Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Líta má á Súezdeiluna 1956og afleiðingar hennarsem þáttaskil í sögubreska heimsveldisins,nú varð öllum ljóst að Bretar voru ekki lengur risaveldi. Nýju risaveldin voru tvö, Banda- ríkin og Sovétríkin og almennings- álitið, sem meðal annars kom fram í umræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var eindregið gegn gömlum nýlenduveldum Evrópu. Ekki var lengur hægt að stöðva óþæga leiðtoga og einræðisseggi eins og Gamal Abdel Nasser Egyptalandsforseta og arabíska þjóðernisstefnu hans með hervaldi. Og það sem alvarlegast var: Bandaríkjamenn andmæltu hug- myndum Breta og Frakka um að gera árás á Egyptaland vegna þjóðnýtingar Súezskurðarins og töldu að þeir færu offari. Afleið- ingarnar gætu orðið þær að Nas- ser yrði þjóðhetja í augum flestra araba eins og reyndin varð. Fleira skipti máli, árásirnar á Egypta hófust aðeins viku fyrir forseta- kjör í Bandaríkjunum og sömu dagana voru Sovétmenn að kæfa í blóði uppreisn í Ungverjalandi. Tímasetningin gat varla verið óheppilegri. Hvernig gátu Banda- ríkjamenn samþykkt vopnaða íhlutun Breta og Frakka í Egypta- landi en fordæmt hana þegar Sov- étmenn sendu her inn í Ungverja- land? Um var að ræða alvarlegasta ágreining sem komið hafði upp í samstarfi vestrænu stórveldanna frá stofnun Atlantshafsbandalags- ins 1949. Svo langt gekk andstaða Dwight D. Eisenhowers Banda- ríkjaforseta að í bréfum til breska forsætisráðherrans, Sir Anthony Edens, varaði hann við „alvarleg- um afleiðingum“ þess að grípa til hervalds gegn Nasser, slíkar að- ferðir hlytu ávallt að vera algert neyðarúrræði. Bandaríska þjóðin myndi ekki sætta sig við að frið- samlegar leiðir yrðu ekki fyrst reyndar til fullnustu. „Ennfremur er það svo að auðvelt gæti reynst í fyrstu að vinna hernaðarsigur en hann gæti síðar reynst allt of dýr- keyptur vegna eftirkastanna,“ sagði forsetinn í bréfi til Edens. Eisenhower lét að sögn heimild- armanna hóta Bretum því að selja birgðir ríkisins af breskum pund- um og beita sér gegn lántökum Breta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um en slíkar aðgerðir hefðu getað valdið hruni á gengi pundsins. Þegar sjálf vopnaviðskiptin hófust í lok október hótaði Eisenhower að hætta fjárhagsaðstoð við Ísraela ef þeir samþykktu ekki vopnahlé. Nasser og einræðisklíka hans vildu auka veg þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi en sáu að nauðsyn- legt væri að bæta kjör almennings í landinu og gera Egyptaland að iðnríki, ella yrði það um alla fram- tíð veikburða. Geysileg misskipt- ing var í landinu, fáeinar ættir réðu yfir megninu af jarðnæðinu en þorri almennings var blásnauð- ur. Auka þurfti orkuframleiðslu og hugmyndin um risastóra stíflu í Níl til að framleiða raforku og stýra betur flóðunum reglubundnu í fljótinu komst á teikniborðið. Fjármagna þurfti Aswan-stífluna Ætlunin var að framkvæmdin tæki tíu ár en hún myndi kosta stórfé, miklu meira en Egyptar réðu sjálfir við. Þeir reyndu að fá Breta og Bandaríkjamenn til að fjármagna verkið en hik var á leið- togum Vesturveldanna og þeir settu margvísleg skilyrði fyrir að- stoð. Ekki bætti úr skák að Nas- ser reyndi að etja þeim gegn Sov- étmönnum sem höfðu lýst áhuga á að fjármagna Aswan-mannvirkin. Hann hugðist kanna hvor aðilinn byði betur og gekk svo langt að kaupa vopn frá Tékkóslóvakíu sem var þá undir hæl Moskvustjórn- arinnar. En þess ber að gæta að áður hafði Nasser reynt að fá Bandaríkjamenn til að selja sér vopn en fengið óljós svör. Bretar og Bandaríkjamenn höfnuðu endanlega 19. og 20. júlí að fjármagna framkvæmdina og ákvað Nasser þá að afla fjár með því að ná til sín tekjunum af Súez- skurðinum, þá um 100 milljónir Bandaríkjadollara á ári. Yfirlýs- ingin um fyrirhugaða þjóðnýtingu var gefin út 26. júlí 1956 og næstu mánuði undirbjuggu Evrópuveldin tvö og Ísraelar viðbrögð sín. Út á við var reynt að láta líta út fyrir að samningaleiðin yrði reynd en bak við tjöldin voru samdar hern- aðaráætlanir. Nasser rak herskáa þjóðernis- stefnu og vildi sameina alla araba í eitt ríki. Ræðusnilld hans og slag- orð hrifu mannfjöldann, hann þótti auk þess fjallmyndarlegur. „Við munum reisa Aswan-stífluna á höf- uðkúpum þeirra 120.000 egypsku verkamanna sem létu lífið þegar Súezskurðurinn var grafinn,“ sagði hann eitt sinn á útifundi. Yfirlýs- ingar af þessu tagi hleyptu eld- móði í brjóst milljóna manna í fá- tækrahverfum Kaíró og Alexandríu og víðar. Arabaþjóðir fylktu sér um Nasser og haldnir voru fjölmennir mótmælafundir í Kaíró og fleiri borgum múslíma- heimsins til að mótmæla meintum yfirgangi Breta og Frakka í Súez- deilunni. Innrás á Sinaí Ísraelar réðust inn á Sinaískag- ann 29. október undir forystu Moshe Dayans hershöfðingja sem seinna varð frægur í sex daga stríðinu 1967. Samið hafði verið um atburðarásina og Bretar og Frakkar voru með herskip, flug- vélar og hermenn reiðubúin á Kýpur og Möltu. Daginn eftir árás Ísraela settu Bretar og Frakkar fram þá úrslitakosti að jafnt Ísr- aelar sem Egyptar samþykktu að draga alla hermenn sína frá Súez- skurðinum innan 12 stunda. Þeir áttu að halda sig minnst 10 mílur (16 km) frá skurðsvæðinu. Ísraelar samþykktu að sjálfsögðu kröfuna, eins og ákvæði leynisamninga þeirra við Breta og Frakka kváðu á um, en Egyptar neituðu. Hinn 31. október gerðu Bretar og Frakkar loftárásir á herflugvelli og stöðvar Egypta og hermenn Stórveldi hrökklast af sviðinu Fyrir réttum 50 árum þjóð- nýttu Egyptar Súezskurð- inn, eina helstu lífæð heims- viðskiptanna. Bretar og Frakkar ákváðu að beita hernaði í samstarfi við Ísraela til að stöðva áformin og tryggja hagsmuni sína. Málinu lauk með algerum ósigri gömlu nýlenduveld- anna. Kristján Jónsson kynnti sér atburðina ör- lagaríku árið 1956. AP Egypskir skriðdrekar halda inn í borgina Port Said við norðurenda Súezskurðarins 23. desember 1956 eftir að síðustu hermenn Breta og Frakka voru á brott. Óbreyttir borgarar fagna og hafa klifrað upp á drekana, margir með riffil á lofti. Gamal Abdel Nasser David Ben Gurion Sir Anthony Eden Dwight D. Eisenhower Súez-skurðurinn milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs var tekinn í notkun árið 1869 og áhrif hans á samgöngur og efnahagslíf verða seint ofmetin. Sama ár var lokið við að tengja austur- og vesturströnd Norður-Ameríku með járnbraut og skyndilega var hægt að fara umhverfis jörðina á mun skemmri tíma en áður hafði þekkst í sögunni. Stór skref voru tekin í átt til aukinnar hnattvæðingar, siglingaleiðin milli Evr- ópu og Austur-Asíu styttist um mörg þúsund kílómetra. En jafnframt greiddi skurðurinn fyrir því að evr- ópsku nýlenduveldin gætu þanist út. Ekki þurfti að nota neina skipastiga við Súez eins og í Panamaskurðinum mikla í Mið-Ameríku. Landslagið á svæðinu er tiltölulega slétt. Stefnt er að því að dýpka Súez-skurðinn enn og breikka en nú mega skip ekki rista meira en 16 metra til að komast klakklaust í gegn. Sem stendur geta allt að 150.000 tonna olíuskip sem koma frá Persaflóa farið um hann en fyrirhugað er að stækkuninni verði lokið um 2010. Stærri skip geta þó dælt hluta af farminum í pramma sem komast um skurðinn og síðan þarf á ný að dæla honum í tankskip við Port Said við Miðjarðarhafsströnd Egypta- lands. Hátt í 20.000 skip fara um Súez- skurðinn ár hvert eða nær tíundi hluti allrar skipaumferðar í heiminum. Hann er um 170 km að lengd og breiddin er að meðaltali um 180 metr- ar, ein jarðlestargöng liggja undir skurðinn og tvær brýr yfir hann. Um miðbikið er stöðuvatn sem notað er til að greiða fyrir umferðinni, þar er hægt að láta skip bíða meðan önnur fara hjá. Að jafnaði fara tvær skipa- lestir suður skurðinn á dag en ein til norðurs og ekki er siglt á meira en átta sjómílna hraða til að draga úr skemmdum á sandbökkunum af völd- um sjávarins. Ferðin tekur því 11–16 stundir. Gömul hugmynd Hugmyndin um að tengja Miðjarð- arhaf og Indlandshaf með einhverjum hætti er ævaforn, þannig mun einn faraóanna hafa reynt að láta grafa skurð milli Rauðahafs og Nílarfljóts um 1200 árum fyrir Krist. En það var Dareios I. Persakonungur sem lauk verkinu nokkur hundruð árum síðar. Umræddur skurður drabbaðist oft niður og á áttundu öld eftir Krist var hann endanlega lagður af í tíð Ara- bakalífans al-Mansur. Það var ekki fyrr en upp úr miðri 19. öld að Frakkinn Ferdinand de Lesseps samdi við þáverandi varakonung Egyptalands, Said Pasha, sem að nafninu til heyrði undir Tyrkjasoldán, um að grafa skipaskurð milli hafanna tveggja, Miðjarðarhafs og Rauðahafs. Notast var við tillögur sem austur- rískur verkfræðingur, Alois Negrelli, hafði lagt fram. Stofnað var fyrirtæki, Súez-félagið, sem átti að sjá um reksturinn og landsvæðið var leigt af Egyptum til 99 ára. Stjórn Said Pasha lagði fram nægt vinnuafl bláfátækra verkamanna og smábænda, talið er að um 1,5 milljón manna hafi verið þvingaðar til að starfa við skurðinn. Manntjónið var mikið, að líkindum dóu um 125.000 manns, aðallega Egyptar, af völdum vannæringar, ofþreytu og sjúkdóma, þ. á m. kóleru, við verkið. Fyrir til- stuðlan erlendra aðila, og þá einkum Breta, var þó bundinn endi á nauð- ungarvinnuna eftir nokkurra ára tog- streitu en aðbúnaðurinn var áfram slæmur. Verkið tók nær ellefu ár og kostnaðurinn í peningum var helmingi hærri en áætlað hafði verið. Bretar tryggja heimsveldishagsmuni sína Bretar voru um þetta leyti risaveldi heimsins með geysileg ítök í Asíu, einkum Indlandi, og leist ekki vel á að Frakkar hefðu of mikil áhrif í Egypta- landi og gætu stýrt umferð um skurð- inn. Breska stjórnin undir forystu Ben- jamins Disraelis forsætisráðherra greip því tækifærið og keypti 44% hlut Egypta árið 1875. Ákveðið var á alþjóðaráðstefnu að skurðurinn skyldi vera hlutlaust svæði en Bretar, sem sent höfðu herlið til Egyptalands nokkrum árum fyrr, höfðu í reynd töglin og hagldirnar við skurðinn fram til 1951. Þá kröfðust Egyptar þess að fara framvegis með yfirstjórnina. Bretar samþykktu 1954 að draga her sinn á brott og luku því verki sumarið 1956. Sama ár þjóðnýtti Gamal Abdel Nasser Egyptalandsforseti félagið sem rak skurðinn en hét þó að gjalda eigendunum fullar bætur. Bretar og Frakkar tortryggðu mjög Nasser og arabíska þjóðernisstefnu hans og ákváðu að hindra áform hans. Súez- deilan var hafin. Skipaskurðurinn sem bylti heiminum                                ! "   #$                          

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.