Morgunblaðið - 17.06.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 47
MINNINGAR
hlustandi á þeirra frásagnir, enda
trúðu þau honum fyrir sínum innstu
draumum og hugsunum og þannig
þekkti hann þau betur en jafnvel for-
eldrarnir.
Eftir að Knútur fluttist á Akranes
lærði hann þá grein iðnar sem hvað
erfiðust var á þeim tíma, sem var
múraraiðn og vann við þá iðn löngu
áður en nútíma tól og tæki léttu þá
vinnu til muna, enda var hann á þess-
um tíma mikill að burðum. Hann
hafði orð á sér fyrir hve góður og
vandvirkur verkmaður hann var og
gat ég sannreynt það þegar ég fékk
smiði úr Borgarnesi til að vinna að
endurbótum á sumarbústað. Þeir
höfðu unnið fyrir hann í ýmsum
verkum um allan Borgarfjörð. Luku
þeir upp einum rómi hve vandvirkur
hann hefði verið og hve gott hefði
verið að koma í kjölfar hans, allt
snyrtilegt og vel frá gengið svo aldr-
ei þurfti að kalla eftir endurvinnu.
Það er sjaldgæft að heyra smiði gefa
múrurum slíka umsögn. Knútur kom
í heimsókn á meðan á þessum end-
urbótum stóð og lögðu smiðirnir
þegar niður vinnu við komu hans til
að fagna honum og það leyndi sér
ekki hve mikla virðingu þeir báru
fyrir þessum gamla múrarameist-
ara. Þegar þetta var hafði Knútur
ekki geta stundað vinnu um margra
ára skeið, eftir að hafa lent í hræði-
legu vinnuslysi og fallið niður af
háum vinnupalli á steinsteypt gólf.
Fékk hann slæmt höfuðhögg og lá á
sjúkrahúsi um langt skeið og varð
aldrei samur maður á eftir og starfs-
geta hann skertist nær algjörlega.
Ef ekki hefðu komið til miklir lík-
amsburðir hans hefði hann ekki lifað
þetta af. Fyrir jafn vinnusaman
mann og Knút og á besta aldri, sem
ekki hafði orðið misdægurt í áratugi,
var þetta gífurlegt áfall og fékk það
mjög á hann að geta ekki orðið að
jafn miklu liði við vinnu og áður.
Kunni hann því oft afar illa að þurfa
nú að vera í hlutverki áhorfandans
en ekki aðalmannsins við fram-
kvæmdir og vinnu lengur. Skapgerð
og karakter hans breyttust við þetta
mikla áfall, en á góðum stundum
skein alltaf í gegn hans innri maður
og ljúfmennskan, skopskynið og
stríðnin fékk þá að njóta sín á nýjan
leik. Áhugi hans á pólitík dofnaði
ekki og kannaðist maður oft við
gamlan glampa í augunum frá eld-
húsinu á Stillholtinu. Lagði hann
meiri fæð á andstæðinga jafnaðar-
manna en áður og þá sérstaklega
sjálfstæðismenn og vandaði forystu-
mönnum þeirra ekki kveðjurnar.
Mikið reyndi á eiginkonu hans,
Þorgerði, við þetta áfall og stóð hún
eins og ávallt sem klettur við hlið
hans og aðstoðaði hann á allan hátt
af einskærum dugnaði sínum. Án
hennar miklu óeigingjörnu vinnu og
aðstoðar hefði hann aldrei fengið eða
getað verið heima jafn lengi og raun
bar vitni.
Dægradvöl hans eftir slysið var að
keyra mikið um Akranes, fara niður
á bryggju að vitja bátanna, fylgjast
með veiðum og framkvæmdum í
bænum. Fór hann afar hægt yfir og
keyrði helst á þeim hraða, sem nú er
talinn eðlilegur í hverfum borga og
bæja eða 30 km og má segja að hann
hafi sannarlega verið á undan sinni
samtíð í þeim efnum. Auk ferðanna í
Borgarnes með barnabörnin eins og
áður sagði, keyrði hann reglulega til
Reykjavíkur og ávallt á um 50 km
hraða þegar komið var út úr Akra-
nesi. Eitt sinn á leið sinni frá höf-
uðborginni voru vegaframkvæmdir
við Ferstiklu og tók Knútur ekki bet-
ur eftir merkingum en svo að hann
hélt sínum 50 km meðalhraða allan
viðgerðarkaflann og var við enda
hans stöðvaður fyrir of hraðan akst-
ur, en þarna mátti víst aðeins aka á
30 km. Voru barnabörnin afar stolt
af afa sínum og höfðu gaman af því
að segja öllum sem heyra vildu frá
því að afi þeirra hefði verið tekinn
fyrir of hraðan akstur í Hvalfirðin-
um, en slíkt var aðeins algengt hjá
mun yngri ökumönnum frá Akranesi
fyrir komu Hvalfjarðarganganna.
En smám saman leyfði heilsan
ekki að farnir væru bíltúrar og Knút-
ur átti eftir að verða fyrir fleiri lík-
amlegum áföllum og smátt og smátt
hrakaði heilsu hans svo að hann varð
að leggjast inn á Sjúkrahúsið á
Akranesi. Dvaldi hann þar síðustu
árin við góða umönnum starfsfólks-
ins þar og umvafinn fjölskyldu sinni,
en einhver úr henni heimsótti hann
daglega. Þar kvaddi hann sáttur og
saddur lífdaga aðfaranótt 6. júní.
Knútur skilur mikið eftir sig,
fjöldann af afkomendum, svo ekki sé
minnst á þær byggingar, sem munu
bera handverki hans fagurt vitni um
langa framtíð.
Að leiðarlokum kveð ég þennan
heiðursmann með ævivarandi þökk
fyrir lærdómsrík og ánægjuleg
kynni, sem aldrei féll skuggi á og
mun ég ávallt minnast hans í hvert
sinn sem ég kem í nágrenni Borg-
arness eða sé skilti um 30 km há-
markshraða. Blessuð sé minning
hans.
Jón Snorri.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku afi Knútur. Við systkinin
þökkum allar góðar stundir með þér
í gegnum árin. Þó að við vitum að þér
líði núna betur en síðustu ár er sökn-
uðurinn mikill. En við huggum okk-
ur við það, að nú rúntar þú um á góð-
um stað, með góða vini þér við hlið.
Elsku amma Gerða, hugur okkar
er hjá þér, Guð veri með þér og
styrki þig alla tíð.
Sigurlína, Knútur og Sonja.
Elsku afi Knútur, sem átti svo
mikið hjartarými fyrir okkur fjöl-
skylduna, er farinn núna í hæsta
himin. Við vitum svo innilega að þar
vaka englarnir yfir honum, því hann
var svo hlýr og hjartahreinn. Hann
tók ætíð málstað okkar og allt sem
við sögðum og gerðum var svo
skemmtilegt og framúrskarandi
þannig að í návist hans efldist sjálfs-
traustið. Ekki síst var hann svo ró-
legur og tók okkur oftar en ekki með
sér á hinn sígilda bryggjurúnt þar
sem ekið var á minnsta mögulega
hraða og gilti þá einu hvort bílalest
myndaðist eða ekki … og sögur
sagðar.
Afa þótti svo gaman að segja okk-
ur barnæskusögur, sérstaklega frá
Borgarnesi. Það var alltaf jafngam-
an að heyra frá fyrsta degi hans í sex
ára bekk þegar nöfn barnanna voru
kölluð upp en allt í einu var hnippt í
hann þegar hans eigið nafn var nefnt
en hann tengdi sig nú ekkert sér-
staklega við það, enda gegnt gælu-
nafninu sínu eingöngu fram að því.
Okkur skilst að hann hafi jafnvel
lært að lesa Íslendingasögurnar
strax á fyrsta ári.
Við vitum að þú ert kominn í góða
höfn elsku afi og hittumst seinna öll,
fáum okkur kremkex og hlustum á
sögurnar þínar … við getum ekki
enn blakað eyrunum, en verðum bú-
in að ná því þá.
Elskandi afabörnin þín,
Álfheiður, Ragnhildur,
Þórhallur og Tryggvi Klemens.
Það er skrýtið að finna tómleikann
og holrúmið í hjartanu, skrýtið að
geta ekki farið og heilsað upp á afa,
talað við hann og horft í dökku augun
hans sem sýndu okkur alltaf þolin-
mæði, áhuga, skilning og gleði.
Afi Knútur var alltaf ofsalega ljúf-
ur og góður, alltaf til í að spjalla og
hlæja og hafði lúmskan húmor,
hvernig augun hans blikuðu og hann
glotti þegar hann sagði frá skondn-
um atburðum. Hann var mjög lífs-
reyndur og fróður, við vitum að hann
var ákaflega duglegur að vinna og
mjög handlaginn, og var alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa til.
Okkur leið alltaf vel með afa, hann
var svo stór hluti af lífi okkar og
hann hafði alltaf tíma fyrir okkur.
Hann kom oft í heimsókn og spjallaði
við okkur og við vildum alltaf fá að
vera í fanginu á afa og fá hann til að
blaka eyrunum og við reyndum að
leika það eftir, það vakti alltaf mikla
lukku.
Með afa var heimurinn aukaatriði
og tíminn stöðvaðist. Hann sagði
okkur sögur af fréttum, ferðalögum
sínum og lífsreynslu, hann sagði vel
frá og lýsti atburðum vel. Afi veitti
okkur mikla athygli og áhuga og tók
okkur oft á rúntinn og þið Ögmundur
áttuð einstaklega vel saman, og
brölluðuð margt skemmtilegt sam-
an. Afi sá alltaf pabba í Ögmundi og
sagði oft frá því hversu líkir þeir
væru í hegðun og útliti.
Við hugsum um alla rúntana og
heimsóknirnar, hversu vel hann
hlustaði á okkur og ef eitthvað var
að, ef við vorum fúl eða súr þá hafði
afi alltaf lag á að koma öllu í lag,
hann átti alltaf hlýjan faðm og hugg-
un fyrir okkur og talaði við okkur af
yfirvegun, visku og reynslu, – sem er
eiginleiki sem við sjáum að pabbi
hefur erft frá þér, og það minnir okk-
ur á þig afi.
Við söknum þín mikið afi, þú varst
alveg yndislegur. Við erum glöð í
hjartanu yfir því að við fengum að
vera hjá þér seinustu kvöldstundina,
og glöð yfir því að hafa náð að horfa í
augun þín og segja þér hversu mikið
við elskum þig og hversu góður afi
þú varst. Það var seinasta skiptið
sem við sáum þig brosa til okkar, svo
sofnaðir þú.
Takk fyrir allt afi, takk fyrir ást,
umhyggju og fyrir tímann með þér.
Sjáumst seinna. Þín
Ögmundur og Þorgerður.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í
Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn.
Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HARALDUR SÆVAR KJARTANSSON,
Sléttuvegi 7,
Reykjavík,
lést mánudaginn 12. júní.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudag-
inn 20. júní kl. 13.00.
Áslaug Klara Júlíusdóttir,
Hulda Lilja Haraldsdóttir, Rafn Halldórsson,
Kjartan Heiðar Haraldsson, Linda Guðný Róbertsdóttir,
Júlíus Heiðar Haraldsson, Harpa Másdóttir,
Sigurður Heiðar Haraldsson, Helga Olgeirsdóttir,
Maríanna Heiða Haraldsdóttir, Ragnar Kristinn Sigurðsson,
Theodóra Sigrún Haraldsdóttir, Sigurjón Valberg Jónsson,
Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir, Oddgeir Kristjánsson,
barnabörn og langafabörn.
STEFÁN ÞORLEIFSSON
bóndi
frá Hofi í Norðfirði,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 20. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON
vélstjóri,
Heiðvangi 48,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
11. júní.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.00.
Karin Gústavsdóttir,
Claus Hermann Magússon, Ásdís Elín Guðmundsdóttir,
Gunnar Geir Magnússon,
Garðar Þór Magnússon, Elínrós Erlingsdóttir,
Pálmey Magnúsdóttir, Bjarni Knútsson
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR,
sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
3. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 19. júní kl. 11.00.
Anna Sverrisdóttir,
Þóra Hreinsdóttir, Haukur Dór,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN JÓNASDÓTTIR
frá Borg í Reykhólasveit,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 10. júní, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfé-
lög njóta þess.
Kristín Guðjónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson,
Jónas H. Guðjónsson, Ebba Unnur Jakobsdóttir,
Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Sveinn Árnason,
Ólöf I. Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson,
Arnar H. Guðjónsson, Ólafía G. Pálsdóttir,
Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Egill Jacobsen,
Guðjón Kr. Guðjónsson, Guðný Edda Gísladóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kórsölum 3,
áður Rauðagerði 44,
lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi föstu-
daginn 16. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðný Eygló Valtýsdóttir,
Hulda Berglind Valtýsdóttir, Haraldur Sigurðsson,
Erla Sólrún Valtýsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson,
Ágúst Ómar Valtýsson,
barnabörn og barnabarnabörn.