Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÍSLENSKIR ráðherrar, alþing-
ismenn og æðstu menn dómsvalds:
Í fyrra bréfi mínu til ykkar, sakaði
ég ykkur um óafsakanlegt áhugaleysi
á fíkniefnavanda ís-
lenskra ungmenna og
leyfði mér að benda á
alvarleg mistök í með-
ferð fíkla sem teknir
eru fyrir afbrot. Í stað
þess að ljúka slíkum
málum strax í einum
áfanga, eru þau dregin
á langinn og valda því í
raun auknum skaða.
„Strangasta réttlætið
er stundum mesta
óréttlætið,“ sagði Ci-
cero forðum. Þau orð
standa enn, og eiga því
miður við um meðferð
eiturlyfjasjúklinganna.
Í dæmi þeirra virðist
afstaða dómsvaldsins
því miður vera hið
gamaldags viðhorf að
refsa, en hvorki að
betra né stuðla að
lækningu, hvernig sem
á því getur staðið.
Kannski hefur þetta
aldrei verið hugsað, hvorki af hálfu
dómsvalds né löggjafarvalds. Það ber
að mínu viti vott um furðulegan van-
skilning að dæma helsjúkt fólk til al-
mennrar fangelsisvistar. Það kemur
aftur út jafnsjúkt og jafnvel verr statt
en áður. Allir vita að almenn fangelsi
eru opin eiturlyfjum. Í vissum til-
vikum geta sjúklingarnir setið inni
með þeim sem stóðu að sölu til þeirra.
Vitað er um dæmi þess að sjúklingum
er beinlínis séð fyrir eiturlyfjum upp í
skuld sem greiða á þegar fangels-
isvist lýkur. Þá er tryggt að fíkillinn
losnar hvorki úr fjötrum fíknarinnar
né þeirra sem hagnast á sjúkleika
hans. Það er tryggt með ofbeldi hand-
rukkara ef annað dugir ekki. Þetta
vitið þið vel.
Ég er ekki að biðja um neina lin-
kind. Ég er að biðja um skilning og
einhvern tilgang. Ég er þeirrar skoð-
unar að handtaka eigi alla fíkla strax
og þeir eru staðnir að afbrotum,
hvort heldur það eru fíkniefnabrot
eða auðgunarbrot af einhverju tagi til
að fjármagna fíknina. Það á að hand-
taka þá strax og dæma þá strax. En
það á ekki að dæma þá til almennrar
fangelsisvistar, heldur til vistar á sér-
hæfðum, lokuðum meðferðarstofn-
unum. Ég veit að ég fæ
það svar að slíkar stofn-
anir séu ekki til. En þá
er að búa þær til. Til
þess þarf húsnæði og
starfsfólk. Það ætti ekki
að vera svo erfitt að
finna hentugt húsnæði.
Ég bendi til að mynda á
gamla héraðsskólann á
Núpi í Dýrafirði, – og
kannski eru fleiri slíkir
heimavistarskólar sem
enginn veit hvernig nýta
megi. Þessar stofnanir
eiga að reyna að koma
fíklunum á réttan kjöl á
ný, í stað þess eins og nú
er, að afstaða stjórn-
valda virðist sú ein að
gera fíklunum leiðina til
baka eins erfiða og
nokkur kostur er. Það er
ykkur til skammar og
veldur meiri ógæfu fíkl-
anna og saklausra að-
standenda þeirra en þið
getið nokkurn tíma skilið. Þið hafið
ekki einu sinni skilning á að búa
sómasamlega að þeim meðferð-
arstofnunum sem til eru. Sífelldar
fjárkröggur SÁÁ eru til vitnis um
það.
Kaldrifjaðir fantar
Þá er eftir hlutur þeirra kaldrifj-
uðu fanta sem gera sér leik að því að
græða fé á ógæfu annarra. Sem gera
sjúklingana háða sér og nota eymd
þeirra til að gera fleiri háða sér. Þeir
eru hinir raunverulegu glæpamenn
þótt þeir náist sjaldan og geti falið
óþverraskap sinn á bak við það
hrukkulitla yfirborð sem fjármunir
þeirra tryggja þeim. Þeir teygja anga
sína víðar en okkur grunar. Mútur
geta stundum dugað vel til þagnar.
Og hvernig búið þið að þeim sem
eiga að eltast við þá? Á að segja okk-
ur endalaust að ekki sé hægt að finna
sölumenn eiturlyfja í smábæjum á
borð við Akureyri, Ísafjörð og
Blönduós, ef vilji er fyrir hendi? Trúir
því einhver? Trúið þið því sjálfir? Eða
á maður að fara að halda að þessir
menn njóti einhvers konar verndar?
Hvernig búið þið að lögreglu og
tollgæslu? Á ég að segja ykkur það?
Illa. Ég hef oft talað við ágæta menn í
fíkniefnalögreglunni og meira að
segja fengið hjálp þeirra í minni litlu
einkabaráttu. Þeir eru góðir menn og
skilningsríkir, en búa við svo skamm-
arlegar aðstæður að þær hamla starfi
þeirra.
Sama máli gegnir um tollgæsluna.
Sagt er frá fundum hennar stöku
sinnum, eins og um sigur sé að ræða.
En í raun er það sífelldur ósigur. Það
er nefnilega aldrei sagt frá því sem
tollgæslan finnur ekki. Ef vel tekst til
finnur hún kannski um 5% af þeim
eiturlyfjum sem berast inn í landið.
Og það reikna fínu glæpamennirnir
einfaldlega inn í verðið sem „eðlileg
afföll“. Og hlæja kannski að öllu sam-
an.
Þessum mönnum á sannarlega
ekki að sýna linkind eða miskunn-
semi. Þeir eiga að fá að dúsa lengi á
Litla-Hrauni, helst í þvílíkri ein-
angrun að þeir geti ekki haldið áfram
að stjórna glæpastarfsemi sinni.
Ég á ekki von á því að þessi bréf
mín til ykkar skili miklum árangri.
Þið hafið ekki sýnt að mesta böl þjóð-
arinnar angri ykkur mikið. Þið látið
það viðgangast að ykkar eigin lög um
bann við áfengisauglýsingum séu
þverbrotin á hverjum einasta degi í
öllum fjölmiðlum landsins. Til hvers
settuð þið þessi lög? Til þess að láta
hlæja að ykkur? Þið vitið eins vel og
ég, að áfengið er enn almennari bölv-
aldur en eiturlyfin, og er að auki oft-
ast eiginlegt upphaf vímuefnafíkn-
arinnar. Auðvitað vona ég að þið
vaknið til nýs skilnings á þessari
skelfingu sem ég hef áður líkt við
hamfarir. En reynsla mín hefur
kennt mér að í þessari baráttu breyt-
ist vonin því miður oft í vonbrigði.
Samt skrifa ég ykkur þessi bréf. Af
því að ég get ekki orða bundist.
Strangasta réttlætið er
stundum mesta óréttlætið
Njörður P. Njarðvík fjallar
um vímuefnavanda unglinga
í síðara opna bréfi sínu til
stjórnvalda
Njörður P. Njarðvík
’Ég er ekki aðbiðja um neina
linkind. Ég er að
biðja um skilning
og einhvern
tilgang.‘
Höfundur er prófessor emeritus og
rithöfundur.
WWW.EBK.DK
Grafningur, Nesjavallavegur nr. 360, c/a 6 km frá gatnamótum Þingvallavegar nr. 30
Glæsileg dönsk hönnun með fallegum úthugsuðum smáatriðum. Stórir útsýnisgluggar, háar
framhliðar, hátt upp í mæni i öllu húsinu, sem hleypa inn mikilli birtu og skapa gott loft og vellíðan.
EBK býður 4 tegundir húsa og 35 útfœrslur. Möguleiki er á sérútfœrslum á innréttingum og að fá húsin
á mismunandi byggingarstigum. Við höfum verið hluti af sumar húsalífi á Íslandi og í Danmörku i 30 ár.
Sölumenn okkar og ráðgjafar Morten Eistorp GSM + 45 21 61 58 56 eða Anders Jensen
GSM +45 20 86 46 59 gefa allar upplýsingar á dönsku/ensku og senda sölubœklinga (á dönsku).
Nýtt: OPIÐ HÚS laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júní kl. 13-16
Aðalskriftstofa: +45-58 56 04 00
Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Mán.- fös.: 8-16.30
Sun. og helgidaga: 13-17
BELLA CENTER: +45-32 52 46 54
C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København
Mán.- mið. og lau. 13-17
Sun. og helgidaga: 10-17
6
32
9
EBK Lyngholm 80; 72 fm stórglæsilegt, bjart sumarhús á einni hæð með yfirbyggðum sólpalli. Inngangur,
2 herbergi, bað, eldhús og stofa með stórum gluggum, sem ná niður í gólf með dyrum út á sólpall.
Á heimasíðu okkar er hægt að sjá husin sem við bjóðum. Sýningahús eru staðsett við
aðalskrifstofu okkar og við Bella Center:
OPIÐ HÚS Í GRAFNINGI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Mjög gott 233 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 29 fm bílskúrs. Aðal-
hæðin sem er 145 fm að stærð skiptist í stofu með útgangi á svalir til suðurs
og vesturs, eldhús með nýlegri innréttingu og nýlegum tækjum, 3 herbergi,
öll með skápum og flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Parket og flísar á gólf-
um. Sér 3ja herb. er á neðri hæð, góðar leigutekjur. Ræktuð lóð. Gott útsýni
yfir borgina. Stutt í Elliðaárdalinn og góðar gönguleiðir. Verð 45,9 millj.
Eignin verður til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 15.30 - 16.30
Verið velkomin.
Vesturhólar 15
Tvílyft einbýlishús á útsýnisstað
Opið hús á morgun, sunnudag, frá kl. 15.30-16.30
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali
BÁRUGATA - GLÆSILEG NEÐRI HÆÐ
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
Stórglæsileg 187 fm íbúð í þessu virðulega tvíbýlishúsi á einum
besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin hefur verið umtalsvert
endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt á þessu ári í samráði
við arkitekta. Íbúðin, sem er hæð og kjallari, skiptist í tvær stofur,
flísalagt baðherbergi með sturtu, svefnherbergi, geymslu og eld-
hús. Stigi með kókosteppi tengir hæðirnar saman. Í kjallara er
inngangur, gangur, tvö rúmgóð herbergi, flísalagt baðherbergi
með hornnuddbaðkari, þvottahús með innréttingu og geymslur.
Hiti er í gólfum. Vönduð gólfefni og innréttingar. Glæsileg eign
fyrir vandláta sem er laus strax.
fasteignasala
Höfðabakka 9, Reykjavík - Sími 534 2000
Ísak V. Jóhannsson
Sölustjóri
Við höfum fengið í sölu vel rekið sérhæft þjónustufyrirtæki í
byggingariðnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 70-80 m. kr.
ársveltu, með traust viðskiptasambönd og góða framlegð.
Verkefnastaða er góð. Hjá fyrirtækinu, sem hefur verið starf-
rækt í 15 ár, starfa nú 8-10 manns.
Þórunn Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali.
Stórhús fasteignasala www.storhus.is
Uppl. í s. 534 2000
agnar@storhus.is isak@storhus.is
Sérhæft þjónustufyrirtæki
í byggingariðnaði til sölu
Gsm 822 5588
isak@storhus.is
Gsm 820 1002
agnar@storhus.is
Agnar Agnarsson
löggiltur fasteignasali