Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REYNIR Þor- steinsson skrifar grein í Morgunblaðið hinn 15. júní sl. undir yfirskriftinni Við skulum hafa það sem sannara reynist, Guðný Hrund, þar sem hann svarar um- mælum sem höfð eru eftir mér í útvarpi Norðurlands hinn 16. maí 2006. Ummælin tengdust málaferlum sem Raufarhafn- arhreppur á í við Byggðastofnun vegna skuldar Hótels Norðurljósa við stofnunina. Í grein- inni er því haldið fram að aðgerðar- og hirðuleysi valdi því að ég hafi ekki gert eignaskiptasamning um fast- eignina Aðalbraut 2, Raufarhöfn, þrátt fyrir að ég hafi haft 4 ár til að klára verkið sem sveitarstjóri. Þetta er ekki rétt. Í framhaldi af grein Reynis vil ég koma eft- irfarandi staðreyndum á framfæri. Vanskil, fjárþröng og enginn eignaskipta- samningur Árið 1997 stofnaði Raufarhafnarhreppur hlutafélag um Hótel Norðurljós. Hlutafé var 30 milljónir og var greitt í formi 2. og 3. hæðar húss að Að- albraut 2 á Raufarhöfn. Húsið er þrjá hæðir og var áður í eigu Raufarhafn- arhrepps. Skrifstofur hreppsins og áhaldageymsla eru á 1. hæð. Ársreikningar Hótels Norðurljósa hf. hafa verið gerðir í samræmi við þetta. Við stofnun hlutafélagsins var þó hvorki gert afsal né eignaskipta- samningur og samkvæmt fast- eignamati ríkisins tilheyrir öll eignin enn Raufarhafnarhreppi. Í sept- embermánuði árið 2000 fékk hluta- félagið lán frá Byggðastofnun með veði í fasteigninni, þrátt fyrir að enn hefði hvorki verið gengið frá afsali né eignaskiptasamningi. Þegar ég kem til starfa í ágúst 2002 var umrætt lán í vanskilum. Aldrei hafði verið greitt af láninu þrátt fyrir að tæplega 2 ár væru frá töku þess. Lánið var því komið í inn- heimtu og ljóst að ef ekki tækist að greiða af láninu yrði gengið að und- irliggjandi veði. Á sama tíma var lausafjárstaða hreppsins neikvæð um tugi milljóna og fjármagnskostn- aður í samræmi við það. Reksturinn var því allur í járnum. Sínum augum sér hver sannleikann Þegar undirrituð tekur til starfa sem sveitarstjóri Raufarhafn- arhrepps í ágúst 2002, var strax gengið í að gera eignaskiptasamning um fasteignina Aðalbraut 2, en slíkur samningur er forsenda þess að hægt sé að gera afsal. Nokkur atriði í forsögu málsins urðu þess hins vegar valdandi að enn hefur eignaskiptasamningur ekki verið gerður:  Auk veðláns frá Byggðastofnun hvíldi veðlán frá Atvinnuleys- istryggingasjóði á fasteigninni. Það lán var á nafni þriðja aðila.  Teikningar að húsinu uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett eru um gerð eignaskiptasamninga. Meðal þeirra athugasemda sem bárust voru eftirfarandi:. Á teikning- arnar vantaði m.a. heild- arrúmmetrafjölda hússins, hæðakvóta þ.e. heildarlofthæð í hverju rúmi, plötuþykkt og ris- hæð. Þegar fullreynt þótti að þeir aðilar sem teiknuðu húsið gætu uppfyllt kröfur um gerð eignaskiptasamnings sneri und- irrituð sér annað. Þá tóku hins vegar við frekari þröskuldar.  Samþykki Byggðastofnunar fyr- ir skiptingu eignarinnar liggur ekki fyrir, enda eru það ekki hagsmunir stofnunarinnar að rýra það veð sem liggur að baki láni til hlutafélagsins, sem að mati Byggðastofnunar er öll fasteignin Aðalbraut 2. Eðlilegt hefði verið að ganga frá eignaskiptasamningi áður en fast- eignin var veðsett og í raun ótrúlegt að lánveitandi hafi ekki gert slíkan samning að skilyrði. Það að snúa málinu þannig að um framkvæmd- arleysi mitt hafi verið að ræða, á engan því veginn við rök að styðj- ast. Lán sem aldrei verður hægt að greiða Grunnur málsins er þó auðvitað lánið sem Hótel Norðurljós tók hjá Byggðastofnun. Lánið hefur verið eins og myllusteinn um háls sveit- arsjóðs undanfarin ár og frá upphafi mátti vera ljóst að lánið var hærra en hótelreksturinn gæti staðið und- ir. Framkvæmdirnar við hótelið voru ekki arðbærar. Lánið hefur verið í vanskilum frá upphafi, eða frá því tveimur árum áður en und- irrituð tók við sem sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps. Heimild til veðsetningar Það sem málið snýst um er að þeg- ar lánið var tekið, lá ekki fyrir eigna- skiptasamningur. Allt húsið var veð- sett en ekki bara sá hluti sem átti að tilheyra hótelinu. Þetta skiptir miklu máli fyrir hreppinn, því rekstur hót- elsins stendur ekki undir láninu og virði eignarhluta hótelsins ekki held- ur. Byggðastofnun vill því, eðlilega, ekki samþykkja eignaskiptasamning eftir á heldur taka alla eignina upp í og þar með skrifstofur hreppsins og áhaldahús. Það skiptir ekki máli hvort „legið hafi fyrir“ að sveitarstjórn eigi að hafa verið ljóst að lánið yrði tekið og fasteignin í heild sinni veðsett (sem eru reyndar skiptar skoðanir um). Samkvæmt 4. mgr. 55. gr. laga nr. 45, 1998 heimilar prókúruumboð sveit- arstjóra almennt ekki þeim sem það hefur að veðsetja eignir nema fyrir liggi formlegt samþykki sveit- arstjórnar. Meðal minna síðustu verka sem sveitarstjóri var að reyna að losa málið og beita þeim lagaúrræðum sem til eru. Meðal þeirra er að benda á galla í stjórnsýslulegri meðferð við lántökuna. Tilgangur málaferlanna er að gæta hagsmuna íbúa Rauf- arhafnarhrepps og koma í veg fyrir að hreppurinn missi þá fasteign sem hýsir skrifstofur hans og áhaldahús. Ef það kemur illa við fyrrverandi sveitarstjóra er það miður enda var ekki ætlunin að veitast að persónu hans. Verði af frekari greinarskrifum vegna þessa, þá er það von mín að það megi verða á málefnalegum nót- um fremur en persónulegum. Að lokum vil ég nota tækifærið til að óska íbúum Norðurþings til ham- ingju með sameiningu sveitarfélaga. Sérstakar kveðjur færi ég íbúum Raufarhafnar og þakka ánægjulegt samstarf á síðustu fjórum árum. Guðný Hrund Karlsdóttir svar- ar grein Reynis Þorsteinssonar Guðný Hrund Karlsdóttir ’...frá upphafi mátti vera ljóst að lánið var hærra en hótelreksturinn gæti staðið undir. ‘ Höfundur er fv. sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps. Já, virðum sannleikann Íkosningabaráttu er mikilvægtfyrir frambjóðendur að komavel fyrir. Málefni og stefnu-skrá (kosningaloforð) skipta vafalaust miklu máli svo og útlit og framkoma en þó má ætla að mik- ilvægast af öllu sé að frambjóðendur geti orðað hugsun sína skýrt, kunni að koma fyrir sig orði. Það er reyndar alkunna að orðfæri og líkingamál stjórnmálamanna er afar fjöl- breytilegt í aðdraganda kosninga og þá geta komið fram ýmis nýmæli. Í flestum tilvikum er það svo að ný- mælin eru auðskilin. Sem dæmi má nefna orðasambandið kortéri fyrir kosningar í merkingunni ‘á lokastigi kosningabaráttu; á síðustu stundu’, t.d.: Ódýrt áróðursbragð kortéri fyrir kosningar (Blaðið 20.5.06). Þetta kann að hljóma vel í eyrum margra og stuðlasetning (korter – kosningar) teystir búninginn. Öðrum kann að finnast notkun orðsins kortér lítt til fyrirmyndar en þar er á ferðinni tökuorð úr dönsku frá miðri 19. öld. Umsjónarmaður hefur reyndar van- ist myndinni korter en afbrigðið kort- ér mun vera algengt. Í eftirfarandi dæmum sýnist merk- ingin að vísu skýr en umsjónarmanni virðist ekki blasa við hver vísunin er: Aldan undir iljunum er kröftug og sterk [um meðbyr í kosningabaráttu] (Frbl. 3.5.06) og við finnum þessi skil undir fótunum á okkur (Sjónv. 26.5.06). Umsjónarmaður hefur að vísu mjög takmarkaða reynslu af sjó- mennsku en telur þó afar óvenjulegt að tala um öldu undir iljunum; hið sama gildir um að finna e-ð undir fót- unum. – Enn sérkennilegra er þó eft- irfarandi dæmi: það sér undir iljarnar á þriðja manni ‘hillir undir að þriðji maður á lista nái kjöri’ (Sjónv. 27.5.06). Orðasambandið það sér undir iljarnar á e-m eða sjá mátti undir iljarnar á e-m vísar til undanhalds eða flótta, til manns á hlaupum. Hin nýja merking styðst ekki við málvenju. Nafnorðið liggjand_i, -a, kk.et., mun ekki vera algengt í nútímamáli en það merkir ‘fallaskipti; það þegar sjór er kyrr á mörkum aðfalls og út- falls (eða við háflæði)’. Leiðari Fréttablaðsins bar yfirskriftina Á liggjandanum. Í meginmáli sagði: Kjördagur er rétt eins og liggjand- inn, stilla milli aðfalls og útfalls eða kyrrðarstund milli kosningabaráttu og þess veruleika sem felst í nið- urstöðum kosninganna (Frbl. 27.5.06). Hér þykir umsjónarmanni vel að orði komist og líkingin er full- komlega skýr og öllum auðskilin. Orða- sambandið bera e-s staðar niður vísar til sláttar, ljár er borinn e-s staðar niður. Það er kunnugt í beinni merkingu ‘bera ljá niður, slá’ en einnig í yf- irfærðri merk- ingu ‘byrja, hefjast handa; athuga, reyna fyrir sér’ og ‘kanna, athuga e-ð’. Síðast talda merkingin mun vera algengust í nútímamáli, t.d.: Það er sama hvar er borið niður í bókinni, alls staðar blasa við villur; það er sama hvar borið er niður í greininni, alls staðar er að finna hnökra og Við bárum niður á Kleppsspítalanum vegna tilfinningar okkar fyrir því að … (Mbl. 2.4.06). Í nútímamáli ber einnig við að orðasambandið sé notað ópersónulega (e-n ber e-s staðar nið- ur), t.d.: Okkur mun klárlega bera aftur niður í Bretlandi [um fjárfest- ingar] (Frbl. 6.4.06). Slík málnotkun styðst hvorki við hefð né málvenju og getur hún því ekki talist rétt. Auk þess er hún órökrétt. Í hliðstæðum eins og mig bar (af tilviljun) þar að og bátinn bar að landi vantar geranda, þ.e. orðmyndirnar mig og bátinn eru nokkurs konar þolendur eða þema. – Fjárfestar eru væntanlega (í flestum tilvikum) gerendur, þeir bera e-s staðar niður en þá ber ekki e-s staðar niður. Menn þurfa ekki að kunna mál- fræði til að skynja merkingarmuninn, málkenndin vísar hér veginn. Umsjónarmaður hefur nokkrum sinnum vikið að ofnotkun nafnorða, því sem kallað hefur verið nafn- orðahröngl (e. substantivitis). Þetta fyrirbrigði er svo algengt í fjölmiðlum að sumum kann að finnast borið í bakkafullan lækinn að tilgreina dæmi um það. En til þess eru vítin að varast þau og því skulu enn nokkur dæmi til- greind: NN sagðist reikna með að á næsta ári yrði ekki fyrir hendi eft- irspurnarþrýstingur (Mbl. 19.5.06); áfengið er að hafa [svo] áhrif á ákvarðanatöku unglingsins (Útv. 29.4.06); … þjóðin sæti ekki við sama borð og ESB-ríkin þegar kæmi að ákvarðanatöku (Mbl. 1.4.06); verð- bólgutölur fyrir maí hljóti að teljast áfall fyrir framgang verðbólgumark- miðsins (Mbl. 12.5.06); … veitti Fjár- málaeftirlitinu betri, fleiri og meiri rannsóknarúrræði (Mbl. 21.1.06); enda voru um 300 viðskiptafærslur gerðar strax á fyrsta hálftímanum (Mbl. 21.1.06); fá Fjármálaeftirlitinu meiri og víðtækari rannsóknarúrræði (Mbl. 21.1.06) og meðferðarúrræði gegn vandamálinu (Mbl. 19.1.06). Úr handraðanum Í Brennu-Njáls sögu segir: Þeir báru að honum torf og grjót (Nj, 42.k.) og í Flateyjarbók stendur: þá mælti Sveinn, að þeir mundi bera að konungslykil [‘beita (vopna)valdi’], ef eigi væri upp lokið. Í þessum dæmum (og fjölmörgum öðrum) er sögnin bera að notuð persónulega, þ.e. með henni stendur frumlag sem jafnframt er gerandi. Hún er hins vegar einnig oft notuð ópersónulega en þá án ger- anda og í allt annarri merkingu. T.d. er skýr merkingarmunur á dæm- unum mig bar (þar) að og ég bar e-ð (eld) að e-u (bálkestinum). Eftirfar- andi dæmi er ótækt þar sem ekki er gætt að muninum á persónulegri og ópersónulegri notkun: Þarf ekki að koma á óvart … þótt sjálf tilkynn- ingin [þ.e. tilkynninguna] beri brátt að (Sjónv. 15.3.06). Umsjónarmaður hefur nokkrum sinnum vikið að ofnotkun nafn- orða, því sem kallað hefur verið nafn- orðahröngl (e. substantivitis). jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 79. þáttur. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir ÁSVALLAGATA - 101 RVK LAUS STRAX Skemmtileg íbúð á 4. hæð (efstu). Geymsla í kjallara, samtals 65,6 fm samkv. Fasteignamati ríkisins en mælist stærri. Tvö svefn- herb, stofa, eldhús og baðherbergi. Íbúðin er í göngufæri við Háskólann, kvosina og kjarnann í 101. Íbúð sem fer fljótt. VERÐ 19,7 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.