Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 62
62 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
eee
S.V. MBL.
Mögnuð endurgerð af
hinni klassísku The Omen !
RV kl. 4, 8 og 10
The Omen kl. 10 B.i. 16 ára
16 Blocks kl. 8 B.i. 14 ára
Da Vinci Code kl. 5.15 B.i. 14 ára
X-MEN 3 kl. 6 B.i. 12 ára
Rauðhetta kl. 3.45 (kr. 400)
RV kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10
The Omen kl. 5.30*, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
X-Men 3 kl. 2, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 5, 8, og 11 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 2, 5, 8, og 11
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 1.30 og 3.40
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 1.30 og 3.40
ROBIN WILLIAMS
1 fjölskylda. - 8 hjól.
Engar bremsur.
Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins.
Fór beint á
toppinn í
Bandaríkjunum!
Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó?
Yfir 51.000 gestir!
SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR 17. OG 18. JÚNÍ SÝNINGARTÍMAR GILDA FYRIR 17. OG 18. JÚNÍ
Gleðilegan þjóðhátíðardag ! Gleðilegan þjóðhátíðardag
*aðeins laugardag
Á
undanförnum árum hef-
ur risið upp nýtt af-
brigði af tónlistarfólki.
Rétt eins og í tilviki
trúbadora er þetta fólk
sem syngur eigin lög og texta og spil-
ar sjálft undir, en ólíkt þeim hefð-
bundnu hugmyndum sem við gerum
okkur um trúbadora er undirspilið
ekki bundið við eitt eða tvö hljóðfæri
heldur birtist gjarnan sem margbrot-
inn hljóðheimur þar sem brugðið er á
margvíslegan leik.
Það er við hæfi að kalla þetta fólk
fartölvu-trúbadora. Með fartölvu-
trúbadorum er átt við trúbadora sem
hafa tileinkað sér möguleika nýrrar
tækni og nýta þá í listsköpun sinni.
Tölvutæknin gerir þeim kleift að
skapa hljóðheim upp á eigin spýtur
þar sem áður hefði þurft til fjöldann
allan af tónlistarmönnum auk
margra mánaða vinnu í hljóð-
upptökuveri.
Framsækinn
Íslenski listamaðurinn Eberg
(Einar Tönsberg) er einn framsækn-
asti fartölvu-trúbadorinn í dag, alla-
vega ef marka má tónlistargagnrýn-
anda vefútgáfu Independent. Til
grundvallar þeirri niðurstöðu leggur
gagnrýnandinn plötuna Voff Voff,
sem kom út nú á dögunum. Voff Voff
er önnur plata Ebergs en fyrir þrem-
ur árum gaf hann frá sér plötuna
Plastic Lions.
„Tæknin hefur náttúrulega haft
svo gífurlega miklar breytingar í för
með sér,“ segir Eberg um fartölvu-
trúbadorana. „Ég hugsa að þetta sé
aðallega þróun sem hafi átt sér stað
vegna þess að menn eru ekki lengur
bundnir við að fara í stúdíó með öllu
tilheyrandi. En þetta tengist held ég
líka því að við teljumst til ákveðinnar
kynslóðar sem hefur alist upp við
fjölbreytta tónlist – t.d. rokktónlist,
danstónlist og elektrónik – og er ekki
alveg viss um hvar á að staðsetja sig
tónlistarlega. Svo við blöndum bara
öllu saman. Það má segja að þetta sé
svona einn grautur.“
Aðspurður segir Eberg að hinir
nýju trúbadorar eigi ekki með sér
nein samtök og séu ekki í neinu sam-
bandi. „Við erum allir svo miklir ein-
farar, bæði einmana og þrjóskir. En
það væri náttúrulega gaman að koma
saman og jafnvel halda tónleika.“
Með upptökunám að baki
Eberg á það sammerkt með öðrum
vinsælum, íslenskum fartölvu-
trúbador, Mugison, að hafa bak-
grunn í upptökufræðum. Það vill
meira að segja þannig til að þeir
sóttu sama skóla, School of Audio
Engineering, þó þeir væru þar ekki
samtíða. „Upprunalega afsökunin
mín til að flýja land var að fara út til
að stúdera upptökustjórn,“ segir
Eberg um aðdraganda þess að hann
fluttist til London fyrir níu árum.
Platan ber þess enda vitni að Eberg
veit hvað hann syngur í upptöku- og
hljóðvinnslumálum.
Persónuleg plata
Einyrkjaplötur eiga það til að vera
persónulegri en plötur sem margir
koma að, jafnvel þó að sama tón-
skáldið og textahöfundurinn sé þar
að baki. Hins vegar er það einnig til-
hneiging hjá sumum fartölvu-
trúbadorum að týna sér í tilrauna-
mennsku og ofhlaða verk sín alls
kyns hljóðbrellum. Eberg hefur hins
vegar ekki fallið í þá gryfju, eins og
einn gagnrýnandi bendir á. „Voff
Voff er persónulegri en fyrri platan
mín,“ útskýrir Eberg þegar þetta er
borið upp við hann. „Meðan ég var
með ákveðnar leikreglur við gerð
fyrri plötunnar þá er þessi meira
beint frá hjartanu. Ég hef líka að-
gang að betri tækjakosti og þekkingu
núna sem gefur mér meira svigrúm.“
Viðtökurnar framar vonum
Platan kom út í Bretlandi snemma
í mánuðinum og hafa viðtökurnar
verið mjög góðar, Eberg skiljanlega
til mikillar ánægju. Áður er vitnað til
gagnrýnanda Independent en einnig
má nefna að Plan B review hrósar
„hinum ótrúlega“ Eberg fyrir að taka
sjálfan sig ekki of hátíðlega og þakk-
ar fyrir góða plötu. „Svo gáfum við út
eina smáskífu í febrúar sem fékk fína
útvarpsspilun. Þetta er allt framar
mínum vonum.“
Áhugasömum Íslendingum mun
gefast tækifæri til að berja Eberg
augum á næstunni. Hann verður einn
af listamönnum Innipúkans um
verslunarmannahelgina og er bókað-
ur á Airwaves í október. Auk þess
eru tónleikar í Bretlandi á döfinni hjá
Eberg sem er hvergi nærri hættur.
„Ég er reyndar langt kominn með
þriðju plötuna. Þetta er svolítið skrít-
inn bransi að því leyti að það líður
venjulega nokkuð langur tími frá því
að maður leggur lokahönd á plötu og
þar til hún kemur í verslanir. Það eru
til dæmis alveg átta mánuðir síðan ég
kláraði Voff Voff. Þannig að mér hef-
ur gefist tími til að leggja drög að
nýrri plötu og gott betur. Ég set
enga tímapressu á mig en ætli það
megi ekki búast við henni að ári.“
Tónlist | Fartölvu-trúbadorinn Eberg með nýja plötu sem hlotið hefur góða dóma í Bretlandi
Blandar öllu saman í einn graut
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
Eberg spilar lög af nýju plötunni sinni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina.