Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 9
FRÉTTIR
Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi
Austurvegi 3, 800 Selfossi, s. 480 2900 - log.is
Höfum fengið til sölu 18,9 ha spildu úr jörðinni Ási III, Ásahreppi. Seljandi
er innflutningsaðili fyrir kanadísk einingahús og er hægt að velja um nokkrar
gerðir húsa. Kalda- og heitavatnslagnir liggja nálægt landinu. Möguleiki á
háhraðatengingu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu og einnig á www.log.is
Löggiltir fasteignasalar:
Ólafur Björnsson hrl. & Sigurður Sigurjónsson hrl.
Ás III, Ásahreppi
TIl SÖLU GLÆSILEGUR MERCEDES BENS E-240
Blásanseraður, árg. '99, ekinn aðeins 63 þús. km. Bílinn er eins og nýr,
ótjónaður en nýsprautaður með nýjum frambrettum, hurðum, húddi og
skotti. Ennfremur er hann sjálfskiptur með leðurinnréttingu, sóllúgu,
krúskontról, naví, rafmagni í rúðum, álfelgum, aukadekkjasetti á stál-
felgum o.fl. Verð 2.490 þús.
Allar nánari upplýsingar í síma 896 0747.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
!" #$ % "&" !!! ' "&" !!
$
( )* !&& +,,%-
( "! &"!!
. /, ,0
&1 2
1
. ,
3
4
1
, )1 51 1 66
2
3 /,
7 . +
,
9$ :; , 0 ,0 %- <=1&" 55&1&!! 5&1&&! )&1&! 34.090 kr.
79.990 kr.
FREYMÓÐSSON-DANLEY-
verðlaunin, sem veitt eru íslenskum
nemendum fyrir góðan náms-
árangur við Kaliforníuháskólann í
Santa Barbara, voru veitt í annað
sinn fyrir skömmu.
Verðlaunin eru veitt nemendum
við Háskóla Íslands sem eru í skipt-
inámi Háskóla Íslands og
Kaliforníuháskólans í Santa Barbara
(UCSB).
Námsárið 2005–2006 hlutu verð-
launin Baldvin Einarsson, nemandi í
hagnýtri stærðfræði, og Fríða S. Jó-
hannsdóttir, nemandi í efnaverk-
fræði. Fríða útskrifaðist frá Háskóla
Íslands í júní 2006 en Baldvin stund-
ar meistaranám við Háskóla Íslands.
Nemendum sem óska eftir upp-
lýsingum um skiptinámið er bent á
að hafa samband við Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins.
Bragi Freymóðsson og Baldvin Einarsson nemandi í hagnýtri stærðfræði.
Fengu styrk til
háskólanáms
VIÐTALS- og heimildarþáttur um
Björgólf Thor Björgólfsson og al-
þjóðlega fjárfestingastarfsemi hans
hefur verið sýndur á Bloomberg-
viðskiptasjónvarpsstöðinni um
helgina. Þátturinn er hálftíma lang-
ur og fyrstu sýningar hófust í gær.
Hann verður einnig sýndur í dag,
sunnudag, fyrst kl. 9, síðan 13 og
loks kl. 17.30 síðdegis.
Vinna við þáttinn hófst í júnímán-
uði og hefur staðið yfir í sjö vikur.
Þáttur á
Bloomberg um
Björgólf Thor
AFMÆLISMÓT Róberts Harðar-
sonar, skákmeistara og varaforseta
Hróksins, verður haldið í Vin,
athvarfi Rauða krossins, á morgun,
mánudaginn 24. júlí kl. 13.
Hróksmaður-
inn knái hefur
verið ötull við
heimsóknir í Vin
þar sem hann
hefur teflt fjöl-
tefli, verið með
skákskýringar og
sett upp mót
undanfarin ár,
segir í tilkynn-
ingu.
Róbert á afmæli síðar í vikunni en
hann undirbýr sig af kappi fyrir
Grænlandsferð Hróksins í byrjun
ágúst en þar hefur Róbert ásamt
fleirum staðið fyrir útbreiðslu skák-
listarinnar undanfarin ár. Alþjóð-
legt mót verður haldið í Tasiilaq um
verslunarmannahelgina og á Róbert
þar titil að verja, en kempan sigraði
glæsilega á III. Alþjóðlega Græn-
landsmótinu 2005. Eru Grænlands-
vinir hvattir til að kíkja við í Vin.
Tónlistarverslunin og útgáfan 12
tónar, Skólavörðustíg og nú líka í
Kaupmannahöfn, gefur vinninga á
afmælismótið. Tefldar verða sjö
mínútna skákir og eru allir hjartan-
lega velkomnir. Kaffiveitingar
verða að loknu móti .
Vin er eitt athvarfa Rauða kross
Íslands fyrir fólk með geðraskanir
og er á Hverfisgötu 47, Reykjavík.
Síminn er 561-2612.
Hrókurinn hefur staðið fyrir
æfingum, fjölteflum, kennslu og
skákmótum í Vin sl. þrjú ár og eru
æfingar hjá skákfélagi Vinjar á
mánudögum kl. 13.
Afmælismót
Róberts Harðar-
sonar í Vin
Róbert Harðarson
SJÖ manns gistu fangageymslur
vegna minniháttar fíkniefnamáls í
Reykjavík aðfararnótt laugardags-
ins. Málið hófst með því að lögregla
fann meint fíkniefni í bifreið við
hefðbundið eftirlit og var í kjölfarið
ráðist í húsleit þar sem eitthvert
magn fíkniefna fannst. Lögreglan
tekur fram að þeir sem handteknir
voru séu aðeins grunaðir um vörslu
og neyslu fíkniefnanna. Var mönn-
unum sleppt að rannsókn lokinni.
Sjö handteknir
vegna fíkniefna-
brots í Reykjavík
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið