Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 17
Ég rek upphafið til frægasta skósmiðs áÍslandi, Gísla Ferdinandssonar,“ seg-ir hann, þegar ég spyr um tildrögþess að hann þýddi þessar smásögur.„Gísli er einn í okkar hópi, sem
drekkur kaffi reglulega hér á Kaffi París. Hann
les mikið og hugsar mikið og er eilíflega að
spyrja stórra spurninga. Einn góðan veðurdag í
fyrra kom hann með nafnlausa sögu á blaði og
bað mig að lesa. Ég las hana ekki strax, leit að-
eins yfir hana og kastaði henni svo frá mér, eins
og menn bregðast við allri áreitni nú á dögum.
Eigi að síður tók ég blaðið með mér heim og að
lestrinum loknum, sagði ég við sjálfan mig:
Svona skrifa ekki nema fjórir, fimm beztu rit-
höfundar þessa heims. Hvað er þetta? Ég fyllt-
ist forvitni og fór að kanna málið. Gísli sagði mér
að hann hefði tekið söguna upp úr bók eftir Mar-
íu Skagan, skáldkonu. Þar hét hún Nathanael
skósmiður og sagt að hún væri lausleg endur-
sögn, en höfundar frumsögunnar var ekki getið.
Það kviknaði hjá mér löngun til að rannsaka
málið og að lokum hafði ég uppi á höfundinum
með hjálp Guðrúnar Friðriksdóttur. Þetta var
ekki bein þýðing á smásögu eftir Leo Tolstoy,
heldur mikið breytt endursögn, snilldarlega vel
gerð, en eigi að síður er saga Tolstoys helmingi
lengri og dálítið annars eðlis, þó ekki þessi
kjarni sem María tók út úr henni. Saga Tolstoys
heitir Þar sem ástin er, þar er Guð, sem er til-
vitnun í Jóhannesarguðspjall, en ég ákvað að
nefna hana Skósmiðinn til heiðurs Gísla og Mar-
íu, enda fjallar öll sagan um rússneskan skó-
smið.“
– Og dugði þessi eina saga til þess að kveikja
svo í þér, að þú þýddir allar hinar?
„Mín kynni af smásögum Tolstoys voru ást
við fyrstu sýn. Ég gat alls ekki hætt, þegar ég
hafði lesið þessa fyrstu, heldur vildi ég fá þær
allar. Ég sagði við sjálfan mig: Það vita margir
Íslendingar, að evrópskir og bandarískir bók-
menntafræðingar telja Stríð og frið eftir Tolstoy
beztu skáldsögu heimsins þeirrar gerðar sem
lýsir karakter þjóðar. Og sami hópur hefur sagt
aðra sögu hans; Önnu Kareninu, vera beztu
skáldsögu heims, þeirra sem fjalla um sálarlíf
einnar persónu. Ég eins og aðrir Íslendingar
hafði lesið þessar bækur og ég verð að segja það
eins og það er, að mér fundust þessar lítt þekktu
smásögur hans sízt lakari. Tolstoy sagði reynd-
ar sjálfur, að hann teldi tvær þessara smásagna
það bezta sem hann hefði skrifað.
Mér fannst nauðsynlegt að Íslendingar
fengju að kynnast þessum perlum, eins og aðr-
ir.“
Svo réttir hann úr sér: „Svona getur tilgangs-
laust skraf yfir kaffibolla leitt til nýrrar bókar.
Þetta er einmitt tilgangur kaffihússins!“ Hlær
við kaffibollanum og sýpur á.
Til að þýða heimsbók-
menntir þarf gott skáld
Ég spyr hann um þýðingarvinnuna.
„Ég kann ekkert í rússnesku og þekki þá
kenningu, sem margir halda fram, að það sé
hrein og bein ósvífni að þýða skáldverk nema af
þeirri tungu, sem það er skrifað á. Ég ætla að
leyfa mér að segja aðra setningu, sem er í öfga-
fullum anda þessarar kenningar; Það er ósvífni
af manni, þótt hann kunni vel tungumál höf-
undar að þýða eftir hann heimsbókmenntir, ef
þýðandinn er ekki bæði góður íslenzkumaður og
gott skáld. Það er fyrst og fremst þetta sem ger-
ir gæfumuninn; til að þýða verða menn að vera
góð skáld, annars klúðra þeir verkinu.
Vegna þýðinga skálda á bókum, sem voru
skrifaðar á máli, sem þau skildu ekki og urðu því
að þýða úr öðrum málum, hafa miklar heims-
bókmenntir orðið til.“ Hann lítur til mín með
drjúgu augnaráði, sem segir: Þar hefur þú það!
Og svo sýpur hann á kaffinu.
– Hver er galdurinn í smásögum Tolstoys?
„Þegar Tolstoy skrifar smásögu tekst honum
ævinlega að skapa þrenns konar spennu.
Það er í öllum sögunum þessi venjulega
spenna glæpasögunnar, en þótt það sé glæpur í
hverri sögu, þá eru þær ekki af gerð nútíma
glæpasagna.
Annað er það, að í hverri einustu sögu varpar
skáldið fram spurningu og öll sagan er leit að
svarinu við þeirri spurningu.
Þriðja atriðið er mjög sterkur boðskapur í öll-
um sögunum og venjulegast verða þær að hluta
til að minnsta kosti dæmisögur. Ég held að það
sé ekki hægt að lesa nokkurt skáld sem er eins
mannbætandi og Leo Tolstoy.
Hann stóð mjög ákveðið með gyðingum í
miklum gyðingaofsóknum á 19ndu öld í Rúss-
landi og hann barðist mjög ákveðið gegn allri
hernaðarhyggju. Og hann var mjög einlægur
kristinn hugsuður.
Upp úr 1930 var það algengt að Íslendingar
rugluðu saman ólíkum hugtökum eins og taó,
marxisma, Tolstoy, Stalín og Kristi. Menn settu
samansemmerki milli sósíalisma og kristindóms
og spurðu í hjartans einlægni, hvort ekki væri
hægt að vera marxisti og trúa á Guð. Þetta er
dæmigert fyrir Íslendinga, við erum eina þjóðin
í veröldinni svona saklaus!“
Gullna hliðið hjá Davíð og Tolstoy
Smásögur Tolstoys skiptast í sjö flokka: Sög-
ur handa börnum, en þar í eru sögurnar tvær:
Guð sér hið sanna, en bíður og Fangi í Kákasus,
sem Tolstoy taldi sín beztu verk, Vinsælar sög-
ur, Ævintýri, Sögur til styrktar myndlist, End-
ursagðar þjóðsögur, Sögur til hjálpar gyðingum
og Tvær franskar sögur. Áttu þér einhverja
uppáhaldssögu? spyr ég Gunnar.
„Það eru þarna nokkrar sögur sem ég held að
hafi sett mark á allan heiminn, sögur sem ég tel
að hafi verið lesnar af öllum læsum mönnum,
nema kannski Íslendingum. En nú reynum við
að bæta úr því svo vonandi er þetta ekki allt
unnið í tilgangsleysi!
Fyrst vil ég nefna Neistann sem varð að báli
og söguna sem ég nefni Skósmiðinn. Þær eru í
kristnum anda og fjalla um fyrirgefninguna og
framkomu okkar við bræður okkar og systur.
Eina söguna nefni ég Gullna hliðið. Hún er
hliðstæð Gullna hliðinu, sem við þekkjum í út-
gáfu þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar. Það er
sama flökkusagan, sem þeir nota báðir í skáld-
skap sinn, en áherzlur þeirra eru mjög ólíkar.
Jón okkar telur sig geta komizt inn í himna-
ríki á frekjunni einni saman og gjörir enga iðr-
un. Í útgáfu Tolstoys kemst illvirkinn líka inn í
himnaríki, en þó ekki fyrr en hann iðrast illra
verka sinna.“
– Þótt hjörtum mannanna svipi saman, þá eru
þau kannski ekki alveg eins?
Nú lítur Gunnar á mig með kímni í augum.
„Er það ekki íslenzkur þjóðarkarakter að fara
allt á frekjunni? Ég hefði haldið það!“
Og sýpur enn á!
„Ekki svo að skilja að skáldið frá Fagraskógi
telji að hrokagikkshátturinn skili Jóni inn í ríki
ljóssins, þvert á móti vinnur hann aðeins gegn
honum. Það er eingöngu eðlislæg góðvild kon-
unnar sem bjargar honum. Hún er nógu góð fyr-
ir þau bæði.
Ein allra þekktasta smásaga Tolstoys heitir:
Hve mikið land þurfa menn að eiga? Þegar ég var
skólastrákur í MR á stríðsárunum, lét Þorsteinn
Ö. Stephensen flytja leikrit í útvarpið sem var
byggt á þessari sögu. Hún fjallar um taumlausa
græðgi bónda í að eignast land og eftir að hann er
búinn að drepa sig á allri þessari græðgi þarf
hann ekki nema sex fet frá höfði til hæla.“
– Á við okkur öll!
Eiga allar sögurnar sama erindi við okkur og
samtíma Tolstoys?
„Það má vera, að við séum ekki sammála öll-
um hugmyndum Tolstoys nú á 21. öldinni. Eins
og gengur og gerist eru sum sjónarmið hans
ekki lengur á dagskrá. Við verðum öll að þola
það að heimurinn breytist og einnig mat manna
á verkum skáldanna.
Menn segja oft að heimurinn fari versnandi.
Og það kemur vel fram hjá Tolstoy, eins og í
sögunni Hveitikorn eins stórt og hænuegg.
Þetta er ýkjusaga, sem Tolstoy gerði upp úr
gamalli þjóðsögu og enn eldri goðsögn um gull-
manninn, silfurmanninn og járnmanninn. Allar
þrjár sögurnar fjalla um það, hvað allt var gott í
gamla daga.
Tolstoy hafði náttúrlega góðar ástæður til að
mikla fyrir sér gamla tímann. Ein ástæða þess
að Stríð og friður er slíkt snilldarverk er, að afi
Tolstoys var helzti ástmaður Katrínar miklu,
sem í kjölfarið gerði hann fyrst að yfirmanni líf-
varðarins og setti hann síðan yfir allan rúss-
neska herinn. Það gefur því auga leið, að með öll
gögn frá afa sínum hefur Tolstoy haft úr miklu
að moða, þegar hann skrifaði bókina.
Tolstoy taldi öllu fara aftur í vaxandi upp-
lausn samtímans.“
– Er það svo?
„Ég er ekki sammála Tolstoy, hvað það snert-
ir. Heimurinn fer batnandi og hugur mannsins
er í örum vexti.
Það hefur verið sagt og líklegast með réttu, að
hin gamla, rússneska, þjóðarsál hafi verið dýpri
og tilfinningaríkari en þekkist meðal annarra
þjóða. Rússnesku stórskáldin á 19. öld eru auð-
vitað lifandi sönnun þessa.
Nú segja ýmsir, að þessi gamla þjóðarsál hafi
ekki lifað af 70 ára tímabil marxismans. Það er
þess vegna gott að hafa aðgang að gömlu þjóð-
arsálinni eins og hún birtist í gömlum bókum,
ekki sízt í þessum sögum Tolstoys.“
Saga heimspekinnar á þúsund blaðsíðum
– Ertu kominn með eitthvað nýtt á prjónana?
„Þetta sumarið fer í að koma út fyrir jól Sögu
heimspekinnar. Þetta gæti orðið þúsund blað-
síðna verk. Þessi saga hefur áður komið út í
brotum, en aldrei í sinni endanlegu mynd í einni
bók. Nú er ég að endurskoða, strika út og bæta
við, þar sem mér finnst úrbóta þörf.
Mér er þetta nægt verkefni í sumar, en ég hef
ekki staðið mig nógu vel sem rithöfundur og á
þess vegna ýmislegt ógert enn.“
Það var ást við fyrstu sýn
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Dal: Það eru þarna nokkrar sögur, sem ég held að hafi sett mark á allan heiminn.
Hann hefur þýtt allar smásögur Leo
Tolstoys á íslenzku, tuttugu og
þrjár talsins, og nú eru þær komnar
á bók. Af því tilefni ræddi Frey-
steinn Jóhannsson við Gunnar Dal
freysteinn@mbl.is
búnaður í bílinn
Car kit CK-7W
* Bluetooth búnaður í bílinn
* Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi
* Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum
* Sjálfvirk tenging við síma
handfrjáls
Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA.
Vertu handfrjáls