Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 2
2 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MS drykkjarvörur í garðveisluna
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum í næstu verslun.
ÁRÁSIR HALDA ÁFRAM
Ísraelski herinn hefur hertekið
þorp í suðurhluta Líbanons og í gær
eyðilagði hann fjarskiptamöstur í
landinu, bæði sjónvarpsturna og
sendistöðvar fyrir farsímakerfi.
Herinn hefur sent hermenn inn í
landið til að gera skyndiárásir á vígi
Hizbollah en segist ekki ætla að gera
stóra innrás í landið þótt hann haldi
áfram að flytja herafla að landamær-
unum.
Lifnar yfir lundaveiðum
Lundaveiði í Vestmannaeyjum er
svipuð og í fyrra eftir frekar rólega
byrjun. Mikill fugl er á sjónum í
kringum Eyjar og bendir það til
þess að geldfuglinn sé mættur á
svæðið, en hann er uppistaðan í
lundaveiðinni
Kennitöluumsóknum fjölgar
Umsóknir vinnuveitanda vegna
beiðna um útgáfu kennitalna fyrir
erlenda ríkisborgara hjá Þjóðskrá
hafa oft farið vel yfir 100 á dag.
Stríður straumur umsókna hefur
leitt til þess að starfsmenn Þjóð-
skrár hafa orðið fyrir auknu álagi
sem hefur leitt til lengri afgreiðslu-
tíma kennitöluumsókna.
Samið við Nick Faldo
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur
samið við breska kylfinginn Nick
Faldo um að halda unglingamót í
golfi á Korpuvelli daganna 7. til 9.
ágúst nk. Er þetta í fyrsta skipti sem
unglingamót undir nafni Faldos er
haldið utan Bretlands og munu tveir
leikmenn úr unglingaliði Faldos
leika á mótinu.
Öskuhaugur sögunnar
Við fornleifauppgröft á Hólum í
Hjaltadal hefur einstakt mannvirki
frá 13. eða 14. öld komið í ljós. Vonir
eru bundnar við að húsið, sem fannst
í öskuhaug sunnan við bæjarstæði
Hóla, geti hjálpað mönnum við að
fylla upp í eyður íslenskrar bygging-
arsögu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttakýring 8 Víkverji 40
Forystugrein 26 Velvakandi 41
Bréf 28 Staður og stund 42
Umræðan 28/31 Menning 44/49
Hugvekja 32 Bíó 46/49
Auðlesið 33 Ljósvakamiðlar 50
Minningar 34/37 Veður 51
Dagbók 40 Staksteinar 51
* * *
Kynning - Morgunblaðinu í dag fylgir
bæklingurinn Vetrarfrí frá Úrvali Út-
sýn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MORGUNHRESSIR göngugarpar lögðu af stað í
gær frá Þingvallakirkju í svonefnda pílagríms-
göngu, þar sem leiðin lá á Skálholtshátíð, sem
fram fer um helgina til að minnast þess að 950 ár
eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar.
Frá Þingvöllum var gengið sem leið lá upp Gjá-
bakka og biskupaleið yfir Lyngdalsheiði. Fyrri
hluta göngunnar lauk með helgistund við Vígðu-
laug á Laugarvatni í gærkvöldi. Gönguhópurinn
áætlar að vera kominn til hátíðarinnar í Skál-
holti í dag, sunnudag, í tæka tíð fyrir messuna
sem hefst kl. 14. Göngustjóri pílagrímsgöng-
unnar er Guðbrandur Magnússon. Mikið verður
um dýrðir í Skálholti, að messu lokinni og
kirkjukaffi verður hátíðarsamkoma í kirkjunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í pílagrímsgöngu á Skálholtshátíð
„VIÐ lýsum yfir vantrausti á hann
vegna þessara vinnubragða,“ segir
Guðmundur Johnsen, formaður Fé-
lags lesblindra á Íslandi og aðal-
stjórnarmaður hjá Öryrkjabanda-
lagi Íslands (ÖBÍ), um kæru á
hendur formanni ÖBÍ, Sigursteini
Mássyni, sem leggja á inn hjá félags-
málaráðuneytinu á næstunni.
Hópur innan ÖBÍ er ekki sáttur
við þau vinnubrögð sem voru viðhöfð
m.a. við ráðningu núverandi fram-
kvæmdastjóra og uppsögn Arnþórs
Helgasonar, fv. framkvæmdastjóra,
s.s. að ekki hafi verið gefnar út við-
hlítandi skýringar á brottrekstrinum
og að ekki hafi verið gert upp við
Arnþór með fullnægjandi hætti.
„Ákveðin hefð hefur verið fyrir því
að blindir menn sem starfað hafa
lengi innan ákveðins fyrirtækis hafa
fengið árs uppsagnarfrest, en það er
viðurkennd staðreynd að þeir eiga
erfiðara með að fá ný störf. Við höf-
um undir höndum tölvupóst frá Arn-
þóri um hans uppgjör [við ÖBÍ] og
við fáum ekki betur séð en að það sé
ófullnægjandi og ekki í samræmi við
það sem talað var um á síðasta að-
alstjórnarfundi,“ segir Guðmundur
og bætir við að einnig sé mikil
óánægja með að Sigursteinn semji
um laun framkvæmdastjóra banda-
lagsins. „Það var ákveðin hefð fyrir
því að formaður hefði um 30% laun
miðað við framkvæmdastjóra og eft-
ir því sem okkur skilst er þetta nú
orðið fullt stöðugildi. Því er það
nokkuð merkilegt að hann sé í raun
að semja um leið um sín eigin laun.“
Ekki náðist í Sigurstein Másson
þegar leitað var eftir því í gærdag.
Óánægja með vinnu-
brögð formanns ÖBÍ
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur
farið þess á leit við forráðamenn tí-
volísins við verslunarmiðstöðina
Smáralind í Kópavogi að snúnings-
hraði á svokölluðu Kolkrabbatæki
verði minnkaður, enda þótt ekki
hafi verið farið yfir mörk leyfilegs
hámarkshraða tækisins.
Ástæða þessa er sú að Vinnueft-
irlitinu og lögreglu hafa að und-
anförnu borist kvartanir frá tívolí-
gestum sem farið hafa í tækið og
komið lemstraðir úr því. Þrír full-
orðnir hafa ýmist marist eða rif-
beinsbrotnað og eitt barn hlotið
minniháttar áverka eftir ferð með
tækinu.
Fólk lemstrast
í tívolítæki við
Smáralind
HAFT er eftir Birni Bjarnasyni
dómsmálaráðherra í breska dag-
blaðinu Daily Telegraph að staðan á
Norður-Atlantshafi breytist hratt og
það sé mikil skammsýni hjá Banda-
ríkjamönnum ef þeir geri sér ekki
grein fyrir því. Þessar öru breyting-
ar kunni að leiða til þess að Banda-
ríkjamenn vilji snúa aftur til Íslands
„og sú aðferð sem beitt var við að til-
kynna um brottflutninginn gæti haft
pólitísk áhrif á það hvernig móttök-
urnar verða.“
Dagblaðið fjallaði í vikunni um
brotthvarf Bandaríkjahers frá Ís-
landi og segir þar m.a. að þótt hern-
aðarlegt mikilvægi Íslands virðist
ekki mikið um þessar mundir kunni
það að breytast vegna aukins mik-
ilvægis norðurslóða vegna orku-
flutninga frá Evrópu til Norður-Am-
eríku. Segir að Rússar og Norðmenn
muni í framtíðinni flytja stóraukið
magn af olíu og gasi til Norður-Am-
eríku og flutningsleiðin liggi nálægt
ströndum Ís-
lands. Blaðið hef-
ur eftir Espen
Barth Eide, varn-
armálaráðherra
Noregs, að hann
telji ekki að hætta
steðji að Íslandi
vegna árása en
ljóst sé að áhersla
á öryggismál
muni aukast vegna flutninganna og
Atlantshafsbandalagið (NATO)
kunni að taka þátt í öryggisgæslu
með eftirlitsflugvélum, ratsjárstöðv-
um og loftvörnum. Blaðið segir
Björn líta það jákvæðum augum.
„Ég held að við þurfum að skoða
hvers vegna Norðmenn eru að end-
urnýja her sinn. Brátt munu olíu- og
gasflutningaskip fara yfir Atlants-
hafið til Kanada og Bandaríkjanna
frá Barentshafinu og það mun gjör-
breyta eðli sjóflutninga á svæði okk-
ar,“ segir Björn.
Eðli sjóflutninga
að gjörbreytast
Björn Bjarnason