Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 68

Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FORMAÐUR VR segir lög um eft- irlaun þingmanna hafa rofið þjóðar- sáttina þegar þau voru sett, og nú sé tækifærið til að endurnýja þjóðar- sáttina með því að fella þetta kerfi niður og koma þingmönnum og ráð- herrum inn í sama lífeyriskerfi og öðrum landsmönnum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að stjórnvöld virðist reiðubúin til viðræðna um breyting- ar á persónuafslætti, og séu þau tilbúin til að endurskoða einnig eft- irlaunakerfi þingmanna sé líklegt að hægt sé að ná lendingu í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga. Hann leggur því til að nýir þing- menn og ráð- herrar gangi sjálfkrafa inn í nýtt kerfi þar sem þeir fái sömu lífeyrisréttindi og aðrir launþegar, en hækki á móti í launum sem nem- ur skerðingu líf- eyrisréttinda. Núverandi þing- menn og ráðherrar fái svo að velja milli þess að ganga inn í nýja kerfið eða halda óbreyttum launum og óbreyttum lífeyrisréttindum. Með þessu útspili segir Gunnar að hann sé að reyna að horfa til fram- tíðar og ná sátt um kjaramálin, ef sátt náist um þetta sé það eina sem út af standi hugmyndir Alþýðusam- bands Íslands um tvö skattþrep. „Hækkun á skattleysismörkum skapar þeim sem eru á lægstu laun- unum svipaðan ávinning, svo ég lít svo á að með þessu sé ég að reyna að koma málinu áfram.“ Samtök atvinnulífsins hafa reikn- að út hversu mikils virði lífeyrisrétt- indi þingmanna og ráðherra eru, hversu mikið launin þyrftu að hækka ef færa ætti andvirði lífeyrisréttind- anna inn í launaumslagið um hver mánaðamót. Er hlutfallið nokkuð mismunandi eftir því við hvaða líf- eyrissjóð er miðað, en ef miðað er við Lífeyrissjóð verslunarmanna, jafna ávinnslu, þyrftu laun þingmanna að hækka um 28%, en laun ráðherra um 70% til að þeir komi út á sléttu. Eftirlaun þingmanna víki fyrir þjóðarsátt Gunnar Páll Pálsson MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út mánudaginn 19. júní. Fréttaþjónusta verður alla helgina á fréttavef Morgun- blaðsins mbl.is og er hægt að koma ábendingum á framfæri á netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðs- ins verður opin í dag, 17. júní, milli klukkan 7 og 15. Lokað verður á sunnudag. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað í dag, laugardag, en opið á morgun, sunnudag, kl. 13–20. Símanúmer Morgun- blaðsins er 569-1100. Auglýs- ingadeild blaðsins er lokuð báða dagana. Fréttaþjón- usta á mbl.isMJÖG nýleg hópferðabifreið meðtíu manns innanborðs brann til kaldra kola á Sandskeiði, rétt fyrir ofan Bláfjallaafleggjarann, um þrjúleytið í gær. Um borð voru níu Þjóðverjar ásamt íslenskum bíl- stjóra sínum og sluppu allir ómeiddir þrátt fyrir að eldurinn breiddist gífurlega hratt út eftir mjög stuttan aðdraganda. Ferðinni var heitið að Gullfossi og Geysi og var förin því tiltölulega nýhafin þegar bílstjórinn varð var við reyk frá vélinni. „Þegar ég sá smávegis reyk- myndun stoppaði ég og náði að tæma bílinn. Þegar fólkið var kom- ið út var ekki vinnandi vegur að komast inn í hann aftur vegna reyks og hita. Það voru eiturgufur út frá efnunum sem brunnu og bíll- inn varð alelda á mjög skömmum tíma,“ sagði bílstjórinn og taldi rokið á Sandskeiði hafa átt sinn þátt í hve fljótt eldurinn magn- aðist. „Ég lét fólkið fara í aðvífandi bíla og það voru hjálpsamir vegfar- endur sem skutluðu því á Litlu kaffistofuna. Þangað kom önnur rúta mjög fljótlega og hélt áfram með fólkið.“ Bílstjórinn sagði allt hafa gengið yfirvegað fyrir sig þrátt fyrir hraða atburðarás og engin skelfing hefði gripið um sig. „Þetta var allt undir stjórn – nema árans eldur- inn. Ég átta mig engan veginn á eldsupptökunum, þetta var bíll af árgerð 2004, af fullkomnustu gerð.“ Gríðarleg umferðarteppa Gríðarleg umferðarteppa mynd- aðist í kjölfar brunans og var lög- regla ásamt sjúkraliði og slökkvi- liði send á vettvang. Gekk ágæt- lega að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Bíllinn var frá Hópferðabílum sem leigðu hann hópferðafyrirtæk- inu Snæland Grímsson. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Tíu manns sluppu ómeiddir þegar eldur kom upp í lítilli rútu á Sandskeiði Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ljósmynd/Már Jóhannsson Rútan varð fljótlega alelda eftir að farþegarnir höfðu yfirgefið bílinn. „Varð alelda á mjög skömmum tíma“ VIGDÍS Finnbogadóttir hlaut heið- ursverðlaun á Grímunni – íslensku leiklistarverðlaununum. Viðstaddir risu úr sætum og fögnuðu henni með dynjandi lófataki. Verðlaunin veitti Ólafur Ragnar Grímsson og sagði, þegar lófataki áhorfenda linnti: „Kæra Vigdís, þessi fögn- uður hér í kvöld segir meira en nokkur orð um það þakklæti og virðingu – mér liggur við að segja ást – sem íslenskt leikhúsfólk ber til þín.“ Vigdís sagði að þegar hún hugs- aði um leikhúsið væri sér einnatt efst í huga hvernig það styður við tunguna, sem við erum að reyna að varðveita og sumir eru hræddir um að sé að missa flugið: „Á meðan til er íslenskt leikhús, þá verður ís- lenskan til, og meðan íslenskan er til, þá verður auðvitað alltaf til leik- hús, vegna þess að okkur þyrstir í að heyra allt um mannveruna og þjóðlífið.“ | 30 og 34 Morgunblaðið/Ómar Vigdís fékk heiðurs- verðlaunin JAAP de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, leggur áherslu á að Bandaríkjamenn og Ís- lendingar nái samkomulagi um varn- ir landsins. Hann vill ekki segja til um hvort Atlantshafsbandalagið myndi eiga einhverja hlutdeild í vörnum Íslands færi svo að viðræð- urnar skiluðu ekki árangri. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Scheffer hélt ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra og Val- gerði Sverrisdóttur utanríkisráð- herra að loknum viðræðum þeirra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Scheffer kvaðst hafa ýtt á eftir því við bæði Bandaríkjamenn og Íslend- inga að samkomulag næðist. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvaðst vera sammála framkvæmda- stjóra NATO um að viðræður Ís- lendinga og Bandaríkjamanna væru farvegurinn og rétta leiðin til að leysa varnarmál landsins eins og sakir stæðu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra taldi heimsókn framkvæmdastjórans mikilvæga og gott að hafa getað farið yfir stöðu mála með honum. | 10 Viðræður rétta leiðin í varnar- málunum 200 metra aurskriða féll í Gleiðar- hjalla í Eyrarfjalli rétt fyrir ofan Hjallaveg, um 200 metrum frá ystu byggð Ísafjarðar, á fimmta tímanum í gær og þótti mildi að ekki skyldu hafa orðið slys á fólki þegar 12 rúmmetra stórgrýti skoppaði niður hlíðina með skriðunni og staðnæmdist um 50 metrum frá íbúðar- og iðnaðarhúsinu Ásgarði, sem er neðst í hlíðinni. Mikill hávaði myndaðist þegar skriðan fór af stað og glumdi fjalla á milli að sögn sjónarvotta, en skriðan sjálf stað- næmdist í miðri hlíðinni sem er rétt rúmlega 400 metrar. Örn Ingólfsson, eftirlitsmaður of- anflóða, vaktar nú svæðið og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að skriðan hefði stöðvast þegar hún var komin um 200 metra niður hlíðina. Örn sagði skriðuna þó mjakast áfram hægt og rólega og að hún yrði vöktuð þangað til hún staðnæmdist. Mikil hlýindi hafa verið á svæðinu að und- anförnu og taldi Örn orsök skriðunn- ar vera vatn, sem væri að koma í gegnum jökulruðning sem væri laus í sér. Stórgrýti nam staðar skammt frá húsi neðst í hlíðinni. Skriða féll skammt frá byggð á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.