Morgunblaðið - 23.07.2006, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Í umræðunni um notkun erfða-tækni í landbúnaði takast ámargvísleg sjónarmið; vísinda-leg, siðleg, hagræn, umhverfis-og heilsufarsleg. Það er ljóst
að líftækni fleygir fram en í landbún-
aði er einkum rætt um beitingu erfða-
tækni við kynbætur nytjaplanta.
Upplýst umræða er því af hinu góða
því hún er iðulega undanfari góðra
ákvarðana.
Erfðabreyttar plöntur eru nú eink-
um ræktaðar í Bandaríkjunum, Kan-
ada og í Suður-Ameríku en í Evrópu
hefur andstaðan verið mikil og þar er
ræktunin sáralítil og sums staðar
bönnuð. Það liggur því beinast við að
byrja á því að spyrja Chris Pollock,
sem er grasafræðingur að mennt og
hafði m.a. um skeið yfirumsjón með
tilraunum með illgresisþolin, erfða-
breytt yrki í ræktun hjá breskum
bændum, hvernig standi á þessari
sérstöðu álfunnar?
,,Ég tel að skýringarnar á þeim
mun sem er á viðhorfum á notkun
erfðatækni í landbúnaði í Evrópu
annars vegar og hins vegar í Ameríku
og síðan í Kína og Afríku, séu þrjár. Í
fyrsta lagi, og sennilega er það sú
veigamesta, þá deila íbúar Norður-
Evrópu takmörkuðu og þéttbýlu
landbúnaðarlandi og hafa alist upp
við sömu landbúnaðarmenningu nán-
ast frá örófi alda, a.m.k. 1.500 ár eða
svo. Fólk upplifir náttúruna í raun-
inni sem ekkert annað en landbúnað.
Veruleikinn er sá að ef ábúendur ætla
að auka afkastagetu landbúnaðarins,
t.d. með því að ræsa akra og rækta
tún, þá hefur það neikvæð áhrif á fjöl-
breytileika lífríkisins á því svæði, á
hina villtu náttúru. Í því samhengi
finnst Evrópubúum það hins vegar
ekkert tiltökumál. Hugsunarháttur-
inn og aðstæðurnar eru allt aðrar í
Ameríku. Þar hafa íbúar sín villtu
svæði og sinn landbúnað algjörlega
aðskilinn. Það getum við sjaldnast í
Evrópu. Ef við tökum Bretland sem
dæmi þá er í rauninni enginn slíkur
aðskilnaður. Það eru því líka hinar
sérstöku aðstæður á hverju svæði
fyrir sig sem móta hugsunarhátt
fólks og afstöðu.“
Áhættufælnir Evrópubúar
Pollock segir að í öðru lagi sé
sjaldnast tekist á um matvælaöryggi í
pólitískri umræðu í Evrópu. ,,Um-
ræðan um mat og málefni honum
tengd eru líka sjaldan á dagkrá al-
mennt. Neytandinn hagnast raunar
ekkert á þessari tækni, sá sem hagn-
ast er bóndinn. Og jafnvel þótt við
gætum fallist á að áhættan hvað mat-
vælaöryggi varðar sé mjög lítil þá
taka evrópskir neytendur hana ekki
að öllu jöfnu. Evrópubúar taka al-
mennt ekki óþarfa áhættu til þess að
færa öðrum ágóðann enda fremur
frábitnir því að taka áhættu almennt
sem er þriðja ástæðan í þessu máli.
Það getur því tekið tíma að innleiða
nýjungar í álfunni. Það þarf ekki ann-
að en að hlusta á umræðuna um far-
síma í Bretlandi og þá hættu sem
þeim getur hugsanlega fylgt til þess
að gera sér grein fyrir áhættufæln-
inni, sem ég held að sé ekki jafnal-
menn í Ameríku.“
Í fyrirlestri þínum á málþinginu
kynntir þú og fjallaðir um reglugerðir
Evrópusambandsins um erfða-
breytta ræktun og lífverur og það
ferli sem fyrirtæki þurfa að fara í
gegnum til þess að fá leyfi til þess að
rækta erfðabreyttar lífverur eða
flytja inn, einkum út frá umhverfis-
sjónarmiðum. Þar gagnrýndir þú
markmið regluverksins töluvert og
sagðir þau miðast um of við tæknina
sjálfa þegar það ætti að miða við áhrif
hennar og afrakstur. Hvað áttu við
með því?
,,Það er mjög mikilvægt að reglur
helgist af tilgangi þeirra. Það er ljóst
að í hefðbundnum landbúnaði hafa
verið og eru unnin spjöll á umhverf-
inu sem engar reglur hafa enn verið
settar um. Ég tel því að vandamálið
sé víðtækara en svo að það snerti að-
eins erfðatæknina.“
Hvernig þá?
,,Ef litið er á ástæður þess að Evr-
ópubúar hafa áhyggjur af umhverfinu
og þær eru skoðaðar nánar þá virðist
sem þeir telji að framfarir í landbún-
aði séu að verða á kostnað umhverf-
isins. Það er hins vegar ekkert, að
mínu áliti, sem bendir sterklega til
þess að erfðatækni sé betri eða verri
en önnur tækni sem er eða hefur ver-
ið notuð í landbúnaði. Ég get nefnt
margar aðrar breytingar í landbúnaði
sem hafa haft miklu meiri áhrif á
villta náttúru, t.d. í Bretlandi, á síð-
ustu 50 árum. Sem dæmi má nefna að
þegar sáðtíma korntegunda var
breytt, frá vori til hausts, eins og nú
er orðið ríkjandi, hafa fuglar ekki
lengur aðgang að fæðu í ökrum yfir
veturinn. Eins má nefna breytingar
sem orðið hafa í heyskap frá þurrheyi
yfir í rúllubagga. Tún eru slegin mun
fyrr en áður og plöntur ná því ekki að
blómstra og þroska fræ. Þessar
breytingar hafa haft miklu meiri áhrif
á villta náttúru heldur en þau sem
hægt hefur verið að mæla við ræktun
erfðabreyttra yrkja. Mér sýnist því
að það verði virkilega að íhuga hvaða
markmiðum reglur eigi að ná þegar
þær eru settar og það á að sjálfsögðu
líka við Evrópusambandið. Erfða-
tækni í landbúnaði hefur nú þegar
náð töluverðri útbreiðslu víða um
heim og raunar virðist, í samanburði
við ýmsa aðra tækni, vera tiltölulega
auðvelt að stýra þeirri áhættu sem af
henni kann að stafa.“
Hefur Evrópa
efni á vandfýsni?
Morgunblaðið/Golli
Dr. Chris Pollock grasafræðingur segir Evrópubúa áhættufælna og það sé ein
skýringin á neikvæðri afstöðu þeirra til erfðatækni í landbúnaði.
Umræðan um notkun erfðatækni í landbúnaði er
margþætt en nýlega var haldið um efnið málþing á
vegum Bændasamtaka Íslands, landbúnaðarráðuneytisins
og Landbúnaðarháskóla Íslands. Unnur H. Jóhannsdóttir
ræddi við dr. Chris Pollock, grasafræðing og formann
ráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar, sem
hélt erindi á ráðstefnunni.
Hverjar eru hugs-
anlegar ástæður
andstöðu Evrópubúa
við erfðatækninni?
Hver eru markmið
regluverks Evrópu-
sambandsins um
erfðabreytta ræktun
og innflutning á
erfðabreyttum
lífverum og mat-
vælum unnum úr
þeim?
Hefur Evrópa efni
á því að hafna
erfðatækninni
í landbúnaði?
Erfðabreytt ræktun og matvæli
Reuters
„Neytendur hafa að sjálfsögðu rétt á að hafna slíkum matvælum [sem inni-
halda erfðabreyttar lífverur] en stjórnvöld ekki endilega nema að til staðar
séu vísindalegar niðurstöður sem benda til þess að þau hafi skaðleg áhrif.“
Associated Press Reuters