Morgunblaðið - 23.07.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 11
’Það þarf einfaldlega að taka af skarið ogláta ekki við það sitja að tala um að
hjálpa.‘Margrét Þóra Einarsdóttir er að koma á laggirnar
söfnun ásamt Guðrúnu Blöndal, til styrktar börnum í
Mósambík.
’Frumvarpið fer yfir siðferðisleg mörksem heiðvirt samfélag, eins og okkar,
þarf að virða.‘George W. Bush , forseti Bandaríkjanna, beitti neit-
unarvaldi sínu í fyrsta sinn þegar hann neitaði að
staðfesta lagafrumvarp um aukin fjárframlög til
stofnfrumurannsókna.
’Það er orðið svo að Vestmannaeyingarsem eru á leiðinni í land þurfa jafnvel að
senda bílinn í land áður en þeir fara sjálf-
ir.‘Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður segir pláss-
ið í Herjólfi ekki nýtast jafn vel og áður, enda hafi
bílar stækkað.
’Sum sönglög innihalda óholl viðfangs-efni og hafa ekki verið ritskoðuð af menn-
ingarráðuneyti stjórnarinnar.‘Liang Gang embættismaður í menningarráðuneytinu
um þá ákvörðun kínverskra stjórnvalda að banna
„óholl sönglög“ á svokölluðum karaokebörum.
’Ég vil ekki vopna almennu lögreglunaog sérsveitin er liður í að við getum áfram
haft almennu lögregluna óvopnaða.‘Stefán Eiríksson , nýskipaður lögreglustjóri höf-
uðborgarsvæðisins.
’Þegar mikilvægasta verkefni fyrirtæk-isins er að standa í framvirkum gjaldeyr-
isskiptasamningum í stað þess að ein-
beita sér að rekstri fyrirtækisins er
eitthvað ekki í lagi.‘Hilmar V. Pétursson , forstjóri hugbúnaðarfyrirtæk-
isins CCP, segir skipta höfuðmáli að gengi krónunnar
sé sæmilega stöðugt.
’Það voru allar útgönguleiðir að lokastog allar aðalleiðir á landi, sjóleiðin og loft-
leiðin voru þegar orðnar óvirkar. Þetta
var mjög erfitt enda eru Íslendingar ekki
vanir slíkri frelsissviptingu.‘Arndís Kjartansdóttir var í heimsókn hjá ættingjum
eiginmanns síns í Líbanon þegar sprengjuárásir hóf-
ust á Beirút.
’Ég held að Norðmenn hafi allan tímannverið ákveðnir í að þeir sjálfir hefðu for-
gang, þannig að utanríkisráðuneytið hlýt-
ur að hafa fengið aðrar fréttir frá Norð-
mönnum sem voru með það á hreinu að
við værum síðastir.‘Már Þórarinsson flugvirki, einn fimm Íslendinga, sem
ekki komst með rútu frá Líbanon yfir til Sýrlands í
kjölfar loftárása ísraelska hersins.
’Þetta er greinilega hið nýja andlit kol-krabbans.‘Víglundur Þorsteinsson , stjórnarformaður Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, um meirihlutaeigendur
Straums-Burðaráss eftir hluthafafund bankans, þar
sem honum var meinað að taka til máls með þeim rök-
um að öll mál þyrftu að liggja fyrir viku fyrir fund.
’Við viljum tjá sorg okkar vegna lands-ins sem verður fórnað undir virkjanir á
hálendinu.‘Laufey Erla Jónsdóttir , skálavörður í Kverkfjöllum,
en þar var flaggað í hálfa stöng.
’Það kom maður frá Lloyd́s til að skoðaskipið og honum leist svo vel á að hann
sagði að Lloyd́s myndi halda partí þegar
það yrði tilbúið.‘Sigurjón Jónsson er að smíða skemmtisnekkju í vík-
ingastíl.
’Að komast út á eyðieyju er eitt en þaðer annað að lifa það af. Það eru ekki allar
plönturnar eins og Róbinson Krúsó.‘Dr. Sturla Friðriksson hefur fylgst með gróðri í
Surtsey frá því að eyjan reis úr hafi fyrir 42 árum.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Fagnaðarfundir urðu í Leifsstöð þegar Ís-
lendingarnir sem voru í Beirút komust til
landsins eftir langt og strangt ferðalag.
Ummæli vikunnar
sem er í jaðri samfélagsins, ef svo má segja,
þannig kynntist ég ýmsum öðrum og að mörgu
leyti skemmtilegri hliðum á Bretum en maður
sér almennt,“ segir Ingibjörg og hlær.
„Þetta hefur komið sér vel, það þarf að átta
sig á fyrir hvaða fólk maður er að gera frétt, til
hvaða hópa á að ná. Eftir þetta fór ég að vinna
hjá APT sem safnar fréttum sem eru sendar út
til viðskiptavina, m.a. BBC. Eftir það hóf ég
störf hjá BBC,“ segir hún.
Ingibjörg vann með mastersnámi sínu í Bret-
landi og lauk því í University College í London.
„Þá var ég búin að vera fastráðin hjá BBC í
tvö ár,“ segir hún.
„Námið var mjög skemmtilegt, kennarar
voru margir diplómatar sem voru hættir störf-
um.
Mér fannst mjög áhugavert að stunda námið
meðfram alþjóðlegum fréttaflutningi, þannig
fékk ég dýptina um leið og ég fylgdist með við-
burðunum. Mikið af því sem er að gerast í Mið-
Austurlöndum er Bretum sjálfum að hluta um
að kenna. Þessi blanda náms og starfs gerði
mér oft auðveldara að sjá hvað væri í raun frétt-
næmt. Ég gat í ljósi sögunnar sagt betur til um
hvað ætti að rannsaka og fjalla um. Ég lærði og
margt um samskipti Breta við önnur lönd. Ég
skrifaði m.a. í náminu langa ritgerð um lagalega
réttlætingu á stríðinu í Afganistan á sama tíma
var ég í vinnunni að fylgjast með hvað Samein-
uðu þjóðirnar voru að gera á þessu svæði, ég gat
því notað þau lagagildi sem ég var að læra um
við fréttaflutninginn sjálfan og líka nýtt ým-
islegt sem ég frétti í ritgerðina sjálfa.“
Enn hvers vegna skyldi Ingibjörg hafa yf-
irgefið World News?
„Ég fór að búa og eignaðist barn,“ svarar hún
að bragði.
„Maðurinn minn Chuck Nwosu vinnur nú
einnig við News 24 en við kynntumst á alþjóða-
fréttastofunni þegar við unnum þar saman.
Fyrsta árið eftir að sonur okkar Joshua Þór
Mba Nwosu fæddist, hann er nú á þriðja ári, var
ég yfir Austur-Asíu þáttunum hjá BBC World.
Ég hafði ferðast mikið um það svæði. Svo fannst
mér sjálfri kominn tími til að breyta til og fá
vinnutíma sem hentaði mér betur vegna barns-
ins.
Oft háværar umræður um alþjóðastjórnmál á
heimilinu
Maðurinn minn er frá Nígeríu en hefur búið í
Bretlandi frá 5 ára aldri. Ég hef aldrei fundið
fyrir neinum fordómum þótt litarháttur okkar
sé vægast sagt ólíkur, hann mjög dökkur, ég í
ljósari kantinum. Fjölskylda mín og vinir hafa
tekið honum opnum örmum. Aðeins í Suður-
Afríku myndum við hjónin ekki ferðast saman,
þar eru ríkjandi miklir kynþáttafordómar, þeir
mestu sem ég hef komist í kynni við.
Chuck er eðlisfræðingur að mennt og fór að-
eins aðra leið inn í fréttamennskuna en ég, var
fyrst að vinna við olíurannsóknir og sótti svo um
að komast að hjá BBC í þjálfunarprógramm,
þeir taka árlega nokkra í blaðamennskuþjálfun.
Þúsundir sækja um en hann komst að og leist
vel á þetta starfsumhverfi. Hann var um tíma á
lítilli fréttastöð í Bretlandi, svo fréttamaður í 3
ár á Sri Lanka.
Við höfðum fyrst áhyggjur af að það væri of
mikið að búa saman og vinna saman en í reynd
er hver vinnudagur mjög ólíkur öðrum og hið
góða er að við skiljum vel aðstæður hvort ann-
ars. En óneitanlega eru oft háværar umræður á
heimilinu um ýmis málefni, við erum hreint ekki
alltaf sammála um alþjóðleg stjórnmál.“
Ég spyr hvaða umfjöllun Ingibjörgu sé eft-
irminnilegust á ferlinum hingað til?
„Ætli það sé ekki þegar Íraksstríðið hófst, þá
var ég að vinna við Sameinuðu þjóðirnar í New
York, vann á skrifstofu BBC þar, ég hafði mik-
inn áhuga á þessu verkefni, sem ég var ein með
fyrir BBC,“ segir hún.
„Eins og kunnugt er urðu mikil mótmæli í
Bretlandi þegar Tony Blair studdi innrásina í
Írak. Þá kynntist ég því vel hve Bretar eru
óvægnir við stjórnmálamenn sína, þeir þora að
gagnrýna og gera læti ef þeir vilja ekki eitthvað.
Ráðamenn segja oft af sér í Bretlandi ef þeim
verður eitthvað á að mati almennings og fjöl-
miðla. Almenningur byrjar oft slíkar umræður
og fjölmiðlar taka svo við, þar í landi eru fjöl-
miðlar svo sannarlega fjórða valdið. Oft verða
læti út af málefnum sem manni finnst ekki
skipta miklu máli, einkamál verða t.d. mörgum
að falli. Sem dæmi má nefna varaforsæt-
isráðherra Breta núna, John Prescott, hann
varð ber að því að hafa haldið við ritarann sinn í
tvö ár, hann situr enn í embætti að nafninu til en
hefur verið sviptur nær öllum völdum. Mikil
læti urðu líka þegar mynd birtist af honum þar
sem hann var að spila krikket úti í garði í
miðjum vinnutíma. Fólk sagði: „Er þetta það
sem við erum að borga fyrir?“, þá missti hann
sumarhús sem hann hafði enn haft yfirráð yfir í
krafti embættis síns.
Nú er flókið pólitískt ástand í Bretlandi,
Gordon Brown vill verða forsætisráðherra en
Blair vill ekki gefa sæti sitt eftir, sagt er að hann
vilji sitja fram á næsta ár, þá er hann búinn að
vera lengur forsætisráðherra en Margaret
Thatcher. Tony Blair hafði gífurlegt fylgi en það
hefur snarminnkað vegna Íraksstríðsins, en
hann vildi styðja þetta stríð, hvað sem það kost-
aði. Andstaða er enn mikil við Íraksstríðið en
minna fer fyrir henni, líklega af því að Bretar
hafa sloppið betur við eftirmála stríðsins en
Bandaríkjamenn.“
Hvaða augum lítur Ingibjörg íslenska fjöl-
miðla?
„Ég les íslenskar fréttavefsíður ef ég get, les
blöðin vel og horfi og hlusta á fréttir ljós-
vakamiðla þegar ég kem til Íslands, sem er oft-
ar í seinni tíð vegna barnsins sem ég vil að
kynnist fjölskyldu sinni,“ svarar Ingibjörg.
„Mér finnst munur á hvað fréttaframleiðsla
Ríkissjónvarpsins er orðin fjölbreyttari en áður,
nú er það ekki bara þulur sem les og svo tekur
annar við, fréttir eru meira brotnar upp og
vinnubrögð eru fjölbreytilegri, það er greinileg
þróun í fréttaframleiðslunni. En tvímælalaust
eru Íslendingar miskunnsamari við stjórn-
málamenn sína en Bretar við sína.
Ég fylgdist líka af nokkrum áhuga með DV-
málinu svokallaða, þegar maður fyrirfór sér eft-
ir umfjöllun blaðsins um hann sem kynferð-
isafbrotamann. Í Bretlandi hefði það sem DV
gerði ekki þótt tiltökumál, þar birta menn frétt-
ir af meintum afbrotum og myndir strax þegar
kæra hefur verið lögð fram. Sum blöð birta líka
óhikað myndir og heimilisföng kynferð-
isafbrotamanna, þetta gerði t.d. dagblaðið Sun á
forsíðu og með fylgdi að þar á bæ fyndist mönn-
um rétt að almenningur fengi upplýsingar um
þessa menn. Í Bretlandi eru blöð á borð við DV
talin hafa ákveðið hlutverk í þjóðlífinu sem sé
mikilvægt fyrir almenning. Blöð eins og Sun
telja að frelsi almennings eigi ekki að ganga út
yfir rétt allra hinna.
BBC birtir nöfn og myndir um leið og búið er
að ákæra, við fjöllum mikið um allskyns dóms-
mál, en þá aðeins um það sem viðkomandi hefur
verið ákærður fyrir, sé hann talinn hafa brotið
fleira af sér sem ekki hefur verið ákært fyrir er
ekki leyfilegt að fjalla um það. Kviðdómur gerir
dómskerfið flóknara í Bretlandi en það er á Ís-
landi. Um leið og búið er að dæma í málum sem
vakið hafa athygli eru birtar myndir af hinum
dæmda í flestum stærri breskum fjölmiðlum.“
Hvað um dagblöðin, eru fríblöð í boði?
„Nei, það er til fríblað sem liggur frammi hjá
lestarkerfinu í London, en einu blöðin sem borin
eru inn á heimili eru hverfablöð. Samkeppni er
mikil á dagblaðamarkaðinum í Bretlandi og þar
eru gefin út góð og vönduð blöð, ég sakna þeirra
þegar ég er ekki þar, bresku blöðin hika ekki við
að birta ádeilur, hafa góðan bakgrunn og góða
dálkahöfunda sem gagnrýna óhikað bæði
stjórnvöld og fyrirtæki og setja óragir fram
skoðanir. Bretar líta svo á að þeir sem gefa sig
fram til stjórnmálastarfa þurfi að svara til saka
ef þeim verður eitthvað á að mati almennings.
Fyrir skömmu sótti fyrirtæki sem innanrík-
isráðherra átti hlutabréf í um samninga hjá rík-
inu í deild sem heyrði undir hann. Innanrík-
isráðherrann sagði ekki frá hlutabréfaeign sinni
í fyrirtækinu en um hana fréttist og hann varð
að fara. Ef almenningur sér spillingu er engin
miskunn, fordæming blasir við, Bretar fyrirgefa
ekki mikið og umbera fátt af slíku tagi.
Andstæðum sjónarmiðum ekki gerð næg skil
Í íslenskum fjölmiðlum finnst mér stundum á
vanta að fengin séu fram andstæð sjónarmið – í
umræðuþáttum sér maður jafnvel spyrlana
samsinna viðmælendum sem eru innbyrðis al-
gjörlega sammála – og þá spyr maður sig; „Af
hverju er þetta fólki ekki bara að spjalla saman
inni í stofu?“ Ég ímynda mér að mál hafi á Ís-
landi a.m.k. tvær hliðar, rétt eins og í Bretlandi.
Okkur hjá BBC er uppálagt að sýna allar hliðar
þess máls sem fjallað er um hverju sinni. Ein-
hliða fréttir eru ekki liðnar. Á Íslandi sér maður
slíkar fréttir og jafnvel að talað við sama við-
mælandann tvisvar. Hlutdrægir spyrlar sjást
ekki hjá BBC, á Íslandi hef ég séð dæmi um
slíkt. Ég hef saknað þess, þegar ég horfi á sjón-
varp á Íslandi og les þar blöð, að sjá ekki ráða-
menn og frammámenn í þjóðfélaginu spurða
gagnrýnni spurninga en raun ber vitni.“
Hvernig er staða BBC í Bretlandi núna?
„Allar kannanir sýna að breskur almenningur
ber óskorað traust til BBC. Nýlega var ákveðið
að BBC verði áfram á afnotagjöldum en eigi að
síður er verið að draga saman seglin í rekstr-
inum, það er nauðsynlegt að spara og verið er
að vinna í að fella niður ákveðnar stöður, hag-
ræða og nýta betur mannskapinn. Við á frétta-
deildunum stöndum hinsvegar utan við þetta,
það er aldrei spurning að BBC er og verður með
fréttir og fréttastöðvar.
News 24 sendir út stanslausar fréttir, yfirleitt
eru um tíu manns sem vinna að fréttum í mínum
þætti, svo erum við með fréttaritara sem við
getum hringt í og beðið að vinna fréttir þar sem
nauðsynlegt er hverju sinni. Þess má geta að
hjá BBC vinnur íslenskur klippari, kona að
nafni Kristel Kristjánsdóttir, við tölum stund-
um saman á íslensku þegar við viljum ræða eitt-
hvað varðandi starfið sem viðkvæmt er. Ég hef
stundum velt fyrir mér stöðu RÚV með tilliti til
BBC, mér fyndist eðlilegra að RÚV væri rekið á
afnotagjöldum eingöngu, það skapar meira
hlutleysi og gerir stofnunina óháðari í starfi
sínu.
Við hjá BBC erum nú komin með nýjan yf-
irmann, Peter Horrocks, hann leggur miklar
áherslu á News 24, þannig að við fáum meiri
peninga til fréttaöflunar okkar en áður, enda er
þetta langstærsta fréttastöð Bretlands, við er-
um komin talsvert fram úr Sky, sem hefur verið
okkar helsti keppinautur.
Gerð var könnun sem sýndi að yngra fólk vill
ekki endilega horfa á létt fréttaefni heldur vill
það léttari áherslur í meðferð hvaða efnis sem
er. Ég hef lagt fram ákveðnar hugmyndir í
þessum dúr. Hvernig t.d. á að láta ungt fólk
skilja að þær breytingar sem verið er að gera á
lífeyriskerfinu núna komi til með að hafa áhrif á
líf þess síðar. Við reynum að leggja mál af slíku
tagi þannig upp að þau nái athygli þessa hóps,
þ.e. fólks í kringum þrítugt.“
Nú ertu að fara til starfa á stríðssvæði, hvaða
tilfinningu vekur það?
„Ég verð að viðurkenna að mér finnst erf-
iðara að fara í slíkar ferðir eftir að barnið kom
til sögunnar, enda eru ekki margir fréttamenn á
stríðssvæðum fjölskyldufólk. En stundum er
ekkert val og þannig er það núna hjá mér. Mað-
urinn minn fer oft utan til fréttaöflunar á átaka-
svæðum, mér finnst það líka erfitt. Hann var
t.d. sendur til að fjalla um jarðarför Arafats.
Hann hringdi í mig þar sem hann stóð uppi á
þaki og skotum og sprengjum rigndi niður í
kringum hann; „Úff, þarna flaug ein rétt hjá
mér,“ sagði hann og þá brá mér óneitanlega.
Sjálf hef gjarnan fjallað um leiðtogafundi og
er með vinnuvísa til Bandaríkjanna svo ég hef
oft verið send þangað til starfa, ég var t.d. beðin
að sjá um fréttaflutning af fellibylnum Katrínu,
en þá var barnið svo ungt að ég fór ekki. Ég hef
stöku sinnum verið í fréttaviðtölum hjá RÚV,
síðast þegar sprengjur sprungu í London, þá
var ég reyndar í Skotlandi þar sem var leiðtoga-
fundur, en ég sagði frá viðbrögðum leiðtoganna
við sprengingunum. Ég hef vikist vel við ef ís-
lenskir fréttamiðlar hafa leitað til mín til að
ræða stórar, breskar fréttir, ég sé oft málin
öðruvísi en Bretar sjálfir.
Ég hef verið send á mörg námskeið og er með
öll réttindi til að vinna á stríðssvæðum, líka þar
sem notuð eru efnavopn. Mér þótti þetta spenn-
andi á tímabili en viðhorfin breytast með breytt-
um aðstæðum. Þótt ég fari senn á viku nám-
skeið hjá breska hernum til að læra meira um
störf og viðbrögð á hættulegum stríðssvæðum
vildi ég helst núna kynnast betur innviðum
breskra stjórnmála – þegar um hægist.“
Ertu komin svo langt í aðlögun að bresku
samfélagi að finnast te betra en kaffi?
„Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög
gott að fá mér tesopa, en ég er Íslendingur og
legg áherslu á að sonur minn fái að kynnast Ís-
landi. Ég tel að hann sé mjög heppið barn, fær
að alast upp í London með öllum þeim mögu-
leikum sem sú borg gefur og getur svo komið til
Íslands og notið þess frjálsræðis sem þar er að
finna fyrir börn.“
sfréttir
’Ég hef verið send á mörgnámskeið og er með öll
réttindi til að vinna á
stríðssvæðum, líka þar
sem notuð eru efnavopn.
Mér þótti þetta spennandi
á tímabili en viðhorfin
breytast með breyttum
aðstæðum. ‘
gudrung@mbl.is