Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 49 MINNINGAR ✝ Kristjana Hall-grímsdóttir fæddist í Grafargili við Önundarfjörð 25. september 1919. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. maí síðastliðinn. Kristjana var dóttir Jónu Guðbjargar Reinharðardóttur og manns hennar Hallgríms Stefáns Guðmundssonar, ábúenda á Grafar- gili. Börn þeirra voru, auk Kristjönu, Guðmundur, Guðrún, Ríkharður, Valborg, Anna Ingibjörg, Fríða, María og drengur sem lést í frumbernsku. Kristjana giftist Hermanni Karli Guðmundssyni sem nú er látinn. Stjúp- börn hennar eru Edda og Sverrir. Kristjana nam við Núpsskóla í Dýra- firði og Samvinnu- skólann á Bifröst. Dídí eins og hún var oftast kölluð starf- aði um árabil hjá Skógrækt ríkisins og sem símstöðvar- stjóri bæði í Þor- lákshöfn og í Reynihlíð í Mývatns- sveit. Útför Kristjönu var gerð frá Garðakirkju í kyrrþey 2. júní. Genginn er vestfirskur kvenskör- ungur um aldur fram, aðeins 86 ára. Við segjum um aldur fram því svo ungleg var Dídí að við héldum oft að hún myndi hrista af sér þau erfiðu veikindi sem hún átti í síðustu árin. Einnig truflaði það dómgreind okkar að þrátt fyrir mikla vanlíðan hélt hún persónuleika sínum og skarpskyggni fram á hinstu stundu þar sem hún kom með athugasemdir og spurning- ar sem ekki pössuðu dauðvona manneskju. Hún varð aldrei gömul. Fyrir okkur var Dídí móðursystir okkar ímynd kjarnakonunnar sem óx upp við lítið og fátt en samt svo mikið, því nóg reyndist það til að skapa heilsteypta manneskju, gædda þeim kostum sem hvaða lista- maður, hönnuður, náttúrufræðingur, ættfræðingur, mannfræðingur eða annarskonar fræðimaður hefði verið fullsæmdur af. Fljúgandi gáfur og gullhjarta prýddu hana. Hún var smekkkona og lagði mikið upp úr að hafa fallega hluti í kringum um sig. Og aldrei missti hún áhugann á fatn- aði sem endurspeglaðist í hnyttnum athugasemdum um snið, efni og tískustrauma. Hún var konan sem fékk útrás fyrir sköpunargáfuna í fullkomnu handverki, hekli og prjóni og eigum við auðvelt með að draga fram myndir af henni í því samhengi, svo sem þar sem hún sté út úr Scout jeppanum þeirra Kalla á Byggðaveg- inum fyrir norðan og rétti fram fullt fang af peysum og sagði: „Huh, hérna stelpur, ég prjónaði þetta á leiðinni.“ Þau höfðu farið Sprengi- sand. Já, Dídí var prjónavél rétt eins og bókhákur. Önnur nærtæk minning er frá móður okkar Önnu, sem sér eldri systur sína fyrir sér við skil- vinduna á Grafargili, æskuheimili þeirra, þar sem hún knýr skilvind- una með annarri hendi og heldur á námsbók í hinni. Hún kunni að gera tvennt í einu eins og gömul skóla- systir hennar og vinkona rifjar upp. Hún hafði undrast hvernig hún fór að því að prjóna listilega tvíbanda um leið og hún las á dönsku. Reynd- ar gerði hún þrennt þegar hún svar- aði spurningunni á eftirfarandi hátt: „Jú, ég hef tvær hendur og kann að lesa. Lítill er vandinn.“ Geri aðrir betur, segjum við. Hún las flest sem hún komst yfir og átti ekki í vanda með að mynda sér skoðanir á því eða öðru því sem hún heyrði. Sumir lentu líka illa í því þegar Dídí lét skoðanir sínar í ljós því ekki lá hún á þeim. Og húmorinn föttuðu ekki allir. Einhverja hefur hún eflaust móðgað en fleiri voru þeir sem kynntust hlýju hjartalagi, rausnar- skap og góðvild. Við sem stóðum henni næst fengum að kynnast þessu öllu en í huga okkar stendur eftir minning um glæsilega, gáfaða konu sem við óskum að fleiri hefðu fengið að kynnast. Hún var eins og nátt- úruöflin, hrjúf en mjúk í senn. Einmitt sú líking kemur okkur í hug þessa dagana, þegar landið okk- ar er selt á útsölu og það grafið og sprengt í sundur. Frænka okkar var mikill náttúruunnandi sem sá strax hverskyns óráðsía er í gangi í virkj- anamálum. Þó rödd hennar hafi ver- ið mjóróma eins og svo margra í því samhengi munum við geyma skoð- anir hennar í hjarta okkar, og elska landið eins og hún gerði. En við minnumst hennar ekki síst sem góðrar frænku, sem hreifst af öllu lífi, dýrum, börnum, blómum og kvaki vorfuglanna sem hún saknaði að geta ekki notið nú á erfiðum vor- mánuðum. Blessuð sé minning Kristjönu Hallgrímsdóttur. Valborg, Sigríður og Jóna Ingólfsdætur. KRISTJANA HALLGRÍMSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útför SVEINBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Melabraut 9, Blönduósi, fer fram frá Blönduóskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 14.00. Börnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, stjúp- föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR S. JÓSEFSSONAR bónda, Fremri Hrafnabjörgum, Dalasýslu. Ólafía Hjartardóttir, Hinrik Hinriksson, Ólafía Bjargmundsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir, Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson, Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert E. Jensson, Hinrik Ingi Hinriksson. Innilegar þakkir fyrir ómetanlega hjálp, hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, stjúpföður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, BERGS MAGNÚSAR GUÐBJÖRNSSONAR vélstjóra, Reynigrund 47, Akranesi. Oddný Guðmundsdóttir, Þórhildur Kristjánsdóttir, Svavar Kr. Kristjánsson, Áslaug Ármannsdóttir, Guðbjörn Páll Sölvason, Þóra Benediktsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, Gunnhildur Guðbjörnsdóttir og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRNDÍS ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR, Seljahlíð, (áður Rauðalæk 63), Reykjavík, sem lést föstudaginn 9. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Lúðvík Andreasson, Guðný Hinriksdóttir, Margrét Andreasdóttir, Hafsteinn Ágústsson, Jórunn Andreasdóttir, Steinar Viktorsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR JÓAKIMSDÓTTUR frá Hnífsdal, Drápuhlíð 27. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild H 1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Geirsson, Gunnar J. Geirsson, Aðalsteinn Geirsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, SIGRÍÐAR M. STEPHENSEN hjúkrunarkonu, Sólheimum 27, Reykjavík. Steinunn M. Stephensen, Guðrún Magnúsdóttir Stephensen og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og sendu samúðarkveðjur við and- lát elskulegrar eiginkonu og móður okkar, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, Maddý, Barðastöðum 7. Af öllu hjarta þökkum við öllum þeim sem voru við útför hennar föstudaginn 9. júní sl. og kunnum við ykkur öllum bestu þakkir fyrir virðingu og yndislegt viðmót. Bestu þakkir færum við starfsfólki og Kjartani lækni á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fyrir ómetanlegan tíma og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jón Árnason, Ásta Gunnarsdóttir, Oddur Halldórsson, Jóna Gunnarsdóttir, Valdís Gunnarsdóttir, Eyrún Gunnarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Therese Grahn og ömmustrákarnir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, UNNAR AGNARSDÓTTUR, Sóltúni 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir frábæra umönnun og umhyggju. Óskar H. Gunnarsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þ. Sigfússon, Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ERLU CORTES, Æsufelli 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitasar og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala Hringbraut. Gunnar J. Árnason, Soffía Karlsdóttir, Kristinn H. Árnason, Snorri Örn Árnason, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Kristín Björg Cortes, Guðrún Cortes og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.