefur alltaf verið hluti af mér. Ég hef alltaf verið tengd leiklist, mjög næm á leiklist og raunar á alla framkomu yfirleitt,“ segir Vigdís. „Í gamla daga þegar ég var að lesa leikrit, þá las ég eitt á dag og leitaði að góðum verkum. Þá setti ég þau alltaf á svið í huganum og þá hafði ég Richard Burton í öllum karlhlutverkum. Það var svo þægilegt að hafa einn staðlaðan karl á miðjum aldri í þetta. En ég var alltaf að leita að leikritum fyrir kvenfólkið. Það er nefnilega svo skrýtið að leikrit eru skrifuð eins og Íslend- ingasögurnar, um karla, og svo eru ein til tvær konur í þungamiðju. Svo ég skipti öllum bestu ís- þ i L V l l l a ó f f u h í r l M E á h b h o s a h h s f s l Þ V b e o m e d þ a u „ r g u t n a a s e g i u v m ó M e a þ h h m b lensku leikkonunum milli verkanna eftir því sem verkast vildi. Og þær fengu allar að leika á móti Richard Burton,“ segir Vigdís og hlær. Vigdís var ekki aðeins leikhússtjóri hjá Leik- félagi Reykjavíkur, heldur hefur hún tengst ís- lensku leiklistarlífi með ýmsum hætti. „Ég var einn af stofnendum Grímu, sem var fyrsta til- raunaleikhúsið á Íslandi,“ segir Vigdís. Aðdrag- andinn að hlut Vigdísar að stofnun þess leikhúss voru námsár hennar í Frakklandi. „Þegar ég fluttist heim var ég með ýmsar hugmyndir í farteskinu um hvernig auðga mætti menninguna á Íslandi. Í Frakklandi eyddi ég miklum tíma í leikhúsinu og hreifst mjög af. Ég var svo hrifin af nýju framúrstefnunni,“ segir hún. En hvað finnst þér um stöðu leiklistar á Ís- landi í dag? „Mér finnst leiklistin í dag vera afskaplega skapandi, rík og gjöful og kvikmyndalistin líka. Ég var með í för í Kaupmannahöfn um daginn þegar leikrit Völu Þórsdóttur, sem byggist á sögum Svövu Jakobsdóttur, Eldhús eftir máli, var sýnt í Konunglega leikhúsinu, en á undan sýningunni spjallaði ég um Svövu. Það var mjög gaman að sjá þetta leikverk á fjölum nýja sviðs Konunglega leikhússins og hreinlega ógleym- anlegt. Ótalmargir komu að máli við mig og hrósuðu sýningunni og leikurunum. Fólk sagði að það væri einstakt að hlusta á íslenskt mál og að sjá þá hæfileika og fimi sem leikararnir sýndu. Þetta væri glæsileg atvinnnumennska. Þú getur ímyndað þér hvað ég varð hreykin,“ segir Vigdís. „Þetta er allt að koma!“ Það var mikill áfangi fyrir Leikfélag Reykjavík- ur að byggja Borgarleikhúsið. Eftir að félagið fluttist þangað hefur það þó glímt við fjárhags- vanda. Hvernig má skýra þetta? „Starfsemi menningarstofnana gengur upp og ofan og þetta gerist því miður alls staðar. Við vorum nokkur sem héldum að það yrði betra að leikfélagið ræki leikhúsið í anda þess hugar sem ríkti í Iðnó á sínum tíma. Við vorum félag og vin- ir og höfðum öll þennan sama metnað; þetta skyldi ganga. Þjóðfélagið hefur hins vegar breyst mikið. Það er sennilega orðið erfiðara fyrir fólk núna að hafa þann innri metnað sem það hefur fyrir sjálft sig fyrir stofnanir,“ segir Vigdís. „Það er þannig með leikhús og allar menningarstofnanir að það tekur tíma fyrir þær að hasla sér völl. Ég hef dvalist mikið í Dan- mörku og meðal annars tekið þátt í að koma Norðurbryggjunni, menningarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn, á laggirnar. Þar fórum við að líta í kringum okkur og skoða hvað það tók menningarstofnanir langan tíma að öðlast við- urkenningu. Við komumst að því að þetta tók átta ár hjá Louisiana-safninu og hið sama gilti um Karen Blixen-safnið,“ nefnir Vigdís sem dæmi. „Það tók tíma að koma því inn í vitund fólks að þetta væru stórkostlegar menning- arstofnanir. Við erum núna að hasla okkur völl á Norðurbryggjunni. Hún er að renna inn í vitund fólksins sem mjög markverð menningarstofnun. Það má segja að það voru erfiðleikar fyrir hendi þegar LR fór inn í hið nýja Borgarleikhús. En nú er leiklistarstarfsemin búin að slíta barnsskónum. Stærra fyrirbæri er tekið við og Leikfélag Reykjavíkur er ekki aleitt um að vera Vigdís Finnbogadóttir hlaut heiðursverðlaun Leiklistar „Hrærð yfir því að þe mitt skuli ekki vera g Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.