Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" eee V.J.V.Topp5.is FULL AF LÉTTLEIKANDI GÁLGAHÚMOR ÞAR SEM ROWAN ATKINSON (MR BEAN & LOVE ACTUALLY) ER Á HEIMAVELLI. AÐRIR LEIKARAR , KRISTIN SCOTT THOMAS (FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL), MAGGIE SMITH (HARRY POTTER) OG KVENNAGULLIÐ PATRICK SWAYZE. eee VJV, Topp5.is GRÍNHROLLUR BEINT Í ÆÐ. SHAGGY DOG kl. 6 FRÍTT INN SLITHER kl. 8 - 10 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 6 - 8 POSEIDON kl. 10 B.I. 14.ÁRA. KEEPING MUM kl. 5:45 - 8 B.I. 12 ÁRA 16 BLOCKS kl. 10:10 B.I. 14 ÁRA X - MEN 3 kl. 5:45 B.I. 12 ÁRA POSEIDON kl. 8 B.I. 16 ÁRA THE DA VINCI CODE kl. 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 4 SLITHER kl. 6- 8 - 10 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 4 - 6 POSEIDON kl. 8 - 10 B.I. 14.ÁRA. KEEPING MUM kl. 3 - 5:45 - 8 B.I. 12 ÁRA 16 BLOCKS kl. 10:10 B.I. 14 ÁRA X - MEN 3 kl. 3 - 5:45 B.I. 12 ÁRA POSEIDON kl. 8 B.I. 16 ÁRA THE DA VINCI CODE kl. 10 B.I. 14 ÁRA KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. DA VINCI CODE kl. 6 - 8 - 10 B.I. 14.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA. SHAGGY DOG kl. 6 MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 14.ÁRA. SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK LEPJULEGASTI GRÍNHROLLUR ÁRSINS ER KOMINN. FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ENDURGERÐINA AF „DAWN OF THE DEAD“ SÝNINGARTÍMAR 17.OG 18 JÚNÍ SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ Í þessari nýjustu gamanmynd sinni þeysist hinn galgopa- legi Williams um Colorado- fylki í forláta húsbíl ásamt konu sinni og tveimur börn- um. Er hann í hlutverki Bob nokk- urs Munro, góðglaðs æringja sem má muna sinn fífil fegri, en þegar hér er komið sögu er hann lítið ann- að en andlaust möppudýr. Fjöl- skyldan hafði ætlað í frí til Hawaii en þegar hinn grimmlyndi yfirmað- ur Munro neyðir hann á ráðstefnu í nefndu Colorado-fylki í staðinn ákveður hann að gera gott úr því og býr til fjölskylduferð samhliða at- vinnuferðinni, konu hans og börnum til mikillar armæðu. Ekki bætir úr skák að allt fer úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis og til að bæta gráu ofan á svart rekast þau á aðra fjöl- skyldu, hina óþolandi hamingjusömu og bjartsýnu Gornicke-fjölskyldu, en húsbóndinn þar er leikinn af Jeff Daniels. Leikstjóri R.V. er svo hinn kunni Barry Sonnenfeld (Wild, Wild West, Get Shorty og Men in Black). Í brennidepli – Samskipti foreldra og táninga eru eitt af því sem einkennir mynd- ina … „Já, úff, það er erfitt maður … þetta er í brennidepli á mínu heimili í augnablikinu. Dóttir mín er sextán ára, annar sonurinn fjórtán ára og hinn tuttugu og tveggja. Yngri son- ur minn er alveg eins og sonur minn í myndinni. Dóttir mín er þá á mjög svo áhugaverðum aldri. Þetta eru ennþá börnin manns, en um leið er einhver gjá að myndast. Það er það erfiðasta við þetta allt saman.“ – Er þetta ástæðan fyrir því að þig langaði til að gera þessa mynd? „Ég held að aðalástæðan hafi ver- ið Barry Sonnenfeld. Tilhugsunin um að fá að vinna með honum var það sem landaði þessu í restina. Ég var ekkert sérstaklega heitur fyrst um sinn, hugsaði: „Jæja … ein af þessum orlofsmyndum.“ En svo fór ég að hugsa þetta lengra og ég vissi að Barry hefur frábært auga fyrir tökum [hann var tökumaður fyrir Coen-bræður í upphafi ferils síns] og hefur auk þess frábæra kímnigáfu.“ – Hvernig var að hafa Cheryl [Hi- nes] sem eiginkonu í myndinni? „Stundum óska ég þess að hún gæti verið eiginkona mín utan tjaldsins líka. Hún er frábær og við náðum vel saman í myndinni. Hún er auðvitað fráleitt blaut á bak við eyr- un, hefur starfað með The Ground- lings [spunaleikhópur í Los Angeles] og það að vinna með Larry David [hún leikur eiginkonu David í þátt- unum Curb your Enthusiasm] gefur þér einkar traustan grundvöll í gam- anfræðum.“ – Spunnuð þið mikið? „Ó, já.“ – Hvernig þá? „Ja … allar senurnar eiginlega, ég get ekki pikkað neina sérstaka út. Stundum byrjaði hún, stundum ég. Hún var ótrúlega fær í því að tosa upp senur sem ég var kannski að klúðra og spinna út frá mistök- unum.“ – Það er svolítið verið að stilla upp rauðum fylkjum á móti bláum [þ.e. repúblikönum (rauð) á móti demó- krötum (blá)] í myndinni … „Já. Þarna er blái gaurinn með öll réttu tækin og tólin og svo hinn mjög svo vinalegi gaur sem skelfir mann í fyrstu. Svo klikka öll tækin og þessi uppspennti heimilisfaðir þarf að glíma við mannleg samskipti. Þetta er athyglisverður punktur í myndinni.“ – Barry Sonnenfeld sagði að á ein- um stað í handritinu hefði eftirfar- andi verið hripað niður: „Robin segir eitthvað fyndið.“ Hvað finnst þér um svona háttsemi … „Mjög gott … svo fremi að ég segi eitthvað fyndið! Ef það gerist ekki finnst manni dagurinn hálf- ónýtur …“ Burt með tæknidótið – Eitt af því sem slær mann við persónu þína í myndinni er að hann [Bob Munro] gefst aldrei upp … „Já, honum finnst eins og hann geti allt. Og hann er með allt þetta tæknidót sem blæs honum fölsku ör- yggi í brjóst. Hann hefur auk þess blinda bjartsýni á að allt muni redd- ast þó hann hafi ekki hugmynd um hvað sé á seyði. Hann þráir einfald- lega að geta þetta allt, fyrir fjöl- skylduna. Þetta er oft dálítið snúið, því að sem foreldri þarf maður líka að búa yfir raunsæi og viðurkenna fyrir sjálfum sér og börnunum að það séu til hlutir sem maður ræður ekki við.“ – Það er frábært að fylgjast með þessum föður sem reynir allt sem hann getur til að tengjast krökk- unum sínum … „Sumarfrí og fjölskylduferðalög almennt eru oft til þess fallin að hrista fjölskylduna saman. Í þeim detta allir óþarfir hlutir út, um leið og maður er laus við allt tæknidrasl- ið og hefur bara sjálfan sig og ástvini sína þá fer manni að líða vel. Maður byrjar að tala, leika sér og gera það sem manni er áskapað að gera. Fjöl- skyldan verður loks að „fjöl- skyldu“.“ – Hversu mikilvæg eru frí í þínum augum? „Mjög. Þau eru mjög mikilvæg því að í þeim myndar maður tengsl og treystir gömul. Í þeim slakar fólk á saman og setur allt þetta rugl, sem einkennir grámóskulegan hvers- dagsleikann, til hliðar. Lífið er erfitt, það finnst mér að a.m.k. Maður er í einhverjum tökum og alls kyns stússi og sér fjölskylduna kannski sjaldan. Í fríinu er maður laus við þennan takt og getur slakað á.“ – Hvort er meiri áskorun fyrir þig, gamanleikur eða drama? „Ég held að gamanleikurinn sé mun erfiðari. Vinur minn gaf mér kodda en á honum stendur „Það er auðvelt að deyja en erfitt að grín- ast“. Ég meina, hversu margar grín- myndir koma manni raunverulega til að hlæja? Myndir eins og One Ho- ur Photo og Insomnia gáfu mér færi á því að rannsaka mannlega hegðun sem manni yrði stungið í steininn fyrir í raunveruleikanum. Þess vegna gerði ég líka The Night Liste- ner [síðasta mynd Williams á undan þessari]. Mér finnst gott að skipta á milli þessara tveggja forma og það er langt síðan ég hef leikið í „stórri“ mynd. Mér finnst það hressandi, því að þar eru mötuneyti og fínerí.“ Arnar Eggert Thoroddsen þýddi Kvikmyndir | Rætt við Robin Williams vegna R.V. „Það er auðvelt að deyja en erfitt að grínast“ Gamanmyndin R.V. var frumsýnd á miðvikudag- inn en þar fer leikarinn Robin Williams á kostum í hlutverki seinheppins fjölskylduföður. Í viðtali sem framleiðendur myndarinnar létu útbúa ræðir Williams um myndina og þátt sinn í henni. „Ég meina, hversu margar grínmyndir koma þér raunverulega til að hlæja?“ Jeff Daniels og Robin Williams í R.V.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.