Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ F immtán menn á Dauðs manns kistu, hæ, hó og flaska af rommi!“ kyrja Jón Silfri og kumpánar hans í Gulleyjunni eftir Robert Louis Steven- son og auðsætt hvert höf- undar handritsins, Ted El- liott og Terry Rossi, sækja innblásturinn. Það er vel við hæfi að kalla framhaldsmyndina Dead Man’s Chest, og heiðra þannig bestu sjóræningja- sögu heimsbókmenntanna og dagljóst orðið að nafngiftin gefur góða raun, myndin slær glæsileg aðsóknarmet á degi hverjum um öll heimsins höf. Vestanhafs er hún þegar orðin sú sem skilað hefur mestum gróða fyrstu sýningarhelgina og fyrstu tíu sýningardagana í allri kvikmyndasögunni. Ef svo heldur fram sem horfir getur Dead Man’s Chest endað í eftirsóttum félagsskap hinna 10 vinsælustu, áður en ágúst er allur. Sjóræningjaskútan hefur gjörsamlega kaf- siglt keppinauta sína og sjálfur Superman sýpur hveljur undan ágjöfinni frá Jack Spar- row. Myndin stendur vel að vígi, hún er lauflétt afþreying sem höfðar greinilega til allra ald- urshópa og samkeppnin er í rénun þar sem kvikmyndaverin eru nánast búin að spila út flestöllum trompum sumarmánaðanna. Næstu tvær vikurnar þurfa sjóræningjarnir ekki að eyða púðri á grimmustu hákarla árstíðarinn- ar, þó þeir séu til alls vísir; Lady in the Wa- ter, nýi spennuhrollurinn hans M. Night Shyamalan (The Sixth Sense, Signs); My Su- per Ex-Girlfriend eftir Ivan Reitman (Ghost- busters, Twins) og Miami Vice, nýja spennu- myndin eftir Michael Mann (The Last of the Mohicans, Heat.) Ævintýrið áhættunnar virði Keppinautar Walt Disney héldu ró sinni þegar fréttist að kvikmyndaverið væri með í smíðum Pirates of the Caribbeans: The Curse of the Black Pearl, stórmynd af fáséð- um stofni sjóræningjamynda. Ástæðan að þær höfðu reynst arfaléleg fjárfesting á und- anförnum áratugum, þ. á m. Pirates (’86) e. Roman Polanski og Cutthroat Island (’95), sem var nánast banabiti ferils hjónakornanna Rennys Harlin og Geenu Davis. Á hinn bóginn var framleiðandinn enginn annar en Jerry Bruckheimer, einstaklega far- sæll og áræðinn, en honum hefur orðið á í messunni líkt og öðrum. Þá var afrekaskrá leikstjórans, Gores Verbinski, frekar smá í sniðum en á móti vó að með aðalhlutverkið fór Johnny Depp, einn snjallasti og ástsælasti leikari samtímans. Þá voru aukahlutverkin vel mönnuð Geoffrey Rush, Orlando Bloom, Keiru Knightley og Jonathan Pryce og yf- irhöfuð var hvergi til sparað. Útkoman var glæsileg, tveggja og hálfs tíma, ómenguð skemmtun sem kitlaði hlát- urtaugarnar óspart og halaði inn á fjórða hundrað milljónir dala sumarið ’03. Framleið- endurnir voru fljótir að átta sig á að þeir voru rétt búnir að finna reykinn af réttunum og ákváðu í snatri að gera tvær myndir til viðbótar um kaptein Sparrow. Myndin er fjarri því að vera gallalaus, er t.d. slítandi langdregin á köflum, en Depp er í rífandi fantaformi á sjóræningjatúttunum, enda sagðist hann sækja fyrirmyndina í þann þræl- sukkaða rokkguð Keith Richards! Verbinski sýnir lítið síðri takta og reyndist réttur mað- ur á réttum stað. Þessir tveir menn, auk pen- ingaflæðisins frá Bruckheimer, eiga mikið til heiðurinn af vinsældum myndarinnar. Kameljónið Johnny og kapteinn Jack Johnny Depp hefur heldur betur sannað sig sem einn, ef ekki fjölhæfasti leikari kvik- myndanna og virðist ekkert hlutverk ómögu- legt. Best lætur honum að skapa óvenjulega furðufugla sem eru nánast orðnir að sérgrein: Benny í Benny & Joon; Ichabod Crane í Sleepy Hollow; Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory; Edward Scissorhands og Ed Wood í samnefndum myndum, svo fátt eitt sé til talið. Þessa dagana er hann að búa sig undir að bæta Sweeny Todd í hópinn, enn eina ferðina undir stjórn Tims Burton. Sjaldan hefur Depp umturnast á jafn- hressilegan hátt og sem sjóræningjakapteinn- inn Sparrow, glottandi með gull í tann, bik- svartur um augun eins og íslensk afturganga, rámur og rommleginn undir bláum ævintýra- himni Karíbahafsins. Sparow er sem fyrr hin óbifanlega þunga- miðja, í Dead Man’s Chest, siglir hann aftur til móts við forlögin eftir að hafa sloppið naumlega frá bölvun Aztekagullsins í The Curse of the Black Pearl. Starf kapteins á sjóræningjaduggu er sannaralega ekki heigl- um hent, tvísýnt óþverrastarf og félagsskap- urinn vafasamur. Í nýju myndinni verður hann að endurgjalda Davy Jones (Bill Nighy), hinum skuggalega kollega sínum á draugaskútunni Hollendingnum fljúgandi, gamla en ekki gleymda lífgjöf, og hún út- heimtir blóð, svita og tár. Til sögunn- ar eru kallaðar mannætur, risa- kolkrabbar, leynd- ardómsfullur spámaður, draugar, dísir og djöflar, auk hefðbundins mannsora Karíba- hafsins. Depp segist ekki furða sig á vinsældum sjóræningjamyndanna. „Ég var orðinn vanur því að leika í mynd- um sem nutu ekki vinsælda svo það var mér gífurlegt áfall þegar að því kom. En ég er áhorfendum afar þakklátur fyrir að taka vel á móti persónunni og framleiðendunum að standa með mér, því á vissum tímapunkti áttu prúðbúnir Disneymenn í vandræðum með að kyngja túlkun minni á Sparrow. Vel- gengni myndarinnar var fullnaðarsigur fyrir mig.“ Depp segist hafa gælt við þá hugmynd að leika Jack Sparrow á eðlilegum nótum, en hann er harður á þeirri skoðun að öll erum við að einhverju leyti rugluð í kollinum, þar með talinn Kapteinn Jack. „Allir eru geggjaðir á sinn hátt en við neit- um því gjarnan, þar sem enginn vill vera tal- inn skrítinn, galinn, klikkaður, eða hvað menn vilja kalla það, svo við skellum á okkur grím- unni og leikum með. En Jack gerir ekki minnstu tilraun til að taka þátt í leiknum, því lætur honum vel að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Að auki held ég að nóg sé af leikurum sem eru flinkir í að vera „venju- legir“, ef til vill er ég að reyna að gefa áhorf- endum eitthvað öðruvísi, reyna að láta þá fá á tilfinninguna að það sé allt í lagi að vera mað- ur sjálfur, að vera léttbilaður.“ Þrátt fyrir velgengnina segist Depp hafa jafngaman af að leika og þegar hann kom fyrst fram. „Jafnvel meira, því nú get ég valið hlut- verkin sjálfur. Það er eins gott að það nái ekki eyrum Disney, en það furðar mig að þeir borga mér fyrir að leika í Sjóræningjum Kar- íbahafsins. Jack skipstjóri gefur mér tæki- færi til að vera eins óheflaður og hugsast get- ur – án þess að lenda í skömm fyrir það. Ég nýt þess fram í fingurgóma, einkum ef eitt- hvað óvænt gerist, einhver gleymir setningu, eða maður segir kolranga setningu og allt fer úrskeiðis, það eru ósviknir töfrar. Sjóræningjar Karíbahafsins: Á heimsenda, kemur að ári Jafnskjótt og handritið var tilbúið, hóf Ver- binski vinnu við þriðju og síðustu sjóræn- ingjamyndina, Pirates of the Caribbean: At World’s End, og verður hún frumsýnd 25. maí, nk. Ferlið er í fullum gangi en Verbinski gat tekið hluta hennar samhliða Dead Man’s Chest. Auk allra helstu aðal- og aukaleikara koma þeir við sögu; Hong Kongbúinn Yun- Fat Chow, Svíinn Stellan Skarsgård, og síð- ast en ekki síst, maestro Keith Richards, sem vonir standa til að taki að sér hlutverk föður Jacks Sparrow. Eins gott að hann hætti að fíflast uppi í pálmatrjám, harðfullorðinn mað- urinn. Í myndinni, sem lokar þríleiknum, fær- ist atburðarásinn út á heimsenda og er ætl- unin að slagsmálin, sverðaglammið, geggjunin og brellurnar slái þeim fyrri al- gjörlega við. Depp segist sakna Jacks skipstjóra. „Það er engin spurning, þó það hljómi aula- lega frá miðaldra manni, þá færist yfir mig fáránlegt fyrirframþunglyndi þegar mér verður hugsað til þess að að því kemur að maður á aldrei eftir að umgangast þessa náunga oftar. Ég sakna þeirra. Ég hlakka ekki til að kveðja Jack Sparrow, og vonandi verður dráttur á því – ef Disney og Bruckhei- mer dettur í hug að gera þá fjórðu … Ship O’Hoy. Móttökur framhaldsmyndarinnar Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest, hafa farið fram úr björt- ustu vonum. Sæbjörn Valdimarsson tók sólarhæðina um borð og komst að því að skútan hans Jo- hnnys Depps stefnir harðbyri að því að verða fengsælli en aðrar útgerðir sumarvertíð- arinnar. Með sama skriði næstu vikurnar á hún möguleika á að ná inn á listann yfir 10 mest sóttu kvikmyndir sögunnar. Sjóræningjarnir gera strandhögg hérlendis eftir helgina. Johnny Depp sem sjóræningjakap- teinninn Sparrow, með gull í tann, biksvartur um augun, rámur og rommleginn. Aukahlutverkin eru eins og í fyrri myndinni, The Curse of the Black Pearl, einkar vel mönnuð með þau Keira Knightley og Orlando Bloom í broddi fylkingar. saebjorn@heimsnet.is ’Depp er í rífandi fantaformi á sjóræn-ingjatúttunum enda sagðist hann sækja fyrirmyndina í þann þrælsukk- aða rokkguð Keith Richards!‘ Svarta perlan svífur seglum þöndum Mest sóttu myndir sumarsins til þessa: Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest 258 (millj. dala) X-Men: The Last Stand 235 “ Cars 220 “ The Da Vinci Code 215 “ Ice Age: The Meltdown 195 “ Superman Returns 164 “ Over the Hedge 151 “ Mission: Impossible II 133 “ Click 120 “ The Break Up 116 “ Stolt siglir fleyið mitt … (Samkv. The Hollywood Reporter um miðjan júlí)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.