Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 6
6 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Su›urlandsbraut 22,
108 Reykjavík
Sími 540 1500
www.lysing.is
Klæðskerasniðnar lausnir
H
in
ri
k
Pé
tu
rs
so
n
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
“fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt
klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu sem byggir á
sérflekkingu okkar í fjármögnun
atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í
takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum
vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er
einstakur.“
Arnar Snær Kárason
Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja
„HUGMYNDIN er að gróðursetja
listahugmyndir í sálir manna,“
segir Jóhann Eyfells um hlutverk
búgarðsins EyfellsandEyfells í
Texas, þar sem hann hefur búið
undanfarin tvö ár. „Ég er meira að
segja með lítið hús sem var gróð-
urhús en í framtíðinni ætla ég mér
að hafa þar aðstöðu þar sem börn
geta spreytt sig á listsköpun,“ seg-
ir hann. Búgarður Jóhanns stend-
ur við þjóðveg og er ekki langt frá
borginni Austin í Texas. Ítölsk vin-
ahjón Jóhanns fundu búgarðinn og
sýndu Jóhanni myndir af honum.
Jóhann breytti búgarðinum í safn
með verkum til þess að heiðra
minningu Kristínar konu sinnar og
nú hefur hann komið upp þremur
sýningarsölum á búgarðinum.
Um aðdraganda þess að hann
ákvað að flytjast búferlum til Tex-
as segir Jóhann að sér hafi litist
vel á þær ljósmyndir sem vinir
hans sýndu honum af staðnum.
Eftir andlát konu sinnar hafi sér
þótt nauðsynlegt að hefja nýtt líf,
þrátt fyrir að vera kominn á ní-
ræðisaldur. Því hafi hann brugðið
búi í Flórída og flust til Texas. „Ég
segi oft í gamni að lífið byrji um
áttrætt,“ segir hann og hlær. Jó-
hann kveðst þeirrar skoðunar að
ætli fólk sér að lifa lífinu þýði ekki
að bíða eftir hlutunum. „Maður
verður að taka allt föstum tökum
og drífa hlutina áfram,“ segir
hann.
22 vöruflutningabílar
milli ríkja
Það kostaði nokkurt átak fyrir
Jóhann að flytjast frá Flórída til
Texas. Hann hefur í gegnum tíðina
unnið marga stóra skúlptúra, en
alla þá helstu flutti hann með sér
til Texas. Það voru fluttir 22 vöru-
flutningabílar með skúlptúrum en
hver þeirra tekur 22 tonn. Þeir
voru nokkuð vel hlaðnir,“ segir Jó-
hann sem kveðst sjálfur hafa ekið
um fimm sinnum á milli ríkjanna
tveggja. Alls hafi hann sennilega
flutt um 170 tonn af skúlptúrum,
verkum Kristínar, búslóð og öðru
milli Flórída og Texas. Jóhann
segir að það sem hafi drifið sig
áfram hafi verið löngun til þess að
koma lífsstarfi sínu og Kristínar á
framfæri svo það yrði aðgengilegt í
framtíðinni. „Ég hef aldrei staðið í
neinu slíku fyrr. Ég hef ekki verið
mikið fyrir það að koma mér á
framfæri fyrr,“ segir hann.
Þrátt fyrir háan aldur hefur Jó-
hann að mestu staðið í því sjálfur
að gera búgarðinn upp og útbúa
þar þrjá sýningarsali.
„Ég er í aðalatriðum einn í
þessu en keypti mér lítinn gaff-
allyftara, svokallaðan Bobcat.
Hann er ágætur í allskonar flutn-
inga, gröft og slíkt. Hann er minn
besti vinur en ég hefði aldrei getað
gert neitt af þessu án hans,“ segir
Jóhann og kveðst nota gaffallyft-
arann daglega. Einn sýningarsala
Jóhanns, sem nefnist The Sunken
Museum, var formlega opnaður í
maí síðastliðnum, en þar er að
finna verk eftir Kristínu, konu
hans. „Við opnun hans í maí voru
250 manns sem komu og heimsóttu
mig,“ segir Jóhann. Stefnt sé að
því að í Sunken Museum verði ný
sýning á um þriggja mánaða fresti.
„Það verða örugglega þrjár nýjar
sýningar á ári,“ segir Jóhann.
Hann kveðst sjálfur sjá um að
skipuleggja sýningarnar og setja
þær upp. „Ég er svo vanur að setja
upp sýningar,“ segir hann.
Reisti sér listabúgarð í Texas
Ljósmynd/Þór Elís Pálsson
Þessi stóri skúlptúr sem Jóhann Eyfells stendur fyrir framan heitir Brennipunktur.
Teningar í forgrunni eru eitt af merkilegustu verkum Jóhanns. Í bak-
grunni eru bæði söfnin, Open Museum og Sunken Museum.
Vinnur að heim-
ildamynd um
Jóhann Eyfells
ÞÓR Elís Pálsson kvikmyndaleik-
stjóri vinnur um þessar mundir að
því að gera heimildamynd um
myndlistarmanninn Jóhann Ey-
fells, sem hefur verið búsettur í
Bandaríkjunum um langt skeið.
Jóhann bjó í um það bil þrjá ára-
tugi á Flórída, ásamt Kristínu
Halldórsdóttur eiginkonu sinni,
sem einnig var myndlistarmaður,
en hún lést fyrir þremur árum.
Auk þess að sinna list sinni var Jó-
hann prófessor við University of
Central Florida. Eftir að Kristín
lést ákvað Jóhann að flytjast bú-
ferlum til Texas, þar sem hann
festi kaup á búgarði.
Þór Elís kveðst hafa fylgst með
Jóhanni í um tvö ár, frá því hann
flutti til Texas.
Hann segir Jóhann hafa sýnt
ótrúlega eljusemi við breytingar á
búgarðinum. „Hann var með opn-
un núna í maí á The Sunken mu-
seum, en salurinn sem það safn er
í var áður kalkúnafjós. Nú er búið
að endurbyggja þetta algerlega og
húsið er þakið fallegum ljósum
steini. Þetta er glæsilegur sýning-
arsalur með fullkominni lýsingu,“
segir Þór um sýningarsalinn.
Hann bætir við að það sé eins-
dæmi að íslenskur listamaður reisi
sér sjálfur slíkan sýningarsal og
til að heiðra minningu konu sinn-
ar.
Spurður um hvers vegna hann
hafi ákveðið að gera heim-
ildamynd um Jóhann kveðst Þór
Elís lengi hafa haft áhuga á mynd-
list og muni vel eftir verkum Jó-
hanns. „Mér fannst eins og þau
kæmu utan úr geimnum, ég vissi
aldrei hvernig ég ætti að meðtaka
þau en það var eitthvað við þau
sem heillaði mig,“ segir Þór.
Myndin fjalli um „Jóhann sem
persónu og sem listamann og þau
bæði hjónin. Þessi mynd ætti að
skila góðri mynd af þeim,“ segir
hann og bætir við að stefnt sé á að
ljúka við gerð myndarinnar haust-
ið 2007.
INGIBJÖRG Á.
Johnsen, æskulýðs-
frömuður og kaup-
maður í Vestmanna-
eyjum, andaðist á
sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum síðast-
liðið föstudagskvöld,
84 ára að aldri. Ingi-
björg fæddist 1. júlí
1922 í Vestmannaeyj-
um. Foreldrar hennar
voru Árni Johnsen og
Margrét Jónsdóttir
Johnsen, Suðurgarði í
Vestmannaeyjum.
Um fimmtíu ára
skeið átti og rak Ingibjörg blóma-
og gjafavöruverslun í Eyjum og í
liðlega hálfa öld vann hún að æsku-
lýðs- og bindindismálum með
hundruðum ungmenna í Eyjum.
Hún gegndi auk þess margvíslegum
trúnaðarstörfum í félagsmálum og
stýrði starfi templara um áratuga
skeið og starfaði mikið
með Stórstúku Íslands,
landssamtökum bind-
indismanna. Hún var
eldheitur sjálfstæðis-
maður alla sína tíð.
Ingibjörg vann við
barnavernd, tók virkan
þátt í starfi kirkju og
KFUM og KFUK og
sinnti þannig margs
konar þjónustu í Vest-
mannaeyjum fyrir hug-
sjónir sínar. Í starfi
sínu eignaðist hún ófá
fósturbörn sem litu á
hana sem móður.
Ingibjörg bjó yfir mikilli starfs-
orku fram á níræðisaldur en þá
lagði að sjúkleiki. Hún var gift
Bjarnhéðni Elíassyni, skipstjóra og
útgerðarmanni frá Oddhól á Rang-
árvöllum, en hann lést árið 1992.
Börn þeirra eru Árni, Margrét Ás-
björg, Þröstur og Elías.
Andlát
INGIBJÖRG Á. JOHNSEN
ÍSLANDSVINIR hófu göngu sína
um Kárahnjúkasvæðið í gærmorg-
un. Að sögn Andreu Ólafsdóttur,
talsmanns Íslandsvina, lögðu um
150 manns af stað í gönguna í
glampandi sól og blíðu. „Þetta byrj-
ar ljómandi vel,“ sagði Andrea við
upphaf göngunnar. Lagt var af stað
frá Töfrafossi í 625 metra hæð við
efri mörk fyrirhugaðs Hálslóns.
Gengið var niður með Kringils-
árgljúfri að ármötum Jöklu og
Kringilsár. Síðan var gengið vestan
megin við Jöklu þar sem gljúfur,
sethjallar, fuglalíf og fossar voru
skoðaðir. Að því loknu átti að ljúka
göngunni með mótmælastöðu við
Kárahnjúkastíflu.
Um 150 manns í Kárahnjúkagöngu