Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 21
gamla valdahugsunarhættinum – geti
ekki sætt sig við að þessi ríki séu sjálf-
stæð og móti stefnu sína út frá rúss-
neskum hagsmunum eins og þeir eru
metnir hverju sinni. Sjálfsagt á þessi
skýring við að einhverju leyti, en
áhugaverðara er þó að setja afstöðuna
í samband við ástandið innanlands og
viðbrögð stjórnvalda við henni.
Það má taka dæmi af gasdeilunni
við Úkraínumenn síðasta vetur. Í orði
kveðnu snerist deilan um sanngjarnt
verð Úkraínumanna fyrir gas sem
þeir kaupa af Rússum og um eðlilegan
hagnað Úkraínumanna af gasleiðsl-
unni sem Rússar nota til að koma
jarðgasi sínu til Vestur-Evrópu og
liggur um Úkraínu. Þessi deila varð á
tímabili svo hörð að Rússar gripu til
þess úrræðis, sem þó virtist ekkert til-
efni til, að skrúfa að hluta fyrir gasið
til Úkraínu. Þetta olli mikilli óánægju
hjá kaupendum í Vestur-Evrópu sem
liðu fyrir gasskortinn ekki síður en
Úkraínumenn. Frá sjónarmiði heil-
brigðrar skynsemi virtist aðgerðin því
ástæðulaus og ábyrgðarlaus og ein-
göngu til þess fallin að stærstu kaup-
endur rússnesks gass myndu draga
þá ályktun að þessi viðskipti við Rúss-
land væru óþarflega áhættusöm og
betra væri að finna aðrar leiðir til að
útvega gas.
En það sást vel á því hvernig Pútín
kom fram í deilunni að honum var
miklu mikilvægara að tryggja að for-
setinn virtist sterkur innanlands en
að halda trúverðugleikanum út á við. Í
Kreml var staðan greinilega metin
svo að dýrara væri að sæta ákúrum
fyrir linkind gagnvart Úkraínu eða
Evrópu en að glata trausti í Vestur-
Evrópu.
Miklar æsingar voru í fjölmiðlum
yfir sambandinu við Úkraínu á meðan
á deilunni stóð og sú skoðun var áber-
andi að Úkraínumenn stæðu með
pálmann í höndunum og græddu á
Rússum: Ekki væri nóg með að þeir
fengju orkugjafa á sérverði. Þeir
væru einnig búnir að sölsa undir sig
Krímskaga sem með réttu væri rúss-
neskt landsvæði. Það má því vissulega
hafa nokkurn skilning á tilraunum
Kremlarstjórnar til að láta lands-
menn sína að minnsta kosti halda að
hún væri að sýna Úkraínumönnum
tennurnar.
Gagnrýni Vesturlanda
Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt
að rússnesk stjórnvöld sitji nú undir
harðri gagnrýni frá Vesturlöndum
vegna valdsmannslegra tilburða
gagnvart nágrönnum sínum, vaxandi
valdstjórnar heima fyrir og ömurlegs
ofbeldis og villimennsku í Tétsníu.
Staða mannréttindamála í Rússlandi
hlýtur að vekja óhug í Vestur-Evr-
ópu. Það er sama hvert litið er, til
ástandsins í Tétsníu, rússneska hers-
ins eða almennra réttinda. En það er
líka mikilvægt að setja rússneska
pólitík í rétt samhengi.
Þau rúmu sex ár sem Pútín hefur
setið í embætti hefur þjóðfélagsþró-
unin í Rússlandi frekar verið í átt að
einræði en í átt að velferðarkerfi – og í
rauninni má skýra þann stöðugleika
sem nú ríkir í Rússlandi með tvennu:
Olíuverði og valdstjórn. Líklega er
ekkert evrópskt samfélag til þar sem
gæðum er jafn misskipt og í Rúss-
landi um þessar mundir, og litlar líkur
eru á að miklar breytingar verði á því
í bráð. Ekki stuðlar kapítalismi að
jöfnuði og einræði ekki sjálfkrafa
heldur.
Moskva er um þessar mundir borg
andstæðnanna, þar sem milljóna-
mæringar bruna um götur á bryn-
vörðum Benzum en alþýða manna
sópar göturnar þeirra og bónar bílana
þeirra fyrir hungurlús. Sú millistétt
sem hefur smátt og smátt orðið til á
undanförnum árum er enn fámenn og
vön því að þurfa að berjast fyrir sínu.
Í samfélaginu ber mest á eindreginni
einstaklingshyggju og kröfu til
stjórnvalda um að sýna hörku á öllum
sviðum, hvort sem er í innanlandspóli-
tík eða í utanríkismálum. Sú hug-
mynd að lýðræði og öflugt velferðar-
kerfi eigi ekki við í Rússlandi er
einnig áberandi og talsmenn hefð-
bundinna vestrænna frjálslyndisvið-
horfa vekja afar takmarkaðan áhuga
– málflutningur þeirra er jafnvel tal-
inn einkennast af barnaskap.
Við þessar aðstæður er því miður
talsverð hætta á því að talsmenn eða
þjónar ofsafenginnar þjóðernis-
hyggju komist til valda þegar Pútín
hverfur úr forsetastóli. Það eru hins-
vegar nánast engar líkur á því að tals-
menn lýðræðis- eða frjálslyndisvið-
horfa í vestrænum skilningi nái
miklum árangri í kosningum nú og
það gildir um bæði þingkosningar og
forsetakosningar.
Nú er mikið rætt um hugsanlega
stjórnarskrárbreytingu sem gæfi
Pútín kost á að bjóða sig fram í þriðja
sinn þegar kjörtímabil hans rennur út
vorið 2008. Fáir kætast yfir þeirri til-
hugsun að Rússar taki enn eitt skref í
áttina frá eðlilegu lýðræði, með reglu-
legum og friðsamlegum leiðtogaskipt-
um. En því verður hinsvegar ekki á
móti mælt að næsti leiðtogi gæti kom-
ið Vesturlöndum enn óþægilegar á
óvart en Pútín gerði á sínum tíma.
Valkostirnir eru ekki fýsilegir. Það
virðist útilokað að nokkur geti unnið
forsetakosningar í Rússlandi á næst-
unni án þess að höfða til þjóðernis-
kenndar og boða valdsstjórn, heima
fyrir og gagnvart nágrönnum. Þá
kann áframhald hins sama þrátt fyrir
allt að vera skásti kosturinn í stöðunni
frá vestrænu sjónarmiði.
Höfundur er prófessor
við Háskólann á Bifröst.
AP
Vladimír Pútín og George W. Bush Bandaríkjaforseti sem hefðbundnar rúss-
neskar trébrúður (matrjoskur). Alveg frá því Pútín tók við völdum 2000 hafa
efasemdir ríkt um lýðræðisvilja rússneskra stjórnvalda á Vesturlöndum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 21
Um er að ræða glæsilegt 136,4 fm. Heilsárshús
á frábærum stað í landi Kiðjabergs í Grímsnes
og Grafningshrepp. (í landi Hests). Húsið stend-
ur á 8.100 fm. eignarlóð niður við Hvítá með ein-
stöku útsýni. 18 holu golfvöllur og öll þjónusta
skammt frá. 240 fm. sólpallur er í kringum eign-
ina og samþykktar teikningar af 25,1 fm. gesta-
húsi (bílskúr) við hliðina á húsinu. Frábær að-
staða fyrir vatnasport á Hestvatni og 50 mín.
akstur frá Reykjavík.
Húsinu verður skilað fullbúnu að utan og
einangruðu með 240 fm sólpalli. Steypt plata
og tvöfalt K-gler í gluggum. Afhending í
ágúst 2006.
Óskað eftir tilboðum yfir 29.900.000
Allar nánari upplýsingar veitir
Sigurður í síma 866 0040
Fr
u
m
— SÖLUSÝNING —
SUNNUDAGINN 23. JÚLÍ FRÁ KL 16:00 - 17:00
EITT AF GLÆSILEGRI SUMARHÚSUM
LANDSINS RÍS Í KIÐJABERGI (HESTUR)